Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JAPANIR hugðust í nótt skjóta á loft geimfari sem á að afla upplýsinga sem geta varpað ljósi á tilurð og þróun tunglsins. Geimvísindastofnun Japans segir þetta mikilvægustu rannsóknarferð til tunglsins frá því að APOLLO-geimferðirnar hófust fyrir tæpum fjórum ár- um. Tunglferðin er nokkrum árum á eftir áætlun vegna tæknilegra óhappa. Geimfarið er kallað „Kaguya“ eftir fagurri prinsessu sem heillaði marga karlmenn áður hún hélt til heimkynna sinna, tunglsins, í vinsælli japanskri þjóðsögu. Japanir stefna að því að senda geimfara til tunglsins fyrir árið 2020.                   ! "          #         !  56789 97:;<=       $%&%'%% #                   ! " #     $#  $      #   %&'!(((        $ ! ()*+ ,-+* )*  *$    + , #     .#  /                              #     !" #$ %    &'()*$ %       + '    / #     '   , -% . .0&&)0)*&)+&)  -  $  .   /    0      1  $       1 232 2 2 4         ##5   22       6           3 - 0    2 &1& ,2 )"3"  /  2 21   1 21  7  $ *  01  -*  %  2 Japanir senda geimfar til að rannsaka tunglið Víða var rafmagnslaust og ekk- ert símasamband vegna skjálft- anna. Björgunarsveitir fóru í gær á afskekkt svæði til að meta tjónið. Stærsti skjálftinn í fyrradag mældist 8,4 stig á Richters-kvarða og er sá öflugasti í heiminum það sem af er árinu. KONA gefur barni sínu að borða við rústir húss þeirra í Bengkulu á indónesísku eyjunni Súmötru í gær eftir öflugan jarðskjálfta í fyrra- dag. Sterkir eftirskjálftar riðu yfir Súmötru í gær og varað var við flóðbylgjum af völdum þeirra en viðvaranirnar voru síðar afturkall- aðar. Vitað er um tíu manns sem létu lífið af völdum skjálftanna en yfirvöld sögðu að viðbúið væri að dánartalan hækkaði. Tugir húsa eyðilögðust en embættismenn sögðu að eignatjónið af völdum skjálftanna væri minna en óttast var í fyrstu. AP Eignatjónið minna en óttast var Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DAUÐSFÖLLUM barna undir fimm ára aldri hefur fækkað niður fyrir tíu milljónir á ári í fyrsta skipti frá því að skipuleg skráning þeirra hófst árið 1960, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Er þetta einkum rakið til góðs ár- angurs í baráttunni gegn mislingum og malaríu, aukinnar brjóstagjafar í löndum þar sem skortur er á hreinu drykkjarvatni, auk efnahagslegra framfara í flestum löndum heims fyrir utan Afríku. UNICEF sagði að dauðsföllum barna undir fimm ára aldri hefði fækkað í 9,7 milljónir á ári úr nær 13 milljónum árið 1990. „Söguleg stund“ Dauðsföllunum fækkaði verulega í Rómönsku-Ameríku, Karíbahafs- löndum, Mið- og Austur-Evrópu, fyrrverandi sovétlýðveldum, Aust- ur-Asíu, Kyrrahafseyjum og mörg- um löndum Afríku. Dauðsföllunum hefur til að mynda fækkað um þriðjung í Mar- okkó, Víetnam og Dóminíska lýð- veldinu, um 41% í Madagaskar og 48% í Saó Tóme og Prinsípe. Rómanska-Ameríka og Karíba- hafslönd eru nálægt því að ná því markmiði Sameinuðu þjóðanna frá árþúsundamótunum að fækka dauðsföllunum meðal barna undir fimm ára aldri um tvo þriðju fyrir árið 2015. Í þessum heimshluta fækkaði dauðsföllunum í 27 á hverj- ar þúsund fæðingar úr 55 árið 1990. Verulegur árangur náðist einnig í nokkrum löndum Afríku sunnan Sa- hara. Dauðsföllunum fækkaði til að mynda um 29% í Malaví. Í Eþíópíu, Mósambík, Namibíu, Níger, Rúanda og Tansaníu fækkaði dauðsföllunum um 20%. „Þetta er söguleg stund. Fleiri börn lifa af núna en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ann Veneman, fram- kvæmdastjóri UNICEF. Hún bætti þó við að baráttunni væri ekki enn lokið. „Það er óviðunandi að árlega skuli 9,7 milljónir ungra barna deyja,“ sagði Veneman. „Hægt er að koma í veg fyrir flest þessara dauðsfalla og lausnirnar hafa gefið góða raun.