Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 27 Töðugjöld 2007 í Rangárþingi ytra fóru fram í ágúst að áliðnum slætti eins og venja var til hér áður fyrr. Töðugjöld hafa verið árlegur við- burður síðan 1994. Margt var um að vera til dægrastyttingar fyrir unga sem aldna. Dagskrá í Þykkvabæ hófst kl. 16 á föstudeginum 17. ágúst. Nokkur hundruð manns sóttu atriðin sem þar voru á boðstólum fram eftir degi og um kvöldið. Á laugardag hófst dagskrá kl. 9 um morguninn á Hellu og stóð allan daginn sleitulítið fram að miðnætti. Talið er að á annað þúsund manns hafi verið á kvöldvökunni sem end- aði með glæsilegri flugeldasýningu. Sú nýbreytni var tekin upp á Hellu þessi Töðugjöld að kauptúninu var skipt upp í fjögur hverfi, gult, rautt, grænt og blátt, þar sem íbúarnir kepptust um að skreyta sitt um- hverfi með viðeigandi litaskreyt- ingum og blöðrum. Einnig var eitt- hvað um að íbúar í hverfunum héldu sameiginlegar útigrillveislur. Allt fór vel fram og gerðu gestir góðan róm að þeim viðburðum og sýning- um sem fram fóru. Tæplega 300 myndir frá Töðugjöldum má sjá á vefsíðu sveitarfélagsins, www.rang- arthingytra.is.    Eftir að hringtorgið nýja kom á Suð- urlandsveginn við Hellu hafa fyrir- tæki sunnan vegarins komist á kort- ið ef svo má að orði komast, en hringtorgið liggur nokkuð nálægt þeim. Þarna eru Pakkhúsið, Raffoss, Sláturhúsið Hellu, Vörufell og Ár- hús. Nú eru þessi fyrirtæki að fegra umhverfið hjá sér og m.a. verða mal- bikaðir nokkur þúsund fermetrar af götum og plönum við fyrirtækin nú í september. Hringtorgið nýja virkar vel að mati flestra eftir stutta reynslu og vonandi dregur það úr hraðakstri og slysahættu á þessum stað, eins og því er meðal annars ætlað.    Heklusetrið á Leirubakka var afar vel sótt í sumar eftir að það var opn- að og ferðamenn sem þar hafa komið hafa gert góðan róm að aðstöðunni og sýningunni sem þar er. Í Heklu- setrinu hefur verið sett upp nútíma- leg og fræðandi sýning um Heklu, sögu hennar og áhrif á mannlíf á Ís- landi frá landnámi til okkar daga. Þar verður aðstaða fyrir ráðstefnur og fyrirlestra, bæði fyrir skólafólk og aðra. Straumur ferðamanna um svæðið hefur aukist ár frá ári og sækjast margir eftir að sjá Heklu og komast í návígi við eldfjallið. Að auki er undravert hvað margir erlendir ferðamenn sækjast sérstaklega eftir að komast í Landmannalaugar sem virðast geysilega vel kynntar erlend- is og við komu ferðamanna til lands- ins. Enda er þar fallegt og stórbrotið landslag með mikilli litadýrð, sér- staklega er bjart er yfir.    Nú líður að göngum og réttum á svæðinu hér í vestanverðri Rangár- vallasýslu sem annars staðar. Smal- aðir eru 3 afréttir, Holtamannaaf- réttur, Landmannaafréttur og Rangárvallaafréttur. Það eru bænd- ur frá mismunandi svæðum sem nýta þessa afrétti, þannig að það er réttað á 3-4 stöðum á mismunandi dögum. Holtamannafréttur nær frá vatna- mótum á Sprengisandi suður á Búð- arháls og Þóristungur. Þar eru talin vera um 3.000 fjár, um 30 manns koma að smölun á 2 svæðum á 3-4 dögum. Réttað verður sunnudaginn 16. september, annars vegar við Hald hjá Tungnaá og hins vegar í Þóristungum skammt frá Hraun- eyjum. Á Landmannafrétti sem er sunn- an og austan Holtamannaafréttar, eru hátt í 4.000 fjár og eru 26 manns ráðnir við smölunina sem tekur 6 