Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný stór sending af peysum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Fallegir kjólar Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 og í Eddufelli kl. 10-14 Laugavegi 63 • S: 551 4422Laugave i • S: 51 422 enn stærri og glæsilegri verslun Verið innilega velkomin Mörg opnunartilboð Í dag opnar Bernharð Laxdal Skeifan 11d • 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá Stærðir 42-56 m bl 9 09 25 7 SMÁRALIND - KRINGLAN VIÐ HLIÐINA Á VERO MODA NÝ SENDING SKÓLAFÖTIN SEM KRAKKARNIR VILJA RANNSÓKNASETUR um smáríki við Háskóla Íslands heldur í dag ráðstefnu um útrás smáríkja. Þar verður leitast við að skýra hver sé uppspretta auðæfa í smáríkjum. Á ráðstefnunni verður megináhersla lögð á „írska undrið“ svo- nefnda, en efnahagur Írlands hefur tekið stakkaskiptum á síð- astliðnum árum. Þá verða Ísland og Írland borin saman og fjallað um árangur og stöðu Liechtenstein, að því er kemur fram í frétt frá Háskóla Íslands. Forseti Íslands, há- skólarektor og fulltrúi Landsbankans, sem styrkir Rannsókna- setur um smáríki til ráðstefnuhaldsins, munu opna ráðstefnuna. Meðal fyrirlesara er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. Hann mun fjalla um breytingar á íslenska hagkerfinu frá 1990 til dagsins í dag. Hannes segir að Ís- land sé nú eitt frjálsasta og ríkasta land heims, en lengi vel hafi það verið fátækasta land Vestur- Evrópu. Hann segir að eftir vel- megunarskeið frá seinna stríði, sem byggðist að hluta á stríðsgróða heitra og kaldra stríða, hafi því ver- ið spáð 1990 að yrði haldið áfram á sömu braut myndi Ísland aftur fær- ast í hóp fátækustu landa Evrópu. Mikil stefnubreyting hafi orðið 1991 og hún sé lykillinn að velsældinni í dag. Fjármálaþjónusta stóraukist „Sjóðir voru lagðir niður og tap- rekstur stöðvaður, fyrirtæki ríkisins voru seld fyrir um 120 milljarða króna, verðbólga hjaðnaði, skuldir ríkisins voru greiddar upp og skatt- ar lækkaðir, lífeyrissjóðir voru efld- ir og kostir eignarréttar nýttir í sjávarútvegi,“ sagði Hannes. Hann benti á til dæmis að frá því bank- arnir voru einkavæddir hefði fjár- málaþjónusta stóraukist og velta bankanna meira en sjöfaldast. Árið 2000 hefði hreint virði bankanna verið 7% af landsframleiðslu en 2005 var það orðið helmingur af landsframleiðslu. Meirihluti tekna bankanna kæmi frá útlöndum. Hannes segir að allir hafi notið góðs af umbreytingunni, kjörin hafi batn- að, atvinnuleysi sé ekkert og lífeyr- issjóðirnir á meðal þeirra öflugustu í heiminum. „Íslenska efnahags- undrið getur haldið áfram, ef haldið verður áfram að lækka skatta á fyrirtæki, t.d. niður í 10%, og á einstaklinga t.d. niður í 30% eftir skattleysismörk,“ sagði Hannes. Alan Dukes, for- stöðumaður Evrópu- fræðastofnunarinnar í Dublin og fyrrverandi fjármálaráðherra Ír- lands, mun kynna þró- un írska hagkerfisins og hnattvæðingu þess. Frank Barry, prófessor við Trinity College í Dublin, fjallar um alþjóðavæðingu írska hagkerfisins og Peader Kirby fjallar um félagslegar afleiðingar hins hraða hagvaxtar. Skattalækkanir og og umbætur írskra stjórnvalda Eftir hádegishlé fjallar Georges Baur, varasendiherra Liechtenstein í Brussel og áður ráðgjafi liechten- steinskra stjórnvalda við umbætur á fjármálageiranum, um viðvarandi þróun og árangur Liechtenstein. Brendan Walsh, fyrrverandi pró- fessor við University College í Du- blin, fjallar um skattalækkanir og efnahagsumbætur írskra stjórn- valda. Ragnhildur Geirsdóttir segir frá reynslu Promens af útrásinni og Rakel Garðarsdóttir í Vesturporti, Reynir Harðarson hjá CCP, Hilmar Sigurðsson hjá Caoz og Sóley Stef- ánsdóttir, grafískur hönnuður, tala um hlut menningar, sköpunar og hönnunar í útrásinni. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra, slítur ráðstefnunni. Fyrri hluti ráðstefnunnar, fyrstu tvær málstofurnar, fer fram á ensku, en seinni hlutinn er á ís- lensku. Ráðstefnan fer fram í hátíð- arsal Háskóla Íslands og stendur frá kl. 9:00 til kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Útrás smáríkja og uppspretta auðæfa Hannes Hólmsteinn Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.