Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TONY Trehy er sérstakt skáld, ljóð hans einstök blanda af orðræðu nú- tímans og ljóðrænum tilfinningum eða upphrópunum. Hann er búsett- ur í Manchester og vinnur sem skáld og myndlistarmaður með sérstakan áhuga á list í almenningsrými og sem sýningarstjóri. Á heimasíðu má lesa ljóð hans sem eru bæði auðlesin og draga lesandann að sér með flæð- andi rytma en um leið eru þau tor- veld í lestri og minna á orð- klippimyndir súrrealistanna eða klippivinnu Williams Burroughs, – „cut-up“ og „fold-in“, en hér er líkt og blandist saman orðræða úr arki- tektúr, borgarskipulagi, listfræði, ljóðlist, tæknihugtök samtímans og fleira, en svo haganlega samansett að niðurstaðan er persónulegur, flæðandi og nákvæmur texti. Það má líkja ljóðum Tony Trehy við vinnu- aðferðir listamanna sem unnu með „fundna hluti“ og settu þá í nýtt samhengi, en umfram allt má að mínu mati skilja ljóð hans sem til- raun til að fanga hina sífellt endur- ómandi orðræðu samtímans sem skapar heimsmynd okkar. Tony Trehy setur texta sína fram sem myndlistarmaður og vinnur ekki síst með rýmið, bæði bók- staflega og efnislega sem og hug- myndir okkar um rýmið og þau orð sem við notum til að lýsa því. Í Safni sýnir hann textaverk sem rammar inn veggi, málverk og ljóða- bók sem hann kallar Reykjavík, þar sem hann gerir tilraunir með enda- lausa línu, í formi „laporello“. Stað- setning textans á spássíu veggjarins, ef svo má segja, og á hlið málverk- anna en ekki á miðjum striganum vísar til hugmynda frá síðustu öld hvað varðar merkingu listaverka, og það fráhvarf frá miðlægum kjarna og innbyggðri dulúð sem talin var ára og aðal listaverka á tímum mód- ernismans, yfir í túlkun listaverka í samhengi við önnur verk. Þannig fengu spássíukrotið og neðanmáls- greinarnar vægi á við listaverkið sjálft. Slík uppbygging og hugsun einkennir verk Trehy en einnig býr kannski í þeim angi af hinni módern- ísku hugsun, ljóðrænn undirtónn sem er höfundurinn sjálfur, kannski ódrepandi eftir allt. Merking ljóða og texta Trehy er óræð og byggist á hrynjandi og flæði innan textans sem og samspili texta og framsetn- ingar sem skapar hið endanlega verk. Fyrir áhugamenn um texta í myndlist er mikill fengur að þessari litlu sýningu og áhugavert að kynn- ast verkum Tony Trehy. Borgarmynd í orðum MYNDLIST Safn við Laugaveg Til 7. október. Safn er opið mið. til sun. frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Tony Trehy: Reykjavík, texta-ljóð og sýning. Ragna Sigurðardóttir FYRSTA frumsýning Íslenska dansflokksins í vetur ber heitið Opnar víddir og er í rauninni tvö verk af svipaðri lengd, annars veg- ar Til nýrra vídda, (Á d’autres horizons) eftir Serge Ricci og Fa- bien Almakiewicz og hins vegar Open Source eftir Helenu Jóns- dóttur. Open Source byrjaði sem tíu mínútna sýning í danskeppni Borgarleikhússins fyrir nokkrum árum og hefur verið þróað „í sam- vinnu við hópinn og þá gesti sem tóku þátt í æfingaferli“ og sýnt í ýmsum uppfærslum bæði hér á Ís- landi og erlendis. Til nýrra vídda er nýrra verk sem hefur einnig far- ið í gegnum nokkrar breytingar síðan það var fyrst sýnt í fyrra. Helena Jónsdóttir, danshöfundur og leikstjóri Open source, segir að hugmyndin að verkinu hafi upp- runa sinn í kenningum Florians Cramers um „áhrif óhefts afnota- rétts hugverka og opnar upp- sprettur (open sources) í margmiðl- unarheimi samtímans“. Á einföldu máli þýðir það að höfundur, hvort sem hann er að semja kvæði, lag, dansverk eða að hanna tölvuforrit, geta fengið löglegan aðgang að upplýsingum og þekkingu sem hef- ur hingað til verið eign einhvers einstaklings eða fyrirtækis. Helena getur þess vegna fengið að láni texta, myndir og jafnvel danshreyf- ingar frá öðrum verkum án þess að óttast um að vera sökuð fyrir stuld. Þó að Open source sé fyrst og fremst dansverk er það mjög háð orðum og byggt á brotum úr lög- um, vísum, ævintýrum og sögum, bæði útlenskum og íslenskum. Að mörgu leyti