Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 17
MENNING
GEISLADISKURINN Piano and
Wind með tónlist Blásarakvintetts
Reykjavíkur og píanóleikarans
Vovka Ashkenazy fær góða dóma í
klassíska tónlistartímaritinu Gra-
mophone.
„Það er eitthvað mjög sérstakt
við franska kammertónlist og þetta
safn er stórkostlegt dæmi um
það,“ skrifar gagnrýnandinn Ivan
March.
Á geisladiskinum, sem kom út í
sumar, má finna verk eftir Vincent
D’Indy, Nikolai Rimsky-Korsakov,
Camille Saint-Saëns og Francis
Poulenc. Gagnrýnandi Gramop-
hone skrifar að sextett Poulenc sé
spilaður af „skínandi snilld“, ekki
síst hornleikurinn. Vovka Ashke-
nazy og hljóðfæraleikararnir í
Blásarakvintett Reykjavíkur eru
sagðir ná að fanga tónlist Poulenc
með „andríki, glæsileika og fágun“.
Gagnrýnandinn Ivan March seg-
ir geisladiskinn „hrífandi“ og spil-
aðan af stórkostlegum krafti. Enn-
fremur bendir hann á gæði
hljóðritunarinnar, sem hafi til að
bera þann hreinleika og þau smá-
atriði sem þörf sé á fyrir efnisskrá
sem þessa.
Skínandi
snilld
Blásarakvintettinn
í Gramophone
Blásarakvintettinn Hafsteinn Guð-
mundsson, Bernharður Wilkinson,
Daði Kolbeinsson, Vovka Ashke-
nazy, Joseph Ognibene og Einar Jó-
hannesson.
DAGSKRÁ bókmenntahátíðar verð-
ur þéttskipuð í dag. Rétt er að vekja
sérstaka athygli á því að kínverski
rithöfundurinn Jung Chang flytur
fyrirlestur í Háskólabíói kl. 15.15 og
verður í hádegisspjalli í Norræna
húsinu kl. 12.30 ásamt eiginmanni
sínum, Jon Halliday, en hann er
meðhöfundur hennar að bókinni
Maó: Sagan sem aldrei var sögð.
Breski rithöfundurinn Yasmine
Crowther er einnig í hádegisspjalli
kl. 12 í Norræna húsinu. Pallborðs-
umræður norrænna höfunda verða í
Norræna húsinu kl. 14 en þar taka
þátt Kirsten Hammann, Tapio Koi-
vukari, Morten Ramsland og Hanne
Østavik.
Síðasta upplestrarkvöld hátíð-
arinnar verður svo í Iðnó kl. 20 en
þar lesa Sasa Stanisic, Robert Löhr,
Arnaldur Indriðason, sem mun
væntanlega lesa úr væntanlegri bók
sinni, og Yasmin Crowther.
Jung Chang
Jung Chang
með fyrir-
lestur á bók-
menntahátíð
MJÚK rými, heitir sýning
Gunndísar Ýrar Finn-
bogadóttur sem opnuð verður í
Gallerí Dvergi í dag. Gunndís
sýnir vídeóinnsetningu, en í
verkum sínum fæst hún við
minningar sínar og minn-
ingabrot ættingja sinna, sem
hafa orðið hennar eigin í gegn-
um endurteknar frásagnir
þeirra. Í minningabrotum ætt-
mæðra hennar felast frásagnir
af hefðum daglegs lífs liðinna tíma, svo sem við
eldamennsku, þrif og handavinnu en Gunndís
kannar Gunndís þessi handtök og hefðir og skoðar
þær sem ritúala. Dvergur er á Grundarstíg 21.
Myndlist
Handtök og hefðir
hannyrða og þrifa
Gallerí
Dvergur
STJÖRNUKÍKIR heitir nýr
þáttur sem hefst í dag kl. 14.05
á Rás 1. Þar verður rætt við
börn, unglinga, kennara, læri-
meistara, vísindamenn og
fræðimenn um skapandi skóla-
starf í íslenska menntakerfinu.
Gestir þáttarins í dag verða
Særós Sindradóttir, ljóðskáld
og nemi, Sigríður Birna Vals-
dóttir leiklistarmeðferðarfræð-
ingur og kennari, ungir tækni-
fiktarar á námskeiði í Myndlistarskólanum í
Reykjavík og Guðrún Pétursdóttir dósent og
framkvæmdastjóri stofnunar Sæmundar fróða.
