Morgunblaðið - 30.08.2007, Page 20

Morgunblaðið - 30.08.2007, Page 20
ferðalög 20 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Heppnin ætlar svo sann-arlega að vera með okk-ur í dag ef horft er tilhimins. Nú er sólin hátt á lofti, en við Seattle-búar eigum frekar að venjast skýjuðum himni og rigningu,“ segir fararstjórinn Cathy hjá Argosy-skipaþjónustunni áður hún tekur til við að leysa landfestar og gefa skipstjóranum merki um að „snekkjan“ sé ferðbúin fyrir tveggja tíma siglingu um Union og Wash- ington-vatn í ægifögru umhverfi á spegilsléttum sjónum. Við farþeg- arnir finnum okkur stað um borð, sleikjum sólina og pöntum drykk áð- ur en haldið er af stað. Fljótlega eft- ir að komið er út úr höfninni tekur við skemmtilegt hverfi fljótahúsa. Eitt þeirra er svolítið kunnuglegt enda upplýsir Cathy okkur um að þarna hafi Tom Hanks átt heima í rómantísku bíómyndinni „Sleepless in Seattle“. Siglt er undir brú með Wash- ington-háskóla í fallegri umgjörð á vinstri hönd. Þegar lengra er haldið tekur við hver glæsivillan af annarri sem allar kúra í skóglendi meðfram Washington-vatni. Þarna hefur Microsoft-auðjöfurinn Bill Gates komið sér upp sautján húsum í þyrp- ingu, en bæði hann og fyrirtæki hans eru upprunnin í Seattle. Fæðingarheimili Starbucks Seattle, sem er höfuðborg Wash- ington-fylkis, býður upp á fegurð og milt veðurfar, og þegar litið er til fylkisins alls eru afþreyingarmögu- leikar ferðamanna fjölmargir. Leggja má stund á siglingar og veiðiskap í ám, lækjum og vötnum. Finna má fín skíðasvæði innan fylk- isins og tvö „alvöru“ fjöll er auk þess að finna á nálægum slóðum, Rainier og Mt. Helen, sem bæði eru virk eld- fjöll. Borgin sjálf býður svo upp á spennandi verslunarmöguleika, söfn af ýmsum toga, fjölda veitingahúsa, sem mörg hver sérhæfa sig í sjávar- fangi, og síðast en ekki síst frábæra markaðsstemningu við sjávarbakk- ann þar sem er að finna hinn fræga Pike Place Market sem hefur verið að fagna aldarafmæli sínu þetta árið. Það gerir hann að elsta starfandi bændamarkaði Norður-Ameríku. Þarna er líf og fjör alla daga og þarna má fá úrval af alls konar ferskvarningi, lífrænum vörum, list- munum, blómum og fjölmörgu öðru dóti, sem gleður gests augað. Tón- listarmenn troða upp og gaman er að skreppa inn á veitingahús á svæð- inu til að svala þorsta eða kitla bragðlauka. Kaffi-ilmurinn laðar svo gesti og gangandi inn um dyr á móti mark- aðnum, en einmitt þar var Star- bucks-kaffikeðjan til. Þessi fyrsta Starbucks-kaffibúð var stofnuð árið 1971, en síðan eru þessar vinsælu kaffibúðir orðnar yfir sjö þúsund talsins út um allan heim. Framfarir og hugvitssemi Seattle, sem hvílir á tólf aðal hlíð- um, dregur nafn sitt af indíánahöfð- ingjanum Noah Sealth eða Chief Seattle, sem sagður er hafa gefið tóninn um að vingast við hvíta land- nema, sem fóru að streyma til Seattle upp úr 1850. Seattle hefur nú vaxið og dafnað í heljarinnar stór- borg. Um aldamótin 1900 voru íbúar um 80 þúsund talsins, en eru nú með um sjö hundruð þúsund íbúa. Velmegun borgarinnar hefur á undanförnum árum byggst