Morgunblaðið - 30.08.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Á FUNDI byggingarfulltrúans í
Reykjavík í fyrradag var samþykkt
umsókn um að rífa núverandi hús á
Laugavegi 4-6 og stigahús á Skóla-
vörðustíg 1A en byggja þess í stað
fjögurra hæða steinsteypt hótel og
verslunarhús.
Hugmynd um fjögurra hæða hús
á þessum stað er ekki ný af nálinni.
Reyndar er hún nær 70 ára gömul.
Laugavegur 6 var í eigu Péturs
W. Biering og afkomenda hans í 109
ár en Austurbakki hf. keypti húsið
fyrir um 20 árum. Henrik C.J. Bier-
ing, sonur hans, stundaði þar versl-
unarrekstur í 32 ár og Henrik P.
Biering, sonur hans, í 28 ár. Versl-
unin hét fyrst Verslun H. Biering og
síðan Biering búsáhöld.
Teikningar samþykktar 1939
Henrik P. Biering rifjar upp að
faðir sinn og Magnús Þorgeirsson,
Magnús í Pfaff, sem hafi átt Lauga-
veg 4, hafi um 1939 komið sér saman
um eftir langvinnt þóf að byggja
sameiginlega myndarlegt verslunar-
hús á Laugavegi 4-6. Henrik segir
að faðir sinn hafi verið fljótur til
verka og þar sem hann hafi viljað
hafa kjallara undir sínum hluta
hússins hafi hann látið handgrafa
skurð niður eftir Traðarkotssundi til
þess að tengjast skolpræsi við
Hverfisgötu vegna þess að klóak-
leiðslurnar við Laugaveg hafi verið
ofan kjallara. Henrik og Magnús
hafi fengið Kornelíus Sigmundsson
byggingarmeistara til að taka að sér
byggingu hússins og bæjaryfirvöld
hafi samþykkt fyrirhugaða bygg-
ingu og teikningar Einars Erlends-
sonar, síðar húsameistara ríkisins.
Framkvæmdalán hafi verið tryggt
en allt hafi þetta tekið sinn tíma og
þegar hefja átti framkvæmdir hafi
seinni heimsstyrjöldin skollið á.
Fyrir vikið hafi þeir ekki þorað að
halda áfram, ekki síst vegna óvissu
um efnistök.
Guðmundur Jónsson trésmiður
reisti hús á Laugavegi 6 1871, en eft-
ir 1920 var reist viðbygging við hús-
ið úr steini þar sem áður var garður.
Í fyrstu var þar tóbaksverslun, síðan
kaffihús og svo verslunin Skórinn
áður en Henrik P. Biering tók hús-
næðið undir rekstur sinn.
Húsið einskis virði
„Húsið er einskis virði og ég er á
móti því að verið sé að byggja aftur
upp fornminjar því það eru ekki
fornminjar þegar búið er að byggja
þær upp á nýtt,“ segir Henrik. Hann
segist samt aldrei hafa lagt sjálfur í
nýbyggingu á lóðinni. „Ég hafði ekki
kjark til þess,“ segir hann og vísar
meðal annars til þess að lóðin sé svo
hallandi frá Skólavörðustíg að
Laugavegi 6 að hann hafi ekki talið
gerlegt að fara út í framkvæmdir.
Munurinn á lóðunum hafi verið hátt
á annan metra og því erfitt við að
eiga á árum áður en nú sé tæknin
allt önnur og betri.
Hins vegar bendir Henrik á að
húsinu á Laugavegi 6 hafi mikið ver-
ið breytt frá upprunalegri gerð. Afi
sinn hafi eignast nokkurra ára gam-
alt húsið 1878. Til að byrja með hafi
verið dyr fyrir miðju og tveir
gluggar sitt hvoru megin en fljót-
lega eftir að faðir sinn hafi eignast
húsið hafi hann leigt það húsgagna-
smið og -sala og hafi hann breytt
húsinu og sett upp fimm stóra versl-
unarglugga á framhliðina. „Það var
mjög gott að vera í þessu húsi en nú
er það bara ruslahaugur,“ segir
hann.
Nær 70 ára hugmynd að veruleika
Ljósmynd/Sigurður Guðmundsson
Líkan Skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin hófst voru uppi hugmyndir um byggingu stórhýsis við Laugaveg
4-6 og átti það að tengjast Indriðatorgi beint á móti en torgið hefur ekki enn orðið að veruleika.
Laugavegur 6 Þessi teikning var samþykkt á fundi byggingarnefndar
Reykjavíkur 31. ágúst 1939. Neðst eru kjallaragluggar.
Fjögurra hæða
bygging rís á
Laugavegi 4-6
Í HNOTSKURN
» Byggingarfulltrúi Reykja-víkur hefur samþykkt
byggingu fjögurra hæða stein-
steypts hótels og verslunar-
húss við Laugaveg 4-6 með
tengingu við Skólavörðustíg
1A, en borgarráð á eftir að
samþykkja ákvörðunina.
