Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 31
fjölskyldunnar til að styðja hana og stytta stundir svo lengi sem hægt var. Guð fylgi henni í hinstu för og blessi stóru fjölskylduna hennar. Við hjónin sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. María S. Gísladóttir, Mosfellsbæ. Erna, ástkær móðursystir mín, er látin eftir langvarandi veikindi. Ég á minningar sem eru mér kærar um yndislega konu. Minningar þessar eru samtvinnaðar minningum um bernsku mína og uppvaxtarár. Það var mikill samgangur á milli móður minnar og Ernu systur henn- ar. Ætíð bjuggu þær nálægt hvor annarri og mikill systrakærleikur var á milli þeirra. Það var ósjaldan á unglings- og ungdómsárum mínum sem leitað var til Ernu með snið og saumaskap. Hún var snillingur í höndunum og var ávallt boðin og bú- in til aðstoðar þegar sauma átti tískuflíkur úr saumablöðunum Carina og Burda. Síðar sótti ég nám- skeið hjá henni í Námsflokkunum og saumaði mér sjálf klæðnað undir hennar leiðsögn. Á heimili Ernu var mikið um að vera, myndarskapur var á öllu, fjöl- skyldan var stór og alla jafna mikill gestagangur. Erna hafði notalega návist, var glettin, glaðvær og lá oft hátt rómur. Ég minnist hennar sem sérlega afslappaðrar konu með já- kvætt lífsviðhorf. Hennar ljúfi og góði persónuleiki kom glöggt fram þegar hún var orðin veik. Hún tók veikindunum með yf- irvegun og reisn. Börn hennar stóðu öll sem eitt við bak móður sinnar og sinntu henni af mikilli ást og elju. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst svo góðri konu sem Erna var. Ég vil vísa í orð hennar sjálfrar sem hún hafði eitt sinn um mig eftir að hún veiktist af Alzheimer og mér þóttu sérlega falleg – Erna var eins og sólin sjálf. Minning hennar lifir. Lára S. Baldursdóttir. Okkur systurnar langar að minn- ast Ernu móðursystur okkar með nokkrum orðum og þá sérstaklega að minnast gæsku hennar í okkar garð, hvort heldur það var að veita húsaskjól, mat, aðstoð við hannyrðir eða spjall. Við systurnar vorum svo heppnar að fá að búa heima hjá Ernu og Torfa, til lengri eða skemmri tíma, meðan við vorum við nám í Reykjavík. Þar var okkur alltaf tekið opnum örmum og leið okkur eins og við værum að koma heim þegar við komum þangað. Alltaf var okkur tek- ið fagnandi og uppbúið rúm og stóll við matarborðið fyrir okkur, eins og við værum hluti af fjölskyldunni. Erna frænka var yndisleg mann- eskja, hlýleg og kát, og hún hafði alltaf skoðanir á öllum þeim málum sem mest var fjallað um á hverjum tíma. Alltaf var hún boðin og búin að veita aðstoð, jafnvel þó að hún hefði mikið meira en nóg á sinni könnu. Henni féll aldrei verk úr hendi og var hún líka alltaf með einhverja handa- vinnu milli handanna. Allt lék í hönd- unum á henni, hvort sem það var glæsilegur brúðarkjóll eða handa- vinnuprufur fyrir yngstu bekkina sem hún kenndi. Fallegir hlutir gerðir af henni prýddu heimilið og nutu börn hennar og barnabörn líka góðs af hæfileikum hennar. Hjá Ernu og Torfa var alltaf líf og fjör. Á heimilinu var mikið um gesta- komur og börn þeirra og barnabörn, systkini, systkinabörn, ættingjar og vinir ávallt velkomnir. Erna frænka lagði alltaf mikla áherslu á að öllum liði eins og þeir væru heima hjá sér. Oft var hún að prófa nýjar uppskrift- ir af kökum eða mat og töfraði fram veislu með litlum fyrirvara. Hún hafði líka alltaf tíma til að spjalla, hlusta á okkur og gefa góð ráð. Við systurnar og fjölskyldur okk- ar, sendum Halldóri, Ragnheiði, Láru, Ásthildi, Ernu og fjölskyldum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Helga og Lára Ágústa Snorradætur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 31 ✝ Sigþrúður Guð-björg Pálsdóttir fæddist í Eyjum í Kaldrananeshreppi 19. desember 1928. Hún lést á St. Jós- epsspítala í Hafnar- firði sunnudaginn 9. