Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 33 LAGASTOFNUN Háskóla Ís- lands gerði á sínum tíma samning við Landssamband íslenskra út- vegsmanna um kostun tímabund- innar stöðu sérfræðings í auð- lindarétti sem undirritaður gegnir. Forsenda samnings af þessu tagi er að viðkomandi starfsmaður hafi í samráði við umsjónarmann verk- efnisins fullt frelsi til að rannsaka þær spurningar sem lagðar eru til grundvallar og að kostunaraðili hafi engar heimildir til að hafa áhrif á niðurstöður rannsókn- arinnar. Þrátt fyrir þetta hafa m.a. leiðarahöfundur Morg- unblaðsins og Sigurjón Þórðarson, fv. alþingismaður, kosið að tengja saman efnislega umfjöllun und- irritaðs um sjávarútvegsmál við LÍÚ. Það er og verður þeirra vandamál en ekki undirritaðs. Hvernig svo sem menn mæla út sókn á Íslandsmiðum er það meg- inatriði ljóst að sóknargeta ís- lenskra skipa til að veiða þorsk jókst verulega eftir að fiskveiði- landhelgin hafði verið stækkuð í 200 sjómílur þó að það væri óraunhæft að ætla að afli myndi vaxa í sama mæli. Þetta hafði þær afleiðingar að of margir höfðu fjárfest í tækjum og búnaði án þess að geta nýtt afkastagetu þeirra með fullnægjandi móti en slíkt ýtti undir að rekstur veiða og vinnslu varð erfiður. Þannig var þó nokkur taprekstur á fiskveiðum árin 1980-1983 þó að landaður þorskafli hafi að meðaltali verið um 400 þúsund tonn. Árið 1980 voru 82 skuttogarar í íslenska fiskiskipaflotanum en þeir voru 115 árið 1990. Skráðir bátar undir 10. brl. voru 1.060 í upphafi árs 1984 en þeir voru 2.045 árið 1990, sbr. Birgir Þ. Runólfsson: Sjávarútvegur Íslendinga – Þróun, staða og horfur, bls. 21. Árið 1984 lönduðu 1.128 smábátar afla en 2.023 árið 1990, sbr. skýrslu svo- kallaðrar tvíhöfðanefndar frá árinu 1993, bls. 64. Það voru tæp- lega 1.000 fleiri fiskiskip á skrá árið 1990 en árið 1984. Flotinn ár- ið 1990 var mun stærri og afkasta- meiri en sá floti sem veiddi að meðaltali 445 þúsund tonn af þorski árin 1980-1981. Flestir fiskifræðingar töldu að veitt hafi verið of mikið á árunum 1984-1990 og að helstu nytjastofnar sjávar væru ofnýttir. Frá og með fisk- veiðiárinu 1991/1992 hefur þorsk- afli aldrei farið yfir 300 þúsund tonn. Þó að mestur þorskafli hafi ver- ið veiddur samkvæmt reglum um aflamark árið 1984 var meirihluti aflans veiddur á grundvelli ann- arra veiðiheimilda árin 1985-1990, sbr. skýrslu tvíhöfðanefndar, bls. 111. Samræmt aflamarkskerfi var því ekki notað á tímabilinu 1984- 1990 en grundvallarhugmynd laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 var að koma slíku kerfi á. Við gildistöku laganna var aflakvóta úthlutað til þeirra skipa sem höfðu veiðileyfi í atvinnuskyni. Afla- reynsla skipa á árunum 1980-1989 réði mestu um hvað hvert skip fékk í sinn hlut, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu, H 2000:1534. Allt frá því að lög um stjórn fiskveiða komu til fram- kvæmda 1. janúar 1991 hafa verið höggvin skörð í meginreglur afla- markskerfisins. Ófáir hafa byggt skoðanir sínar um réttlæti og ranglæti við stjórn fiskveiða á að kvótanum hafi verið skipt árið 1984 og að miðað hafi verið við þriggja ára veiðireynslu við úthlutun hans. Á þessum grundvelli hafa sumir fullyrt að fáeinum einstaklingum hafi verið afhent verðmæti á silfurfati. Þeg- ar undirritaður benti á haldleysi þessarar fullyrðingar með vísun til þess hvernig fiskiskipastóllinn þróaðist er tækifærið gripið til að blanda því saman við álitamál um líffræðilega sókn í nytjastofna sjávar. Þó að það sé vissulega al- gengt að hismið sé fremur valið en kjarninn í umræðum um sjáv- arútvegsmál sætir furðu að hægt sé drepa málum á dreif með þess- um hætti. Orsök þess er kannski sú, að þegar kjarninn hefur verið greind- ur frá hisminu, stendur eftir sú staðreynd að það er engin auðveld lausn til við þeim vanda að skipta takmörkuðum veiðiheimildum á milli of margra aðila. Kvóti: Kjarni eða hismi? Helgi Áss Grétarsson skrifar um sjósókn og skipaflota á Íslandsmiðum » Þegar kjarninn hef-ur verið greindur frá hisminu er vanda- samt að skipta of litlum veiðirétti á milli of margra aðila. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er sérfræðingur í auðlinda- rétti við Lagastofnun HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.