á hug- vitssemi og framförum sem gert hef- ur borgina eina að hraðvöxnustu borg Norður-Ameríku. Tölvu- hugbúnaðargeirinn gerði Seattle að höfuðstöðvum sínum upp úr 1980. William Boeing stofnaði fyrsta Bo- eing-fyrirtækið á svæðinu, en höf- uðstöðvar þessa risafyrirtækis eru nú í Everett, steinsnar frá Seattle, og veita tugþúsundum starfsmanna atvinnu. Fjölmargir viðskiptamógúl- ar og fyrirtæki af fjölbreyttum stærðargráðum hafa auk þess séð sér hag í að hreiðra um sig í borg- inni. Þótt hafnarsvæði Seattle hafi eitt sinn verið miðdepill sjósóknar og siglinga og borgin sögð rétt fyrir aldamótin 1900 hafa verið síðasti stoppistaður gullleitarmanna áður en þeir héldu í gullæðið til Yukon og Alaska, snýst þungamiðjan þar nú um nýsköpun á sviði iðn- og tækni- nýjunga með tilheyrandi háhýsum þótt gamli tíminn minni líka eilítið á sig. Fjöldi skoðunarferða er í boði um borgina, bæði á sjó og í landi auk þess sem flugáhugamönnum er sér- staklega bent á að skoða Boeing- verksmiðjurnar og flugsafnið, en þess má geta að samsetningarverk- smiðja Boeing í Everett er í heims- metabók Guinness fyrir að vera stærsta bygging í heimi. Svo má ekki gleyma því að í gegn- um Seattle liggur þjóðvegurinn I-5 sem nær alla leið frá Kanada í norðri til Mexíkó í suðri. Flottasta útsýnið úr Nálinni Menningarlíf blómstrar í borg- inni, sem státað getur af öllu því, sem sæmir menningarborg. Gangskör var gerð fyrir heims- sýninguna 1962 í Seattle að byggja myndarlega upp. Stolt Seattle-búa var Geimnálin svokallaða, sem fang- ar augað víða. Nálin er 605 feta hátt stálmannvirki, sem býður upp á flottasta útsýni, sem völ er á, yfir borgina og næsta nágrenni. Veit- ingastaður er í 500 feta hæð Nál- arinnar sem snýst hringinn á klukkustundar fresti. Fyrir áhuga- sama íþróttaunnendur er svo upp- lagt að skella sér á völlinn og sjá heimamenn í Supersonics spila körfubolta eða sjá Seattle Seahawks í ameríska fótboltanum. Þó pínulítið langt sé að fljúga frá Íslandi til vesturstrandar Banda- ríkjanna og ferðalagið kosti milli- lendingu á leiðinni er það vel þess virði að heimsækja borgina. Það er því enginn vandi að verða svefnvana í Seattle sé tekið mið af þeim af- þreyingarmöguleikum sem borgin býður upp á. join@mbl.is Markaðsstemmning Á Pike Place er margt forvitnilegt. Flugminjar Upplagt er að leggja leið sína í Boeing-flugsafnið. Morgunblaðið/JI Miðborgin Seattle, sem er höfuðborg Washington-fylkis, býður upp á fjölda afþreyingamöguleika. Kaffimenning Starbucks varð til í Seattle árið 1971. Vagga Seattle ruggar við sjávarbakkann Náttúrufegurð einkennir nánasta umhverfi Seattle-borgar í Washington-fylki. Borgin dregur að sér fjölda ferðamanna ár hvert og laðar sömuleiðis að sér íbúa þar sem lífsgæði þykja góð. Jóhanna Ingvarsdóttir flaug á vit vesturstrandar Bandaríkjanna. Við sjávarbakkann er að finna hinn fræga Pike Place Market, sem hefur verið að fagna hundrað ára afmæli sínu í ár. Það gerir hann þar með að elsta starfandi bænda- markaði Norður-Ameríku. www.seeseattle.org

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.