Morgunblaðið - 08.09.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Við verðum bara, Haarde minn, að reyna að koma henni á upptökuheimili, það vill enginn
orðið hafa þennan aumingja.
VEÐUR
Á forsíðu Berlingske Tidende ígær var frétt um að það ógni
velferð í Danmörku að ekki sé leng-
ur á það treystandi að fá vinnuafl frá
löndum eins og Póllandi og Eystra-
saltsríkjunum.
Eftir að þessiríki fengu að-
ild að ESB hafa
margir þaðan
flust til Vest-
urlanda til að
sækja sér vinnu.
Og það er farið að
valda skorti á
vinnuafli heima fyrir. Fyrir vikið
hafa laun hækkað mikið og í mörg-
um tilvikum meira en sú verðmæta-
sköpun sem orðið hefur í löndunum.
Vestræn fyrirtæki sem hafa komiðupp starfsemi í þessum ríkjum
eiga í erfiðleikum með að útvega
mannafla í verksmiðjur sínar og
reyna jafnvel að kaupa önnur fyr-
irtæki til að styrkja stöðu sína á
vinnumarkaðnum eða leita til Hvíta-
Rússlands eftir starfsfólki. Í Berl-
ingske Tidende er talað um að Evr-
ópuríki verði brátt að leita enn lengra
eftir starfsfólki og eru nefnd löndin
Úkraína, Moldavía og Sri Lanka.
Sú mikla sókn og uppbygging semorðið hefur í íslensku efnahags-
lífi á undanförnum árum hefur að
verulegu leyti byggst á því erlenda
starfsfólki sem komið hefur til
landsins. Það hefur borið uppi hag-
vöxtinn og haldið niðri þenslunni.
Nú er mikill skortur á starfsfólkihér á landi og ekki virðist enda-
laust hægt að mæta þeirri þörf með
starfsfólki frá Póllandi og Eystra-
saltsríkjunum. Þá er viðbúið að rík-
ari krafa verði um að opna dyrnar
fyrir starfsfólk annarsstaðar frá, svo
sem frá nýju aðildarþjóðunum Rúm-
eníu og Búlgaríu og með því að gera
íslenskum fyrirtækjum kleift að
sækja sérhæft starfsfólk út fyrir
ESB. Ef bæta á lífskjörin enn frekar
hér á landi þarf að vera fólk til stað-
ar í störfin sem skapast.
STAKSTEINAR
Erlent starfsfólk til Íslands
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
*$;<
!
"
##$%
&%
' $(
*!
$$; *!
! " #$
"$
%
&$
'&
=2
=! =2
=! =2
!%$# (
)
*+,&-
$ -
62
)
$
)
* %
" +
&, - $(
;
.
!
$$/
&(
*
0
"
% )/
"
/ 1
* %
23
$- . ./ &00
&$ 1
&
, &(
)
3'45 >4
>*=5? @A
*B./A=5? @A
,5C0B ).A
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Áslaug Ósk Hinriksdóttir |
6. september 2007
Kraftaverkið mitt
Ég á litla hetju sem
heitir Þuríður Arna og
hún er 5 ára gömul, 15.
október 2006 mun ég
seint gleyma en þá
hrundi veröldin og þá
var okkur tilkynnt að
æxlið hennar Þuríðar væri orðið ill-
kynja. Þeim degi mun ég seint
gleyma. Hún var orðið algjörlega
lömuð í hægri hendi, hún var farin
að haltra því það var komin lömun í
hægri fótinn og hún var líka farin að
slefa því þar var líka komin lömun.
Meira: aslaugosk.blog.is
Anna Karen | 6. september 2007
Höfnum mann-
réttindabrotum
Það er alveg rosalega
flott baráttukona stödd
á landinu núna. Þetta
er hin íranska Maryam
Namazie. Hún ólst upp
í trúarkúguninni í Íran
og þekkir íslam að
sjálfsögðu mun betur en við hér.
Maryam gekk af trúnni í stað þess
að gefa sál sína og persónuleika
uppá bátinn, og hún berst aðallega
gegn blæjunni. Við skulum bara lýsa
henni sem mannréttindafrömuði.
Meira: halkatla.blog.is
Bogi Jónsson | 7. september 2007
Óþolandi stofnun!