» Í samþykktinni kemurfram að umsóknin sam-
ræmist ákvæðum laga nr. 73/
1997 og að frágangur á lóða-
mörkum verði gerður í sam-
ráði við lóðarhafa aðliggjandi
lóða.
Í DAG fer fram ráðstefna um karla og ofbeldi í
nánum samböndum í Kornhlöðunni við Lækj-
arbrekku. Á ráðstefnunni verður norska verk-
efnið Alternative to Violence kynnt, auk þess sem
íslenskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni.
Marius Råkil er norskur sálfræðingur og for-
svarsmaður verkefnisins Alternative to Violence.
Hann mun kynna verkefnið og hvernig það hefur
reynst ítarlega.
Í tuttugu ár hafa aðstandendur verkefnisins
unnið að því að svara eftirfarandi spurningum: Af
hverja beita karlmenn ofbeldi, hvaða áhrif hefur
ofbeldið á fórnarlömbin og hvernig vinna karl-
menn sig úr ofbeldinu? Kynningin fer fram á
ensku.
Að loknu erindi Råkil verða nokkrir íslenskir
sérfræðingar með erindi. Dr. Berglind Guð-
mundsdóttir sálfræðingur mun lýsa þeirri þjón-
ustu sem þolendur heimilisofbeldis fá hjá Áfalla-
miðstöð slysa- og bráðadeildar LSH.
Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá Lög-
regluembætti höfuðborgarsvæðisins, veitir yfirlit
yfir hvað gögn lögreglunar segja okkur um heim-
ilisofbeldi.
Að lokum munu Andrés Ragnarsson og Einar
Gylfi Jónsson sálfræðingar kynna verkefnið Karl-
ar til ábyrgðar, sem þeir hafa stýrt og greina frá
niðurstöðum mats gerenda og þolenda á árangri
þess. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
ávarpar fundargesti í upphafi fundar.
Ráðstefnan er hluti af Evrópuverkefninu „Ár
jafnra tækifæra“ og er öllum opin án endur-
gjalds. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur upp
úr 16.30.
Karlar til ábyrgðar er verkefni sem hófst árið
1998 og var komið aftur af stað í fyrra eftir fimm
ára hlé. Þetta er eina sérhæfða meðferðaúrræðið
hér á landi fyrir karla sem beita ofbeldi á heim-
ilum.
Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hóp-
meðferð hjá sálfræðingum. Þótt karlar séu ekki
einir um að beita ofbeldi er meðferðarúrræðið að-
eins fyrir þá.
Karlar
og ofbeldi
ORÐASKRÁ í lestrarfræðum er
komin út. Hún hefur að geyma um
850 ensk hugtök um lestur og tengd
efni og er 66 síður að lengd. Kjarninn
er fenginn úr bókinni The Literacy
Dictionary: The vocabulary of read-
ing and writing sem Harris og Hodg-
es ritstýrðu. Einnig voru valin hug-
tök úr fjölda bóka um lestrarfræði á
ensku auk hugtaka í íslenskum ritum
um læsi. Orðaskráin er einkum ætl-
uð kennurum, kennaranemum og
foreldrum sem fást við lestur er-
lendra rita um læsi og lestrarerfið-
leika.
Höfundar eru Halldóra Haralds-
dóttir lektor við kennaradeild Há-
skólans á Akureyri og Rósa Egg-
ertsdóttir sérfræðingur við
skólaþróunarsvið Háskólans á Akur-
eyri.
Við gerð efnisins nutu höfundar
aðstoðar Íslenskrar málstöðvar og
fær hún öll hugtökin til afnota fyrir
orðabanka sinn. Rannsóknasjóður
Háskólans á Akureyri og skólaþró-
unarsvið kennaradeildar HA styrktu
gerð bókarinnar.
Orðaskrá í
lestrarfræð-
um gefin út
AKUREYRI
ELDUR kom upp í bátaskýli gegnt
Akureyri sl. þriðjudagskvöld.
Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynn-
ingu um kl. 22.20 og var efri hæð
skýlisins nánast alelda þegar
slökkviliðið kom á staðinn. Leggja
þurfti lögn frá bílastæðinu að skýl-
inu þar sem enginn vegur eða slóði
liggur niður að því. Mikill gróður er
í kringum bátaskýlið og tókst að
verja hann fyrir eldinum. Slökkvi-
starfi lauk um kl. 1 aðfaranótt mið-
vikudags. Bátaskýlið sjálft og allt
innbú þess er ónýtt, þar á meðal lít-
ill plastbátur. Ekkert rafmagn var í
skýlinu og leikur grunur á að um
íkveikju hafi verið að ræða.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Íkveikja Bátaskýlið og innbú þess er ónýtt eftir eldsvoðann, þ.m.t. báturinn á neðri hæðinni.
Bátaskýli
eyðilagt
Skaði Þakið á vesturenda hússins er við það að hrynja.