Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 13
Viðurkenning Mosfellsbæjar er staðfesting á því
hversu vel hefur tekist til. Við óskum íbúum húsanna
til hamingju með glæsileg híbýli í fallegri umgjörð.
Allar íbúðirnar eru seldar.
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/S
ÍA
Glæsileiki og góður frágangur
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir Íslenskum
aðalverktökum viðurkenningu fyrir góðan frágang
og heildarsvip lóða og húsa við Þrastarhöfða.
Um er að ræða lóðir við húsin að Þrastarhöfða númer 1–3, 2, 5 og 4–6, samtals fjögur fjöl-
býlishús á þremur hæðum, með sextíu íbúðum alls. Húsin voru hönnuð af ASK arkitektum en
Landslag ehf. hannaði lóðir. Framkvæmdir hófust haustið 2004 og lauk í október 2006.
Við hönnun lóðanna var stefnt að því að skapa aðlaðandi og öruggt umhverfi við fjölbýlis-
húsin. Lóðir eru þökulagðar og limgerðum plantað við lóðamörk og séreignahluta sem
tilheyra íbúum á neðstu hæð. Þar innan við eru hellulagðar verandir og litlar grasflatir.
Byggingarnar mynda skjólgóð rými þar sem séð er fyrir leiksvæði barna sem er í góðum
tengslum við aðalinnganga. Lóðirnar snúa vel við sól og grasflatir nýtast öllum íbúum
húsanna til útiveru.
Lögð var áhersla á fallegt útlit og samræmi í heildarsvip. Bílastæði eru malbikuð og stígar
og verandir hellulagðar með snjóbræðslu að hluta. Á jöðrum lóða og á aðkomusvæðum var
unnið markvisst með gróður til skjólmyndunar og til að skapa hlýlegt yfirbragð, valdar voru
gróskumiklar tegundir með mismunandi blómgunartíma og litbrigði í laufi.