Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GRÍMSEYJARFERJUMÁLIÐ
er merkilegt fyrir tvennt. Ann-
arsvegar þann dæmafáa valdhroka
sem málið sjálft endurspeglar og
hinsvegar fyrir það hverjir taka
nú að sér þann flórmokstur að
verja gjörðir sjálfstæðisflokks-
ráðherranna í málinu. Þeir sem
ávirðingum eru bornir hafa að
mestu kosið að þegja
sem í minni sveit var
nú talið jafnast á við
samþykki.
Össur Skarphéð-
insson hefur nú geng-
ið fram fyrir skjöldu í
vörn fyrir vini sína og
samstarfsmenn í
Sjálfstæðisflokki og
heldur því meðal ann-
ars fram á heimasíðu
sinni að hliðstæða
þessa séu svokölluð
Byrgismál. Sjálfur
sat Össur í fjár-
laganefnd á Byrg-
istímanum og hreyfði þar aldrei
þeim andmælum við fjárveitingum
til Byrgisins sem honum var þó í
lófa lagið. Staðreyndin er að þing-
menn allra flokka voru grunlausir
í Byrgismálinu og höfðu raunar
enga ástæðu til annars. Þegar upp
komst um vafasama meðferð bæði
fjár og fólks á því meðferðarheim-
ili var það þáverandi félagsmála-
ráðherra, Magnús Stefánsson, sem
kallaði tafarlaust eftir skýrslu um
málið og lét stöðva greiðslur. En
allar greiðslur vegna Byrgisins
voru samkvæmt fjárlögum.
Vöntunarákvæði
fjármálaráðherra
Grímseyjarferjumálið snýst um
hálfs milljarðs króna fjársukk án
heimildar í fjárlögum. Ráðslag
þetta er gert með sérstöku leyfi
fjármálaráðuneytis sem á sér enga
hliðstæðu. Það er vissulega ekki
einsdæmi að embættismenn geti
fært fé milli fjárlagaliða þó að
slíkt ráðslag sé illa samrýmanlegt
lögum. En til að kóróna hina al-
geru lítilsvirðingu sem ákveðið er
að sýna Alþingi í málinu koma í
framhaldinu lokaorð minnisblaðs
fjármálaráðuneytisins: „Hafi
Vegagerðin ekki svigrúm til þess
að nýta ónotaðar fjárheimildir
mun fjármálaráðuneytið heimila
yfirdrátt sem þessari vöntun nem-
ur.“ Hér eru engar skorður settar
við hversu miklu fé megi eyða; hið
einstaka vöntunarákvæði kveður á
um að ef það vanti pening sé rík-
issjóður galopinn.
40. grein stjórnarskrárinnar
tekur af allan vafa um að fjár-
málaráðherra hefur
ekki undir neinum
kringumstæðum
heimild til að veita
slíkan aðgang að rík-
issjóði án samþykkis
Alþingis. Um það
snýst Grímseyjarferj-
umálið og þrátt fyrir
nokkurt ábyrgðarleysi
og samsekt þáverandi
samgönguráðherra í
málinu er sökin fyrst
og síðast hjá fjár-
málaráðherra. Það er
haldlaust að drepa
málinu á dreif með
umræðu um það hvort rétt ferja
eða réttur ráðgjafi hafi verið valin
í upphafi líkt og núverandi sam-
gönguráðherra hefur gert með af-
ar ósmekklegum hætti.
Einn er flokkurinn …
Og þó svo að hinn sérlegi tals-
maður Sjálfstæðisflokksins í mál-
inu, Össur Skarphéðinsson, kjósi
að dylgja um að sambærilegar
uppákomur séu þekktar í öðrum
málum er alvara þessa máls hafin
yfir slík vinnubrögð. Ef slík dæmi
eru til, hvers vegna hafa þau þá
ekki verið tilgreind nú mörgum
vikum eftir að Grímseyjarferj-
umálið kom upp? Og hvers fjár-
málaráðherratíð er Össur að tala
um. Það hefur bara einn flokkur
haldið um þetta ráðuneyti, allt frá
því flokksbróðir Össurar Ólafur
Ragnar Grímsson lét af því emb-
ætti árið 1991.
Össur er reyndar ekki einn og
það er honum nokkur huggun í
vondu hreti. Morgunblaðið hefur
tekið að sér að þegja um Gríms-
eyjarferjumálið af meiri ákefð en
dæmi eru til. Það er raunalegt
fyrir íslenska blaðamannastétt að
horfa á hversu mjög Morgunblaðið
hallar sér á síðustu misserum að
nýju að sínu gamla hlutverki að
vera grímulaust flokksmálgagn.
