Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
telur ekki að mörg dæmi séu þess á
undanförnum árum að aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna hafi gengið til
kosningabaráttu vegna sætis í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna með jafn
litlum tilkostnaði og Ísland hefur bor-
ið. Geir segir að hann hafi ákveðið
haustið 2005, þegar hann var utanrík-
isráðherra, að setja framboðinu hóf-
legar fjárhagslegar skorður, efnis-
legar forsendur og sanngirni ættu að
ráða því að Ísland tæki sæti í örygg-
isráðinu en ekki aflsmunur eða fjár-
austur. Þetta hefði verið umgjörð
framboðsins síðan og samstaða væri
um það innan ríkisstjórnarinnar að
svo verði til loka.
Kostnaðurinn vegna framboðs Ís-
lands nemur nú um 250 milljónum
króna og áætlanir gera ráð fyrir að
hann fari í um 320 milljónir. Geir
sagðist í erindi sem hann flutti í gær á
opnunarmálþingi í Háskóla Íslands
um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi
vongóður um að Ísland myndi hafa
erindi sem erfiði, en kosið verður eftir
um það bil ár. Enginn gæti þó gengið
að sigri vísum í þessari keppni. Þrátt
fyrir bjartsýni gæti farið svo að Ís-
land næði ekki kjöri í öryggisráðið.
„Það yrðu vissulega mikil vonbrigði
en myndi engu breyta um stöðu Ís-
lands. Markmiðið er að gæta ís-
lenskra hagsmuna og halda fram ís-
lenskum gildum og seta í
öryggisráðinu er einungis ein af
mörgum aðferðum til að ná því.“
Forsætisráðherra sagði ennfremur
að ákvörðun um framboð, sem tekin
var 1998, lýsti nýrri sýn á stöðu Ís-
lands á alþjóðavettvangi og nýju
sjálfstrausti og virkni í utanríkis-
málum. „Í þessu felst skilgreining á
Íslandi sem öflugu smærra ríki en
höfnun á þeirri sjálfsímynd að Ísland
sé vanmáttugt örríki. Þetta lýsir ekki
hégómlegu drambi heldur eðlilegu
endurmati og sífelldri viðleitni til að
treysta stöðu Íslands.“
Öryggismál eru af ýmsum toga
Í erindi Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra kom
m.a. fram það mat að öryggismál – en
þau eru einkum á borði öryggisráðs-
ins – væru nú mun víðar skilgreind en
áður. Þannig mætti líta á loftslags-
breytingar sem nýja tegund ógnar og
orkumál væru mjög ofarlega á baugi
einnig. Á því sviði nytu Íslendingar
virðingar fyrir að hafa tekist að um-
bylta orkukerfi sínu þannig að við
treystum nú á endurnýjanlega orku-
gjafa, en ekki kol eða olíu. Við hefðum
sitthvað fram að færa á þessu sviði.
Þá nefndi Ingibjörg sem rök fyrir
því að Ísland ætti erindi í öryggis-
ráðið að engu öðru ríki stæði ógn af
okkur og að smáþjóð væri vel til þess
fallin að minna á það við borð stór-
veldanna að leikreglur væru virtar og
virðing borin fyrir mannréttindum og
mannúð.
Hún sagði Íslendinga ekki til þessa
hafa verið gerendur í friðarmálum.
Stærð þjóðar skipti hins vegar ekki
máli í þeim efnum, heldur hvað hún
hefði fram að færa.
Ingibjörg Sólrún minnti á það að af
192 aðildarþjóðum SÞ teldust 100
þeirra vera smáríki, þar af 40 smá-
eyríki. Ísland skipaði sér hins vegar
nú í flokk helstu framfararíkja. Ör-
yggisráð SÞ ætti að endurspegla þá
flóru ríkja sem hefði skipað sér undir
fána Sameinuðu þjóðanna.
Fræðimennirnir Baldur Þórhalls-
son, Alyson Bailes og Björg Thor-
arensen fluttu einnig erindi á ráð-
stefnunni í gær. Baldur fór í sínu
erindi yfir tvær meginspurningar:
hvers vegna og til hvers Ísland hefði
aukið mjög þátttöku sína í alþjóða-
samstarfi. Sagði hann að til að svara
þessum spurningum þyrfti einkum að
horfa til fjögurra þátta: breyttra
hagsmuna Íslands og breytinga á því
hvernig hagsmunir Íslendinga væru
skilgreindir; aukinna bjarga hér inn-
anlands, breytts viðhorfs stjórnmála-
manna til alþjóðasamskipta; og al-
þjóðlegs þrýstings og aukinna áhrifa
alþjóðastofnana á innanlandsmálefni.
Alyson Bailes, gestaprófessor við
Háskóla Íslands, rakti hlutverk ör-
yggisráðsins í upphafi 21. aldar og
sagði að ef ráðinu tækist að axla
ábyrgð vegna nýrra ógna í heiminum
– s.s. til að tryggja öryggi og aðgengi
að orku og árangursríkar mót-
aðgerðir á sviði heilsugæslu ef bráð-
hættuleg veira yrði að heimsfaraldri
– um leið og það sinnti hinum hefð-
bundnari ógnum væri réttmætt að
það léki áfram lykilhlutverk á 21. öld-
inni. Jákvætt væri þá að ólíkar þjóðir,
líka smáríki eins og Ísland, tækju
sæti í ráðinu. Við yrðum þó að vera
meðvituð um að við myndum sæta
þrýstingi stórþjóðanna í einstökum
málum. Íslendingar ættu hins vegar
eins mikla möguleika á því og hvert
annað smáríki að standast slíkan
þrýsting.