Umsjónarmaður er Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Menning
Stjörnukíki beint
að barnamenningu
Elísabet Indra
Ragnarsdóttir
DANSK-íslenska félagið og
Stofnun Árna Magnússonar
gangast fyrir minningardag-
skrá um Stefán Karlsson
fræðimann í Norræna húsinu á
sunnudag kl. 14. Eysteinn Pét-
ursson stýrir dagskránni, sem
er fjölbreytt, með söng, fyr-
irlestrum og kvikmyndasýn-
ingu frá Þorláksblóti stúdenta í
Kaupmannahöfn 1951. Stein-
unn, dóttir Stefáns, flytur kafla
úr skrifum hans, Jonna Louis-Jensen, fyrrverandi
forstöðukona Árnasafns í Kaupmannahöfn, og Sig-
urgeir Steingrímsson minnast hans og Bergþór
Pálsson syngur. Dagskráin er öllum opin.
Fræði
Minningardagskrá
um Stefán Karlsson
Stefán
Karlsson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
AÐ koma að Kambi í Holtahreppi er
sérstakt ævintýri. Þar rekur Gunnar
Örn Gunnarsson myndlistarmaður
heimsklassagallerí í nýjum og glæsi-
legum sýningarsal. „Þriðji afleggjari
til vinstri eftir Þjórsárbrú,“ segir
hann í símann, áður en ég legg af
stað, eins og þetta sé næsti bær og
ekkert mál að leggja land undir fót.
En þannig reynist það einmitt vera,
því Kambur er ekki í nema tæplega
klukkutíma akstursfjarlægð frá höf-
uðborginni, þótt komið sé uppundir
eldfjöll og jökla. Baksviðs streymir
Þjórsá mógrá en lygn. Um leið og ég
renni í hlað er rúta full af ferðafólki
að yfirgefa staðinn, en eftir eru end-
urnar sem vappa þöglar í varpanum,
hjón með þrjá unga, og hænsnin sem
spígspora í girðingu sinni. Stór trjá-
lundur liggur að norðurhlið gallerís-
ins og útiverkin þar eru heimalning-
arnir á bænum þar sem
aðalbúgreinin er myndlist.
Ég hef mælt mér mót við Sig-
urgeir Sigurjónsson, einn dáðasta
ljósmyndara landsins, en sýning hans
á Kambi hófst um síðustu helgi. Hér
sýnir hann tvær myndraðir, aðra af
Íslandi, allt myndir teknar úr lofti, en
hins vegar myndir frá ferðalagi til
Kúbu. Það hafa verið gefnar út þrett-
án bækur með ljósmyndum Sig-
urgeirs, og hann segir að Íslands-
myndirnar séu beint framhald af því
sem hann hefur verið að gera um
dagana. „Ég var beðinn að vinna
þetta verkefni fyrir Adobe-
fyrirtækið bandaríska sem býr til
Photoshop-forritið og fleiri vinsæl
forrit. Þeir báðu mig um að fljúga í
þyrlu yfir Landmannalaugasvæðið
og taka myndir fyrir forrit sem þeir
eru að setja á markaðinn og heitir
Light Room. Ég hafði ekki tekið loft-
myndir áður, og fannst það ekkert
spennandi svið. En þegar ég kom
þarna upp opnaðist fyrir mér nýr
heimur þegar ég horfði ofan í ís-
lenska jörð. Ég kláraði verkefnið fyr-
ir Adobe, en sýndi útgefendum mín-
um myndirnar. Þeir vildu að ég héldi
áfram, og ég hélt áfram í sumar, og
þvældist um bæði í flugvél og þyrlu.
Einangrað sýnishorn af landi
Þú sérð hvernig myndirnar eru,“
heldur Sigurgeir áfram, „þær eru dá-
lítið malerískar. Þetta er ekki endi-
lega það sem maður sér þegar maður
er í flugvél. En þegar maður lyftir
myndavélinni og sér eitthvað ramm-
ast inn, og myndar, þá gerist þetta.
En um leið og maður er búinn að
hleypa af er maður að taka landið út
úr sínu stærra samhengi. Þetta er
bara vinkillinn sem ég sé og sýni svo
öðrum. Stundum hef ég farið á flug-
vél að leita að stöðum. Þegar ég er
búinn að finna álitlega staði fer ég
aftur á þyrlu, því það er auðveldara
að vinna úr henni. Ég fer jafnvel oft-
ar á sama stað, en hann er aldrei eins.