daga, en réttað verður í Áfangagili fimmtudaginn 20. sept- ember. Annar eins fjöldi fólks, 20- 30 túristar og annað fylgifólk kem- ur að smöluninni sér til skemmt- unar. Túristar greiða fyrir að fá að vera með í ferðinni allan tímann eða að hluta til. Rangárvallaafréttur er enn sunnar og austar, þar verður smalað vikuna fyrir laugardaginn 22. september, sem er réttardagur í Reyðarvatnsréttum á Rang- árvöllum. Um 10-12 smalar safna þá saman sem mestu af um 2.000 fjár sem gengur þar. Vonandi verð- ur veðrið skaplegt í smala- mennskum þetta haustið og ósk- andi að allt gangi slysalaust. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Hátt uppi Þessi reyndi fyrir sér í jafnvægislistum á Töðugjöldum. HELLA Óli Már Aronsson fréttaritari Ármann Þorgrímsson varþakklátur eftir Landsmót hagyrðinga um liðna helgi: Öll til sóma veislan var verður lengi í minni. Konur báru af körlum þar í kvæðamennsku sinni. Öðru þó ég einnig hrósi einu seint ég gleymi. Á börunum á Blönduósi er besta vatn í heimi. Stefán Vilhjálmsson, sem gegnir stöðu fagsviðsstjóra kjötmats hjá Landbúnaðarstofnun, fór til augnlæknis vegna óþæginda í auga og var ráðlagt að fjárfesta í gervitárum og augngeli. Honum varð að orði: Í hægra auga er eitthvert bölvað sár. Svo yfirmatið réttsýnt verði í dag ég á að kaupa krókódílatár og koma með þeim sjóninni í lag. Björn Ingólfsson orti að bragði: Upp á Stefán hefur læknalið lappað oft og tíðum gegnum árin. Ég sé hann kroppa bera bjástra við og brosa allan hringinn gegnum tárin. Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Að giftu sinni gengur Stefán vís, gjörólíkur öllum þessum skálkum er hafa ekki í hægra auga flís heldur köst af myndarlegum bjálkum. VÍSNAHORNIÐ Af Lands- móti og réttsýni pebl@mbl.is Málstofurnar eru öllum opnar, aðgangur ókeypis, og allir nemendur Háskólans á Bifröst taka þátt í þeim auk kennara og annars starfsfólks. Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár Málstofur Háskólans á Bifröst á haustmisseri 2007 Málstofur Háskólans á Bifröst fara fram í Hriflu, aðalsal Háskólans á Bifröst, og hefjast kl. 15:30 á þriðjudögum 11.9. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur Hverju breytti 11. september; skuggi hryðjuverka og skipan alþjóðamála 18.9. Björg Thorarensen forseti lagadeildar HÍ Utanríkismál og utanríkismálanefnd 25.9. Friðrik Snorrason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Nýherja Stafræn veröld: framtíðin og hið óvænta 2.10. Eggert B. Guðmundsson forstjóri Granda Þróun sjávarútvegs hérlendis og erlendis 9.10. Henry Rosemont Jr. prófessor St. Mary's College Maryland Kína og Bandaríkin; var, er, verður 16.10. Páll Þórhallsson lögfræðingur forsætisráðuneytis Undirbúningur lagasetningar; málamiðlanir og vinnubrögð 23.10. Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu Ísland og OECD. Samstarf og samanburður landa 30.10. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Erindi Íslands í Öryggisráð SÞ 6.11. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ Þróun í þjónustustarfsemi; tækifærin framundan Háskólinn á Bifröst býður öllum að koma á Bifröst og hlusta á vandaða fyrirlestra í ofangreindum málstofum og taka þátt í umræðu í kjölfar þeirra. Dagskrá haustmisseris er eftirfarandi:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.