Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● VELTA í viðskiptum með hlutabréf í
kauphöll OMX á Íslandi í gær var
dræm, nam alls um 5,5 milljörðum
króna en heildarvelta í kauphöllinni
nam 22,1 milljarði.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,21%
og var 8.160 stig við lokun mark-
aðar. Mest hækkun varð á bréfum
Atlantic Petroleum, 2,29% en bréf FL
Group lækkuðu mest, um 3,75%.
Lítil hlutabréfavelta
● LANDSBANKINN flaggaði í gær
sölu á 0,16% hlut í bankanum en við-
skiptin fóru fram hinn 31. ágúst sl.
Samkvæmt lögum um verðbréfa-
viðskipti ber að tilkynna flögg-
unarskyld viðskipti, sem og viðskipti
fyrirtækis með eigin bréf, um-
svifalaust til markaðar.
Þórður Friðjónsson, forstjóri kaup-
hallar OMX á Íslandi, segir í samtali
við Morgunblaðið það vinnureglu hjá
kauphöllinni að vísa máli af þessu
tagi til Fjármálaeftirlits og það væri
síðan eftirlitsins að fjalla um málið
og taka ákvörðun um framhaldið.
„Við teljum það mjög brýnt að slíkar
upplýsingar berist markaðnum um-
svifalaust. Það er nauðsynlegt til
þess að viðhalda gagnsæi og skil-
virkni á markaði,“ segir Þórður.
Frá Landsbankanum fengust þær
upplýsingar að hér sé um veltubók-
arviðskipti að ræða og að farið hafi
verið að lögum og reglum.
Flöggun barst of seint
● FL GROUP hefur átt í viðræðum við
breska spilakassafyrirtækið Inspired
Gaming Group (INGG) vegna óskuld-
bindandi tilboðs sem gert hefur ver-
ið í allt útistandandi hlutafé í félag-
inu. Þetta kemur fram í tilkynningu til
kauphallar en þar segir jafnframt að
engin fullvissa sé fyrir því að form-
legt tilboð verði gert.
Markaðsvirði INGG er um 257
milljónir punda, sem jafngildir um
33,4 milljörðum króna og hjá því
starfa um 2.500 manns.
Rætt við stjórn INGG
KREDITTILSYNET, norska fjár-
málaeftirlitið, er ekki ánægt með
svör þau sem Exista og Kaupþing
hafa sent við fyrirspurnum eftirlits-
ins varðandi kaup félaganna á hlut-
um í norska tryggingafélaginu
Storebrand. Frá þessu greinir
fréttaveitan Thomson Financial og
vitnar m.a. í Ole-Jørgen Karlsen,
talsmann eftirlitsins. „Það kæmi mér
ekki á óvart þótt við fylgdum málinu
eftir. Það má ef til vill kalla það nán-
ari rannsókn,“ segir Karlsen í sam-
tali við Thomson Financial.
Svör íslensku félaganna voru að
sögn Karlsen afar stutt en hann seg-
ir það áhugavert fyrir eftirlitið að fá
á hreint hvort Exista og Kaupþing
séu að vinna saman við að byggja
upp ráðandi eignarhlut í Storebrand.
Eign Existu í Kaupþingi renni stoð-
um undir slíkar grunsemdir.
Mikil viðskipti áttu sér stað með
bréf Storebrand í gær og miðlaði
Kaupþing t.d. meiru en 5% hlut í fé-
laginu. Thomson hefur eftir sérfræð-
ingum að líklega eigi Exista ein-
hverja aðild að þeim viðskiptum og
sé að byggja upp hlut sem er aðeins
minni en 10%, enda þarf félagið að
flagga viðskiptum fari hluturinn yfir
10%. Sigurður Nordal, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs Ex-
istu, segir félagið aldrei tjá sig um
orðróm á markaði en bendir þó á að
hefði félagið keypt hlut sem er stærri
en 5% og bætt við þau 5,56% sem það
á fyrir færi hluturinn yfir 10%.
Hann segir það jafnframt fráleitt
að Exista og Kaupþing séu að vinna
saman að því að ná völdum í Store-
brand.
Kredittilsynet segir
svörin valda vonbrigðum
Norska fjármálaeftirlitið mun rannsaka kaupin nánar
talan breska lækkað um tæp 2% og
DAX-vísitalan þýska hafði lækkað
um 2,4% þegar upp var staðið.