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Jónsdóttir, f. 1896, d. 1981 og Páll Guðjónsson, f. 1891, d. 1991. Sig- þrúður var önnur í röð 6 systkina, hin eru Sigrún Karólína, f. 1926, Guðrún, f. 1930, Loftur, f. 1931, Sigurbjörn, f. 1933 og Þórir, f. 1937. Hinn 12. desember 1953 giftist hún Halldóri Hjálmarssyni raf- virkjameistara, f. á Hólmavík 29.8. 1931. Foreldrar hans voru Solveig Magnúsdóttir, f. 1903, d. 1982 og Hjálmar Sigvaldi Hall- dórsson, f. 1900, d. 1961. Börn Sigþrúðar og Halldórs eru: 1) Steinunn, f. 9.5. 1953, maki Einar Steingrímsson, börn þeirra: a) Sírnir, sambýliskona Lena Kad- mark, b) Tjörvi, maki Þóra Björg Hallgrímsdóttir og c) Arnrún, sambýlismaður Þórður Már Sig- móðir til Hólmavíkur. Sigþrúður og Halldór bjuggu á Hólmavík til ársins 1955 er þau fluttu til Kefla- víkur. Þar bjuggu þau til ársins 1959 og fluttu þá til Reykjavíkur þar sem þau voru til ársins 1962 að þau fóru aftur til Hólmavíkur. Á Hólmavík bjuggu þau til ársins 1986 að þau fluttu til Reykjavík- ur. Frá árinu 2003 bjuggu þau á Hraunvangi 3 í Hafnarfirði. Sigþrúður starfaði sem ljósmóðir á Hólmavík frá 1951 til 1955 og síðan með hléum þar til hún flutti til Reykjavíkur 1986. Auk þess að sinna stóru heimili starfaði hún einnig við ýmis störf á Hólmavík s.s. fiskvinnslu. Síð- ustu árin á Hólmavík starfaði hún við aðhlynningu á sjúkrahúsinu þar. Er til Reykjavíkur kom starf- aði hún fyrst við aðhlynningu á Droplaugarstöðum, síðan sem ljósmóðir á Fæðingarheimilinu í Reykjavík og síðan á fæðing- ardeild Landspítalans þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Sig- þrúður var virk í félagsstarfi á Hólmavík, m.a. í kvenfélaginu, Rauða krossinum og bridsfélag- inu. Hún var hvatamanneskja að því að gera bókasafn Hólmavíkur aðgengilegt fyrir almenning og skjóta skjólshúsi yfir það í nokkur ár. Útför Sigþrúðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. fússon. 2) Hjálmar, f. 1954, maki Warinrat Halldórsson, þau slitu samvistum, stjúpdóttir Hjálmars er Kaewkan. 3) Rún, f. 1957. 4) Páll, f. 1958, maki Arnlaug Stella Óladóttir. Dætur þeirra: a) Karitas, sambýlis- maður Daníel Stef- ánsson og b) Karen Nadia. 5) Örn, f. 1964 maki Ingibjörg Bryndís Sigurð- ardóttir. Börn þeirra Sif og Hall- dór Smári. 6) Stjúpsonur Sigmar Júlían, maki Sóley Björgvins- dóttir, synir þeirra Haukur Lind- berg, Magni Sigurður, Davíð Snævar og Elmar Leví. Barna- barnabörnin eru 6, Sírnir á tvo syni, Daníel Atla og Benjamín Loga, Tjörvi á Óðin Pál, Unu Rán og Urði Ásu og Arnún á Emelíu Guðbjörgu. Sigþrúður var í barnaskóla í Kaldrananeshreppi og síðan í gagnfræðaskóla á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem ljósmóðir frá Ljósmæðraskóla Íslands 1950, og var ljósmóðir í Reykjavík til árs- ins 1951 en fór þá sem héraðsljós- Elsku tengdamóðir mín Sigþrúður