Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 40
Nú er orðið ljóst að Ragnhildur
Steinunn Jónsdóttir verður einn
af umsjónarmönnum nýs skemmti-
þáttar sem verður á dagskrá Sjón-
varpsins í vetur og ber hið
skemmtilega nafn Laugardags-
lögin. Að sögn Þórhalls Gunn-
arssonar dagskrárstjóra mun ann-
ar umsjónarmaður hugsanlega
bætast við. Þá mun Gísli Einarsson
fréttamaður koma mikið við sögu í
þáttunum ásamt þeim Jóni Gnarr,
Sigurjóni Kjartanssyni, Selmu
Björnsdóttur, Erpi Eyvindarsyni og
Þorvaldi Bjarna.
Stjörnum prýdd laugar-
dagskvöld á RÚV
Ertu búinn að sjá
söngleikinn Ást? Ef
ekki þá skal ég bjóða þér ef
þú hefur áhuga … 43
»
reykjavíkreykjavík
Eins og fram hefur komið hefur
orðið vart við smávægileg mistök í
umdeildri sjónvarpsauglýsingu
Símans. Þannig sést bæði merki
Vodafone og ártalið 2007 á síma
Júdasar. Fleira skemmtilegt kemur
í ljós þegar auglýsingin er skoðuð,
eða réttara sagt þegar hlustað er á
hana. Lagið sem hljómar þegar
sími Júdasar hringir heitir nefni-
lega „Létt dansa litlir blómálfar“
og er eftir Johann Sebastian Bach,
sem fæddist árið 1685 eftir Krist …
Jesús er eldri en Jo-
hann Sebastian Bach
Sagt var frá því í Morgunblaðinu
í gær að nýr skemmtistaður var
opnaður í gærkvöldi á Klapparstíg
undir nafninu 7-9-13. Staðurinn
þykir einstaklega flottur og er góð
viðbót í miðbæinn.
Í viðtali í blaðinu í gær var haft
eftir skemmtanastjóra staðarins í
léttum dúr að 7-9-13 væri ekki fyrir
snobbað fólk, en auðvitað er hann
fyrir alla, snobbaða sem ekki.
7-9-13 er fyrir alla
Tónlistartímaritið Mojo er með
mánaðarlegan þátt sem nefnist
„One Hit Wonder“ þar sem fjallað
er um hljómsveitir eða listamenn
sem hafa náð einu lagi á breska vin-
sældalistann og síðan ekki söguna
meir.
Mezzoforte fyllir umræddan dálk
í nýjasta tölublaði Mojo fyrir að
hafa náð 17 sæti með slagarann
Garden Party. Mezzoforte getur
nefnilega státað af því að vera
fyrsta íslenska hljómsveitin sem
náði inn á breska vinsældalistann.
Sykurmolarnir náðu svo að skáka
þeim nokkrum árum síðar.
Garðveisla
Mezzoforte í Mojo
Höfundur: Guðrún Helgadóttir
Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson
Söngtextar: Davíð Þór Jónsson
Tónlist og tónlistarstjórn: Jón Ólafsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir
Gervi: Ragna Fossberg
Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur
Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þráinn
Karlsson, Alda Ólína Arnarsdóttir, Arna Ýr Kar-
elsdóttir, Arnar Þór Fylkisson, Bjarklind Ásta
Brynjólfsdóttir, Elmar Blær Arnarsson, Fjölnir
Brynjarsson, Friðrik Karlsson, Gyða Jóhann-
esdóttir, Jóhanna Þorgilsdóttir, Kristín Alfa
Arnórsdóttir, Magnús Ingi Birkisson, My Adina
Lottisdóttir, Ólafur Göran Grós Ólafsson, Ólafur
Ingi Sigurðarson, Rán Ringsted, Sólrún Svava
Kjartansdóttir og Valentína Björk Hauksdóttir.
Óvitar
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÓHÆTT er að segja að allt sé öfugsnúið í Óvitum,
leikriti Guðrúnar Helgadóttur, sem frumsýnt
verður hjá Leikfélagi Akureyrar annað kvöld. Sjö
ára stúlka leikur til að mynda níræða ömmu og
hálffertugur karlmaður leikur ungan dreng.
„Menn fæðast gamlir og eftir því sem þeir eldast,
minnka þeir,“ segir Sigurður Sigurjónsson leik-
stjóri sýningarinnar.
Óvitar voru frumsýndir í Þjóðleikhúsinu árið
1979, hafa verið settir þar á svið einu sinni síðan
en verkið er nú í fyrsta skipti sýnt á Akureyri. Þar
sem töluvert er af fullorðnu fólki í leikritinu, eins
og algengt er, eru jafnan mörg börn á sviðinu í
einu. Eða þannig … Alls leika 18 börn í sýning-
unni við hlið hinna fullorðnu leikara.