Það er óþolandi þegar
stofnun sem á að bera
hag vinnumála sér fyr-
ir brjósti veldur því að í
rúmt ár hefur ekki ver-
ið hægt að hefja rekst-
ur í nýjum hluta fyr-
irtækis míns, austurlenskri
heilsurækt, þar sem ekki hefur fund-
ist sá sérfræðingur sem til þarf hér-
lendis né á EES-svæðinu þrátt fyrir
tæplega tveggja ára leit. Það er
löngu búið að skila inn öllum þeim
vottorðum og pappírum sem þeir
hafa geta látið sér detta í hug.
Meira: bogi.blog.is
Einar Sveinbjörnsson |
7. september 2007
Þórsmörk – upplýs-
ingar til vegfarenda
Fyrir nokkrum árum
voru gerðar veð-
urathuganir í Þórs-
mörk að sumarlagi.
Öllu heldur í Básum
(sem að sögn stað-
kunnugra eru ekki
Þórsmörk á Goðalandi) og reyndi
skálavörður að lesa af mælum af
bestu getu á milli anna við að þjón-
usta ferðalanga.
Þessar veðurathuganir leiddu í
ljós að við ákveðin skilyrði getur
rignt feikimikið í Mörkinni. Einkum
í sunnanátt þegar rakt loftið af Atl-
antshafi kembir yfir Eyjafjallajökul.
Áður var álitið að Eyjafjöllin skýldu
Þórsmörk (og Goðalandi) fyrir
regni, en mælingarnar leiddu annað
í ljós. Eins virðist úrkoma geta orðið
mikil í ákveðinni tegund SV- og V-
áttar þegar lítið rignir annars stað-
ar.
Árnar þarna innfrá, einkum
Krossá og Steinholtsá bólgna mjög
þegar mikið rignir. Vitanlega eru
þessar ár jökulvötn og leysing á
hlýjum dögum hefur líka mikil áhrif
á vatnsmagn þeirra. Nú gerðist það í
dag enn og aftur að hurð skall nærri
hælum sökum vankunnáttu og
skorts á upplýsingum. Þýsku hjónin
sem festu jeppa sinn í Steinholtsánni
höfðu líkast til lítinn grun um það að
vatnsmagnið væri meira en venju-
lega.
Einhverjir hrista nú hausinn og
tala jafnvel um gáleysi og annað í þá
veru. En staðreyndin er sú að há-
lendisvegir eru morandi af ferða-
löngum á litlum jeppum að sum-
arlagi og jafnvel þó margir hafi
einhverjar upplýsingar og fari var-
lega eru þó alltaf nokkrir sem æða út
i óvissuna í góðri trú.
Sjálfvirkur úrkomumælir t.d. við
skálann í Básum af sömu gerð og eru
á þéttbýlisstöðum þar sem hætta er
talin á ofanflóðum, kæmi að veru-
lega miklu gagni. Þar sem ekki er
hlaupið að því að mæla rennsli ár
eins og Krossár, sem flæmist um að
hætti jökulvatna, mundu upplýs-
ingar um úrkomumagn gagnast vel
sem fyrirboði vatnavaxta.
Ég þykist vita að mikið er búið að
rigna í Mörkinni undanfarna daga,
sbr. veðurspá sem ég gerði að um-
talsefni á dögunum.
Meira: esv.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
Eftir Jón Sigurðsson
BÆNDUR úr Vatnsdal og Þingi
réttuðu fé sitt í Undirfellsrétt í gær
í góðu veðri. Um 10 þúsund kindur
koma til réttar og eru þessar réttir
með þeim fjármestu á landinu.
Gangnamenn hrepptu ýmis veður
í göngum. Á mánudag og þriðjudag
var bálhvasst en á fimmtudag
hrepptu menn þoku í blálok gangna
en að öðru leyti gekk allt vel og all-
ir komust til byggða.
Það er álit vísra manna að dilkar
séu í góðu meðallagi þetta árið.
Sumir segja dilka frekar smáa en
holdmikla.
Réttað er víða um land þessa
dagana og má nefna að í dag, laug-
ardag, verður réttað í Auðkúlurétt
og Stafnsrétt og á sunnudag verða
réttarstörf í Skrapatungurétt.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Gangnamenn komu
vænu fé af fjalli