Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 37 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnu- stofan opin kl. 9-16.30. Verslunarferð í Bónus kl. 10 (annan hvern föstudag). Bingó kl. 14. Söngstund við píanóið kl. 15.30. Árskógar 4 | kl. 9.3. Bað kl. 8-16. , Smíði/útskurður kl. 13.30 Bingó. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/ blaðið, fótaaðgerð, hádegisverður, frjálst að spila í sal, kertaskreyting- arnámskeið byrjar í dag, kaffi. Upplýs- ingar í síma 535-2760 Félag eldri borgara í Kópavogi | Fyrsta söngsamkoma Gleðigjafanna í Gull- smára í vetur, verður föstudaginn 14. september kl. 14. Stjórnandi: Guð- mundur Magnússon. Allir eldri borgarar velkomnir. Komið og syngið „lögin þýðu og ljóðin hress og fögur“. FEBK. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettuball verður haldið laugardaginn 15. september kl. 20 -23, í Félagsheim- ilinu Gullsmára, Gullsmára 13. Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Miðaverð 500 kr. Mætum öll með sól í sinni og söng í hjarta. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í Þverárrétt í Borg- arfirði mánudag 17. september. Brottför frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Deildartunguhver skoðaður. Réttur dagsins „kjöt og kjötsúpa“ á Mótel Ven- us. Skráning og ítarlegri upplýsingar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Opið hús verður laugardaginn 15. september kl. 14 þar sem félagsstarfið í vetur verð- ur kynnt. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. klúbbur og umræður kl. 10. Leikfimi í salnum kl. 11. „Opið hús“ spilað á spil kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11.30. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9-12. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von í Efstaleiti 7 laugardaginn 15. september. Vistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni. Kiddi Bjarna leik- ur fyrir dansi. Félagsstarf SÁÁ Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 10.15-11.45 spænska – framh. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30- 14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30-15.45 Kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í að- alsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirmótun kl. 9, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Erum byrjuð að skrá í námskeið vetrarins. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn frá kl. 13. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 10.15 á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Létt spjall og kaffi. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borg- ara þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Vegurinn kirkja fyrir þig | Unglinga- samkoma kl. 20 í Veginum á Smiðjuvegi 5. Gunnar Wiencke prédikar, lofgjörð og fyrirbæn. Samfélag í kaffisal á eftir. Allir velkomnir. 9.30. Málm- og silfursmíði kl. 9.30. Jóga kl. 10.40. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt á könnunni til kl. 16. Félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður. Kl. 9.15 jóga. Kl. 10 ganga. Kl. 10.30 leikfimi. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 14 gleðigjafarnir syngja. Kl. 15.30 Al- þjóðl.hringdansar, Glóð Íþróttafélag. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýri kl. 13. Félagsvist í Garðabergi kl. 13, allir velkomnir – heitt á könnunni. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 ,,Prjónakaffi“ (ath. nýjung) umsj. Ágústa Hjálmtýsd. Kl. 10. Bragakaffi, á eftir er lagt af stað í létta göngu um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.20 kóræfing. Uppl. á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg. is Hraunbær 105 | Kl. 9 baðþjónusta, al- menn handavinna, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 14.45-15.30 bókabíllinn, kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Kl. 9-14 baðþjónusta. Kl. 912 almenn handavinna. Kl. 1212.30 hádegismatur. Kl. 14.4515.30 bókabíll- inn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9. Leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, Boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Opin vinnustofa kl. 9-12, postulíns- málun. Böðun fyrir hádegi. Bíó kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Allir alltaf velkomnir. Skráningu í tilboð haustsins lýkur end- anlega í dag. Munið að Listasmiðjan er opinn frá kl. 9-16 alla virka daga. Komdu með þínar hugmyndir og við aðstoðum þig, s. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- 80ára afmæli. Hinn 16.september næstkom- andi verður áttræður Ásgeir Long. Hann langar til að hitta ættingja, vini og velunnara á laugardaginn, 15. september, eftir kl. 16, á heimili sínu, Fléttuvöllum 9, í Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er föstudagur 14. september, 257. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Endurmenntunarstofnun HÍbýður í haust upp á nám-skeiðið Ludwig van Beet-hoven –Maðurinn og tónlist- in. Kennari á námskeiðinu er Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands: „Í tilviki Beethovens er óhætt að tala um frægasta tónskáld sögunn- ar, og hefur ekkert tónskáld fyrr eða síðar haft jafn víðtæk áhrif og hann,“ segir Árni Heimir sem áður hefur kennt við miklar vinsældir námskeið um Shostakovitch og Bach. „Verk fárra tónskáld eru jafnmikið spiluð og sungin og verk Beethovens, og áhrifa hans gætir á öllum sviðum: allt frá ævisögu- legum bíómyndum í misjöfnum gæð- um, yfir í nútímatækni – en sagan segir að þegar ummál geisladisksins var ákveðið á skrifstofu í Japan á sínum tíma var viðmiðunin sú að 9. sinfónían þyrfti að komast fyrir á einum diski.“ Eins og heiti námskeiðsins gefur til kynna verður fjallað bæði um einkalíf og verk Beethovens, en kennt verður fimm þriðjudagskvöld, frá 18. septem- ber til 16. október. „Námskeiðið er sett upp með þeim hætti að á að vera aðgengilegt fyrir alla, og ekki er nauðsynlegt að hafa lært á hljóðfæri eða kunna skil á öllum tónfræðiheitum til að hafa gagn og gaman af námskeiðinu,“ segir Árni Heimir. „Efnið leitast ég við að krydda með hæfilega mörgum skemmtilegum sögum og fróðleik, og á einfaldan hátt að útskýra hvað það er í tónlistinni sjálfri sem gerir hana jafnflotta og raunin er. Ég mun verja töluverðum tíma við flygilinn, sem nýtist vel til að útskýra tónfræðileg atriði og gægjast á bak við vefinn í verkum Beethovens.“ Kennt verður sem fyrr segir á þriðjudögum, frá 20 til 22 og fer kennsla fram í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar, námskeiðslýs- ing og skráning eru á heimasíðu Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands á slóðinni http://www.endur- menntun.is. Er vakin athygli á að mörg stéttar- félög og fyrirtæki greiða niður kostnað vegna námskeiða hjá Endurmennt- unarstofnun. Menntun | Námskeið um ævi og störf Beethovens hefst 18. september Beethoven á léttu nótunum  Árni Heimir Ingólfsson fæddist í Reykjavík 1973. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1993, BA-prófi í pí- anóleik og tónlist- arsögu frá Oberlin Conservatory í Ohio 1997 og meistara- og síðar doktorsprófi í tónlistarfræði frá Harvardháskóla 2003. Árni Heim- ir hefur starfað við Listaháskóla Ís- lands frá 2002, fyrst sem stundakenn- ari og síðar dósent en hann tók nýverið við starfi tónlistarstjóra Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Tónlist Bústaðakirkja | 1. tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á nýju starfsári verða sunnudaginn 16. september. Félagar í Camer- arctca leika. Sjá Kammer.is Næsti Bar | Á Næsta Bar verður sá sjaldgæfi atburður að Guðjón Rúdolf tekur lagið ásamt hljóm- sveit. Einnig leikur tríóið óút- reiknanlega úðþ. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangs- eyrir 1.000 kr. Organ | Rjóminn.is heldur styrkt- artónleika fyrir BUGL á Organ hinn 14. september. April, Hellvar, Vicky Pollard og Coral munu spila. