Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LEIT að manni sem féll í Sogið í fyrradag bar engan árangur í gær. Um 110 manns frá björgunarsveit- um Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í leitinni sem stóð fram í myrkur. Í gærkvöldi var haldinn fundur björgunar- manna og lögreglu og lagt á ráðin um framhaldið. Í dag stendur til að leita betur á ákveðnum svæðum með köfurum og bátum en umfang leitarinnar verður mun minna en undanfarna daga. Einnig verður unnið að skipulagningu leitar- starfa um helgina, en áform eru um mjög um- fangsmikla leit þá, hafi leit- in þá ekki borið árangur, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Umfangsmikil leit að manni sem féll í Sogið áformuð um helgina Morgunblaðið/Guðmundur Karl Leit hefur ekki borið árangur Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti í gær að hætta risarækjueldi og var forstjóra falið að reyna á næstu tveimur mánuðum að finna ein- hvern aðila til að taka við verkefninu. Haukur Leósson, stjórnarformaður OR, er ekki bjartsýnn á að það muni takast. Búið sé að reyna allt þetta ár að fá nýja aðila til að taka við verkefninu. Mestar líkur séu því á að rækjueldinu verði hætt. Þetta verkefni hefur engum tekjum skilað, en fyrirtækið þarf að afskrifa um 114 milljónir vegna þess. Borað fyrir 88 milljónir Orkuveitan samþykkti árið 2000 að leggja 10 milljónir króna í eldi á risarækju. Þá var gert ráð fyrir að 30 milljónir kæmu frá öðrum aðilum. Haukur sagði að Orkuveitan væri eini aðilinn sem hefði lagt fram fjármuni til þessa verkefnis. Auk beinna fjárframlaga hefði fyrirtækið látið bora eft- ir heitu vatni í landi Bakka í Ölfusi. Holan væri núna nýtt fyrir sveitabæi og sumarbústaði í ná- grenninu, auk þess sem hún væri varahola fyrir Þorlákshöfn. Kostnaður við borun þessarar holu nam um 88 milljónum króna. Sjálft risarækjueldið hefur hins vegar ekki reynst gróðafyrirtæki. „Þessi tilraun hefur engum tekjum skilað, ekki krónu,“ sagði Haukur. Hann sagði ljóst að Orkuveitan myndi ekki halda þessu verkefni áfram og svo virtist sem aðrir hefðu held- ur ekki áhuga á að reyna þetta. Haukur sagði að þó að framhald yrði ekki á þessu verkefni hefði til- raunin leitt í ljós að það væri hægt að ala upp risa- rækju á Íslandi með því að nota affall frá jarð- hitaholu. Enginn vill taka við verkefninu Þegar stjórnendur Orkuveitunnar kynntu þetta verkefni á sínum tíma var lögð áhersla á að Orku- veitan ætlaði sér að gera þessa tilraun í samstarfi við fleiri aðila. Fyrirtækið áformaði ekki að reka þetta til frambúðar eða hefja markaðssetningu á risarækju. Tilraunin byggðist á því að aðrir aðilar tækju við verkefninu og hæfu risarækjueldi í stórum stíl. Tekið var fram að ýmsir hefðu sýnt verkefninu áhuga. Sá áhugi virðist hins vegar eng- inn vera því Haukur sagði að búið væri að reyna allt þetta ár að fá einhverju aðila til að taka við verkefninu, en án árangurs. Málið yrði þó kannað áfram í haust. Ef það skilaði engum árangri yrði þessari starfsemi hætt. Hefur engum tekjum skilað  Orkuveita Reykjavíkur þarf að afskrifa yfir 100 milljónir vegna tilraunar með risarækjueldi  Fyrirtækið ætlar að hætta þessu verkefni innan tveggja mánaða Í HNOTSKURN »Orkuveita Reykjavíkur var í samstarfivið aðila á Nýja-Sjálandi um eldi á risa- rækju. Nýsjálendingarnir lögðu fram stofn- inn, en enga aðra fjármuni til verkefnisins. Stofnfiskur hf. hefur séð um rækjueldið fyr- ir Orkuveituna. »Risarækjan hefur verið alin í tjörnum ájörðinni Bakka í Ölfusi. Orkuveitan lét bora eftir heitu vatni á jörðinni og var rækj- an geymd í affallsvatni frá holunni. GLITNIR hefur gengið frá samn- ingum um útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði og var fjárhæðin einn milljarður dollara eða um 63 milljarðar ísl. króna. Að því er segir í fréttatilkynningu frá bankanum var eftirspurn mun meiri en framboð eða um 1,7 milljarðar dollara. Citigroup, Credit Suissse og Wac- hovia höfðu umsjón með útgáfunni. „Glitnir hefur skýr innri markmið um lausafjárstöðu og styrkir þessi útgáfa enn frekar trausta lausafjár- stöðu bankans,“ segir Alexander Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis. Skuldabréf