… og allir fjölmiðlar!
Ritstjóri fréttablaðsins, Þor-
steinn Pálsson, hefur einnig tekið
að sér vörn fyrir fyrrum sam-
verkamann sinn, Árna Mathiesen,
og færir fyrir því einstök rök að
menn eigi ekki að tala um þetta
mál í leiðara um síðastliðna helgi;
það ku nefnilega víðar vera sól-
undað opinberu fé!
Það er alveg rétt hjá fjár-
málaráðherranum fyrrverandi að
oft er sólundað opinberu fé í okk-
ar landi en Grímseyjarferjumálið
snýst ekki um það. Þorsteinn
Pálsson var fjármálaráðherra fyrir
liðlega 20 árum. Af hverju til-
greinir hann ekki að sambærilegt
ráðslag hafi þá eða síðar verið
haft í fjármálaráðuneytinu eins og
gerðist í Grímseyjarferjumálinu?
Ástæðan er einföld – málið á sér
ekki hliðstæður.
Málflutningur Þorsteins Páls-
sonar minnir okkur á að Sjálf-
stæðisflokkurinn á núna algerlega
öll dagblöð landsins. Þeim fjöl-
miðlum sem ekki eru undir ægi-
valdi Sjálfstæðisflokks er flestum
stjórnað af flokkssystkinum Öss-
urar Skarphéðinssonar. Málflutn-
ingur Össurar verður seint til al-
vöru metinn en ægivald
ríkisstjórnarflokkanna yfir fjöl-
miðlum þessa lands er mikið
áhyggjuefni fyrir lýðræðið.
Af Össuri og fjölmiðlum
ríkisstjórnarinnar
Bjarni Harðarson skrifar um
Grímseyjarferjumálið »Hafi Vegagerðinekki svigrúm til
þess að nýta ónotaðar
fjárheimildir mun fjár-
málaráðuneytið heimila
yfirdrátt sem þessari
vöntun nemur.
Bjarni
Harðarson
Höfundur er alþingismaður.
RANNSÓKNIR sýna að heyrn-
arskertum fjölgar hlutfallslega og
nú er svo komið að 16% Evr-
ópubúa á aldrinum 18 til 80 ára
eru heyrnarskert. Margt bendir til
þess að fjölgunin stafi af vaxandi
hávaða í umhverfi okkar og einnig
af hækkandi meðalaldri fólks.
Iðulega er því haldið fram að
heyrnarskerðingu sé
oftast hægt að lækna.
En því miður er hún
ólæknanleg í um 90%
tilvika. Skemmd í
innra eyra, sem staf-
ar oft af hávaða,
lagast ekki aftur.
Þegar hin örfínu
skynhár í innra eyr-
anu eru einu sinni
skemmd verða þau
það til frambúðar.
Skemmdina er ekki
hægt að lækna og
hárin vaxa ekki aftur.
Það má ekki gefa
fólki falskar vonir um að lækna
megi tapaða heyrn. Unglingar, sem
eru að skemma heyrnina með allt
of hátt stilltum vasaspilurum, á
rokktónleikum eða með ærandi há-
vaða úr hljómflutningstækjum,
mega ekki standa í þeirri trú að
þeir geti fengið heyrnina aftur ef
hún tapast.
Heyrnarskertir hætta í
vinnunni
Eldra fólk er oft mjög nýtur
starfskraftur og þeim fjölgar sem
búa við sveigjanlegan eftirlauna-
aldur. Athyglishæfni fólks má bæta
með betri sjón og heyrn. En það
þarf meira til að bæta heyrnartap
en að skola úr eyrunum. Þegar
sjónin sljóvgast fá menn sér gler-
augu en aðeins lítill hluti þeirra,
sem eru með skerta heyrn, notar
heyrnartæki.
Samkvæmt niðurstöðu úr viða-
mikilli könnun, sem danska rann-
sóknarstofnunin í félagsfræði
(Socialforskningsinstitutet) gerði,
eru tengsl heyrnarskertra við
vinnumarkaðinn veikari en tengsl
annarra. Það eru meiri líkur á að
þeir verði atvinnulausir, fari á eft-
irlaun eða örorkubætur sem er
kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið. Sé
þessi kostnaður umreiknaður á ís-
lenska þjóðfélagið er hann 1,5 til 2
milljarða á ári vegna fram-
leiðslutaps.
