Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MEIRIHLUTI jarðarbúa vill að
bandaríska herliðið verði kallað
heim frá Írak innan árs, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun BBC sem
framkvæmd var í 22 löndum. Af
þeim sem spurðir voru töldu 39% að
herliðið eigi að fara strax frá Írak,
28% sögðust styðja að það færi í
áföngum og 23% sagðist vilja að
Bandaríkjaher væri í Írak þar til
ástandið þar væri orðið tryggt.
David Petraeus, yfirmaður
bandaríska heraflans í Írak, er nú
sagður vera að íhuga að leggja til
að fækkað verði um eina herdeild
eða 4.000 menn í herliði Banda-
ríkjamanna þar. Petraeus mun
gera Bandaríkjaþingi grein fyrir
mati sínu á stöðu mála í Írak í
næstu viku.
Samkvæmt heimildum New York
Times sagði Petraeus George W.
Bush Bandaríkjaforseta á fundi
þeirra fyrr í vikunni að hann vilji
áfram hafa fjölmennt herlið í Írak
til að verja þann árangur sem náðst
hafi í öryggismálum ákveðinna
svæða á undanförnum mánuðum.
Petraeus er sagður hafa áhyggjur
af því að sá árangur sem náðst hafi
verði að engu og að helst vildi hann
því halda sem flestum hermönnum í
Írak. Hann sé hins vegar undir
miklum þrýstingi að fækka her-
mönnum og því sé hann að meta
hættuna sem því myndi fylgja.
AP
Nammi í sárabætur Bandarískur hermaður gefur íröskum pilti sælgæti
eftir að hafa handtekið föður hans við húsleit og lagt hald á vopn.
Bandaríkjaher fari frá Írak
Washington. AFP. | Osama bin Laden
mun birtast í nýju myndbandi eftir
helgi en á þriðjudag, 11. september,
eru sex ár liðin frá hryðjuverka-
árás al-Qaeda á Bandaríkin. Rann-
sóknarstofnun, SITE, sem fylgist
með skrifum á síður öfgasamtaka
múslíma fullyrðir þetta en tilkynnt
mun hafa verið um væntanleg skila-
boð bins Laden. Þrjú ár eru liðin
síðan bin Laden sást síðast í mynd-
bandi af þessum toga, rétt fyrir for-
setakosningarnar í Bandaríkjun-
um. Hann hefur hins vegar sent frá
sér nokkrar hljóðupptökur.
AP
Af myndbandinu (t.h.) má ráða að
bin Laden hafi litað skegg sitt
svart, t.v. er gömul mynd af honum.
Bin Laden
með ávarp
LJÓST þykir að svokallað geisl-
unarhneyksli í Frakklandi sé meira
en talið var. Sagt er að 721 maður
hafi fengið of stóran geislaskammt
á sjúkrahúsi og sumir skaðast.
Of mikil geislun
HELSTA frímúrarastúkan í Frakk-
landi hefur hafnað því að veita kon-
um aðgang. Var það fellt á ársfundi
hennar með 60% atkvæða en samt
er andstaðan sögð fara minnkandi.
Konunum hafnað
LÆKNAR í Kína, sem skoðuðu 31
árs gamla konu, fundu 26 saumnál-
ar í líkama hennar. Talið er að afi
hennar og amma hafi ætlað að
fyrirkoma henni sem hvítvoðungi
af því að hún var ekki drengur.
Eins og nálapúði
KOMIÐ hefur í ljós í samanburðar-
rannsókn að þunglyndi hefur meiri
og verri áhrif á fólk en flestir aðrir
langvarandi sjúkdómar. Mjög erfitt
er að læra að búa við þann krank-
leika.
Þunglyndið verst
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
TALSMAÐUR sýrlensku stjórnar-
innar skýrði frá því í fyrrakvöld að þá
um morguninn hefðu ísraelskar her-
flugvélar rofið sýrlensku lofthelgina
og hefði því verið svarað með skothríð
frá sýrlenskum loftvarnabyssum. At-
hygli vakti, að beðið skyldi í hálfan
sólarhring með að segja frá þessum
atburði og þá vekur það ekki minni at-
hygli, að ísraelsk yfirvöld skuli ekkert
vilja um hann segja.
Segja má að tæknilega ríki stríðs-
ástand á milli Ísraela og Sýrlendinga
eftir að friðarviðræður fóru út um
þúfur árið 2000 vegna ágreinings um
Gólanhæðir. Nú í sumar hafa þó
vaknað vonir um nýjar friðarviðræð-
ur og því kemur það mörgum á óvart,
að Ísraelar skuli ögra Sýrlendingum
með þessum hætti. Mohsen Bilal,
upplýsingaráðherra Sýrlands, sagði í
viðtali við Al Jazeera-sjónvarpsstöð-
ina, að Sýrlandsstjórn myndi velta
vandlega fyrir sér viðeigandi svari við
yfirganginum en ekki er þó búist við,
að það muni felast í öðru en harðorð-
um yfirlýsingum.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sem fagnaði nýju, gyðinglegu
ári á fimmtudag ásamt æðstu yfir-
mönnum hersins, hefur ekkert viljað
segja um ásakanir Sýrlendinga og ísr-
aelskir fréttaskýrendur eru ekki á
einu máli um ástæðuna. Hvort um sé
að ræða beina ögrun eða könnunar-
flug, hvort þögnin sé fremur fallin til
að draga úr spennu eða auka hana.
Tzahi Hanegbi, formaður varnar-
og utanríkismálanefndar þingsins,
segir, að Ísraelsstjórn vilji ekki valda
aukinni spennu en ýmsir sérfræðing-
ar eru á allt öðru máli.