upp á 63 milljarða ♦♦♦ GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að Al- freð Þorsteinsson, fyrrverandi borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, stýri ekki áfram starfi byggingar- nefndar nýs Landspítala. Að- stoðarmaður ráð- herra, Hanna Katrín Friðriks- son, segir að nefndin verði lögð niður og verkefni hennar flutt annað. Um sé að ræða hluta skipulagsbreyt- inga sem taki gildi um mánaðamótin. „Þetta teng- ist stærra máli sem er nýju heil- brigðislögin 1. september, það er verið að breyta öðrum nefndum og við ætlum að auka skilvirkni og færa fleiri þætti undir sama hatt. Þetta fyrirkomulag verður ekki kynnt í smáatriðum fyrr en um mánaðamót- in.“ Mikil eindrægni En gerði Alfreð ráð fyrir þessari breytingu? „Skýringin getur ekki verið sú að nefndin hafi ekki unnið sín verk fram að þessu því hún er búin að leggja mikið af mörkum sl. tvö ár,“ svarar hann. „Það er mikil eindrægni í henni, varaformaður er Inga Jóna Þórðardóttir og við höf- um leitt þessa vinnu. Milli 200 og 300 starfsmenn spítalans og háskól- ans hafa tekið þátt í þessari stefnu- mótun og samvinna við borgaryfir- völd hefur verið ágæt. Þegar nýr ráðherra tók við gerði ég tilraun til að fá fund með honum til að kynna honum hvernig vinnan stæði og hvað væri framundan. Ég vildi líka heyra í ráðherra hvað hann væri að hugsa, hvort hann vildi breyta ein- hverju. En það tókst aldrei að koma á fundi með honum. Hann svaraði aldrei óskum um fund en kallaði síð- an á mig á fund í síðustu viku til að tilkynna mér að það yrðu gerðar mannabreytingar í nefndinni án þess að skýra það að öðru leyti.“ – Nú voru væringar með ykkur þegar þið sátuð í stjórn Orkuveit- unnar. Eru þetta eftirhreytur? „Ég reikna nú með því að það sé eitthvað slíkt. En það sem gerist núna er bara það sem oft gerist þeg- ar það kemur nýr ráðherra. Hann vill kannski fá sitt fólk í þetta og ég geri enga athugasemd við það í sjálfu sér þó að mín vinnubrögð hafi ekki verið þannig að skoða mál með flokkspólitískum augum. Aðalatriðið er að ekki verði tafir á verkinu en það er alltaf hætta á því þegar skipt er um lið í miðjum klíðum.“ „Fleiri þætti undir sama hatt“ Alfreð Þorsteinsson VEL gekk að koma trillunni Ellu HF-22 af skeri við Álftanes og á flot á ný síðdegis í gær. Annar mannanna sem voru um borð þegar trillan strandaði segir að þótt hvasst hafi verið og nokkuð af sjó í trillunni þá hafi þeir ekki upplifað sig í nokkurri hættu. Ella steytti á skeri vestan við Hlið á Álftanesi, rétt um 60 metra frá landi, á tíunda tím- anum í fyrrakvöld. Margeir Reynisson, eigandi trillunnar, var um borð ásamt félaga sínum en ekki stóð til að fara í langa siglingu. Eftir stutta stund missti báturinn afl en nokkuð af sjó hafði komist í vélarrýmið. „Báturinn varð vélarvana svona 700 metra frá landi. Þá var kom- ið nokkuð af sjó í bátinn og við urðum að handdæla úr honum því dælan var biluð. Þegar okk- ur tókst síðan að koma vélinni í gang vorum við einfaldlega komnir of nálægt landi og of mikið rok til að við kæmumst í burtu.“ Fóru þeir félagar í flot- galla um leið og báturinn festist og kölluðu á hjálp í gegnum tal- stöð. „Við höfðum ekki stórar áhyggjur af þessu af því að við vorum í samskiptum við björg- unarsveitarmenn og heyrðum samskipti þeirra. Við vissum að þeir voru á leiðinni og það tók þá örstutta stund, ekki meira en 20 mínútur.“ Slöngubátur var sendur að bátnum og fór björg- unarsveitarmaður um borð. Óðu þremenningarnir síðan að slöngubátnum sem var ferjaður til Hafnarfjarðar. Ekki var unnt að koma bátn- um af skerinu þá um kvöldið en það var reynt síðdegis í gær. Segir Margeir að sú aðgerð hafi gengið afar vel og svo virðist sem trillan sé lítið skemmd. Var hún dregin til Kópavogshafnar. Ella HF-22 er þriggja tonna og rúmlega sex metra langur línu- og handfærabátur. Urðu að handdæla úr bátnum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bjargað Mennirnir sem bjargað var af trillunni Ellu ganga á land í Hafn- arfjarðarhöfn eftir að björgunarsveitarmenn sóttu þá á slöngubát.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.