Bæði þeir heyrn-
arskertu og þeir sem
hafa fulla heyrn eru
álíka ánægðir með
vinnuna en þeir heyrn-
arskertu finna oftar
fyrir lélegu sambandi
við vinnufélagana. Þeir
eru ekki jafn ánægðir
með andann á vinnu-
staðnum og þeir eru
þreyttari í lok vinnu-
dags. Heyrnarskertir á
eftirlaunum eða ör-
orkubótum hafa ekki
sömu afstöðu og aðrir
til vinnunnar og þeir áttu auðveld-
ara með að draga sig í hlé og
hætta að vinna.
Óþekktur vandi
með óbein áhrif
Aðeins örfáir af þeim, sem tóku
þátt í fyrrnefndri könnun, gáfu það
í skyn að heyrnarvandi skipti máli
í vinnunni. Í mörgum tilvikum
virðast áhrif heyrnarskerðingar
vera ómeðvituð. Menn vita ekki af
henni og þá grunar ekki að þreyta
í lok vinnudags og kulnun í starfi
geti verið heyrninni að kenna.
Heyrnarskerðing er lúmsk, mað-
ur getur heyrt þrátt fyrir hana en
hljóðrófið heyrist ekki allt. Skerð-
ing á hátíðnihljóðum talmáls, s.s.
„s“, rýrir talskilning.
Fyrir þann, sem hefur grun um
að vera heyrnarskertur, er fyrsta
skrefið að fara í greiningu hjá
heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og
eyrnalækni. Ef í ljós kemur leiðni-
heyrnarskerðing, sem er um 10%
tilvika, má trúlega lækna hana með
lyfjum eða aðgerð en í boði eru
fjölmargar gerðir heyrnartækja til
að bæta úr heyrnarskerðingu.
Heyrnartæki jafn
sjálfsögð og gleraugu
Á örfáum árum hafa heyrn-
artæki þróast og batnað mjög mik-
ið. Þau eru smágerð og lítið áber-
andi. Með stafrænni tækni er
hljóðmeðhöndlun tækjanna sniðin
til og látin falla að heyrnarriti og
hljóðumhverfi notandans. Tækin
magna aðeins þann hluta hljóðrófs-
ins sem hefur skerst. Þau sía einn-
ig burtu síbyljuhljóð og læra að
þekkja þær aðstæður sem notand-
inn er oftast í. Heyrnartæki geta
verið einföld og þægileg í notkun.
Ef tenging við eyra er með opinni
hljóðkeilu þá getur notandinn sett
tækið upp strax eftir að heyrn-
arfræðingurinn hefur sniðið virkni
þess til og það eina sem þarf að
gera er að kveikja á því. Tölvan í
tækinu sér um allt. Það eru engir
takkar eða fjarstýring og ef það er
með hlaðanlegri rafhlöðu þarf að-
eins að skipta um hana í mesta lagi
einu sinni á ári.
Ljóst er að fyrirtæki gætu haft
akk af því að hvetja og styrkja
starfsmenn til að fara í heyrn-
argreiningu.
Sá sem leitar hjálpar við heyrn-
arskerðingu gefur sér, fjölskyldu
sinni og starfsfélögum veglega gjöf
þegar þeim finnst ekki lengur erf-
itt að tala við hann.
Að hætta í
vinnunni vegna
heyrnarskerðingar
Ellisif Katrín Björnsdóttir
skrifar um stöðu heyrn-
arskertra á vinnumarkaði
Ellisif Katrín
Björnsdóttir
»Heyrnarskerðing erí flestum tilvikum
óafturkræf.
Höfundur er heyrnarfræðingur
hjá Heyrn ehf.
ellisif@heyrn.is
Á SAMA tíma og hlýnun jarðar
og hættan sem henni fylgir verða
æ fyrirferðarmeiri í umræðunni
alls staðar á jarðkringlunni, er
þreytt skringilegt kapphlaup um
losunarheimildir
koltvísýrings hér á
Íslandi. Þrátt fyrir að
það sé hér um bil
orðin almenn vitn-
eskja að áframhald-
andi hirðuleysi gagn-
vart mengun valdi
ógnvekjandi breyt-
ingum á veðurfari og
sé í raun tilræði við
tilvist okkar hér á
jörð þá detta fólki
ennþá þau ósmekk-
legheit í hug að
skemmta skrattanum
með því að klæða
hann í sparifötin og kynna hann
fyrir fólki sem bjargvætt, en ekki
bölvun. Þannig er nú á nýjan leik
búið að dusta rykið af goðsögninni
um olíuhreinsunarstöðina stór-
kostlegu sem með næstum guð-
legri íhlutun læknar sjúkt atvinnu-
líf, breytir drullu í gull og reisir
byggðalög upp frá dauðum með
kraftaverkamætti sínum.
