Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 14. september, er vakin at- hygli á sjúkdómum í blöðruhálskirtli í flestum löndum Evrópu. Tilgang- urinn er að vekja karl- menn 50 ára og eldri til umhugsunar um að láta rannsaka hjá sér blöðruhálskirtilinn, kirtil sem liggur neðan við þvagblöðruna hjá karlmönnum og umlyk- ur þvagrásina og blöðruhálsinn. Hann er á stærð við valhnetu og hefur það hlutverk að framleiða sæðisvökva. Eðlilegur vöxtur og virkni kirtilsins eru háð karlhormóninu te- stósterón. Hann vex ekki og þróast fyrr en við kynþroska, eftir það helst stærð hans að mestu óbreytt fram að fertugsaldri. Þrír helstu kvillar sem koma í blöðruhálskirtil eru; góðkynja stækkun, bólgur og krabbamein. Góðkynja stækkun er algengastur þeirra og finnst hjá meirihluta karla eldri en 60 ára. Helstu einkenni eru tregari og tíðari þvaglát. Flestir karlar með góðkynja stækkun fá ekki einkenni sem valda truflun á lífsgæðum og kvillann er hægt að meðhöndla með lyfjum eða fram- kvæma einfalda skurðaðgerð, sk. heflun um þvagrás. Bólgur í blöðruhálskirtli eru al- gengar og greinast í öllum aldurs- hópum. Sjúkdómseinkennin sem tengjast þessu ástandi geta verið þrálát. Helstu einkenni eru verkir fyrir aftan lífbein sem leiða oft aftur í bak eða niður í eistun og tíð þvaglát. Meðferðin felst í gjöf á sýklalyfjum og/eða bólgueyðandi lyfjum. Ekkert þekkt samband er á milli góðkynja stækkunar, blöðruhálskirtilsbólgu og krabbameins í blöðruhálskirtli. Mikil aukning hefur orðið í grein- ingu á krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi á síðustu árum og í dag greinast árlega um 200 ný tilfelli. Ástæða þessarar aukningar er lík- lega sú að æ fleiri karlmenn fara í læknisskoðun og blóðrannsóknir. Einkenni vegna krabbameins geta verið þvagtregða og tíðari þvaglát en oftar fylgja sjúkdómnum lítil sem engin einkenni. Sjúkdómsgangurinn getur verið afar mismunandi og fer það mest eftir útliti krabbameins- frumnanna og á hvaða stigi sjúkdóm- urinn er við greiningu. Eins og gildir um önnur krabbamein er mikilvægt að upp- götva blöðruhálskirt- ilskrabbamein á byrj- unarstigi. Hverjir eru í áhættu? Þekkt er að tíðnin eykst mikið með aldri. Karl- menn eldri en 50 ára eru í aukinni áhættu og erfðaþættir skipta máli. Hafi faðir fengið krabbamein í blöðru- hálskirtil aukast lík- urnar á því að sonur hans fái meinið um allt að helming. Ef bæði faðir og bróðir hafa haft sjúkdóminn er náinn ætt- ingi þeirra í 4-6 sinnum meiri hættu á að fá sjúkdóminn. Karlar sem eiga nána ættingja sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli eru því líklegri til að fá sjúkdóminn sjálfir og er reglubundið eftirlit með blóðprufu og læknisskoðun æskilegt frá 40-50 ára aldri. Mataræði sem inniheldur mikið magn af dýrafitu og lítið magn af grænmeti, ávöxtum og fiski er tal- ið auka áhættu. Læknisskoðun, sem oftast er framkvæmd af heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni, fer þannig fram að kirtillinn er þreifaður um endaþarm og leitað eftir stækkun, hnútum eða hersli. Tekin er blóð- prufa og mælt sk. PSA, eða sértækt „prostate antigen“. Þetta er eggja- hvítuefni sem er framleitt í blöðru- hálskirtlinum og unnt er að greina lítið magn af því í blóði karla. Eðli- legt gildi þess er á bilinu 0-4 ng/ml (0-2 hjá körlum < 50 ára). Hóflega hækkað gildi upp í 10 ng/ml tengist yfirleitt góðkynja ástandi eins og góðkynja stækkun eða blöðruháls- kirtilsbólgu, en það getur einnig ver- ið til staðar á byrjunarstigi krabba- meins og þýðir að frekari rannsókna sé þörf til að útiloka sjúkdóminn. Ýmsir kostir eru í boði við meðferð á blöðruhálskirtilskrabbameini. Við val á meðferð er tekið tillit til aldurs, útlits krabbameinsfrumna og út- breiðslu sjúkdómsins. Hægt er að beita skurðaðgerð, geislun eða horm- ónalyfjameðferð. Hjá eldri mönnum með „gott“ frumuútlit og staðbund- inn sjúkdóm er sjúkdómurinn oft hægfara og ekki endilega ástæða til neinnar meðferðar utan reglubund- ins eftirlits. Val á meðferð er fyrst og fremst í höndum karlmannanna sjálfra eftir að þeir hafa verið vel upplýstir um aukaverkanir