Eins og gefur að skilja höfðu
vinnumarkaðstölurnar ekki heldur
mjög jákvæð áhrif á bandaríska fjár-
festa enda lækkuðu helstu vísitölur
vestra einnig um nær 2% í gær. En
eins og segir í upphafi voru það þó
ekki einungis tölfræðilegar upplýs-
ingar sem hvekktu fjárfesta. Það
gerði Alan Greenspan einnig.
Þótt hinn aldni Greenspan sé ekki
lengur seðlabankastjóri vestra hafa
áhrif hans síst dvínað. Þegar hann
talar leggja flestir við hlustir. Og
þegar Alan Greenspan segir fjárfest-
um að ástandið á mörkuðum heims-
ins minni hann á þá krampa sem
markaðir fengu árin 1987 og 1998 er
ljóst að það vekur marga til umhugs-
unar.
Rauður dagur á
mörkuðum heims
Alan Greenspan og vinnumarkaðurinn vestra hjálpuðust að
AP
Lækkanir Kínverskir fjárfestar fylgjast með þróun mála á mörkuðum.
Helstu hlutabréfavísitölur heims lækkuðu allar í gær.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
MIKIL almenn lækkun varð á gengi
hlutabréfa á öllum helstu mörkuðum
heimsins í gær; dagurinn var í stuttu
máli sagt rauður. Ástæðuna má
fyrst og fremst rekja til tveggja
þátta. Í fyrsta lagi birtust eftir lokun
markaða í fyrrakvöld nýjar tölur um
vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum,
tölur sem komu markaðnum illilega
á óvart, og í öðru lagi drógu neikvæð
ummæli Alan Greenspan, fyrrum
seðlabankastjóra landsins, kjarkinn
úr fjárfestum víða um heim.
Sérfræðingar sem Bloomberg-
fréttaveitan hafði rætt við spáðu því
að nýjum störfum í Bandaríkjunum
hefði fjölgað um 100 þúsund í ágúst-
mánuði en þegar tölurnar birtust
kom í ljós að þess í stað hefði störf-
um fækkað um 4 þúsund. Þetta er í
fyrsta skipti í fjögur ár sem störfum
fækkar í bandaríska hagkerfinu og í
kjölfarið létu sérfræðingar í ljósi
áhyggjur sínar við fréttamenn. Einn
þeirra er Zach Pandl, hagfræðingur
hjá Lehman Brothers, sem sagði töl-
urnar vísbendingu um að kreppa
gæti verið í aðsigi. Hversu mikil
hættan er á því skal ósagt látið en
alltént er ljóst að tölurnar gætu ver-
ið til marks um að ástandið á fast-
eignamarkaði vestra og óróinn á
fjármálamörkuðum séu farin að hafa
meiri áhrif í öðrum kimum hagkerf-
isins.
Kauphöllin í Tókíó í Japan opnar
ætíð fyrst af helstu kauphöllum
heimsins og getur því gefið góða vís-
bendingu um hver þróunin verður á
öðrum mörkuðum á meðan jörðin
snýst einn hring um möndul sinn.
Það er skemst frá því að segja að jap-
anska hlutabréfavísitalan (Nikkei)
lækkaði um 0,83% og þar með var
takturinn sleginn; gengi hlutabréfa í
Evrópu hríðféll þegar kauphallir
opnuðu. Í lok dags hafði FTSE-vísi-
Í HNOTSKURN
» Mánudagurinn 19. októ-ber 1987 hefur gjarnan
verið kallaður svarti mánu-
dagurinn. Þá lækkaði Dow
Jones-hlutabréfavísitalan um
tæp 23%.
» Árið 1998 varð LongTerm Capital Manage-
ment, stærsti vogunarsjóður
heims, skyndilega gjaldþrota
og olli það skyndikrampa á
mörkuðum heimsins.
ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands og
Trade Development Bureau of the
Ministry of Commerce (TDB) í Kína
hafa undirritað samstarfssamning til
næstu þriggja ára, en Útflutnings-
ráð og TDB gegna svipuðum hlut-
verkum í sínum heimalöndum.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir
að aðilar vinni að því að auka við-
skipti milli landanna og komi á fram-
færi við viðskiptavini sína þeim tæki-
færum í viðskiptum og fjárfestingum
sem bjóðast í hvoru landi fyrir sig.
Að mati Útflutningsráðs er þetta
samkomulag mikilvægur hlekkur í
þjónustu ráðsins við fyrirtæki sem
áhuga hafa á viðskiptum við Kína.