Björg Thorarensen ræddi í sínu er-
indi auknar valdheimildir ráðsins,
ekki síst á sviði hryðjuverkavarna í
kjölfar hryðjuverkanna 11. sept-
ember 2001, en hún lýsti þeirri skoð-
un að full ástæða væri til að velta fyr-
ir sér hvaðan öryggisráðinu sprytti
heimild til jafn víðtækrar ákvarð-
anatöku – sem síðan skilaði sér inn í
lög aðildarríkja – og raun bæri vitni.
Lýsir ekki hégómlegu drambi
heldur eðlilegu endurmati
Á málþingi í Háskóla
Íslands í gær var farið
yfir tildrög þess að Ís-
land sækist eftir sæti í
öryggisráði SÞ og rök
færð fyrir því að við
ættum þangað erindi.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Ræðumenn Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra héldu bæði erindi á málþinginu í HÍ í gær.
Í HNOTSKURN
»Málþingið í Háskóla Ís-lands í gær markaði upp-
haf samstarfs utanríkisráðu-
neytisins og allra átta háskóla
landsins, en hver um sig mun
standa fyrir fundi í vetur sem
hefur yfirskriftina: Ísland á al-
þjóðavettvangi – erindi og
ávinningur.
» Ísland keppir við Aust-urríki og Tyrkland um tvö
laus sæti í öryggisráði SÞ
starfsárin 2009-2010. Kosið
verður eftir ár.
FRJÁLSLYNDI flokkurinn styður
þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra að
halda ekki áfram að manna stöðu
upplýsinga- og
fjölmiðlafulltrúa í
Bagdad af hálfu
íslensku friðar-
gæslunnar.
Kristinn H.
Gunnarsson, for-
maður þingflokks
frjálslynda og
fulltrúi í utanrík-
ismálanefnd Al-
þingis, segir
þessa ákvörðun
ráðherrans skynsamlega og í sam-
ræmi við þá utanríkisstefnu Íslend-
inga lengst af, að halda sér utan við
hernaðarátök. Með þessu sé í raun
verið að færa stefnuna aftur til fyrra
horfs.
Spurður um þátttöku Íslendinga í
aðgerðum NATO í Afganistan sagði
Kristinn að hann teldi að endurskoða
ætti hana í þessu sama ljósi. Íslend-
ingar gætu sinnt ýmsum verkefnum
í þágu NATO og friðargæslu án þess
að taka þátt í hernaðarátökum.
Kristinn sagði að í þessu fælist ekki
breyting á afstöðu til NATO en Ís-
lendingar væru herlaus þjóð og
hefðu ekki áhuga á að koma sér upp
her. Íslendingar gætu valið sér verk-
efni í samræmi við þessa afstöðu.
Hárrétt
ákvörðun
Frjálslyndir sam-
mála Ingibjörgu
Kristinn H.
Gunnarsson
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra hefur skipað
Nikulás Úlfar Másson í embætti for-
stöðumanns húsafriðunarnefndar
ríkisins til fimm ára, frá 1. nóvember
nk. Fimm umsóknir um embættið
bárust en ein var afturkölluð.
Nikulás Úlfar lauk námi í arki-
tektúr frá Portsmouth School of
Architecture árið 1983. Frá árinu
1991 hefur hann starfað við varð-
veislu, rannsóknir og skipulagsmál í
tengslum við byggingararfinn í
Reykjavík og á landsbyggðinni. Á
árunum 1991-2001 starfaði hann sem
deildarstjóri húsadeildar Árbæjar-
safnsins, um tíma sem staðgengill
borgarminjavarðar og sat í húsafrið-
unarnefnd ríkisins. Síðustu ár hefur
hann starfað hjá skipulags- og bygg-
ingarsviði borgarinnar.
Nikulás
Úlfar ráðinn
HELGA Guðrún
Guðjónsdóttir
hefur ákveðið að
gefa kost á sér í
embætti for-
manns UMFÍ á
þingi samtakanna
sem haldið verður
20.-21. október
næstkomandi á
Þingvöllum, segir
í tilkynningu.
Björn B. Jónsson tilkynnti á dögun-
um að hann gæfi ekki kost á sér til
formennsku áfram.
Helga hefur starfað í stjórn UMFÍ
í 10 ár og þar af verið varaformaður í
sex ár. Áður en hún tók sæti í stjórn
UMFÍ var hún formaður Ung-
mennafélagsins Geisla í Súðavík og
formaður Ungmenna- og íþrótta-
sambands Ólafsfjarðar.
Helga hefur setið í mörgum nefnd-
um á vegum ungmennafélagshreyf-
ingarinnar og verið mjög virk á sviði
íþrótta- og æskulýðsmála bæði innan
hreyfingarinnar og utan.
Helga býr í Hveragerði og starfar
sem aðstoðarskólastjóri við grunn-
skólann.
Helga gefur
kost á sér
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir
♦♦♦
♦♦♦