500 mættu í prufur
Rúmlega 500 börn tóku þátt í áheyrnarprufum
fyrir sýninguna en þau 18 sem fengu hlutverk
hófu æfingar ásamt fullorðnum leikurum sýning-
arinnar í maí í vor. Þess má geta að þegar verkið
var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu tóku nokkur börn
þátt í sýningunni sem síðar hafa skipað sér í hóp
kunnra íslenskra leikara, má þar nefna Benedikt
Erlingsson, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur,
Halldóru Geirharðsdóttur og Helgu Völu Helga-
dóttur þannig að aldrei er að vita nema leikarar
framtíðarinnar verði á sviði gamla Samkomuhúss-
ins á morgun. Tvær stúlknanna, sem Morg-
unblaðið ræddi við, eru a.m.k. harðákveðnar í að
verða leikkonur þegar fram í sækir.
Gyða Jóhannesdóttir, 13 ára, sem leikur stórt
hlutverk hefur reynslu af sviði því hún tók þátt í
sýningunni Óliver, um Oliver Twist, á sínum tíma.
Og hún veit hvað hún vill: „Ég ætla að verða leik-
kona. Það er ekkert sem getur stoppað mig,“ sagði
hún við blaðamann.
Jón Ólafsson samdi tónlist við texta Davíðs Þórs
Jónssonar fyrir sýningu LA, þannig að verkið er
að því leyti frábrugðið fyrri uppsetningum. „Við
fellum söngtextana og tónlistina að þessu
skemmtilega verki Guðrúnar,“ segir Sigurður
leikstjóri, sem segir það afar ánægjulegt að leik-
stýra svo stórum hópi barna með atvinnuleik-
urum. „Ég hef aldrei áður leikstýrt svona mörgum
krökkum í einu, þetta er alveg sérstakt og reynir
vissulega á alla. En við erum heppin með hópinn,
hér eru margir skemmtilegir krakkar og fljótlega
eftir að við byrjuðum að æfa hættum við að segja
börn og töluðum bara um leikara. Það hefur verið
sannkölluð fjölskyldustemning í leikhúsinu.“
Snjöll aðferð höfundarins
Í Óvitum er allt á hvolfi, sem fyrr segir. Það er
þó ekki fyrr en Finnur, sem Hallgrímur Ólafsson
leikur, strýkur að heiman sem allt fer endanlega í
háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit,
pabbi og mamma eru miður sín og jafnvel skóla-
stjórinn brestur í grát. En í miðjum látunum eign-
ast Finnur nýjan vin og uppgötvar ýmislegt um
lífið og hvernig það er að verða lítill. Það er Guð-
jón Davíð Karlsson sem leikur vininn.
„Þetta er mjög snjöll aðferð hjá höfundinum,
maður fær nýja sýn bæði á börn og fullorðna og
mér finnst full ástæða til þess að sýna verkið
vegna þess að það er um manneskjur, eins og allt
sem Guðrún skrifar. Þannig vil ég hafa leikhús; af
holdi og blóði,“ segir Sigurður. Hann segir þá
Hallgrím og Guðjón burðarása í sýningunni, en
sum hlutverkanna sem börnin fara með eru einnig
töluvert stór. „Það eru gerðar kröfur um leik,
söng og dans hjá öllum; það farið inn á flest svið
leiklistar í sýningunni,“ segir leikstjórinn.
Sýningin er alla jafna aðallega talin ætluð börn-
um en Sigurður lítur meira á hana sem fjölskyldu-
skemmtun. „Ég er viss um að hún höfðar til allra
aldurshópa og vona að stórfjölskyldan komi sam-
an í leikhúsið.“
Hallgrímur leikur nú í fyrsta skipti sem at-
vinnumaður í faginu. Hann útskrifaðist úr leiklist-
ardeild Listaháskóla Íslands í vor og tók einmitt
þátt í Lífinu – notkunarreglum hjá LA í vor. Nú er
hann fastráðinn hjá félaginu.
Fylgist með vinunum
„Ég er svo heppinn að eiga átta ára dóttur og
það má líklega segja að ég hafi fylgst óvenju vel
með karlkyns vinum hennar upp á síðkastið!“ seg-
ir Hallgrímur, spurður að því hvernig hann fari að
því að setja sig í spor stráksins sem hann leikur.
Sólrún Svava Kjartansdóttir er aðeins 7 ára en
leikur gamla konu. Hún segir það ekkert mál. „Ég
var reyndar dálítið stressuð í gærkvöldi og er
stundum með fiðring um allan líkamann!“ Hún er
samt sem áður staðráðin í því að verða leikkona að
ævistarfi. Það er aðeins eitt sem hún kvartar yfir
núna; vinnutíminn. „Ég er hundfúl af því að ég
missi alltaf af matnum heima. Ég þarf alltaf að fá
eitthvað annað að borða en hinir,“ sagði Sólrún
Svava í samtali við blaðamann.
Óvitar á Akureyri
Sjö ára stúlka leikur níræða ömmu og hálffertugir karlar litla stráka!
Óvitar Allt er öfugsnúið í leikritinu; börn leika fullorðið fólk en fullorðnir fara með hlutverk barna.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bíða spennt Þau verða í eldlínunni annað kvöld: Hallgrímur Ólafsson, Gyða Jóhannesdóttir, sem er
þrettán ára, Sólrún Svava Kjartansdóttir, 7 ára, og Sigurður Sigurjónsson leikstjóri.