tekst Helenu mjög vel að skapa sérstakt andrúmsloft úr þessum brotum og tilvísum, stund- um með húmor og stundum á ljóð- rænan hátt. Húmorinn er aðallega í höndum Guðmundar Elíasar Knud- sen sem skemmtir okkur ágætlega með sífelldum athugasemdum sín- um á meðan hann reynir að túlka ýmislegt í kringum sig. Í nokkrum atriðum vinnur Helena við lát- bragðsleik og söng og það sem stendur upp úr er senan með vögguvísunni „Sofðu unga ástin mín“. Ekki veit ég hvort Að- alheiður Halldórsdóttir söng sjálf eða hvort hún hafi verið „dubbuð“ en atriðið er virkilega flott á allan hátt. Búningarnir sem Filipía El- ísdóttir hannaði passa allstaðar við aðalhugmyndir sýningarinnar þar sem þeir eru einnig notaðir sem leikmunir. Tónlistin eftir Skúla Sverrisson er einnig mjög góð en ef „open source“ hennar er verk Philips Glass sýnir það alla vega hvað Skúli hefur góðan smekk. Hreyfimyndirnar á tjaldinu fyrir aftan eru bútaðar saman úr ýmsum áttum en skemmtilegastar eru þær sem eru úr kviksjá. Til nýrra vídda, þó einnig til- raunarverk, er gjörólíkt Open so- urce. Í staðinn fyrir að leika sér að orðum og textum, beina höfundar sér frekar að erfiðum og flóknum hreyfingum, sterkum litum og leik á milli skugga og ljóss. Mér sýnd- ist verkið vera skipt í fjóra eða fimm hluta af mismunandi lengd en sá fyrsti, annar og næst síðasti eru mest sláandi. Til að byrja með eru dansararnir eins og verur úr öðr- um heimi eða teiknimyndapersónur sem gefa frá sér alls konar hljóð. Sumt af þessu er fyndið en svolítið langdregið. Síðan skipta öll um ham með því að skipta um búninga og hér er margt sem kemur áhorf- endanum á óvart, bæði hvað varðar tækni dansara og frumlegar hug- myndir danshöfundanna. Tækni- lega séð er þessi sýning mjög eft- irminnileg og Ricci og Almakiewicz kunna aldeilis að vinna með liti en ég er samt ekki sannfærður um kenningar þeirra sem sagðar eru í leikskránni samspil líkama og rým- is eða um flæði og vatn. Reyndar finnst mér vera lítið flæði á þessari sýningu nema ef til vill í tónlistinni sem var síbreytileg. Allir dans- ararnir stóðu sig vel en dúett þeirra Camerons Corbett og Emil- íu Benediktu Gísladóttur er mið- punktur verksins og tæknilegasta og flottasta atriðið kvöldsins. Það er mikill kraftur í öllum dönsurunum, margt fallegt að sjá og hlusta á og einhver ákveðinn hráleiki sem einkennir svona til- raunaverk. Sum atriði eru lang- dregin eða klisjukennd en í heild er þetta góð og frumleg sýning á þó mjög ólíkum verkum. Tvær hliðar á opnum víddum DANS Borgarleikhús Open source Leikstjóri & höfundur: Helena Jónsdóttir, tónlist & hljóðmynd: Skúli Sverrisson, leikmynd & búningar: Filipía Elísdóttir, ljóshönnun: Aðalsteinn Stefánsson og Kári Gíslason, myndband: Dodda Maggí. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Katrín A. John- son, Steve Lorenz, Peter Anderson, Guð- mundur Elías Knudsen, Lóvísa Ósk Gunn- arsdóttir Til nýrra vídda Leikstjóri & höfundur: Serge Ricci & Fa- bien Almakiewicz, leikmynd & búningar: Serge Ricci & Fabien Almakiewicz, hljóð- mynd: Serge Ricci & Fabien Almakie- wicz, ljóshönnun: Aðalsteinn Stef- ánsson. Dansarar: Katrín Ingvadóttir, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Steve Lorenz Sunnudagur 9. september Íslenski dansflokkurinn Martin Regal Fegurð „Það er mikill kraftur í öllum dönsurunum, margt fallegt að sjá og hlusta á,“ segir gagnrýnandi í umsögn sinni. FÆRRI komust að en vildu í Sig- urjónssafni þriðjudagskvöldið 4. sept- ember sl. og létu margir sér það lynda að standa aftast. Slík var að- sóknin á tónleika Tríó Nordica, en þeir voru liður í sumartónleikaröð safnsins. Tríóið, sem leitast m.a. við að flytja verk eftir kventónskáld, hóf tónleikana á Píanótríó í c-moll eftir Elfridu Andrée, en hún var frum- kvöðull í opinberri tónlistariðkun kvenna í Svíþjóð á síðari hluta 19. ald- ar og barðist m.a. fyrir því að konur mættu gegna starfi organista. Elfrida var bæði gott og afkastamikið tón- skáld, en féll því miður