Pálsdóttir er látin. Dúdda, eins og hún var kölluð, var draumur hverrar tengdadóttur. Hún var mikill félagi og góð fyrirmynd. Til hennar gat ég leitað með allt milli himins og jarðar og kom aldrei að tómum kofunum. Hún vildi allt fyrir mig gera. Ég bar mikla virðingu fyr- ir henni og mat mikils hennar skoð- anir og ráðleggingar. Dúddu var margt til lista lagt og léku hlutirnir í höndunum á henni. Þegar ég kynntist Dúddu var ég t.d. fljót að komast að því hversu mikill listakokkur og bakari hún var. Mér fannst alltaf svo aðdáunarvert hvernig hún fór að því að galdra fram hinar girnilegustu máltíðir og veislur og virtist aldrei hafa fyrir því. Alveg var sama hversu margir duttu inn í mat, alltaf var nóg til fyrir alla og jafnan glatt á hjalla yfir matar- borðinu. Oft langaði mann að spreyta sig á uppskriftunum hennar en þá lenti maður í vanda því upp- skriftirnar átti hún flestar í kollinum og notaði tilfinninguna í stað hinna hefðbundnu mælieininga. Þær eru líka nokkrar uppskriftirnar sem reyndar eru á hverju ári en aldrei næst hin fullkomna Dúdduútgáfa. Umfram allt var Dúdda mikil fjöl- skyldumanneskja sem naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún fylgdist vel með sínu fólki og hvatti það áfram í starfi og leik. Barna- börnin áttu hjá henni stóran sess. Börnin okkar Arnar, þau Sif og Hall- dór Smári, sóttu bæði mikið í að vera hjá Dúddu ömmu og Dadda afa, enda alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá þeim. Þar var mikið spjallað og margt gert sér til skemmtunar. Það er margs að minnast og ótal margt sem fer í gegnum hugann á þessari erfiðu stundu. Við Örn, Sif og Halldór Smári munum varðveita minninguna um síðasta daginn sem við áttum öll saman með Dúddu, laugardaginn 1. september sl. Sá dagur var sérlega ánægjulegur fyrir okkur öll og mun lifa sterkt í minn- ingunni. Elsku Dúdda. Það var mér mikill heiður að fá að vera partur af þínu lífi. Ég á ótalmargar fallegar minn- ingar um samverustundir okkar í gegnum tíðina sem ég mun geyma í hjarta mér. Takk fyrir samfylgdina og alla væntumþykjuna. Þín tengdadóttir Ingibjörg. Elsku amma mín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S.) Hvíl í friði, Þín Arnrún. Elsku amma. Það er mjög sárt að þurfa að kveðja þig núna. Við eigum óteljandi margar góðar minningar sem við ætlum að geyma vel. Þú varst alltaf svo góð við okkur og það var svo gott að vera hjá þér. Við fundum svo vel hvað þér þótti vænt um okkur og okkur þótti líka svo vænt um þig. Við trúum því að þú sért á góðum stað og að þér líði vel. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku amma, vaktu yfir okkur og verndaðu. Þín barnabörn Sif og Halldór Smári. Fregnir af andláti Dúddu komu ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti, hún hafði lengi verið lasin. Þrátt fyr- ir það tekur það smá tíma að átta sig á því að hún sé farin frá okkur að sinni. Hún sem hafði svo oft sýnt dauðanum í tvo heimana og haft bet- ur á endasprettinum og mætt svo galvösk í fjölskylduboð nokkrum vik- um seinna. Ég brosi alltaf þegar ég minnist þess þegar ég gekk með fyrstu dótt- ur okkar Tjörva. Ég var komin fram- yfir settan fæðingardag og ekkert bólaði á stelpunni. Við vorum ásamt henni og Dadda í heimsókn hjá Steinu og Einari og sátum í eldhús- inu við spjall. Dúdda var að furða sig á þessari löngu meðgöngu minni og lét svo vaða: „Hvað er þetta með ykkur? Sofið þið aldrei saman?!