Bein ögrun
„Ef ísraelskar herflugvélar rufu
lofthelgi Sýrlands þá er það bein ögr-
un,“ segir hernaðarsérfræðingurinn
Reuven Pedatzur og hann heldur því
fram, að þögn ísraelskra stjórnvalda
sé beinlínis hugsuð til að auka
spennuna milli ríkjanna.
Undir þetta tekur fréttaskýrand-
inn Ben Caspit í dagblaðinu Maariv:
„Spennan milli Ísrales og Sýrlands
eykst dag frá degi. Sé það ekki vilji
Ísraelsstjórnar, myndi hún leggja sig
í líma við að draga úr henni en Olmert
steinþegir.“
Skilyrði Sýrlendinga fyrir friði við
Ísraela eru, að þeir skili Gólanhæð-
unum, sem Ísraelar eru ekkert áfram
um auk þess sem þeim líkar ekki, að
Sýrlandsstjórn skuli skjóta skjólshúsi
yfir ýmis róttæk samtök Palestínu-
manna, þar á meðal Khaled Meshaal,
útlægan leiðtoga Hamas, en hann er
efstur á fjandmannalista Ísraela.
Í útvarpi ísraelska hersins var það
haft eftir ónefndum herforingjum, að
bein hernaðarátök við Sýrlendinga
væru ekki útilokuð en líklegra væri
þó, að stjórnin í Damaskus svaraði
fyrir sig með því að styðja við
„hryðjuverkaárásir“ á Ísrael.
Ríkisstjórn Olmerts sögð
kynda undir spennunni
AP
Vaxandi spenna Ísraelskur hermaður stekkur ofan af skriðdreka í Gólan-
hæðum sl. fimmtudag. Þá um daginn höfðu Sýrlendingar skotið á ísraelsk-
ar orrustuþotur, sem rufu sýrlensku lofthelgina.
Sýrlendingar segja að ísraelskar orrustuþotur hafi rofið sýrlensku lofthelgina á fimmtudag
UM 20 manns slösuðust er vopnaðir Hamas-liðar með
grímu fyrir andliti tvístruðu fólki, sem kom saman til
bænahalds á Gaza í gær. Var um að ræða stuðnings-
menn Fatah-hreyfingar Abbas forseta, sem una illa
yfirráðum Hamas-hreyfingarinnar á Gaza. Saka
nokkrar mannréttindahreyfingar Hamas um að fótum
troða borgaraleg réttindi á Gaza-svæðinu. Hér eru
Hamas-liðar að handtaka einn stuðningsmann Fatah.
AP
Innbyrðisátök á Gaza-svæðinu
Sydney. AP, AFP. | Ekki virðist neinn
árangur hafa orðið af fundi þeirra
George W. Bush, forseta Bandaríkj-
anna, og Vladimírs Pútíns, forseta
Rússlands, í Sydney í Ástralíu í gær.
Var umræðuefni hans fyrirhugað
eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna
en í dag munu þeir sitja leiðtogafund
APEC-ríkjanna, þeirra, sem aðild
eiga að Efnahagssamvinnuráði Asíu-
og Kyrrahafsríkja.
Ekki var mjög létt yfir Pútín er
hann kom af fundinum með Bush.
Sagði hann, að umræðurnar hefðu
fyrst og fremst snúist um eldflauga-
skjöldinn, sem Bandaríkjamenn vilja
koma upp í Mið-Evrópu, í Póllandi
og Tékklandi, en Rússar líta á hann
sem beina ögrun við sig.
Moskvustjórnin heldur því fram,
að eldflaugaáætlanir Bandaríkjanna
riðli valdajafnvæginu en stjórnin í
Washington segir, að eldflaugunum
sé alls ekki stefnt gegn Rússum,
heldur til að svara hugsanlegri ógn
frá Íran og Norður-Kóreu.
Pútín hefur svarað þessu með því
að leggja til, að Bandaríkjamenn fái
afnot af rússneskri ratsjárstöð í
Aserbaídsjan og sagði hann í gær, að
sérfræðingar beggja ríkjanna
myndu skoða það mál nánar.
Fyrr í gær sömdu Pútín og John
Howard, forsætisráðherra Ástralíu,
um, að Ástralar seldu Rússum úran
og lögðu þeir mikla áherslu á, að með
því væri ekki verið að auka hættuna
á útbreiðslu kjarnavopna.
Leiðtogar 18 Asíu- og Kyrrahafs-
ríkja sitja APEC-fundinn í Sydney
og þar á meðal Hu Jintao, forseti
Kína. Ætluðu Ástralar að leggja
fram tillögu um, að ríkin settu sér
ákveðin markmið í umhverfismálum,
en mikil andstaða er við það í hinum
nýju hagvaxtarríkjum í Asíu.
Ólíkar áherslur
Á fundi með kaupsýslumönnum
notaði Bush tímann til að ræða um
baráttuna gegn hryðjuverkum en
Hu ræddi aftur um þau tækifæri,
sem uppgangurinn í Kína byði upp á.
Vöktu þessar ólíku áherslur athygli.
Þykja þær endurspegla það, að áhrif
Bandaríkjanna, sem eru upptekin af
hryðjuverkaógninni, fara minnkandi
en á sama tíma er farið að líta á Kína
sem hina efnahagslegu driffjöður í
þessum heimshluta.
Bush og Pútín ósam-
mála um eldflaugar
AP
Kankvís Þótt lítill árangur yrði af
fundi Bush og Pútíns, fór vel á með
þeim Condoleezzu Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og for-
seta Rússlands.