Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Bolungarvík | Stórmót Kaupþings og Sparisjóðs Bolungarvíkur – Hraðskákmót Íslands 2007 – verður haldið í Bolungarvík næstkomandi laugardag, 15. september. Mótið er öllum opið. Tefldar verða fimm mínútna skákir, tuttugu umferðir alls. Búist er við fjölmennu og fjörugu móti þar sem bæði sterkustu stórmeist- arar og ungir byrjendur koma sam- an. Mikið verður um að vera í Bol- ungarvík á meðan mótið stendur. Kaupþing, Sparisjóður Bolungar- víkur og Bolungarvíkurbær eru að- alstyrktaraðilar mótsins. Hraðskákmót Íslands haldið í Bolungarvík LANDIÐ Hólmavík | Hafin er útgáfa á nýju héraðsfréttablaði á Ströndum. Það heitir Gagnvegur. Langt er um liðið síðan síðast var gefinn út prentmiðill á Ströndum og ætti það því að verða kærkomin við- bót við fjölmiðlun á svæðinu, segir í frétt frá útgáfunnni. Blaðið verður í senn frétta-, dagskrár- og auglýs- ingamiðill og verður því dreift ókeypis á öll heimili í Strandasýslu. Það er Kristín Sigurrós Ein- arsdóttir, grunnskólakennari á Hólmavík, sem gefur út og ritstýrir hinu nýja blaði. Kristín er jafnframt fréttaritari fyrir Morgunblaðið og Bændablaðið og pistlahöfundur hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða, ásamt því að vera tengiliður Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða á Ströndum. Samhliða blaðaútgáfunni verður boðið upp á ýmsa aðra þjónustu, svo sem prentun, skönnun og gerð boðs- korta. Hafin útgáfa héraðsfréttablaðs á Ströndum Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Björgunarsveitin Grettir fékk nýlega afhentan nýjan og fullbúinn jeppa af Nissan-gerð en fyrir átti sveitin einn Land Rover-jeppa. Að sögn Jóns Einars Kjartanssonar, formanns björg- unarsveitarinnar, hefur fjár- mögnun kaupa á þessari bifreið staðið yfir nokkuð lengi, en með þessari viðbót hefur bifreiðaeign sveitarinnar tvöfaldast. Með öllum búnaði kostaði bifreið- in um átta og hálfa milljón, en fyrir litla björgunarsveit er það veruleg- ur þröskuldur að yfirstíga, að sögn Jóns Einars. En einmitt daginn eftir afhend- inguna boðuðu komu sína á Hofsós afkomendur Rósu Sigurðardóttur og Guðmundar Jóhannssonar, sem í upphafi síðustu aldar bjuggu á Bakka í Austurfljótum, en þeir höfðu nú í sumar haldið veglegt ættarmót á Hofsósi og ákváðu að allur ágóði af mótinu rynni til Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi. Sigurbjörg Björgvinsdóttir tals- maður hópsins sagði gjöfina til minningar um hjónin Rósu og Guð- mund og vildu gefendur með henni vekja fólk til umhugsunar um hversu starfsemi, sem unnin er af áhugasömun einstaklingum oft við hinar erfiðustu aðstæður, væri mik- ilvæg á ögurstundum, og einnig því að unnt væri að styrkja það góða starf sem unnið er af sjálfboða- liðum um allt land með fleiru en kaupum á flugeldum um áramót. Jón Einar Kjartansson þakkaði þessa höfðinglegu peningagjöf, sem hann sagði koma í góðar þarfir þegar ráðist hefði verið í miklar fjárfestingar. Sagði hann að allur rekstur sveitarinnar byggðist á styrkjum og þeim fjármunum sem sveitin aflaði, meðal annars með sölu á stuðlabergi úr Staðar- bjargavík auk hefðbundinna fjár- öflunarleiða, og því væri gjöf sem þessi kærkomin. Morgunblaðið/Björn Björnsson Láta gott af sér leiða Sigurbjörg Björgvinsdóttir afhenti Jóni Einari