Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 47 Krossgáta Lárétt | 1 ljós hugsun, 8 stútum, 9 vindurinn, 10 elska, 11 fen, 13 sleif- ar, 15 guðshús, 18 annast, 21 auð, 22 lækna, 23 sálir, 24 vesalingar. Lóðrétt | 2 gleður, 3 lofað, 4 skynfæra, 5 matreiðslu- manns, 6 viðlag, 7 vökvar, 12 umfram, 14 dráttar- dýr, 15 meltingarfæri, 16 björtu, 17 óhreinkaði, 18 skreið í gegnum, 19 þrábiðja, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fóarn, 4 sárin, 7 ósköp, 8 iljar, 9 afl, 11 anna, 13 angi, 14 nafar, 15 grín, 17 frek, 20 bak, 22 unaði, 23 lítur, 24 deiga, 25 kenni. Lóðrétt: 1 flóra, 2 askan, 3 næpa, 4 skil, 5 rýjan, 6 norni, 10 fífla, 12 ann, 13 arf, 15 grund, 16 Írani, 18 ritin, 19 karfi, 20 bisa, 21 klók. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Stundum er hugur þinn vinur þinn, en stundum eins og eldra systkini sem er alltaf að stríða þér. Segðu honum næst: „Þú ræður ekki yfir mér!“ (20. apríl - 20. maí)  Naut Aðstæðurnar sem þú ert í í dag skipta máli. Hagaðu þér á einn veg og þú verður allt önnur manneskja en ef þú brygðist öðruvísi við. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hulu verður svipt af og þú skil- ur nákvæmlega af hverju þú vildir að viss manneskja léki visst hlutverk í klikkaða leikritinu þínu. Fyrir vikið verðurðu frjálsari gagnvart henni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum er best að mætast á miðri leið til að sættast – nema núna. Báðir aðilar ættu ekki að vera óánægðir? Biddu um það sem þú vilt og fáðu það. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hver gjörð kostar sitt. Þú skilur nú hver kostnaðurinn er. Í kvöld skilurðu af hverju það er hættulegt að forðast hætt- ur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stjörnurnar hvetja þig til að halda áfram á sömu leið hver sem hún er. Í kvöld þarftu að taka erfiða ákvörðun sem þú veist að þú verður stoltur af seinna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ef þú vilt koma einhverju í verk, biddu þá einhvern önnum kafinn að- stoðar. En þú ert þessi önnum kafna manneskja, skipulagður og drífandi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú varst ekki að grínast þegar þú sagðist geta lokið verkefninu í dag. Dragðu svo aðeins úr hraðanum svo þú getir tekist á við mikilvægari áskor- anir eftir helgina. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sá eini sem ekki hefur verið fullkomlega heiðarlegur við þig er enn að reyna. Hann er líkari hræddri mús í leit að brauðmolum lífsins en illvígri rottu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Í stað þess að eiga þér stóra drauma – eins og vanalega – hafðu þá klikkaða. Hvernig yrði lífið ef þú hlypir á brott með fjölleikahúsi? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Pláneturnar þínar krefjast aga og ábyrgðar af þér, auk mikillar vinnusemi. Taktu að þér verk sem skipta máli fyrir allan heiminn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þegar þú trúir á einhvern, gerðu það þá alla leið. Sambönd þrífast þegar það finnst ekki efi í hjartanu eða gagn- rýni á vörunum. Stattu stoltur með þeim sem þú elskar. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp á minningarmóti Stauntons í London. Enski stórmeist- arinn Gawain Jones (2.526) hafði svart gegn Jan Timman (2.560). 13. … Dg5! Svartur hótar máti á g2 og að vinna drottningu hvíts með Rf4-h3+. Hvítum varð brugðið við þessa tvöföldu hótun að honum sást yfir að eina vörnin væri að leika 14. Kf2! og þá stæði svartur aðeins betur eftir 14. … Kxg7. Hvítur lék hins vegar 14. Dxf4?? og hafði ein- göngu tvo létta menn fyrir drottningu og tapað tafl. 14. … Dxf4 15. Bd4 c6 16. Had1 b6 17. Bf2 He6 18. Bg3 De3+ 19. Kh1 Dc5 20. a3 Ba6 21. Bf4 d5 22. b4 De7 23. b5 dxc4 24. bxa6 Dxa3 25. Bd2 b5 26. Ha1 Dc5 27. Bf4 Hd8 28. g4 g5 29. Bg3 Hd2 30. Be1 Hc2 31. Bd1 Hb2 32. Be2 De5 33. Hc1 Hh6 34. Hf2 b4 35. Hg2 Hh3 36. Kg1 bxc3 37. Bxc3 Dc5+ 38. Kf1 Hb3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Óvænt uppskera. Norður ♠Á75 ♥Á98 ♦ÁD108 ♣G104 Vestur Austur ♠KG964 ♠82 ♥7 ♥6542 ♦965432 ♦K ♣8 ♣ÁKD765 Suður ♠D103 ♥KDG103 ♦G7 ♣932 Suður spilar 4♥. Tígulliturinn býður upp á blekkingu sem margir hafa prófað (með mis- jöfnum árangri). Hafi sagnhafi grun um að svíning muni misheppnast, kem- ur til greina að taka á ásinn og spila litlu að gosanum – kannski heldur aust- ur að sagnhafi sé með einspil og dúkk- ar. Norskur spilari, Ivar Berg að nafni, ætlaði að blekkja austur á þennan máta á EM ungmenna. Austur hafði meldað lauf og vörnin tók þar þrjá fyrstu slagina, en síðan skipti austur yfir í spaðaáttu – tía, gosi og ás. Nú var Ivar viss um að austur ætti tígulkóng og lagði niður ásinn með fyrrnefndum ásetningi. Honum brá svo við að sjá kónginn koma að hann „gleymdi“ að henda gosanum undir (afblokkera). En það kom ekki að sök því vestur þving- aðist í lokin með spaðakóng og lengd- ina í tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Verslunarhelgin reyndist ekki vera mesta ferðahelginí ár. Hvaða helgi var það? 2 Yfirhershöfðingi NATO heimsótti Ísland. Hvað heitirhann? 