Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
BRATZ kl. 3:50 - 5:40 - 8:30 LEYFÐ
ASTRÓPÍA kl. 3:40 LEYFÐ
LICENSE TO WED kl. 6 - 8 B.i. 7 ára DIGITAL
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára
THE TRANSFORMERS kl. 10:40 B.i. 10 ára DIGITAL
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ DIGITAL
/ KRINGLUNNI
MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára
MR. BROOKS kl.8 - 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
BRATZ kl. 4 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
KNOCKED UP kl. 8 - 10:40 B.i.14.ára
DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára
ASTRÓPÍA kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 4 - 6 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Sýnd laugardag
og Sunnudag
Sýnd laugardag
og Sunnudag
ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL.
ÓVÆNTASTI
SÁLFRÆÐITRYLLIR
ÁRSINS.
SKEMMTILEGUSTU
VINKONUR Í HEIMI
ERU MÆTTAR.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
VEFSÍÐAN Imdb.com, vinsælasta og stærsta
kvikmyndasíða Netsins, hóf nýverið að flokka
kvikmyndir eftir því hvort nakin börn koma fyrir
í myndunum. Sænska dagblaðið Aftonbladet
vakti athygli á þessu á vefsíðu sinni í gær þegar í
ljós kom að nokkrar kvikmyndir sem byggðar
eru á sögum eftir barnabókahöfundinn Astrid
Lindgren eru flokkaðar með þessum hætti, til
dæmis Maddit, Ronja Ræningjadóttir og Börnin
í Ólátagarði. Carl Olof Nyman, talsmaður Saltk-
råkan AB sem gefur út bækur Lindgrens, segist
ekki skilja tilganginn með þessari flokkun. „Ég
skil ekki til hvers menn vilja flokka kvikmyndir
eftir því hvort nakin börn koma fyrir í þeim.
Hvað á það að bæta?“ spyr Nyman.
Frægar myndir
Á Imdb.com er hægt að fá upplýsingar um
flest þau viðfangsefni sem koma fyrir í viðkom-
andi kvikmynd og er það fyrirkomulag trúlega
hugsað fyrir foreldra sem vilja vita hvers konar
efni börn þeirra horfa á. Á meðal þessara við-
fangsefna eru jafn ólík atriði og fjölskyldan, of-
beldi, vinátta, ljótt orðbragð, ást, kynlíf og lífið,
svo fáein dæmi séu nefnd. Nýverið var „child nu-
dity“ eða nekt barna bætt við þessi viðfangsefni,
og samkvæmt vefsíðunni falla 258 kvikmyndir
undir þá skilgreiningu. Þar á meðal eru nokkrar
þekktar kvikmyndir, svo sem nýja myndin um
Simpsons fjölskylduna, Midnight Cowboy, A
Beautiful Mind, Godfather 2 og meira að segja
sjónvarpsþættirnir um vinina, Friends.
Varað við nöktum börnum
Lindgren Nakin börn sjást í kvikmyndum eftir sögum hennar.
Í kvikmyndinni
Mr. Brooks segir
frá Mr. Brooks
sem er farsæll í
starfi sínu í við-
skiptaheiminum.
En það er ekki
allt sem sýnist því
hann er klofinn
persónuleiki, milli
þess að vera til-
finningasamur og
góður er hann
kaldur og grimm-
ur fjöldamorðingi.
Hann ákveður að drepa seinasta
fórnarlamb sitt og hætta svo dráp-
unum og snúa sér að einföldu fjöl-
skyldulífi. En eitthvað fer úrskeiðis
og hann getur ekki yfirgefið glæpa-
hátterni sitt. Á meðan fer líka allt að
snúast til hins verra hjá hinni full-
komnu fjölskyldu hans og hann er
eltur af lögreglunni. Mr. Brooks
kemst að lokum að því að eina leiðin
til að binda enda á glæpaferilinn sé
að drepa aftur og aftur.
Leikstjóri er Bruce A. Evans og
skrifaði hann einnig handritið ásamt
Raynold Gideon. Aðalhlutverk leika:
Kevin Costner, William Hurt, Demi
Moore, Dane Cook, Marg Helgen-
berger og Jason Lewis.
Mr. Brooks er frumsýnd í dag í
Sambíóunum Álfabakka og Kringl-
unni og er bönnuð innan 16 ára.
Mr. Brooks Ekki allur þar sem hann er séður.
Fjölskyldufaðir
og fjöldamorðingi
Erlendir dómar:
Metacritic 45/100
Rolling Stone 75/100
Variety 60/100
The Hollywood Reporter 40/100
FRUMSÝNING»