Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 25 af okkur. amikil og Geir. „Við ddi á báð- jög öflugt yggist á hafa ekki um vanda- eyst. Svo a hagkerfi á innfluttu er gríðar- stæðum í aráðherr- skum að- m mikinn samstarfi u Íslend- ingar yfir sérþekkingu í faginu. Írsk og íslensk stjórnvöld eiga það sameiginlegt að hafa lækkað fyrirtækjaskatt til muna á síðustu árum. Á Íslandi er skattur á fyr- irtæki 18% en á Írlandi eru menn komnir mun neðar, hlutfallið er að- eins 12,5%. Sagði Geir augljóst af öllu – hversu vel Írum hefur gengið að laða fjölþjóðleg stórfyrirtæki til landsins, m.a. á sviði lyfjafram- leiðslu, sem ella hefðu hugsanlega komið sér fyrir í Asíu eða annars staðar – að Írar hefðu tekið mjög viturlega ákvörðun þegar þeir lækkuðu fyrirtækjaskattana. „Eins og viðskiptaráðherrann benti á, þá er það ekki prósentan sem skiptir máli, heldur hvað hún gefur af sér í ríkissjóð. Það er það sem við höfum alltaf sagt heima á Íslandi. Ef 18% skattur gefur meira af sér en 30%, þá er auðvitað aug- ljóst hvort er betra.“ Evrumál og þjóðar- sáttarsamningar „Varðandi evruna, þá er það auð- vitað mjög fróðleg umræða,“ sagði Geir en fram kom m.a. á fundum sem ráðherrann átti í gær að Írar telja sig hafa notið góðs af því að hafa evru á meðan Bretar hafa hana ekki. Þeir hafi getað búið sér til markað í fjármálageiranum út á þessa sérstöðu sem þeir hefðu sem „enskumælandi land með evru“. „Þeir láta vel af reynslu sinni af evrunni en það má náttúrlega ekki gleyma því, að þeir hafa verið í Evr- ópusambandinu frá 1973 og tekið þátt í þessu fyrirkomulagi allt frá byrjun. Það er því ólíku saman að jafna miðað við okkar aðstæður,“ sagði Geir. Umræðurnar hefðu hins vegar verið mjög fróðlegar. „Þetta er veganesti sem má taka með heim og hugleiða,“ sagði Geir. Geir sýndi þjóðarsáttarkerfi því sem Írar komu upp með formlegum hætti 1987 mikinn áhuga en samn- ingar þar að lútandi – sem á ensku kallast Social Partnership – mörk- uðu hornstein að því að hægt var að takast á við þann gríðarlega efna- hagsvanda sem við blasti á Írlandi. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá því í vor er einmitt vikið að því að stofna skuli samráðsvettvang að- ila vinnumarkaðar og stjórnvalda á Íslandi í líkingu við þann á Írlandi. „Þetta er auðvitað hlutur sem við þekkjum,“ sagði Geir, „þó að þjóð- arsáttarkerfið heima hafi ekki verið jafn formgert og hér.“ Sagði hann að íslenskt samfélag væri minna og því væri e.t.v. ekki þörf á því að hafa eins stórt batterí utan um þetta samráð og raun ber vitni á Írlandi, þar sem heil deild innan forsætisráðuneytisins sinnir því. Engu að síður sé það markmið ríkisstjórnarinnar að binda hlutina fastari böndum. „Það er búið að halda einn fund með aðilum vinnu- markaðarins vegna þessa máls, hann var haldinn í sumar. Það er verið að undirbúa núna svona form- lega umgjörð í texta utan um þetta sem var ætlunin að kynna í haust. Það var niðurstaða fundarins í sum- ar,“ sagði Geir. Geir tók fram að honum þætti sérlega ánægjulegt að sjá hversu vel Landsbankinn hefði komið ár sinni fyrir borð á írskum fjármála- markaði og kvaðst sannfærður um að fleiri tækifæri stæðu opin, vildu menn grípa þau. „Þar myndi skipta máli og yrði mjög ánægjulegt ef við gætum fengið beint flug milli land- anna tveggja. Það myndi gera þetta allt saman miklu einfaldara. Við ráðum því hins vegar ekki, þær ákvarðanir taka auðvitað flugfélög- in sjálf.“ um – og þeir af okkur Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson ráðherra, John Conroy, forstjóri Merrion Capital, og Halldór Kristjánsson. Viðskipti milli Íslands ogÍrlands hafa ekki veriðmikil, innflutningur tilÍslands frá Írlandi er að verðmæti 8,4 milljarðar króna eða 2% af heildarinnflutningi til landsins. Útflutningur okkar til Írlands er enn minni, aðeins ríf- lega milljarður á ársgrundvelli, eða 0,5% af útflutningsverðmæti. Sjö íslensk fyrirtæki hafa hins vegar haslað sér völl á Írlandi á síðustu misserum og Geir H. Haarde kannaði aðstæður í þrem- ur þeirra í opinberri heimsókn sinni til Írlands. Geir heimsótti höfuðstöðvar Hibernia Atlantic og Industria í fyrradag en í gær skoðaði hann höfuðstöðvar verðbréfafyrirtækis- ins Merrion Capital sem Lands- bankinn keypti í desember 2005. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, hefur ekki nema gott eitt að segja um þá ákvörðun bankans að fara inn á hinn írska fjármálamarkað. Fjárfestingin hafi reynst traust, tekjur hafi meira en tvöfaldast á ársgrundvelli á þeim tíma sem liðinn sé síðan þeir keyptu fyr- irtækið og hagnaður sé eftir því. „Þannig að við erum gríðarlega ánægðir með starfsemina,“ segir hann. Nú hefur verið opnað útibú frá Merrion í Cork á Suður-Írlandi en allt í allt starfa nú um 100 manns hjá fyrirtækinu. Er velta þess á bilinu 50 til 55 milljónir evra á ári. En hvað skýrir velgengnina? „Hér spila margir samverkandi þættir saman,“ segir Sigurjón. „Fyrirtækið er í eðli sínu mjög gott og nú nýtur það þess að vera orðið hluti af stærri heild, þ.e. Landsbankasamstæðunni. Í þriðja lagi hafa aðstæður á Ír- landi öll undanfarin ár verið mjög góð til reksturs fjármálafyrir- tækja.“ Fjórða stærsta verðbréfafyrirtækið Merrion er fjórða stærsta verð- bréfafyrirtækið á Írlandi með 5- 10% markaðshlutdeild. Sigurjón segir fyrirtækið hins vegar hafa verið að auka sinn hluta af kök- unni jafnt og þétt. Merrion hafi t.d. í fyrra komið að einkavæðing- arferli símafyrirtækisins Eircom og írska flugfélagsins Aer Lingus en stærri verði verkefnin varla í írsku samhengi. Aðspurður um það hvaða máli það skiptir að forsætisráðherra gefi sér tíma til að heimsækja fyrirtækið segir Sigurjón, að það sýni og sanni fyrir starfsfólkinu, að Landsbankinn standi á bak við fyrirtækið, að um sé að ræða fjár- festingu, sem Landsbankamenn láti sér annt um. Mikill vöxtur á áhugaverðum markaði Sjálfir koma þeir Sigurjón og Halldór Kristjánsson, þ.e. báðir bankastjórar Landsbankans, reglulega til Dublin. Þar kann raunar að skipta máli að Lands- bankinn hefur verið orðaður við frekari fjárfestingar á Írlandi en um það vildi Sigurjón ekki tjá sig að svo stöddu. „En írski mark- aðurinn er mjög áhugaverður og það höfum við sagt frá upphafi. Hér hefur verið mikill vöxtur og mörg tækifæri. Annars hefðum við aldrei verið að fara inn á þennan markað yfirhöfuð,“ sagði hann. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Við nám og störf Margir Íslendingar nema og starfa í Dublin. Þeirra á meðal er Gylfi Freyr Gudmundsson sem vinnur á Merrion-hótelinu, Benedikt K. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Bracken Public Relations, Margrét Steinþórsdóttir, sem stundar doktorsnám í steingervingafræði, Davíð Bragason, sem vinnur hjá Hewlett Packard, og Ann Marie Braga- son, eiginkona hans. Tekjurnar hafa tvöfaldast á tæp- um tveimur árum Merrion Capital hefur reynst traust fjárfesting fyrir Landsbankann Í HNOTSKURN » Sjö íslensk fyrirtæki hafaumsvif á Írlandi og heim- sækir Geir H. Haarde for- sætisráðherra þrjú þeirra: Merrion Capital, Hibernia Atl- antic og Industria. » Auk Merrion, HiberniaAtlantic og Industria er Air Atlanta með viðhaldsstöð á Shannon-flugvelli, Hamp- iðjan rekur hér netagerðina Swan Net-Gundry Ltd. og Stofnfiskur Iceland er með fiskeldisstöð í Galway. Þá hef- ur Samskip hér einnig starfs- stöð. » Sigurjón Árnason, banka-stjóri Landsbankans, segir, að írski markaðurinn sé mjög áhugaverður. Þar hafi verið mikill vöxtur og mikið um alls konar tækifæri. Haarde forsætisráðherra átti Mary McAleese, forseta Ír- ærmorgun í bústað hennar í Park. McAleese var fyrst kosin ands 1997 og svo aftur 2004 næstum hálfnuð með sitt ann- að sjö ára kjörtímabil. Hún er önnur konan til að gegna embættinu en McA- leese tók við af Mary Robinson sem for- seti landsins. McAleese er fædd og upp- alin á Norður-Írlandi og þykir það hafa stuðlað að bættum samskiptum ráðandi afla á Írlandi og Norður-Írlandi. „Þetta er mjög viðkunnanleg kona og gagn- merk, lögfræðingur og nýtur mjög mik- illar virðingar og vinsælda hérna. Fundurinn var hinn ánægjulegasti,“ sagði Geir í gær. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson fund Mary McAleese, forseti Írlands, og Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hún tók við embættinu af Mary Robinson. ægjulegur fundur með forseta Írlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.