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 500 kr. inn en þeir peningar renna til BUGLs. Seltjarnarneskirkja | Sæberg Sigurðsson, bassi, heldur ein- söngstónleika í Seltjarnarnes- kirkju laugardaginn 15. septem- ber, kl. 17. Meðleikari Sæbergs á tónleikunum verður Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari. Að- gangur er ókeypis. Uppákomur World Class Laugar | World Class og Fusion Masterclass tími á heimsmælikvarða í þolfimi til styrktar Blátt áfram verður í dag, föstudaginn 14. september, í World Class Laugum kl. 18.30. Plötusnúður verður hinn eini sanni Páll Óskar. Frístundir og námskeið Gróttusalurinn Seltjarnarnesi | Opin kynning í kvöld og námskeið alla helgina með Alain Allard. Dans fyrir líkama og sál þróaður af Gabrielle Roth. Upplýsingar í síma 866-5527 og www.5rhythms.co.uk. TUNGNAMENN halda upp á það, að aftur er réttað fé í Tungnaréttum eftir tveggja ára hlé en fyrir tveimur árum var skorið niður vegna riðu. Réttirnar hefjast kl. 9 laug- ardaginn 15. sept- ember. Um kvöldið verður réttarball í Aratungu í umsjá Skálholts- kórsins, eins og verið hefur síðustu ár. Hljómsveitin „Leyni- bandið“, með félögum úr Skálholtskórnum og fleirum, mun halda uppi stanslausu dans- stuði fram á nótt. Réttarball í Aratungu Mistök í töflu MISTÖK urðu í uppsetningu töflu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar vegna niðurskurðar þorskveiðiheim- ilda, sem birt var í blaðinu í gær. Í fjórða dálki töflunnar átti að vera summa upphæða úr fyrri dálkunum þremur. Þess í stað var fyrsti dálk- urinn endurtekinn í þeim fjórða. Til að fá summuna þarf því að leggja saman tölurnar í fyrstu þremur dálkunum. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT RÁÐSTEFNUFYRIRTÆKIÐ Nomos, Útflutningsráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um sam- spil hugverkaréttar og samkeppnisréttar á Hótel Sögu í dag, föstu- dag, 14. september og hefst kl. 9. Fyrirlesarar eru m.a. frá Bretlandi, Skandinavíu og Belgíu. Í fréttatilkynningu kemur fram að ráðstefnan býður upp á ein- stakt tækifæri fyrir þá sem á einhvern hátt sinna eða tengjast þess- um réttarsviðum. Nánari upplýsingar, sjá: www.nomos.is. Ráðstefna um tengsl hug- verka og samkeppnisréttar RÁÐSTEFNA Þerapeiu ehf. í samvinnu við Landlæknisemb- ættið verður haldin 27. og 28. september kl. 9.15-16 í Fyr- irlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Farið verður yfir skaðlegar afleiðingar vímuefnaneyslu for- eldra, einkanlega þó mæðra á meðgöngu, fyrir uppvöxt og sál- rænan og líkamlegan þroska barna. Fjallað verður um skilvirkar og árangursríkar leiðir til að ná til barna og foreldra í þessum áhættuhópum. Sérstök áhersla verður lögð á það hvernig megi fyrirbyggja vanrækslu, sem af vímuefnaneyslu foreldra hlýst og á hvern hátt megi styrkja illa stadda foreldra í umönnunar- hlutverki sínu. Þetta efni er sérstaklega hugsað fyrir fagfólk, sem vinnur með börn og foreldra í þessum áhættuhópum, hvort heldur er innan heilbrigðis-, félagsmála- eða skólakerfisins og eins innan kirkjunnar. Fyrirlesarar eru: dr. Kari Kil- lén prófessor, NOVA (Norwegi- an Institute of Social Research), og dr. May Olofsson, yfirlæknir göngudeildar á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Þær eru báðar með mikla vísindalega og klín- íska reynslu á þessu sviði og eru eftirsóttir fyrirlesarar víða um heim. Skráning og upplýsingar í síma 562-3990 milli kl. 15 og 17 eða sendið tölvupóst til terapeia- @simnet.is. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku, umræður fara fram á ensku og Norðurlandamálum. Fjöldi þátttakenda er takmark- aður. Foreldrar í vanda – vanrækt börn FRÉTTIR TEITUR Björn Einarsson gefur kost á sér til þess að gegna embætti 1. varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Teitur Björn er 27 ára lögfræð- ingur og gegnir nú embætti ritara SUS í fráfarandi stjórn auk þess sem hann hefur starfað um árabil innan Sjálfstæðisflokksins. Teitur var formaður Orator, fé- lags laganema, 2003-2004 auk þess sem hann gegndi fjölmörgum störf- um fyrir Vöku og Stúdentaráð HÍ. Samband ungra sjálfstæðis- manna velur sér nýja stjórn á sam- bandsþingi, sem haldið verður á Seyðisfirði dagana 14. til 16. sept- ember nk. Kosið er um embætti for- manns og 1. varaformanns. Teitur Björn í framboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.