Undirritun samningsins fór fram
við í tengslum við fund í sameigin-
legu íslensk-kínversku efnahags- og
viðskiptanefndinni. Fyrsti aðstoðar-
viðskiptaráðherra Kína fór fyrir
Kínverjunum og átti einnig fund með
utanríkisráðherra Íslands.
Samstarf við Kín-
verja um viðskipti
Samstarf Zhang Chaomei, aðstoðarframkvæmdastjóri TDB, og Jón Ás-
bergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, rita undir samninginn.
GUÐMUNDUR P. Davíðsson hefur
í kjölfar skipulagsbreytinga verið
ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eim-
skips á Íslandi. Hefur félagið
ákveðið að skipta markaðssvæðinu
á N-Atlantshafi í tvennt og er Ís-
land orðið að sérstöku sviði innan
samsteypunnar. Guðmundur mun
starfa við hlið Braga Þórs Mar-
inóssonar sem verður forstjóri yfir
Norður-Atlantshafssvæði Eimskips.
Guðmundi er ætlað að einbeita
sér að rekstri og þróun á starfsemi
Eimskips á Íslandi og Bragi Þór
mun fást við frekari uppbyggingu á
svæðinu, einkum í Færeyjum og
Noregi.
Guðmundur var síðast fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingafélags-
ins Grettis en Bragi Þór hefur verið
framkvæmdastjóri hjá Eimskip.
Breytingar
hjá Eimskip
Guðmundur P.
Davíðsson
Bragi Þór
Marinósson
!!
& '(
!"#
$
%& ! ' " $
()# *
+ ,, +,+
,
++
+
+ ,
+
, ,
+ ,
,, +
+
+
, +
+
,
+,
,
+,
,
-
-
++-+
-
-+
-
,-
+-
-
-
-,
+-
-+
-
,-
,-
-
-
-
-+
-
-
+-
-
-
++-
-
-
-
,-+
+-
-,
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-+
-
+-
-
-
./ !"#
,
+
+
0$ $
!" !
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
,
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
, ,
,
,
, ,
, ,
,
, ,
, ,
,
, ,
, ,
,
)*
+
+
" 1 )# 23
4"" / 1 )# 23
56 23
7 1 )# 23
1 & " 23
3 5"#38$ 9 :; 1 )# 23
()# $ & " 23
7 & " 9 23
< ; 2 23
* ))4)!= .=3 & 23
%> 23
?) 23
, *-
+ 23
3; 23
; @ ) @A
5" 4 "
$ 1 )# 23
B > 4 "
:; ; 1 )# 23
< 23
CD2. 23
%>$$ $! /! 23
E ) /! 23
) ./
F )>
) ) F
4 1 23
#!. 23
G<H G<H
I
I
G<H 2 4H
I
I
0 J K CL
I
I
%*5
0
H
I
I
G<H 3
G<H .
I
I
● SKULDATRYGGINGARÁLAG fjár-
málafyrirtækja heimsins hefur hækk-
að töluvert að undanförnu eftir því
sem óróinn á fjármálamörkuðum
heims hefur dregist á langinn. Ís-
lensku bankarnir eru þar engin und-
antekning.
Í Vegvísi Landsbankans í gær seg-
ir að álag á skuldabréf Landsbank-
ans hafi rúmlega tvöfaldast frá því
að skuldatryggingarálag tók að
hækka en álag á bréf Glitnis hækkað
nokkru meira. Þá hafi álag á bréf
Kaupþings ríflega þrefaldast. Enn-
fremur segir að álagið á bréf Glitnis
og Kaupþings sé nú hærra en það
var í mars á síðasta ári þegar ís-
lenska bankakreppan stóð sem
hæst.
Álagið hækkar FIMM aðilar hafa gefið kost á sér til
setu í stjórn Icelandair Group en ný
stjórn verður kosin á hluthafafundi
hinn 12. september nk. Þeir sem
gefa kost á sér eru Ásgeir Baldurs,
Einar Sveinsson, Finnur Reyr Stef-
ánsson, Gunnlaugur M. Sigmunds-
son og Ómar Benediktsson.
Þetta kemur fram í tilkynningu til
kauphallar en þar er jafnframt sett-
ur sá fyrirvari að fundurinn breyti
samþykktum félagsins þannig að
stjórn verði skipuð fimm mönnum í
stað sjö eins og nú er. Með það í
huga er sjálfkjörið í stjórn.
Sjálfkjörið í stjórn
♦♦♦