Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 27
vín
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 27
Þau vín eru ekki einungis í hópibestu rauðvína Ítalíu heldur,ásamt Barolo-vínunum frá
Piedmont í norðri, þau ítölsku vín
sem teljast meðal stórfenglegustu
vína veraldar.
Vakti það nokkra athygli fyrr á
þessu ári þegar bandaríska tímaritið
Wine Spectator birti árlegan lista
sinn yfir 100 bestu vín ársins að ekki
einungi vermdi Casanove di Neri –
Tenuta Nuova efsta sætið heldur var
all nokkra fulltrúa Brunello til við-
bótar að finna á listanum.
Líkt og flest rauðvín Toskana er
hér um að ræða vín úr þrúgunni
Sangiovese. Hún er til í mörgum af-
brigðum og ber nokkur svæðis-
bundin nöfn. Við ströndina í Mar-
emma er hún nefnd Morellino (di
Scansano) og í (Vino Nobile di)
Montepulciano ber þrúgan heitið
Prugnolo gentile.
Afbrigðið sem ræktað hefur verið
upp í hæðunum og dölunum í kring-
um þorpið Montalcino var hins veg-
ar gefið nafnið Brunello, sem líklega
er dregið af orðinu bruno og má því
segja að nafnið þýði sá dökki frá
Montalcino.
Saga vínanna frá Brunello er ekki
löng í samanburði við afrekaskrá
annarra heimsþekktra vína. Það var
í raun ekki fyrr en á nítjándu öld
sem að Brunello-vínin í þeim skiln-
ingi sem við þekkjum þau í dag voru
þróuð fram af Biondi-Santi-
fjölskyldunni. Hún afmarkaði þetta
tiltekna afbrigði Sangiovese-
þrúgunnar og við víngerðina var leit-
ast við að búa til mikil vín er byggju
yfir jafnt lífsþrótti sem lífslengd.
Vínin frá Biondi-Santi nutu fljótt
mikillar hylli alþjóðlega en það var
þó ekki fyrr en á síðari hluta síðustu
aldar sem Brunello-víngerð fór að ná
almennilegri fótfestu á svæðinu og æ
fleiri bændur fóru að rækta og fram-
leiða vín í þessum stíl. Árið 1970
voru Brunello-vín skilgreind sem vín
í efsta flokki ítalskra vína, DOCG,
fyrst allra vína. Annar mikilvægur
áfangi í Brunello-sögunni var þegar
bandarísk-ítalska fjölskyldan Mari-
ani, sem hafði auðgast á vínvið-
skiptum í vesturheimi, festi kaup á
Banfi-kastala árið 1978 og hóf Bru-
nello-framleiðslu en með því hófst
innreið þessara vína á Bandaríkja-
markað fyrir alvöru.
Að ná sem mestu úr þrúgunum
Það er einnig til marks um hversu
mikið menn eru farnir að horfa til
Brunello að þekktustu vínhús Ítalíu
eru búin að fjárfesta þar í víngerð og
má nefna Piero Antinori (Pian delle
Vigne) og Angelo Gaja (Pieve Santa
Restituta og Rennina).
Góður Brunello ber af öðrum San-
giovese-vínum. Því má að miklu leyti
þakka loftslaginu í Montalcino en
meðalhiti þar er hærri en annars
staðar í Toskana. Við víngerðina er
sömuleiðis lögð áhersla á að ná sem
mestu úr þrúgunni og vínin verða að
liggja tvö ár á eikartunnum áður en
þau eru sett á markað. Margir fram-
leiðendur geyma þó vínin allt að þrjú
ár á tunnum. Nota menn jafnt 225
lítra „barrique“-tunnur eða stórar
ámur, kallaðar „botte“. Á markað
mega vínin fara á sjötta ári frá upp-
skeru.
Nú er algengast að rekast á vín
frá 2002-uppskerunni sem var því
miður einungis miðlungs góð á Ítalíu
eftir nokkur frábær ár en allir ár-
gangar á bilinu 1995-2001 voru afar
góðir og sumir frábærir, s.s. 1997,
1999 og 2001.
Brunello-vín eru alls ekki ódýr
vín, þau sem fáanleg eru í vínbúð-
unum kosta frá rúmlega þrjú þús-
und krónum og upp úr.
Í samanburði við til dæmis sam-
bærileg vín frá Bordeaux verður þó
að segjast eins og er að þau eru mjög
góð kaup miðað við hvað maður fær
mögnuð vín fyrir peninginn. Jafn-
framt er hægt að fá ódýrari „mini“-
útgáfu ef vín í flokknum Rosso di
Montalcino eru keypt. Þau eru einn-
ig framleidd 100% úr Brunello-
þrúgum en koma mun fyrr á mark-
að. Enda segir sagan að þessi flokk-
ur hafi orðið til vegna þess
vínbændur neyddust til að fá pen-
inga fyrr í vasann – þeir gátu ekki
allir beðið í fimm ár frá uppskeru
þangað til að hægt væri að selja
Brunello-inn.