Myndin er aldrei algjörlega sönn, því
með henni er maður að einangra
ákveðið fyrirbæri og taka það út úr
sínu stærra samhengi.“
Mér finnst Íslandsmyndirnar
næstum óraunverulegar, því litirnir
og blæbrigðin sem maður sér í nátt-
úrunni svona ofan frá eru mjög sér-
stök. Ólgandi haf sem lemur svarta
strönd verður eins og silkiblúnda á
svörtum kjól, og það sem maður gæti
haldið að væru strik sem óvart hefðu
verið krössuð inn á myndirnar eru
fjárgötur og gönguslóðar. Svo kemur
Kúba, allt annar heimur; heimur
ferðalangsins á hvítum sandi en ekki
svörtum, og allt er á fleygiferð. „Ég
ætlaði ekkert að mynda á Kúbu í
þessari ferð, bara liggja upp í loft og
hafa það gott í sól og blíðu. Allt í einu
gerði ofboðslegt veður, þrumur og
eldingar, rigningu og rok og allt
breytti um svip. Ég fór í mikinn myn-
dagír. Myndirnar eru sumar teknar
út um bílglugga. Þegar maður
ferðast í bíl sér maður milljón myndir
þjóta hjá, en svo þegar maður segir
stopp og ætlar út að mynda einhverja
þeirra, þá finnur maður ekki það sem
maður sá í bílrúðunni. Þetta er heil-
mikið ferðalag; persónuleg upplifun
mín af ferðalaginu.“
Sigurgeir er með fimm ljós-
myndabækur í vinnslu. „Ein er um
Argentínu, þá er ég að gera hesta-
bók, sem kemur vonandi á næsta ári.
Ég er að gera bók með loftmynd-
unum, og svo barnabók, myndir af
börnum alls staðar í heiminum, sem
ég hef verið að safna að mér í 20 ár án
þess beinlínis að hafa verið að safna
þeim. En þeirri fimmtu get ég ekki
sagt frá strax.“
Sigurgeir Sigurjónsson sýnir ljósmyndir af Íslandi og Kúbu í Galleríi Kambi
Myndin er aldrei alveg sönn
Land og litir Í Íslandsmyndum Sigurgeirs ráða litir ís-
lensku náttúrunnar ríkjum, mildir en djúpir. Í Kúbu-
myndunum er litríkt mannlífið í forgrunni, skært og
glaðlegt, jafnvel þótt hann rigni.
Ljósmynd/Bergþóra Jónsdóttir
Kambur Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari og Gunn-
ar Örn Gunnarsson listmálari.
GUNNAR Örn Gunnarsson Kambsbóndi rekur gallerí
sitt af hugsjón og brosir þegar hann segir að það hljóti
þá að þýða að það ætti ekki að geta farið á hausinn.
„Hér er ekki gengið út frá neinum sérstökum markaðs-
plönum,“ segir hann. Galleríið að Kambi verður bráð-
um tíu ára, en í mörg ár hefur Gunnar sýnt í gömlu litlu
timburhúsi andspænis því nýja. En hvernig verður
rekstri nýja galleríhúsnæðisins háttað?
„Það er óklárt hvernig þetta verður í framtíðinni og
hvort ég tími að lána salinn tvisvar á ári. Upprunalegt
plan var að hér myndi ég sýna sjálfan mig á vorin og
ynni hér þess á milli, en galleríið myndi halda áfram í
gamla húsinu. En svo er galleríið mitt í Kaupmanna-
höfn, Stalke, að byggja hér minnsta listasafn í heimi,
neðar í hólnum, sem verður tilbúið að ári – ég smíða
það reyndar sjálfur. Það verður 2x2 metrar og þeir
ætla að senda hingað alþjóðlega listamenn tvisvar á ári
til að sýna í rýminu – eða kannski utan á því. Þetta
verður black cube – svartur kassi – enginn gluggi,
sandur á gólfinu og engin hurð. Þannig mun við-
burðum hér fjölga. Í kaffiaðstöðunni í nýja húsinu er
það sem ég kalla kynningarrými sem passar fyrir
minni sýningar, og nú er þar sýning á teikningum
bandaríska listamannsins Williams Anthonys.“
Gunnar Örn kveðst vilja leyfa sýningarhaldinu og
starfseminni í Kambi að þróast, og hafa plönin svolítið
á floti til að byrja með. Tíu ára afmælið er á næsta ári.
„Þá langar okkur að sýna sömu höfunda og voru hér
fyrsta árið, alþýðulistamanninn Kíkó Korriró, öðru
nafni Þórð Valdimarsson, og Ólaf Elíasson.“
Stórt gallerí risið,
og það minnsta
í heimi í smíðum