“ Tepran ég í kaffi hjá tengdó blároðn- aði og hvítnaði til skiptis og kom ekki upp orði en Tjörvi hljóðaði hátt og kvartaði undan að hafa ekki snúið að mér þegar hún lét þetta flakka til að sjá svipbrigðin. En þetta er þó frægt húsráð til að koma fæðingarferlinu af stað. Dúdda sagði sitt álit á hlutunum og dró ekkert undan. En það var þó í lagi að vera ósammála henni en það þurfti þá líka að segja það upphátt. Henni þótti afar vænt um fjöl- skylduna sína og fylgdist vel með sínum. Hún gat alltaf dregið ein- hverjar kræsingar á borð þegar við komum í heimsókn og passaði uppá að allir fengju sér eitthvað. Fyrir Tjörva eru sumir réttir bara „ömmu- réttir“ eins og grauturinn með kar- mellusósunni um jólin og kanilsnúð- arnir. Þegar ég hef reynt að bjóða honum uppá slíka snúða hef ég oftast fengið að heyra að amma hans hafi sko gert þetta svona og það mætti vera meira af þessu og hinu, svona eins og amma hans hafi haft þetta. Enda er það vel skiljanlegt, hennar kanilsnúðar voru afar ljúffengir. Ég á eftir að sakna hennar í kom- andi fjölskylduboðum þar sem hún gat alltaf skemmt manni með sögum frá Hólmavík eða reynslusögum af ljósmæðrastarfinu. En hún er núna búin að fá hvíldina sem bíður okkar allra og mun án efa taka vel á móti sínum, með kanilsnúðum ef það er hægt. Þóra Björg Hallgrímsdóttir. Hjartkær mágkona og svilkona okkar Sigþrúður Pálsdóttir er nú lát- in. Hún var glæsileg kona með óvenjulétta lund og það var sama hvað gekk á, alltaf gerði hún gott úr öllu. Á hverju sumri heimsóttum við hjónin þau Dúddu og Dadda, eins og þau Halldór eru jafnan kölluð, norð- ur á Hólmavík á meðan þau bjuggu þar. Og alltaf vorum við jafnvelkom- in með alla okkar fjölskyldu þótt þar væri aldeilis nóg fyrir á sjö manna heimili. Dúdda var auk þess ljósmóð- ir staðarins og vann í rækjunni ef svo bar undir. Hún tók einnig þátt í starfi kvenfélagsins og Líknarfélagi Rauða krossins, svo ekki sé minnst á bókasafnið, sem hún endurreisti í samvinnu við Aðalheiði Björnsdóttur og hýsti síðan um langt skeið. Samskiptin við fjölskylduna minnkuðu síst eftir að hún flutti suð- ur, en við minnumst Dúddu fyrir rausnarskap og hjálpsemi en ekki síst fyrir það hvað hún var skemmti- leg fram á síðasta dag. Við þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni og sendum innileg- ar samúðarkveðjur til Dadda, barnanna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna. Magnús Hjálmarsson og Ragnheiður Þórðardóttir. Sigþrúður Pálsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ernu H. Kolbeins bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra Harðar Hermannssonar, Munkaþverárstræti 13, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar. Svala Fanney Steinþórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vinsemd og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GÍSELU GUÐMUNDSSON frá Steig, Silfurbraut 10, Höfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilins á Höfn og annarra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Róshildur V. Stígsdóttir, Jón Sigmar Jóhannsson, Ólafur Stígsson, Ásrún Helga Guðmundsdóttir, Jóhanna Stígsdóttir, Reynir Ólason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.