Brunello-vín úr búðunum
Argiano Brunello di Montalcino
2002 er vín kennt við forna sum-
arhöll Pecci-fjölskyldunnar, að-
alsfjölskyldu frá Siena sem trónir á
hæð suðvestur af þorpinu Montalc-
ino. Á seinni árum er Argiano hins
vegar þekktar sem úrvalsframleið-
andi Montalcino-vína. Kryddað,
blóðug villibráð og reykur. Þegar
farið að sýna góða dýpt og nokkurn
þroska en þrátt fyrir fágun á ytra
borðinu leynist mikill kraftur undir
niðri. Silkimjúk tannín, nokkur sýra
og þéttriðið bragð-net, fullkomið
með góðri nautasteik. 3.290 krónur.
88/100
Castello Banfi Brunello di Mon-
talcino 2001 er standard-Brunello
úr Banfi-línu Mariani-fjölskyld-
unnar, vínð sem ruddi slóðina fyrir
Brunello í Bandaríkjunum. Þetta er
þurr Brunello með krydduðum,
dökkum ávexti, kaffi og sviðinni eik.
Stíft og langt með allnokkrum tann-
ínum og sýru. 4.190 krónur. 89/100
Cantina di Montalcino Brunello
di Montalcino 2002 er „unglegur“ og
snotur Brunello. Þetta er eina vín-
samlagið á Brunello-svæðinu og ekki
er það stórt frekar en annað í Mon-
talcino. Brunello-svæðið í heild
framleiðir árlega álíka magn og
miðlungs framleiðandi á heimsvísu
og það endurspeglast í stærð „kant-
ínunnar“ sem þætti ekki stór fram-
leiðandi á flestum öðrum víngerð-
arsvæðum Ítalíu. Allt er fremur í stíl
lítils gæðaframleiðanda. Svartur
kirsuberja- og plómuávöxtur, eik og
töluverður apótekaralakkrís. All-
massíft, ungt og tannínskt með góðri
dýpt og lengd. Það er reisn yfir vín-
inu og það má vel geyma í 5-10 ár.
3.790 krónur. 88/100
sts@mbl.is
Vínbóndi Við gerð Brunello-vínanna er lögð áhersla á að ná sem mestu úr þrúgunum.
Morgunblaðið/ Steingrímur Sigurgeirsson
Fagrar sveitir Í suðurhluta Toskana er helsta aristókrata toskanskra vína að finna.
Brunello – sá dökki
Þegar Toskana og vín eru nefnd í sömu andrá er hér-
aðið Chianti líklega það sem fyrst kemur upp í hug-
ann hjá flestum, enda algengasta gæðavín héraðsins,
segir Steingrímur Sigurgeirsson. Það er hins vegar í
suðurhluta Toskana, suður af Siena, sem helsta ar-
istókrata toskanskra vína er að finna: Brunello di
Montalcino.
LÍKAMLEG hreyfing er líklega
ekki í efst í huga þeirra sem eru að
drepast úr verkjum. Æfingar gætu
þó bætt um betur og reynst mikil-
vægari en kyrrstaða og aðgerða-
leysi, þegar upp er staðið. Regluleg
hreyfing er nefnilega alhliða vopn
gegn krónískum verkjum, að því er
segir á vefsíðu bandarísku sjúkra-
stofnunarinnar Mayo Clinic.
Með aðgerðaleysi og óvirkni
missa vöðvarnir, þar með talið hjart-
að, niður styrk og vinna þar af leið-
andi óskilvirkar en ella með þeim af-
leiðingum að hætta á of háum
blóðþrýstingi, háu kólesteróli og
sykursýki snarhækkar. Aðgerða-
leysið getur auk þess framkallað
meiri þreytu, streitu og kvíða.
„Fyrir mörgum árum var fólki,
sem var illa haldið af verkjum, ráð-
lagt að hvíla sig, en núna vitum við
að hið gagnstæða virkar betur.
Hreyfingarleysið er eingöngu til
þess fallið að stuðla að áframhald-
andi krónískum kvillum,“ segir
Edward Laskowski, sérfræðingur
við Mayo Clinic.
Þótt erfitt geti verið að koma
kvöldum líkama af stað í hreyfingu á
hann eftir að uppskera árangur erf-
iðisins því hreyfingin er líkleg til að:
Hvetja líkamann til að losa en-
dorfín, sem hindrar að merki um
sársauka komist upp í heila-
starfsemina. Endorfín hjálpar líka
til við að lina kvíða og depurð.
Hjálpa til við að byggja upp fyrri
vöðvastyrk.
Auka sveigjanleika í liðamótum.
Bæta svefn.
Styrkja vinnuþrek.
Hjálpa til við að halda kjörþyngd.
Bæta skap.
Vernda hjarta og æðar.
Til að gera hreyfingu að vana er
fólki, sem burðast með króníska
kvilla, ráðlagt að ráðfæra sig við
lækni um viðhlítandi æfingaplön,
ekki síst til að fullvissa sig um að
rétt sé farið að. Árangursríkast er
að finna sér hreyfingu, sem viðkom-
andi hefur gaman af. Best er svo að
byrja bara rólega og gefa svo í
smátt og smátt, eftir því sem lík-
aminn verður tilbúnari til að taka
við.
Hreyfingin linar
kvalirnar
Morgunblaðið/Jim Smart
Hreyfingin Regluleg hreyfing er líklegri til að draga úr krónískum kvillum
en kyrrstaða, aðgerðaleysi og hvíldin ein.
heilsa