í skugga sam- tímamanna sinna. Verk hennar eru því almennt lítt þekkt og hafa sum þeirra aldrei verið flutt opinberlega. Það er því gleðiefni að Tríó Nordica skyldi veita áheyrendum sínum tæki- færi á að kynnast tónheimum Elfridu, sem bera keim af rómantík undir sterkum áhrifum frá Schumann og Mendelssohn, sem og skandinav- ískum þjóðernisstíl þessa tíma. Ýmis áhugaverð sérkenni eru þó til staðar, til dæmis óvenjulegir litlir stefbútar sem endurtaka sig í sífellu, óvæntar hljómrænar lausnir og flæðandi frelsi í forminu. Flutningur Tríó Nordica var lipur, skýr og kraftmikill og virt- ist hæfa tónlistinni mjög vel. Væri þess því óskandi að tríóið myndi hljóðrita verkið með útgáfu í huga. Næst á dagsskránni var Píanótríó op. 90 (Dumky) eftir Antonín Dvorak. Í verkinu skiptast á hæg angurværð og fjörlegri dansryþmar, en Dvorak byggir það á hinu melankólíska lag- formi dumka, sem fyrirfinnst víða í slavneskri alþýðutónlist. Samstilling tónhæðanna milli strengjaleikaranna var ögn verri í þessu verki, sér- staklega var það áberandi í köflunum þar sem endurtekin tvígrip ein- kenndu tónmálið. Að öðru leyti var flutningurinn hrífandi, dýnamískur og áferðarfagur. Eftir ferðalag frá lengri og ögn al- varlegri köflum c-moll tríós Elfridu Andrée yfir í lífleg þjóðlagastef Dumky-tríós Dvoraks hæfði vel að enda tónleikana á léttum nótum með verkum argentínska tangómeist- arans Astor Piazzolla, fyrst hinum hraða og ólgandi tangó Oblivion og svo loks Liebertango, sem er þyngri og hjartnæmari. Tónleikarnir voru í heildina vel lukkaðir og gott betur, því spilamennska Tríó Nordica er einfaldlega frábær, bæði hvað sam- spil og einstaka hljóðfæraleikara snertir. Þegar augljósir listrænir hæfileikar, lipur tækni og ástríða fyr- ir viðfangsefninu koma saman á tón- leikum er ekki um annað en einstaka upplifun að ræða. Ólgandi kvenlegir kraftar TÓNLIST Tríó Nordica í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Tríó Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir, fiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló og Mona Sandström, píanó. Á efnisskránni voru Píanótríó í c-moll eftir Elfridu Andrée (1841-1929), Píanótríó op. 90 (Dumky) eftir Antonín Dvorak og verkin Oblivion og Liebertango eftir Astor Piazzolla.  Ólöf Helga Einarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Tríó Nordica Mona Sandström, Bryndís Halla Gylfadóttir og Auður Haf- steinsdóttir. ÞÁ er Múlinn kominn á fullt á DOMO og í stað fimmtudagskvölda verða tónleikar hvert miðvikudags- kvöld. Það voru toppdjassleikarar sem skipuðu hljómsveit kvöldsins. Hinn gamalreyndi Jón Páll Bjarnason á gítar ásamt ungmenn- unum Andrési Þór gítarista, Þor- grími Jónssyni bassaleikara og Einari Vali Scheving trommara. Efnisskráin gamalkunn; söng- dansar og djassklassík. Það var ekki fyrr en í þriðja lagi kvöldsins ,,Love For Sale“ eftir Cole Porter að kvartettinn hrökk í gírinn og Einar Valur frábær á trommurnar í blúsmarsastuði. Eftir það léku þeir félagar ,,Embraceble You“ eft- ir Gershwin og þótt maður hafi heyrt Jón Pál leika þennan söng- dans mörg hundruð sinnum er spuni hans alltaf jafn ferskur – reynsla og innsæi blandast í tærri list. ,,Anthropology“ Parkers er líka eitt af glansnúmerum hans og þó að Andrés hafi leikið þar fínan sóló heyrir maður ekki nið aldanna í leik hans einsog í sólóum Jóns Páls. Hjá honum og jafnöldrum hans er þessi djassstíll lærður, en ekki eitthvað sem kom með móð- urmjólkinni. Þorgrímur er þéttur sveiflujaxl með fínan tón og stóð sig með prýði í ,,Blues In The Closet“ eftir einn af meisturum djassbassans, Oscar Pettiford, og það var ekki ónýtt að heyra inngang Jóns Páls að ,,Tenderly Gross“ og „Law- rence“. Maður hafði það á tilfinn- ingunni að honum loknum að nú hæfi Ella Fitzgerald upp raust sína. Fínir spilarar og fín músík. Djass beint af augum TÓNLIST Straight Ahead Quartet Múlinn á DOMO, miðvikudagskvöldið 5.9. 2007.  Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.