Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SÉRSTAKT hreinsunarsvæði hefur
verið útbúið á Hólmsheiði þar sem
tekið er á móti menguðum jarðvegi
úr Vatnsmýri. Er það í tengslum við
uppgröft á svæðinu vegna nýbygg-
ingar Háskólans í Reykjavík. Ekki
er ljóst hversu mikið af menguðum
jarðvegi er í Vatnsmýrinni en talið er
að mengunina megi rekja allt til ára
síðari heimsstyrjaldar.
„Það hefur reynst mjög erfitt að
finna út hvaða svæði eru menguð og
hver ekki. Þess vegna var ákveðið að
meta hvern einasta farm fyrir sig,“
segir Lúðvík Gústafsson, deildar-
stjóri mengunarvarna umhverfis-
sviðs Reykjavíkurborgar. Þegar til-
boð voru opnuð í jarðvinnu vegna
framkvæmdanna kom fram að gert
er ráð fyrir að um 60 þúsund rúm-
metrar af jarðvegi verði fluttir
burtu.
Uppgötvaðist í júní
Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur
er nálægt þeim stað þar sem jarð-
veginum verður komið fyrir á
Hólmsheiði en Lúðvík telur þó enga
hættu vera á ferðum. „Útbúið var
sérstakt hreinsunarsvæði, með
vökvaheldu undirlagi, til þess að
hreinsa þennan jarðveg. Síðan er
jarðveginum velt reglulega til að
auðvelda aðkomu súrefnis til að
stuðla að niðurbroti olíuefna.“ Einn-
ig er hægt að bæta kalki og áburði
við jarðveginn til að hraða eyðing-
unni.
Mengunin uppgötvaðist í júní sl.
þegar umhverfissvið fór í uppgröft á
svæðinu. Þó lá fyrir grunur um að
einhver mengun myndi mælast, ekki
síst í ljósi þess að slökkvilið hafði æf-
ingasvæði þar í grennd. „Það var vit-
að að menn höfðu hellt þarna niður
olíu á æfingum, en engar upplýsing-
ar voru um það hversu mikið var um
að ræða. Ég held að borgin hafi í
upphafi meira og minna gert ráð fyr-
ir að þetta svæði væri hreint.“
Lúðvík segir mengunina þó ekki
aðeins vera tilkomna vegna slökkvi-
liðsins, heldur frá árum síðari heims-
styrjaldarinnar. „Þegar starfsemin
hófst þarna var ekki farið varlega
með slík efni, og þeim hellt niður.
Þetta er mýrarjarðvegur, sem er
mjög þéttur, og loft kemst því illa að.
Þá brotnar olían seint og illa niður og
getur varðveist þarna í áratugi eða
lengur.“ Engar vísbendingar eru um
að önnur mengunarefni séu í jarð-
veginum.
Spurður út í hvort ekki sé óæski-
legt að flytja mengaðan jarðveg ná-
lægt vatnsverndarsvæði segir Lúð-
vík að framkvæmdin sé undir eftirliti
umhverfissviðs, sem hafi veitt starfs-
leyfið, og áréttar að svæðið sé ekki á
vatnsverndarsvæðinu og segir
tryggt að vatnið spillist ekki.
Líkt og áður segir er ekki vitað
hversu mikið er af menguðum jarð-
vegi, og því ekki hvort svæðið á
Hólmsheiði tekur við því öllu. Lúðvík
segir að ef svo verði ekki muni ein-
faldlega verða útbúið annað svæði.
Jarðvegurinn á að enda á Hólms-
heiði, líkt og sá hreini, og því sé
heppilegt að meðhöndla hann þar.
Olíumengaður jarðvegur
fluttur upp á Hólmsheiði
Morgunblaðið/Kristinn
Hólmsheiði Áætlað er að flytja um 60 þúsund rúmmetra af jarðvegi úr Vatnsmýri vegna fyrirhugaðrar byggingar
Háskólans í Reykjavík. Ekki er vitað hversu mikill hluti hans er olíumengaður en hann verður meðhöndlaður.