Hugmyndin um olíuhreins-
unarstöð kom fyrst til sögunnar
fyrir um 40 árum og síðan þá hef-
ur hún reglulega skotið upp koll-
inum á eins og 10 eða 15 ára
fresti. Síðast var það fyrir kosn-
ingarnar 1999, en þá átti að
hlamma ferlíkinu niður í Skaga-
firði. Þess má geta að
í dag er matvælaiðn-
aður í mikilli sókn í
Skagafirði, þetta er
öflugt landbún-
aðarhérað og ferða-
þjónusta í blóma.
Þetta eru atvinnu-
greinar sem ég sé
ekki fyrir mér að
hefðu notið jafnmik-
illar velgengni með
mengandi olíu-
hreinsunarstöð í bak-
garðinum.
Það er ljótur leikur
að dubba olíu-
hreinsunarstöð upp í föt frels-
arans, og veifa henni framan í
Vestfirðinga á þessum erfiðu tím-
um sem blasa við byggðarlaginu í
kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta.
Það er ljótt segi ég, vegna þess að
það er ljóst að það verður engin
olíuhreinsunarstöð, engin 500 ný
störf, þar sem slíkt myndi brjóta
gegn skuldbindingum Íslendinga
samkvæmt Kýótóbókuninni. Það
er ljótt vegna þess að það er ódýrt
að ætla að leysa víðtækt vandamál
sem að miklu leyti má rekja til
vanrækslu og afskiptaleysis ráða-
manna á málefnum þessa lands-
hluta, með afturgenginni patent-
lausn á borð við þessa. Það er
ljótt að láta eins og Vestfirðingum
sé mikill greiði gerður með þess-
ari atvinnustarfsemi sem myndi
skaða hreina og fagra ímynd Vest-
fjarða, hafa skaðleg áhrif á ferða-
þjónustu og matvælaiðnað á svæð-
inu og ógna öryggi lífríkis sjávar
með tíðari siglingum olíuskipa úti
fyrir Vestfjörðum, svo eitthvað sé
nefnt. Það er ljótt að reyna að
telja einhverjum trú um það að ol-
íuhreinsistöð muni draga að ungt
fólk til Vestfjarða og það er af-
skaplega ljótt að láta eins og
mengandi stóriðja sé það eina sem
haldið getur landinu í byggð.
Frelsararnir sem boða komu ol-
íuhreinsunarstöðvarinnar láta sig
jafnvel dreyma um að Íslendingar
finni sínar eigin olíulindir, það
væri jú svo hentugt að eiga bæði
olíu og olíuhreinsunarstöð! En
væri ekki betra að hætta að eltast
við mengandi eldsneyti eins og ol-
íu, sem er auk þess að renna til
þurrðar, því olíubirgðir heimsins
eiga ekki eftir að endast nema í
örfáa áratugi í viðbót. Væri ekki
betra að Íslendingar einbeittu sér
að því að verða sjálfum sér nægir
um orku með endurnýtanlegum
orkugjöfum?
Við skulum stórefla orkurann-
sóknir á Íslandi og nýta tækifæri
sem þar felast til nýsköpunar og
uppbyggingar. Í því sambandi er
einmitt gaman að minnast á ný-
stofnaðan Orkuskóla á Akureyri
sem leggur áherslu á rannsóknir á
endurnýtanlegum orkugjöfum.
Það er von mín að ötullega verði
stutt við bakið á þeim skóla til að
við megum fljótt verða í forystu á
heimsmælikvarða í rannsóknum á
orkugjöfum framtíðarinnar.
Afturganga á Vestfjörðum
Steinunn Rögnvaldsdóttir vill
ekki að sett verði upp olíu-
hreinsunarstöð á Vestfjörðum
» Við skulum stóreflaorkurannsóknir á
Íslandi og nýta tækifæri
sem þar felast til ný-
sköpunar og uppbygg-
ingar.
Steinunn
Rögnvaldsdóttir
Höfundur er háskólanemi og situr í
stjórn Ungra vinstri grænna.