með- ferðar. Ástæður fyrir myndun krabba- meins í blöðruhálskirtli eru að mestu óþekktar. Þar sem sjúkdómurinn er mun algengari á Vesturlöndum en t.d. í Asíu er talið að auk erfðaþátta skipti umhverfisþættir, svo sem mat- aræði, miklu máli. Nú eru að fara í gang íslenskar rannsóknir í sam- vinnu við Landspítala-háskóla- sjúkrahús, Háskóla Íslands og Hjartavernd, þar sem þessi atriði verða rannsökuð. Með áframhald- andi rannsóknum bæði á erfðum og umhverfisþáttum er vonast til þess að beita megi fyrirbyggjandi aðferð- um. Fyrr á þessu ári var stofnað fé- lagið Framför sem hefur það mark- mið að efla rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og styðja í hvívetna baráttuna gegn því. Félagið hefur stofnað sjóð til að efla rannsóknir á krabbameini í blöðru- hálskirtli og þeim þáttum sem geta orsakað meinið. Innan Krabba- meinsfélags Íslands er einnig starf- andi stuðningshópur fyrir karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein sem kallast Góðir hálsar. Á vef fé- lagsins www.krabb.is er að finna ým- iss konar fræðsluefni á íslensku um sjúkdóminn svo og tengla á erlent fræðsluefni. Evrópudagur blöðruhálskirtilsins Guðmundur Geirsson skrifar um krabbamein í blöðruhálskirtli »Æ fleiri karlmenn áÍslandi greinast með krabbamein í blöðru- hálskirtli og er það nú langalgengasta tegund krabbameins meðal karla hér á landi. Guðmundur Geirsson Höfundur er læknir og formaður Fé- lags íslenskra þvagfæraskurðlækna. ÞAÐ kom framsóknarmönnum og fyrrverandi utanríkisráðherra úr jafnvægi þegar upplýsingar bárust um það að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra hafði ákveðið að kalla heim frá Írak eina stafs- mann Íslands þar, m.a. af öryggis- ástæðum – frið- argæsluliða sem starfaði þar undir hernaðarformerkjum. Þessi viðbrögð frá framsóknarmönnum koma ekki á óvart, Framsóknarflokk- urinn og Valgerður Sverrisdóttir studdu innrásina í Írak á sín- um tíma og stóðu að því að Íslendingar voru settir í hóp þeirra þjóða sem studdu hana án þess að spyrja þing eða þjóð. Valgerður og framsókn- armenn virðast enn á sama máli og telja að það hafi verið rétt að ráðast þar inn miðað við hama- ganginn. Ég hélt að allir væru sammála um að innrásin á sínum tíma var mistök. Vanþekking fyrrverandi utan- ríkisráðherra kom mér líka á óvart þegar hún fór með það fleipur að við værum að skera okkur úr öðr- um Natóþjóðum þegar við köll- uðum starfsmann okkar heim. Það er ekki rétt, því ekki eru allar Natóþjóðirnar með starfsfólk í Írak. Þar nægir að nefna Norð- menn. Styðjum stríðshrjáð börn, fatlaða og aldraða Hverskonar aðstoð kemur írösk- um almenningi best? Nú eru á þriðju milljón íraskra flóttamanna í nágrannalöndunum Sýrlandi, Jórdaníu og víðar og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innan Íraks. Þar er fólk sem hefur geng- ið í gegnum ólýsanlegar þjáningar og hörmungar. Brotnar fjöl- skyldur, aldraðir, konur og börn búa þar við ömurlegar aðstæður fjarri heimilum sínum. Þar skortir mat, heilbrigðisþjónustu, skóla og almennan aðbúnað. Ingibjörg Sólrún lýsti yfir því í ferð sinni til Jórdaníu í sumar að þetta fólk ættum við að styðja, þarna væri þörfin mik- il. Það er rétt. Það er nær að koma flótta- fólkinu til hjálpar en að taka þátt í herstarfi í Írak. Nú hefur ráðherra ákveðið að veita 10 milljónir til sameig- inlegs átaks hjálp- arstofnana til að koma börnum íraskra flótta- manna í skóla, en talið er að a.m.k. hálf millj- ón þeirra barna sé án aðgangs að menntun. Utanríkisráðherra veitti einnig nýlega 7 milljóna framlag til aðstoðar við aldraða, fatlaða og mun- aðarlaus börn í Írak. Ég fagna þeirri stefnubreytingu sem orðin er í þessum málum í ut- anríkisráðuneytinu – að styðja stríðshrjáð írösk börn í flótta- mannabúðum í stað aðstoðar við hernaðarbröltið í heimalandi þeirra. Aðstoð Íslands við Íraka Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um utanríkismál Ásta R. Jóhannesdóttir » Það er nærað koma flóttafólkinu til hjálpar en að taka þátt í her- starfi í Írak. Höfundur er alþingismaður og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis og Íslandsdeild