3 Haldið var upp á 20 ára afmæli Háskólans á Akur-eyri. Hver er rektor HA? 4 Nýr íslenskur kvikmynda- og leikhúsþáttur er að hefjagöngu sína í Sjónvarpinu. Hver stýrir honum? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvar var hin umdeilda auglýs- ingamynd með Júdasi og Kristi að kynna nýjan farsíma tekin? Svar: Í Portúgal. 2. Hans Jó- hannsson er að opna sýningu í Serpentine Gallery í London. Hver er aðalstarfi Hans? Svar: Fiðlusmiður. 3. Hver var marka- hæstur íslensku körfuknatt- leiksmannanna í sigrinum á Austurríki? Svar: Jakon Örn Sig- urðsson. 4. Breski kvikmynda- leikarinn Jude Law var handtek- inn á dögunum. Fyrir hvað? Svar: Að ráðst á ljósmyndara. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR VINNUSMIÐJA NKG 2007 fer fram í Foldaskóla, Logafold 1, 112 Reykjavík, laugardaginn 8. septem- ber og sunnudaginn 9. september kl. 9-15.30 báða dagana. Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda (NKG) er keppni í nýsköp- un fyrir alla aldurshópa grunnskól- ans. Í ár er keppnin á tímamótum þar sem Vitinn – verkefnastofa í samstarfi við menntamálaráðu- neytið – hefur tekið að sér rekstur, framkvæmd og þróun keppninnar (www.nkg.is). Keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú hald- in í 16. sinn. Í ár tóku rúmlega 3.000 börn og unglingar þátt frá 52 grunnskólum víða um land. Framundan er vinnu- smiðja dagana 8. og 9. september þar sem 62 nemendur á aldrinum 8 ára til 15 ára frá alls 20 grunnskólum koma saman. Þessir nemendur kom- ust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metn- ar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi. Það telst mikill heiður að komast í vinnusmiðju. Markmið vinnusmiðjunnar er að hver hugmyndasmiður hafi tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar undir leiðsögn leiðbeinenda. Í vinnu- smiðjunni verður mikið fjör þar sem unnið verður að því að útbúa líkön af frumgerðum, plaköt útbúin og annað sem börnin telja að lýsi uppfinningu þeirra best. Settar verða upp sex sellur; texta- og tölvusella, teikni- sella 1 og 2, tæknisella, smíðasella og útskriftarsella. Sunnudaginn 30. september verð- ur haldið lokahóf í Grafarvogskirkju. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 15. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verndari keppninnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytja ávörp í tilefni dagsins. Í lokin verður verðlaunaafhending þar sem 12 börn komast á verðlaunapall fyrir uppfinningar sínar. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda VINIR Kolaportsins munu standa fyrir undirskriftasöfnun í Kolaport- inu dagana 8.-9. september til að mótmæla breytingum sem til stend- ur að gera á Tollhúsinu. Listanum verður skilað á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar mánudaginn 10. september kl. 11 sama dag og frestur til að koma með athugasemdir rennur út. Vinir Kolpaportsins hafa sent frá sér fréttatilkynningu um málið, þar sem segir deiliskipulagstillaga geri m.a. ráð fyrir bílageymslu á annarri og þriðju hæð, inni í rými Kolaports- ins. „Sú bygging mun hafa það í för með sér að lofthæð Kolaportsins lækkar um helming, gólfflötur þess minnkar um 20% og inngöngum fækkar,“ segir í tilkynningunni „Þá er ljóst að Kolaportið verður ekki með rekstur í núverandi húsnæði sínu meðan á framkvæmdum stend- ur. Ef bráðabirgðahúsnæði finnst ekki verður Kolaportið lokað í allt að eitt og hálft ár.“ Segja þurfi upp öllu starfsfólki og samningum við leigj- endur og óvíst hverjir snúi aftur. Undirskriftasöfnun vina Kolaportsins Guðfreður á morgun AFMÆLIS- og styrktartónleikar Guðfreðs Hjörvars til styrktar ung- lingastarfi SÁÁ á Vogi verða í Lang- holtskirkju annað kvöld kl. 20 en ekki í kvöld eins og missagt var í blaðinu í gær. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar. 20 mínútur ÞAU mistök urðu í greininni Til- raunamennska í eldhúsinu sem birt- ist í gær var gefinn rangur eldunar- tími fyrir skógardúfu og sagt að hana ætti að elda í 200 mínútur við 100° C. Hið rétta er að skógardúfuna á að elda í 20 mínútur við 100° C. LEIÐRÉTT ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.