Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 45 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÍMI: 482 3007 BRATZ kl. 5:50 - 8 LEYFÐ KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára DISTUBIA kl. 10:10 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ BOURNE ULTIMATUM kl. 10:10 B.i. 14 ára LICENSE TO WED kl. 8 B.i. 7 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ / AKUREYRI VACANCY kl. 8 - 10 B.i. 16 ára BRATZ kl. 6 - 8 LEYFÐ VEÐRAMÓT kl. 10 ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ 3 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 SÚ SKEMMTILEGASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN YFIR 35.000 MANNS eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS eeee JIS, FILM.IS BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? Ertu að fara að gifta þig? Þá viltu alls ekki lenda í honum!!! eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK VIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is EITT af verkefnum Íslensku óperunnar í vetur er uppsetn- ing á verki eftir Ólaf Hauk Símonarson um tónlistarkon- una Janis Joplin. Sýningin heitir Janis Joplin 27 og vísar nafnið til þess að hún var aðeins 27 ára þegar hún lést. Stefán Baldursson óp- erustjóri segir ekki hægt að kalla þetta verk óperu heldur sé þetta frekar leiksýning með mikilli tónlist. „Þetta er ekki eins og ópera þar sem er sungið frá upphafi til enda heldur meira í ætt við leiksýningu. Ég býst við því að lögin verði á ensku en talaður texti á íslensku þar sem það er heil- mikið talað í þessu verki,“ seg- ir Stefán og bætir við að ennþá sé margt óráðið um verkið enda verður það ekki sýnt fyrr en seinnihluta vetrar. „Það er t.d. ekki búið að ráða í hlutverk Joplin, við er- um samt með nokkrar leik- og söngkonur í sigtinu. Þetta er það strembið og mikið verk að við erum núna í augnablikinu að spá í að tvær þurfi að vera í aðalhlutverkinu, söng- og leik- kona. Það er næstum því of mikið lagt á eina og sömu per- sónuna að fara í gegnum þetta leiklega og syngja líka öll lög- in. Það verða semsagt einn til tveir aðalflytjendur í hlutverki Joplin og síðan verður hljóm- sveit á sviðinu. Þetta er ekki fjölmenn sýning.“ Stefán segir að núna séu þeir að vinna í því að setja saman hljómsveitina sem verður í sýningunni og ákveða hverjir sjá um að útsetja lögin en telur líklegast að þau verði keimlíkust því sem þau eru upprunalega. Fyrir breiðan aldurshóp Spurður hvort þetta sé ekki nokkuð óvenjulegt verkefni fyrir Íslensku óperuna segir Stefán það vera. „Það hefur ekki verið gert svona áður, í vetur sýnum við stórar óperusýningar, erum með nokkur minni verkefni og svo af því að við höfum ekki fjárráð til að vera samfellt að sýna óperur vil ég endilega að ÍÓ sé með leiksýningar sem eru sterklega tónlistarlega tengdar. Þótt við séum að fara út í svona sýningu höldum við samt tryggð við aðalþáttinn í starfinu, sem eru stærri og veigameiri óperur, en þetta þarf tvímælalaust að vera með líka.“ Stefán segir uppsetninguna á Janis Joplin 27 ekkert frekar vera tilraun til að fá meira af yngra fólki í óperuna. „Ég hugsa að fólk alveg upp í sjötugt þekki Janis Joplin mjög vel, þannig að við von- umst til þess að það komi sem breiðastur hópur. En þetta er samt þess konar tónlist að hún á ekki síður að höfða til unga fólksins,“ segir Stefán sem vill auka fjölbreytni í verkefnavali óperunnar. Í Janis Joplin 27 er æviferill tónlistarkonunnar rakinn frá upphafi til enda. Ólafur Hauk- ur átti þetta verk tilbúið og segist Stefán hafa vitað af því og falast eftir að fá að sýna það. Stefán segir Janis Joplin lengi hafa verið í uppáhaldi hjá sér. „Ég hef alltaf haldið tölu- vert mikið upp á hana, sér- staklega í gamla daga, svo það verður skemmtileg upprifjun að sjá hana á sviði í óperunni.“ Flott Janis Joplin átti stutta en skrautlega ævi. Æviferill Janis Joplin í óperunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.