Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Refsing milduð um ½ ár  Hæstiréttur lækkaði refsingu karlmanns sem fundinn var sekur um hrottafengna nauðgun úr fjórum árum í þrjú og hálft ár. » Forsíða Úr mýrinni upp á heiði  Olíumengaður jarðvegur, sem grafinn verður upp í Vatnsmýrinni í tengslum við nýbyggingu HR, verð- ur fluttur upp á Hólmsheiði. » 2 Heildarlaun hækka  Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um 12% milli áranna 2006 og 2007. Laun afgreiðslumanna á kassa hækkuðu mest; um 29%. » 2 Fleiri börn komast á legg  Dauðsföll barna undir fimm ára aldri hafa ekki verið færri frá því að skipuleg skráning hófst árið 1960. 9,7 milljónir barna deyja nú árlega miðað við 13 milljónir árið 1990. » 16 SKOÐANIR» Staksteinar: Brestir í bandalagi? Forystugreinar: Mótvægi við kvóta- niðurskurð | Efld tengsl við Íra Ljósvakinn: Auglýsingatími UMRÆÐAN» Evrópudagur blöðruhálskirtilsins Barna- og ungl.starf í Garðabæ Aðstoð Íslands við Íraka Stífar lamir og önnur vandamál Tveir heillandi en ólíkir fákar WV Golf brúar bilið Grænt þema á bílasýningu BÍLAR»  12  1 1 21  2  3  4# + (  5    0 . +   12 21 1 12 1 21  2  21 * 6 ". #  12 21 12 12 1 21  12 1 2  7899:;< #=>;9<?5#@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?#66;C?: ?8;#66;C?: #D?#66;C?: #/<##?0E;:?6< F:@:?#6=F>? #7; >/;: 5>?5<#/(#<=:9: Heitast 10 °C | Kaldast 1 °C Norðvestan 8-13 m/s og stöku él við na- ströndina. Annars breytileg átt og víða léttskýjað. » 10 Jóhann Bjarni Kol- beinsson veltir fyrir sér hvort uppsögn Randvers Þorláks- sonar sé einfaldlega grín. » 41 AF LISTUM» Er verið að grínast? KVIKMYNDIR» Fjórar nýjar myndir frumsýndar í dag. » 47 Æviferill Janis Jopl- in verður rakinn í Ís- lensku óperunni í vetur en ekki hefur verið ráðið í aðal- hlutverkið. » 45 LEIKLIST» Janis Joplin í Óperunni TÓNLIST» Tugmilljónir manna vilja sjá Led Zeppelin. » 41 TÓNLIST » Það er nóg að gerast um helgina. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Í bann fyrir að vera giftur 2. Þjóðvegurinn í Kollafirði ruddur 3. Jodie Foster hrifin af Íslandi 4. Ástars. eftir augl. á mjólkurfernu Veldu létt og mundu eftir ostinum! Mikil mildi BRÆÐURNIR Bjarni og Davíð Hedtoft Reyn- issynir skutu rúmlega 350 öðrum keppendum ref fyrir rass í nýafstaðinni stuttmyndakeppni, Video- Marathon, í Danmörku. Þar fengu þeir fyrstu verðlaun fyrir bestu mynd keppninnar og ekki til lítils að vinna því verðlaunaféð hljóðar upp á 280 þúsund danskar krónur. Meðal styrktaraðila keppninnar eru danska ríkissjónvarpið, Nordisk Film og Den Danske Filminstitut. Rúmlega 350 manns tóku þátt í keppninni og lögðu samtals fram 240 myndir. Tuttugu þeirra voru tilnefndar til verðlaunanna sem Bjarni og Davíð svo hlutu, en þeir bræður lærðu kvikmynda- gerð í Danmörku og hafa nú stofnað sitt eigið fyr- irtæki þar í landi. „Þema keppninnar var lygar og við gerðum mynd sem tekur á því hvernig fjölmiðlar hagræða veruleikanum til að gera hann dramatískari, meira spennandi og því áhorfsvænni. Þegar fréttir fjalla um fólk sem minna má sín skemmir til dæmis ekki fyrir ef viðmælandinn grætur í viðtali, öllu svoleið- is höfum við áhorfendur lúmskt gaman af. Til dæmis var danskur fréttamaður, Jeppe Nybroe, nýlega rekinn frá Danmarks Radio fyrir að hafa gert fréttir frá Írak æsilegri með því að setja sjálfur inn sprengjuhljóð. Við notuðum slík dæmi sem innblástur fyrir myndina okkar,“ út- skýrir Bjarni. „Við fengum heimilislausan mann í lið með okk- ur og fengum að leikstýra honum til að ná fram af- ar dramatískri frásögn hans af lífi sínu á götunni.“ Verðlaunamyndin tók einungis 48 klukkustund- ir í vinnslu. Það er ekki bara vegna þess hve röskir bræðurnir eru heldur einnig vegna þess að það var tíminn sem keppendur fengu úthlutaðan; sólar- hringur til að taka myndina og sólarhringur til að klippa hana. Veruleikanum hagrætt  Íslenskir bræður fá fyrstu verðlaun í stuttmyndasamkeppni í Danmörku  Fengu heimilislausan mann til liðs við sig við gerð myndarinnar Sigurvegarar Tvíburarnir Bjarni og Davíð. HOLLI var vísað úr Hítará fyrir að beita maðki í stað flugu um miðja þessa viku, en maðkveiði er óheimil í Hítará eftir 30. júní ár hvert. „Þetta er mjög gróft brot,“ sagði Páll Þór Ármann, framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykjavík- ur. Stjórn félagsins á eftir að ræða málið, en búast má við að hinir brottreknu verði reknir úr félag- inu, fái ekki að kaupa veiðileyfi hjá því og jafnvel að aðrir veiðileyfa- salar verði upplýstir um hverjir áttu hlut að máli. „Við höfum verið að auka eftirlit með veiðisvæðum okkar og vorum búnir að ráða mann í viðbótareft- irlit, m.a. í Hítará, og hann var þarna að athuga búnað veiðimanna. Það var fyrirsjáanlegt að þessir menn mættu til leiks með þá fyr- irætlun að brjóta reglurnar. Þetta er eitthvað það grófasta sem við höfum séð,“ sagði Páll. | 8 Holli vísað úr Hítará MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, leik- maður Vals, bætti eigið markamet í Landsbankadeild kvenna í gær er hún skoraði tvívegis í 4:2-sigri Vals gegn KR. Ein umferð er eftir en Valur er þegar með aðra hönd á titlinum. Aðdáendur Margrétar vildu fá athygli í leikslok og fram- herjinn brást þeim ekki. | Íþróttir Margrét bætti markametið Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.