Ekki talin hætta á ferðum þó svo að vatnsverndarsvæði Reykjavíkur sé í grennd
HEILDARLAUN félaga í VR hækkuðu um
12% milli áranna 2006 og 2007, sem er nokkru
meira en almennt á vinnumarkaði á sama tíma-
bili ef miðað er við hækkun launavísitölu Hag-
stofu Íslands sem hækkaði um 10% á tímabilinu.
Vinnutími lengdist lítið eitt og er að meðaltali 45
klukkustundir á viku en kynbundinn launamun-
ur minnkaði og reyndist vera 11,6%.
Könnunin er spurningalistakönnun sem send
var út til tæplega nítján þúsund félagsmanna.
Var hún gerð í febrúar og fyrra hluta mars og
miðaðist við laun í janúarmánuði og breytingar
frá sama mánuði árið áður. Svarhlutfall var 50%
og svöruðu um þrír fjórðu á Netinu.
Samkvæmt niðurstöðunum hækkuðu af-
greiðslumenn á kassa mest á tímabilinu eða um
29% en laun fyrir afgreiðslu á matvöru minnst
eða um 1%. Annars voru hækkanir einstakra
starfsstétta á bilinu 5-15%, minnst hjá lögfræð-
ingum, 5%, og forstöðumönnum og fjármála-
stjórum, 8%. Hækkunin var 9% í gestamóttöku,
10% hjá móttökuriturum, 12% hjá matráðskon-
um en mest 15% hjá hagfræðingum, viðskipta-
fræðingum, framkvæmdastjórum og öðrum
þeim sem fengust við önnur hærri stjórnunar-
störf. Í einu tilviki lækkuðu laun en það var hjá
þeim, sem afgreiða sérvöru. Laun þeirra lækk-
uðu um 4% milli ára samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar.
Þá kemur fram að karlmenn vinna lengri
vinnuviku en konur eða 47,5 stundir samanborið
við 42,9 stundir hjá konum. Vinnutími að með-
altali var 45 stundir og lengdist um 0,3 stundir
frá árinu áður. Vinnuvikan hefur ekki styst síð-
ustu ár og er nú svipuð og hún var á árinu 1999
um fjórum félagsmönnum fá ýmiss konar hlunn-
indi vegna starfa sinna, sem er talsverð aukning
frá umliðnum árum en innan við helmingur naut
hlunninda árið 2004. 35% fá farsíma hjá atvinnu-
rekanda, 35% líkamsræktarstyrk, 32% greiddan
símakostnað, 20% ýmiss konar afslátt, 19%
tölvutengingu á heimili, 15% bifreiðahlunnindi,
13% fræðslustyrki og 11% svarenda eru með
tölvu frá vinnuveitanda á heimilinu.
Þá kemur fram að launamunur eykst. Þau
5%, sem eru með hæstu launin, eru með 425%
hærri laun en þau 5% launalægstu. Fyrrnefndi
hópurinn er með 765 þúsund að meðaltali en sá
síðarnefndi 180 þúsund. Annar hver maður er
ánægður með launakjör sín en samkvæmt nið-
urstöðum könnunarinnar eru óskalaunin 20%
hærri en þau laun sem fólk er á.
þegar hún var 45,3 stundir. Þá vinna fleiri fjar-
vinnu en áður og er hún algengari hjá körlum en
konum eða 41% samanborið við 28%. Að með-
altali vinnur fólk tæpar átta stundir á viku í fjar-
vinnu.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er
marktækur munur á launum þeirra sem hafa
farið í launaviðtal og þeirra sem ekki hafa gert
það eða 4,7% og er það þriðja árið í röð sem
marktækur munur kemur fram að þessu leyti.
Um sex af hverjum tíu svarendum fóru í launa-
viðtal á síðasta ári og kemur fram að þeir sem
hafa meiri menntun eru duglegri við að fara í
slík viðtöl og einnig að yngra fólk er duglegra en
það eldra að fara í launaviðtöl. Fjórir af tíu sem
fóru í viðtal notuðu upplýsingar úr könnun VR.
Niðurstöðurnar sýna einnig að þrír af hverj-
Heildarlaun VR-félaga
hækkuðu um 12% milli ára
!