“ Dánartíðnin meðal ungu barnanna er hæst í Vestur- og Mið- Afríku þar sem yfir 150 börn af hverju þúsundi fæddra barna deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Í þróuðu iðnríkjunum deyja aðeins sex börn á hverjar þúsund fæðingar. Dauðsföllunum hefur fjölgað í löndum sem skipta má í tvo hópa; annars vegar lönd í sunnanverðri Afríku þar sem alnæmisfaraldurinn er skæðastur og hins vegar lönd þar sem stríð hefur geisað nýlega, til að mynda Kongó og Síerra Leóne. Í skýrslunni kemur einnig fram að dánartíðni meðal ungra barna í þróunarlöndunum er miklu hærri í dreifbýlinu en í borgunum. Embættismenn UNICEF sögðu að áætlaða dánartíðnin í skýrslunni byggðist á athugunum sem gerðar voru árið 2005 eða fyrr. Þeir bentu á að hún endurspeglaði því ekki nema að hluta stóraukin fjárframlög á síð- ustu árum til baráttunnar gegn al- næmi, berklum og malaríu. Niður- staða næstu skýrslu eftir fimm ár ætti því að vera enn betri, slái þjóðir heims ekki slöku við í baráttunni gegn ungbarnadauða. Dauðsföllum meðal barna stórfækkar Hafa aldrei verið færri síðan skráningar hófust og er það m.a. rakið til baráttunnar gegn mislingum og malaríu AP Bati í lofti Börn verkafólks að leik á byggingarsvæði á Indlandi. Batnandi efnahagur Indlands hefur stuðlað að lægri dánartíðni meðal barna. Í HNOTSKURN » Dauðsföllum meðal barnaundir fimm ára aldri af völdum mislinga hefur fækkað um 60% frá árinu 1999. » Fleiri konur gefa börnumsínum brjóst fyrstu sex mánuðina en áður, í stað þess að ala þau á mjólkurblöndu eða korni sem blandað er menguðu vatni. » Fleiri börn eru varin meðmoskítónetum og fleiri fá A-vítamíndropa. SÚNNÍTALEIÐTOGINN Abdul- Sattar Abu Risha lét í gær lífið í sprengjutilræði í Anbar-héraði í Írak. Hann var leiðtogi samtaka súnnítaklerka sem styðja stjórn Íraks og hafa barist gegn al-Qaeda. Risha var einn af ættflokkaleiðtog- unum sem áttu fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Anbar fyrr í þessum mánuði. Leiðtogi féll Ósló. AFP. | Norska lögreglan sagði í gær að hún væri að rannsaka hvort fullyrðingar um að hópur umhverf- isverndarsinna hefði sökkt hval- báti í ágúst væru á rökum reistar. Hópur sem kall- ar sig Agenda 21 sagðist á banda- rískri vefsíðu hafa sökkt bátn- um, Willassen Senior, 31. ágúst. Agenda 21 segist hafa staðið fyrir aðgerðinni til að „fagna því að hval- veiðum í atvinnuskyni hefur verið hætt við Ísland“. Báturinn var bundinn við bryggju í Svolvær á Lofoten og enginn fórst þegar hann sökk. Er nú verið að lyfta honum af sjávar- botni, að sögn lögreglu. Segjast hafa sökkt hvalbáti SVISSNESK yfirvöld hafa látið gera skýrslu um kynþáttamismunun og er niðurstaðan að kerfið sem innflytjendur búa við í landinu sé stór- gallað og þrungið rasisma, segir á vefsíðu BBC. Gagnrýnd er sú regla að íbúar kjósi um það hvort nágrannar fái ríkisborgararétt. Múslímar og innflytjendur frá Balkanskaga og Afríku eru líklegastir til að fá höfnun. Í skýrslunni er tekið dæmi um fatlaðan mann sem fæddist í Kosovo- héraði. Þótt hann uppfyllti öll skilyrði laganna var honum hafnað á þeim forsendum að fötlunin gerði hann að byrði í sveitarfélaginu auk þess sem hann væri múslími. Lög um innflytjendur og ríkisborgararétt í Sviss eru þau ströngustu í allri álfunni. Erlendir ríkisborgarar þurfa að búa í landinu í tólf ár áð- ur en þeir geta sótt um réttinn. Kynþáttamismunun í Sviss? UM sjötíu talíbanar voru í gær sagðir hafa fallið í átökum við afg- anska stjórnarherinn á einum sól- arhring, flestir í Uruzgan-héraði. Bandarískar flugvélar veittu stjórnarhernum aðstoð í bardög- unum. Hjálparstarfsmaður frá Bangladesh var skotinn til bana í héraðinu Badakshan. Tugir talíbana voru felldir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.