Morgunblaðið - 30.08.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.08.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 25 Þá hefur sumarið raulað sitt síð- asta. Nemendur farnir að tygja sig í skólana. Haustkulið heilsar kinnum á morgnana og reynitrén við Borg- arbíó tekin að roðna.    Háskólinn bauð nýnema vel- komna í síðustu viku og regluleg kennsla er hafin. Nýnemar verða svo busaðir í VMA frá og með deg- inum í dag, en Menntaskólinn mun dorma fram í miðjan september.    Allt um það. Þetta var samt fín- asta sumar. Sumarið þegar hund- urinn Lúkas týndist og fannst og dó og lifnaði við. Þegar Akureyringar urðu 17 þúsund. Þegar júnímánuður leið og ekkert rigndi. Þegar Friðrik V. opnaði í gilinu og Frúin í Ham- borg flutti í Hafnarstrætið. Þegar Saga Capital opnaði formlega og Fiskidagurinn mikli náði nýjum hæðum.    Sumarið þegar bærinn leit út eins og útspýtt hundsskinn eftir 17. júní. Þegar 18-23 ára ungmenni gátu ekki gist á tjaldsvæðunum um versl- unarmannahelgina. Þegar ákveðið var að reisa aflþynnuverksmiðju við Krossanes. Þegar um 50 ofurhugar gengu á 24 tinda á 24 tímum og þeg- ar bifhjólabænin var gefin út í fyrsta skipti.    Svo voru náttúrlega fastir liðir: Pollamótið, N1-mótið (þ.e. Essomót- ið), Listasumar og endalaus flaumur skemmtiskipa.    Akureyrarvaka lukkaðist með eindæmum vel og gaf góð fyrirheit fyrir veturinn. Dagskráin sem Leik- félag Akureyrar er byrjað að kynna er líka býsna spennandi. Bæði hlakka ég mikið til að sjá Óvita og líka nýtt verk sem skrifað var sér- staklega fyrir Leikfélagið: Dubbel- dusch. Alls eru fjögur ný leikverk í vinnslu hjá félaginu, og þau á að sýna á næstu árum. Það finnst mér í tveimur orðum sagt: fínasta fram- tak.    Skipulagsmál hafa annars verið áberandi síðustu vikuna, og kannski örlar á eftirköstum frá því að Ak- ureyri í öndvegi-verkefnið var fyrst kynnt. Þessi málaflokkur er samt með eindæmum viðkvæmur og varla hægt að taka einu einustu ákvörðun án þess að styggja einhvern. Á að byggja yfir Akureyrarvöll? Á að grafa síki? Á að leyfa pollinum að njóta sín? Á að reisa háhýsi eða ein- býlishús við Bónus? Hvað á eig- inlega til bragðs að taka?    Skíðasamband Íslands ákvað að flytja til Akureyrar í byrjun vik- unnar. Vertu velkomið, ó kæra skíðasamband. Njóttu þín hér fyrir norðan.    Og já. Til hamingju bæjarbúar.    Í gær voru semsagt 145 ár frá því að Akureyrarbær endurheimti kaupstaðarréttindi sín (sem var semsagt árið 1862.) Bærinn hafði þá verið ekki-kaupstaður í einhver 26 ár, eftir að hann missti réttindin. En eftir að Akureyri klauf sig frá Hrafnagilshreppi tók bærinn til við að stækka upp úr því að vera ein- hverjar 300 hræður. Það segir Wiki- pedian allavega.    Hér ætla ég annars að setja punkt að sinni og kveðja þannig sumarið. Karnival Frúin í Hamborg fagnar haustinu í skrúðgöngu á Akureyrarvöku AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Sími: 586 8080 • Fax: 586 8081 www.fastmos.is Krókabyggð Glæsilegt einbýlishús Erum með glæsilegt, 325 fm, einbýlishús á tveimur hæðum á skógivaxinni 2.000 fm eignarlóð, rétt við Varmá í Mosfellsbæ. Í húsinu eru 5 svefnherbergi, 3 baðherbergi, stór og mikil stofa með arni, eldhús, þvottahús og geymslur. Lóðin er 2.000 fm, skóg- ivaxin eignarlóð og stendur húsið rétt við Varmá, en þar eru frábærar gönguleiðir og útivistarsvæði. Mjög falleg aðkoma er að húsinu, þar sem stórt bílaplan og skógivaxið umhverfi tekur á móti þér. Þetta er reisulegt hús á einstakri lóð rétt við Varmá. þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 84,0 m. Skorradalur Glæsilegt heilsárshús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög flott heilsárhús á 8.000 fm EIGNARLÓÐ við Dagverðarnes 74 með fallegu útsýni yfir Skorradalsvatn. Húsið er 64 fm, finnskt bjálkahús á einni hæð á steyptri plötu. 2-3 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél, eldhús og stofa. Húsið selst með öllu innbúi. Kalt vatn, hitatúpa, rafmagn og e-max internetteng- ing. Góð timburverönd er við húsið og eignarlóðin er kjarri vaxin og rennur lækur í gegnum lóðina. Skorradalur er eitt vinsælasta sumarbústaðarsvæði landsins, en þar er landið skógi vaxið og vatnið hefur mikið aðdráttarafl, bæði fyrir þá sem velja silungs- veiði eða vatnasport. Gönguleiðir eru fjölmargar og golfvöllur er í uppbyggingu í daln- um, auk þess er stutt í alla þjónustu í Borgarnesi. Verð 32,0 m. JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR DAGSKRÁIN í KVÖLD 30. ágúst 29. ágúst - 1.september 2007 Kl 17 – TJARNARBÍÓ Jazzbíó kl. 5 STRAIGHT NO CHASER THE THELONIUS MONK STORY Kl 20 – AUSTURBÆ Tröllum gefin Eivör Pálsdóttir og Stórsveit Reykjavíkur Kl 21 – IÐNÓ Á og með Láði Agnar Már Magnússon ásamt hljómsveit og Kristjönu Stefánsdóttur Kl 22 – DOMO Múlinn á Múlanum Eyþór Gunnarsson og hljómsveit ásamt Jerry Bergonzi ALLIR ELSKA JAZZ! Ókeypis fyrir miðahafa á atburði jazzhátíðar úr bæjarlífinu Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.