Natóþingsins. Í SAMVINNU forvarnanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar er nú í fyrsta sinn boðið upp á sameiginlegt fræðslu- námskeið fyrir alla þá aðila sem koma að skipulögðu starfi barna og unglinga í Garðabæ. Er þar m.a. um að ræða starfsmenn grunnskóla, leikskóla, tómstunda- heimila, dagforeldra, íþróttaþjálf- ara, leiðbeinendur í tómstunda- starfi sem og fulltrúa foreldrafélaga. Í Garðabæ er mikill metnaður lagður í gæði alls þess skipulagða starfs sem unnið er með börnum. Forvarnanefnd og íþrótta- og tóm- stundaráð Garðabæjar telja mik- ilvægt að efla sameiginlega sýn og grunnþekkingu allra þeirra aðila sem koma að starfi með börnum og unglingum í bæjarfélaginu. Fyrirhuguðum námskeiðum er ætlað að vera liður í því að auka gæði starfsins, efla enn frekar þekkingu sem og samræma við- brögð þeirra sem starfa með börn- um í bænum. Stefnt er að því að námskeið sem þessi verði fastur liður í barna- og unglingastarfi í Garðabæ. Nú í haust verður boðið upp á tvö ólík námskeið og verða þau bæði haldin í Garðaskóla. Hugo Þórisson sálfræðingur verður fyrirlesari á fyrra nám- skeiðinu sem haldið verður 15. sept. kl. 9.-12. Hugo mun fara í grundvallaratriði er varða sam- skipti við börn og það félagslega umhverfi sem mikilvægt er að skapa í starfi með börnum. Einnig verða kenndar aðferðir sem nýtast vel til leiðsagnar um aukna ábyrgð og tillitssemi hjá börnum. Á seinna námskeið- inu sem haldið verður 2. okt. kl. 14.45-16 mun Ólöf Ásta Fa- restveit, uppeldis- og afbrotafræðingur hjá Barnahúsi, vera fyr- irlesari. Hún mun fjalla um ofbeldi gagnvart börnum þ.e. líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, van- rækslu sem og kyn- ferðislegt ofbeldi. Rætt verður hvaða einkenni börn sýna sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hvers konar toga og einnig um þau úrræði sem fyrir hendi eru þar með talið hvert er hægt að leita. Þá verður auk þess fjallað um tilkynningaskyldu þeirra sem vinna með börn þegar slík mál koma upp. Markmiðið með þessu samstarfi og námskeiðunum er eins og áður sagði að auka gæði barna- og ung- lingastarfs í bænum og að þjappa því fólki sem kemur að þessu mik- ilvæga starfi betur saman á bak við þau megingildi sem for- varnastefna bæjarins byggist á. Einnig er það þarft og gagnlegt að fólk hittist og beri saman bæk- ur sínar, miðli og stefni sameig- inlega að sömu meginmarkmiðum. Það er einlæg von forvarna- nefndar og íþrótta- og tóm- stundaráðs Garðabæjar að nám- skeiðin verði vel sótt og þau muni gagnast öllum sem sækja þau vel í starfi. Allir bæjarbúar í Garðabæ sem með einum eða öðrum hætti koma að barna- og unglingastarfi eru hjartanlega velkomnir að sækja námskeiðin. Að endingu er öllum sem koma að barna og ung- lingastarfi í Garðabæ þakkað mik- ið og gott starf. Metnaðarfullt og framsækið barna- og unglingastarf í Garðabæ Ragný Þóra Guðjohnsen og Ragnhildur Inga Guðbjarts- dóttir skrifa um fræðslu- námskeið fyrir alla sem starfa með börnum í Garðabæ » Bæjarbúar sem meðeinum eða öðrum hætti koma að barna- og unglingastarfi eru vel- komnir að sækja nám- skeiðin. Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir Ragný Þóra Guðjohnsen er formaður forvarnanefndar Garðabæjar. Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir er formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Ragný Þóra Guðjohnsen MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna of- arlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og net- fangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttöku- kerfi að- sendra greina BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 11. september var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 377 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 361 Oddur Halldórss.– Ægir Ferdinandss. 349 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 342 A/V Ingimundur Jónss. – Helgi Einarss. 375 Ólafur Ingvarss. – Ragnar Björnsson 359 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 359 Jón Ól. Bjarnason – Guðm. Bjarnason 350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.