Kjartanssyni styrkinn að viðstöddum björgunarsveitarmönnum. Bifreiðaeign Grettis tvöfaldast Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Umferð hefur verið hleypt á síðasta kafla Þverárfjallsveg- ar, milli Skagastrandar og Sauðár- króks. Þá var ný brú við Göngu- skarðsárós tekin í notkun og einnig hringtorg nyrst í Sauðárkróksbæ skammt frá steinullarverksmiðjunni. Með tilkomu vegarins breytist inn- koma vegfarenda til Sauðárkróks verulega. Þverárfjallsvegur er alls 35 kílómetar að lengd, 7,5 metra breiður og lagður bundnu slitlagi. Ekki verður annað sagt en síðasti hluti framkvæmdarinnar hafi gengið vel því samkvæmt samningum átti að skila verkinu 1. ágúst 2008. Tekið skal þó fram að enn er eftir nokkur frá- gangur við veginn og hringtorgið. Verktaki við seinni hluta vegarins, sem var 12,4 kílómetra langur og náði frá Hestgili á Laxárdalsheiði og á eyr- ina norðan sláturhússins á Sauðár- króki, var Skagfirskir verktakar ehf., sem er félag sem verktakafyrirtæki í heimahéraðinu standa að. Brúin sem áður var getið um er 30 metra löng, verktaki var Mikael ehf. frá Höfn í Hornafirði. Vinna við brú- arsmíðina hófst haustið 2006 og lauk um miðjan júlímánuð. Með tilkomu vegarins sést fyrir endann á miklu baráttumáli sveitar- stjórnarmanna í Skagafirði, en við þetta styttist leiðin milli Sauðárkróks og Blönduóss um 30 kílómetra. Þverárfjallsvegur ári á undan áætlun Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Breyting Ekið um fyrsta eiginlega hringtorgið á Sauðárkróki. Fjallabyggð | Efnt verður til tveggja íbúafunda í Fjallabyggð á næstunni. Markmiðið er að stilla saman strengi alls samfélagsins, bæjarstjórnar, fyrirtækja, félagasamtaka, frum- kvöðla og allra íbúa og blása til sókn- ar undir yfirskriftinni: „Fjallabyggð er frumkvöðull.“ Tilefni fundanna er meðal annars það að Fjallabyggð stendur frammi fyrir þeirri áskorun að nýta tækifæri sem skapast munu við opnun Héð- insfjarðarganga og styrkja atvinnu- lífið á svæðinu. Bæjarstjórn hefur hafið viðræður við ríki og stofnanir um leiðir til að efla atvinnulífið og vill snúa vörn í sókn með víðtæku sam- starfi alls samfélagsins. Fundað verður í íþróttahúsinu á Siglufirði 17. september kl. 20 og í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafs- firði daginn eftir kl. 20. Nýta tækifæri við opnun Héðinsfjarðarganga Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stoltir af nýja pólfaranum Þrír af fjórum starfsmönnum Ice Cool, f.v. Hjalti Eggertsson, Magnús Valur Sveinsson og Gunnar Egilsson. Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Það er nóg að fara einu sinni þessa leið en það var upplifun að fara á sínum tíma, 2005. Þetta er alveg eins bíll og fór þá á suðurpól- inn. Hann er 6 hjóla og á 44 tomma dekkjum,“ sagði Gunnar Egilsson hjá fyrirtækinu Ice Cool á Selfossi sem sendi nýlega frá sér sex hjóla breyttan Ford Econoline-bíl sem fær það verkefni að flytja leiðang- ursmenn á suðurpólinn í samfloti við bílinn sem Gunnar fór á á pólinn á sínum tíma. Leiðangursmennirnir sem ætla á suðurpólinn núna er þeir sömu en verða núna á tveimur bílum. Þegar Gunnar fór í leiðangurinn með þeim voru þeir á einum bíl og Gunnar keyrði allan tímann. Í ferðinni var sett hraðamet á svona bíl, en þeir voru 69,5 klukkustundir á pólinn. Núna gera leiðangursmennirnir