Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 45

Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 45 Tónlist Norræna húsið | Harald Björköy ten- órsöngvari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari flytja í dag kl. 16 sönglög eftir Edvard Grieg og sex önnur norsk tónskáld, sem tilheyrðu kynslóðinni á eftir Grieg og féllu í skugga hans. Athygli manna hefur nú aftur beinst að þessum tónskáldum sem skrifuðu m.a. óperur og sönglög. Frístundir og námskeið JCI Garðabær, Kópavogur | JCI verður með ræðunámskeið þar sem farið er yfir öll helstu grunnatriði ræðumennsku. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 11. september. Námskeiðið kostar 18.000 kr. Áhuga- samir geta skráð sig á námskeiðið á netfangið hrolfur@jci.is Nánari uppl. á heimasíðunni: http://www.123.is/ jcigk/ Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | Farið verður í haustlitaferð 21. september, Þingvöllur-Lundarreykjadalur- Húsafellsskógur-Hraunfossar- Hvítársíða, kvöldverður, dans- og skemmtiatriði. Allir eldri borgarar velkomnir. Uppl. og skráning í s. 892- 3011. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 17. septem- ber. Brottför frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Deildartunguhver skoðaður. Réttur dagsins „kjöt og kjötsúpa“ á Mótel Venus. Skráning og ítarlegri upplýsingar í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dag- skrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasal- ur, kórstarf o.fl. Prjónakaffi hefst föstudaginn 14. sept. Allir velkomnir. Glerskurður er kl. 9 á þriðjud. umsj. Vigdís Hansen og myndlist kl. 12.30 á fimmtud. Uppl. á staðnum og í s. 575-7720. Hraunbær 105 | Farið verður í haust- litaferð miðvikudaginn 19. september. Ekið um Þingvöll, Uxahryggi, Lundar- reykjadal, Hestháls að Indr- iðastöðum í Skorradal, þar sem drukkið verður eftirmiðdagskaffi. Leiðsögumaður: Gylfi Guðmundsson. Verð 2.300 kr. Brottför kl. 13.30. Skráning á skrifstofu eða í síma 411- 2730. Kirkjustarf Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíu- rannsókn fyrir börn og fullorðna kl. 10. Einnig er boðið upp á umræðuhóp á ensku. Guðþjónusta kl. 11. Ræðu- maður: Eric Guðmundsson. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðþjónusta og biblíurannsókn kl. 11. Sérstakar deildir fyrir börn og ung- linga. Boðið upp á biblíurannsókn á ensku. Hallgrímskirkja | Tónlistarandakt kl. 12 í tilefni af 125 ára afmæli Klais- orgelverksmiðjunnar í Þýskalandi. Guðný Einarsdóttir leikur á Klais- orgel Hallgrímskirkju. Sr. Jón D. Hró- bjartsson flytur ritningarlestur og bæn. Háteigskirkja | Auka aðalsafnaðar- fundur Háteigssóknar verður haldinn þriðjudaginn 11. september kl. 20 í Safnaðarheimilinu. Fundarefni: Sala á byggingarétti – Nóatún 33. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Kristniboðsfélag karla heldur félagsfund mánudaginn 10. sept. kl. 20. Ræðumaður er sr. Íris Kristjánsdóttir. Hlutavelta | Þessir dugnaðarstrákar héldu tombólu fyrir utan versl- un Samkaupa í Hrísalundi og söfnuðu 4.420 kr. sem þeir styrktu Rauða kross- inn með. Þeir heita: Þór- hallur Óli Pétursson, Guðmundur Hafsteinn Friðgeirsson og Andreas Snær Unnarsson. Orð dagsins: Sonurinn sagði: Faðir, ég hef syndgað mót himni og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. (Lúk. 15, 21.) P IP A R • S ÍA • 7 17 27 Nánari upplýsingar veitir Margrét Óskarsdóttir, margreto@lv.is, sími 862 4120. Tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun Landsvirkjun efnir til ráðstefnu um Kárahnjúkavirkjun í Reykjavík 17. og 18. september, þar sem fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga flytur erindi um alla helstu þætti þessarar stærstu framkvæmdar sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Ráðstefnan fer fram á ensku og er einkum ætluð fagfólki sem tengist framkvæmdum af þessu tagi. Meðal annars verður fjallað um undirbúning virkjunarinnar, hönnun mannvirkja, sjálfar framkvæmdirnar ofan- og neðanjarðar, tæki og tæknibúnað, umhverfisvöktun og upplýsingamiðlun. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. september. Gestir á ráðstefnunni skrái sig í síðasta lagi þriðjudaginn 11. september. Aðgangur er ókeypis. Gert er ráð fyrir kynnisferð ráðstefnugesta um framkvæmdasvæðið á Austurlandi miðvikudaginn 19. september. Gjald fyrir ferðina er 20.000 krónur. Dagskrá tækniráðstefnunnar um Kárahnjúkavirkjun er birt í heild á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar, www.karahnjukar.is. Þar er jafnframt hægt að skrá sig til þátttöku á ráðstefnunni. hlutavelta dagbok@mbl.is Hlutaveltusumar – börn styrkja börn | Á sumrin er algengt að sjá börn á fjölförnum stöðum með tombólu eða smásölu til styrktar góðgerð- armálum. Í síðustu viku bárust UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, tvö framlög vegna slíkrar fjáröflunar. Bjartur, 9 ára, hélt tombólu fyrir utan Pétursbúð í Vesturbænum og safn- aði alls 2.815 kr. Hann mætti vaskur á skrifstofuna og afhenti Stefáni Inga Stefánssyni, framkvæmdastjóra UNICEF Ísland, söfnunarféð. Sóley Vera, 12 ára, og María, sem er 11 ára að verða 12, héldu tombólu og seldu dót í Firðinum og fyrir utan Krónuna í Hafnarfirði. Þær söfnuðu alls 8.262 krónum sem þær höfðu sett í vel skreytta tösku. Stúlkurnar lögðu einnig sjálfar til fé úr sparibauknum sínum til að sjóðurinn yrði meiri. Þær afhentu Snjólaugu Aðalgeirsdóttur, fjáröflunarfulltrúa hjá UNICEF Ísland, féð í töskunni fögru. UNICEF kann Bjarti og þeim Sóleyju og Maríu bestu þakkir fyrir fram- lögin og hvetur fleiri börn til að styrkja jafnaldra sína, sem eiga um sárt að binda, með þessum hætti. dagbók Í dag er laugardagur 8. september, 251. dagur ársins 2007 Fyrsti fyrirlestur vetrarins ífyrirlestraröð Sagnfræð-ingafélags Íslands verðurnæstkomandi þriðjudag, kl. 12.05 til 12.55. Yfirskrift fyrirlestrarað- arinn er Hvað er Evrópa? og fara fyr- irlestrarnir fram í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafns Íslands. Eiríkur Bergmann Einarsson er fyrirlesari þriðjudags, með erindið Er Ísland í Evrópu? „Evrópa, og Evrópusamstarf er í senn bæði einfalt og flókið fyrirbæri,“ segir Eiríkur „Evrópuríkin hafa komið sér saman um samráðsvettvang, sem Ísland tengist með sérstökum hætti, pólitískt, menningarlega og efnahags- lega. Í fyrirlestrinum velti ég fyrir mér þessari stöðu Íslands, á jaðri Evrópu, og færi m.a. fyrir því rök að orðið hafi ákveðið rof. Formlega er Ísland fyrir utan stofnanir Evrópusambandsins en þegar raunveruleg staða er skoðuð kemur í ljós að Íslendingar eru komnir á bólakaf í Evrópusamrunann á nánast öllum sviðum.“ Eiríkur leggur m.a. út af hugmyndum Íslendinga um fullveldi og þjóð, og þeirri þjóðfélagsþróun sem átt hefur sér stað frá sjálfstæðis- baráttunni: „Íslendingar hafa sérstaka sjálfsmynd í samfélagi þjóðanna, sem mótast af þessum þáttum,“ segir Eirík- ur. „Einnig er gagnlegt að skoða utan- ríkisstefnu landsins, sem skipta má upp í þrjú mengi: Evrópumengið, í fyrsta lagi, þar sem allir mikilvægustu við- skiptasamningar okkar eru s.s. við EFTA og EES og tvíhliðatengsl við Norðurlöndin og jafnvel Bretland. Annað mengi er Atlantshafsmengið, sérstök tengsl landsins við Bandaríkin og NATÓ, sem kalla má öryggisþátt utanríkisstefnunnar. Þriðja mengið er svo alþjóðlegt samstarf fyrir utan hin mengin tvö, s.s. á vettvangi SÞ og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Með því að skoða þessi þrjú mengi getum við áttað okkur betur á hvar Ís- land er staðsett í alþjóðakerfinu.“ Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags- ins er öllum opin og aðgangur ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um fyrir- lestraröðina og einstök erindi á slóðinni www.sagnfraedingafelag.net Utanríkismál | Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins hefst á þriðjudag Er Ísland í Evrópu?  Eiríkur Berg- mann Einarsson fæddist í Reykja- vík 1969. Hann hefur verið dósent við Háskólann á Bifröst og for- stöðumaður Evr- ópufræðaseturs frá 2005. Eiríkur lauk meistaragráðu í alþjóðastjórn- málum frá Kaupmh.hásk. 1998. Hann stundar nú doktorsnám við HÍ. Eirík- ur starfaði sem blaðamaður, frkv.stj Leikfélags Íslands og aðjúnkt og verk- efnastjóri Evrópumála hjá HÍ. Hann var yfirmaður Íslandsdeildar sendi- ráðs ESB í Ósló. Eiríkur er í sambúð með Aino Freyju Jarvela leikara og eiga þau samanlagt þrjú börn. BRESKA leikkonan Keira Knightley sést hér hálfdöpur í ljósmyndarahafi. Knightley er þarna að ganga rauða dregilinn vegna frumsýningar á nýj- ustu mynd sinni Atonement á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum nýlega. Á rauða dreglinum Í ljósmyndarahafi Reuters Fréttir í tölvupósti Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.