Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÓNÝTT ræsi í hlíðinni fyrir ofan þjóðveginn um Kollafjörð varð til þess að nokkurra tuga metra breið aurskriða féll á veginn seint í fyrri- nótt. Rúta með tæplega 60 manns innanborðs lenti á skriðunni, líklega fljótlega eftir að hún féll, og stöðv- aðist uppi á eðjubingnum. Meiðsli á fólki voru minniháttar. Slysið varð laust eftir klukkan fjögur. Rútan var losuð af staðnum skömmu fyrir klukkan níu og störf- um á vettvangi var lokið rúmlega 10. Gegnsósa hlíð Esther Hlíðar Jensen, jarðfræð- ingur hjá Veðurstofunni og sérfræð- ingur í ofanflóðum, kannaði aðstæð- ur á vettvangi í gærmorgun. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún að stór pollur hefði myndast í lægð í gamla veginum um Kolla- fjörð, sem liggur fyrir ofan núver- andi veg, en mikil rigning var á svæðinu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Þar sem pollurinn myndaðist er gamalt og ónýtt ræsi. Um það rann vatnið úr pollinum á einn tiltekinn stað í hlíðinni. Jarðvegurinn, sem þegar var votur eftir rigningar und- anfarinna daga og vikna, varð af þessum völdum gegnsósa og að lok- um svo blautur og þungur að hlíðin skreið fram og út á veg. Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðvestursvæði, sagði að frá því núverandi vegur var opnaður árið 1973 hefði aldrei fallið skriða á veginn. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á staðnum hefði giskað á að rúmmál hennar hefði verið um 500-600 rúmmetrar. Skrið- an hefði verið um 50 metrar á lengd og 1½ metri á þykkt. Önnur skriða klukkan 8 Tilkynning um slysið barst lög- reglu höfuðborgarsvæðisins klukk- an 4.12. Guðbrandur Sigurðsson, að- alvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar, sagði að þegar búið hefði verið að ganga úr skugga um að enginn hefði slasast og loka vett- vangi þannig að ekki hlytust af frek- ari slys eða óþarfa umferðartafir hefði verið kallað eftir tækjum til að moka veginn og losa og draga rút- una í burtu. Þetta hefði allt tekið töluverðan tíma m.a. vegna þess að venjubundin starfsemi fyrirtækja var ekki hafin þegar óhappið varð og setja þurfti sérstakan búnað á drátt- arbíl til þess að hann gæti dregið rútuna í burtu. Þar að auki hefði önnur skriða, mun minni, fallið úr hlíðinni klukkan átta. Skriðan sull- aðist út á veginn en olli hvorki tjóni né slysum. Í rútunni voru 58 farþegar, þar af 54 konur, allt starfsmenn Dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi á leið í fræðslu- og skemmtiferð um Rínar- dalinn í Þýskalandi. Þeim var að sjálfsögðu töluvert brugðið en meiðsli voru sem betur fer minni- háttar. Ein kona hlaut töluvert höf- uðhögg en hún mun hafa skollið á framrúðu rútunnar og var hún flutt á slysadeild. Tvær til viðbótar hlutu áverka í andliti. Þegar Morgunblaðið náði tali af Guðjóni Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra dvalarheimilisins og fyrrum þingmanni, sagði hann að þrátt fyrir slysið væri góður andi í hópnum. „Þetta fór betur en á horfð- ist, þetta hefði getað farið miklu verr,“ sagði Guðjón. Fólk hefði jafn- að sig á óhappinu og væri ákveðið í að njóta fararinnar. Sú sem var flutt á slysadeild gat ekki farið með hópn- um í gærmorgun en vonir standa til að hún komist utan í dag. Sökudólgurinn er ónýtt ræsi Morgunblaðið/Júlíus Svað Farþegar rútunnar þurftu að vaða yfir skriðuna til að komast inn í aðra rútu sem flutti þá á áfangastað. „Þetta var mikið högg,“ sagði Sigurbjörg Ragnarsdóttir sem var einn 58 farþega í rútunni. Hægar Jarðvegsmagnið sem fór á veginn er gríðarlegt og má ljóst vera að mun verr hefði getað farið. Rútubíl- stjórinn sá ekki skriðuna fyrr en rútan var komin inn í hana. Hann hafði dregið úr hraða skömmu áður.                                               &$'$($" Tæplega 60 manns í rútu sem ók á skriðuna „ÞAÐ sá þetta enginn í bílnum hjá mér. Það áttaði sig enginn á þessum haug fyrr en við lentum í honum. Þetta er náttúrlega í kolsvartamyrkri,“ sagði Reynir Jóhannsson, sem ók rútunni sem lenti á aurskriðunni á Vest- urlandsvegi í Kollafirði í fyrri- nótt. Skömmu áður hafði hann þó dregið úr ferðinni þar sem hann sá að á undan honum var bíl snúið við á veginum. Bílnum var síðan ekið á móti rútunni með háu ljósin kveikt, að sögn Reyn- is. Skipti þá engum togum að rútan lenti á skriðunni og gafst Reyni ekkert tóm til að hemla. „Þetta var kannski ekki svo mik- ið högg, því þetta var drulla sem við lentum í, en bíllinn stoppar náttúrlega svolítið snöggt,“ sagði hann. Sýnir mikilvægi bílbelta Hópurinn var á leið til Kefla- víkurflugvallar og átti pantað flug til Frankfurt um morguninn og þurfti því að hafa hraðar hendur til að koma fólkinu út á völl. Greiðlega gekk að fá aðra rútu til að flytja fólkið en um tíma leit út fyrir að allur far- angur yrði eftir þar sem mold og drulla náðu upp á miðjar lúg- ur farangursgeymslu rútunnar. Með hjálp góðra manna tókst Reyni að ná töskunum út og náði hann að koma þeim öllum út á flugvöll í tæka tíð. Allur hópurinn, fyrir utan þá einu konu sem flutt var á slysadeild, náði fluginu. Bílbelti eru í rútunni en Reyn- ir telur að konan sem slasaðist hafi ekki verið í bílbelti. Að- spurður sagði Reynir að hann áminnti ekki fullorðið fólk um að nota bílbelti en hann minnti börn á beltin. „Fullorðið fólk á að vita að það er skyldugt til að nota belt- in ef þau eru í bílnum,“ sagði hann. Slysið sýndi vel nauðsyn þess að nota beltin. Rétt er að taka fram að sjálfur var Reynir í bílbelti. Gerðist í kolsvarta- myrkri FÉLÖGIN sem standa að Samfloti bæjarstarfsmanna munu standa saman að gerð næstu kjarasamn- inga við sveitarfélögin og ríkið og að auki kynna samningana sameig- inlega og greiða um þá atkvæði í einni atkvæðagreiðslu. Í gærkvöldi kom í ljós að 13 bæjarstarfsmanna- félög með alls um 3.000 félagsmenn munu standa að nýja samflotinu, öll þau sömu og síðast nema Starfs- mannafélag Kópavogs sem ákvað að vera ekki með að þessu sinni.. Samningar við sveitarfélög renna út á næsta ári Samningar Samflots bæjarstarfs- manna við sveitarfélögin renna út undir lok næsta árs en við ríkið í marsmánuði. Félögin fóru yfir framkvæmd núgildandi samninga á aðalfundi sínum á Selfossi í gær. Félagið hefur unnið að undir- búningi næstu samninga af hálfu bæjar- starfsmanna. El- ín Björg Jóns- dóttir, formaður Samflotsins, seg- ir að niðurstaðan hafi orðið sú að leggja til að félögin undirbúi samningagerð og semji í samfloti, kynni væntanlega samn- inga saman og greiði atkvæði um þá í einum potti. Í síðustu samningum sömdu fjórtán félög saman en síðan tóku samningamenn hvers félags fyrir sig við, kynntu samningana í sínu félagi þar sem greidd voru at- kvæði um þá. Samningarnir voru ýmis samþykktir eða felldir. „Þau félög sem leggja af stað saman verða nú samstiga alla leið,“ segir Elín Björg. Hún telur að það muni styrkja samningsstöðu starfs- mannafélaganna. Fundað á Selfossi og skrifað undir samning Fulltrúar félaganna sem taka þátt í hinu nýja samfloti koma sam- an til fundar á Selfossi í dag og skrifa undir samning um að veita Samflotinu samningsumboð. Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar, starfsmannafélagið Kjölur á Akureyri og Starfsmannafélag Suð- urnesjabyggða voru ekki með í samflotinu við gerð síðustu samn- inga. Kjaraaamningar af- greiddir í samfloti Þau félög sem leggja af stað saman verða samstiga alla leið Elín Björg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.