ráð fyrir tveimur mánuðum í leiðang- urinn sem er lengri en síðast enda verður farið þvert yfir pólinn. Þrír bílar sömu gerðar Gunnar og starfsmenn hans hafa smíðað þrjá bíla af þessari gerð, þann fyrsta á Gunnar sjálfur og not- ar í óbyggðaferðir, bíll númer tvö fór á suðurpólinn 2005 og sá nýjasti er eins og þeir, 6 hjóla og vegur samtals 4,7 tonn án eldsneytis en tankar fyrir um það bil 1.600 lítra af olíu voru settir í hann til viðbótar við 540 lítra tanka sem eru undir hon- um. „Þessi bíll er auðvitað smíðaður sérstaklega fyrir það verkefni að fara á suðurpólinn og við byggjum að sjálfsögðu á þeirri reynslu sem fékkst í ferðinni 2005 og þeirri reynslu sem við höfum af því að breyta bílum. Það er mikil sérsmíði í kringum svona bíl, það þarf að stilla inn drifbúnað og koma öllu hagan- lega fyrir þannig að það virki vel. Þessi bíll er mjög góður, sérstaklega þegar búið er að fylla hann af olíu en það er líka þess vegna sem hann er á sex hjólum. Útfærslur okkar á bíln- um eru þær einu sinnar tegundar með því húsi sem er á honum,“ sagði Gunnar og svaraði svo spurningu: „Já, já við erum að sjálfsögðu til í að smíða fleiri svona bíla ef út í það er farið og kaupendur eru fyrir hendi.“ Gunnar og starfsmenn hans hafa í nógu að snúast við breytingar á bíl- um og segir Gunnar að mörg verk- efni séu framundan í þeim efnum en hann er þekktur fyrir að víla ekki fyrir sér þó að verkefnin séu fyr- irferðarmikil. „Okkar mottó hér á verkstæðinu er að þróast og leysa öll vandamál. Það er ekkert það vandamál til sem ekki er hægt að leysa og við breytum rétt,“ sagði Gunnar Egilsson bílasmiður og sneri sér við til að sýna áhersluna sem hann hefur látið letra aftan á starfsmannabolinn. Smíða annan bíl sérstak- lega fyrir suðurpólinn Selfoss | Framkvæmdir við ný- byggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hafa gengið samkvæmt áætlun en verktakinn JÁ-verk mun skila fyrsta áfanga verksins 1. október eins og áætl- anir gera ráð fyrir. Í þessum áfanga er 2. hæð nýbygging- arinnar og tengibygging við eldra hús ásamt frágangi á lóð. Byrjað verður 1. október á frágangi 3. hæðarinnar en eftir er að bjóða út fyrstu hæðina og kjallara hússins. „Verkið hefur gengið vel,“ sagði Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri JÁ-verks, og Smári Stefánsson verkstjóri tók í sama streng. Þeir sögðu að áhersla væri lögð á að skila fyrsta áfanganum á réttum tíma og að núna væru um 80 manns við vinnu í húsinu auk þess sem unnið væri við ýmsa þætti annars staðar svo sem hurðasmíði. Önnur hæð byggingarinnar, sem verður kláruð fyrst, er ætluð fyrir hjúkrunardeildina Ljósheima sem nú er starfrækt í gömlu húsi við Austurveg á Selfossi. Á þriðju hæðinni verður einnig hjúkr- unardeild sem er hugsuð fyrir heilabilað fólk. Gert er ráð fyrir að byrja á innanhússfrágangi hennar 1. október. Á fyrstu hæð- inni verður aðstaða Heilsugæsl- unnar á Selfossi og í kjallara byggingarinnar er gert ráð fyrir endurhæfingaraðstöðu, kapellu og fleiru. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gangur Smári Stefánsson verkstjóri og Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri JÁ-verks, við nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Vinnu er að ljúka við fyrsta áfanga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.