"
!
#
$
$
%
'(
)**+
!"# "#$
,-
,+
,,
,)
,*
.// .** .*0 .*) .*1 .*, .*2 .*+ .*3
%
%
%
&
& &
&
Fjarskiptafyrir-
tækið Hibernia
Atlantic, sem
rekur sæstrengi
milli N-Ameríku
og Evrópu, hefur
sent rannsókna-
skip til að kanna
aðstæður á svæð-
inu milli Íslands
og Írlands. Hib-
ernia hyggst
leggja þar sæstreng, sem mun
tengja Ísland við flutninganet fyr-
irtækisins í Norður-Ameríku, Ír-
landi, London og á meginlandi Evr-
ópu.
Um er að ræða 1.350 km langan
streng milli Íslands og Írlands.
Áætlað er að framkvæmdin kosti 50
milljónir dala og að strengurinn
verði tilbúinn á næsta ári.
Írski fréttavefurinn enn.ie hefur
eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, fram-
kvæmdastjóra Hibernia, að búið sé
að afla skriflegra gagna og á mið-
vikudag hafi rannsóknarskipið
Explorer verið sent af stað frá Ís-
landi áleiðis til Írlands þá leið sem til
stendur að strengurinn liggi á. Þeg-
ar búið sé að ákveða staðsetninguna
og gerð strengsins verði verkið boð-
ið út.
Klæðskerasaumaður
strengur fyrir netþjónabú
Bjarni segir að strengurinn verði
klæðskerasaumaður fyrir netþjóna-
bú en mörg fyrirtæki hafi áhuga á að
stofna slík bú á Íslandi.
Hibernia er í eigu Columbia Vent-
ures Corporation, fyrirtækis Kenn-
eths Petersons, fyrrverandi aðaleig-
anda Norðuráls. Sæstrengurinn,
sem fyrirtækið rekur, var lagður ár-
ið 2000 milli Bandaríkjanna og Kan-
ada til Írlands og Englands og kost-
aði það verk um 900 milljónir.
Um 50 manns starfa hjá Hibernia,
þar af um helmingurinn á Írlandi.
Undirbýr
nýjan sæ-
streng
Bjarni
Þorvarðarson
HEILDARLAUN kvenna voru 6,3% lægri en
heildarlaun karla í starfi hjá Hafnarfjarðarbæ
þegar tekið hefur verið tillit til starfsgreinar,
aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Það er að
segja launamunurinn verður ekki skýrður með
neinum af framangreindum þáttum. Ef kenn-
arar eru teknir út úr eykst kynbundinn launa-
munur í 8,6%.
Þetta kemur fram í könnun sem Hafnar-
fjarðarbær hefur látið gera á launum starfs-
manna sinna. Fram kemur hins vegar að
launamunurinn hefur minnkað nokkuð á und-
anförnum árum eða frá árinu 2001, en þá var
munur á launum karla og kvenna 8% og 12% ef
launamunur starfsmanna að kennurum frá-
töldum var skoðaður.
Ef hins vegar einungis var horft til dag-
vinnulauna reyndust laun karla og kvenna hjá
Hafnarfjarðarbæ nánast þau sömu. Þannig
reyndust dagvinnulaun kvenna nú vera 0,6%
lægri en dagvinnulaun karlanna og munurinn
var 0,8% að kennurum frátöldum.
Fleiri karlar með fasta yfirvinnu
Í könnuninni kemur fram meðal annars að
mun hærra hlutfall karla en kvenna fékk
greidda fasta yfirvinnu eða 34% karla en 8%
kvenna. Karlar fengu einnig fleiri fastar yf-
irvinnustundir greiddar og laun vegna fastrar
yfirvinnu voru mun hærri hjá körlum en kon-
um.
Þá kemur fram að einungis 10% starfs-
manna fengu greiðslur fyrir akstur. Tvöfalt
fleiri konur en karlar fengu greiðslur fyrir
akstur en akstursgreiðslur til karlanna voru
mun hærri en til kvennanna.
Kynbundinn
launamunur
6,3% hjá Hafnar-
fjarðarbæ