Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði í gær um 0,8% í 7.876,5 stig. Allar norrænu vísitölurnar lækk- uðu í gær eða um 0,4% til 1,1%. Hér heima varð mest lækkun á gengi bréfa Atlantic Petroleum eða 3,4%, gengi bréfa Kaupþings banka lækkaði um 1,4% og bréfa Straums Burðaráss um 1%. Gengi bréfa tveggja félaga hækkaði, Teymis um 0,5% og FL Group um 0,4%. Íslenska krónan veiktist um 0,4% og stendur gengisvísitalan í 118,80. Lækkun og veiking ● FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur sam- þykkt breytingu SPRON í hlutafélag, á grundvelli laga um fjármálafyr- irtæki. Hefur SPRON þar með upp- fyllt öll lögformleg skilyrði breyting- arinnar og telst hlutafélag frá og 1. apríl á þessu ári. Í kjölfar samþykktar FME verður nú óskað eftir skráningu í kauphöll OMX á Íslandi. Verðmæti SPRON er talið vera kringum 60 milljarðar króna. SPRON óskar næst skráningar í kauphöll MISTÖK, vanhæfni og skortur á innra og ytra eftirliti gerðu það að verkum að Nick Leeson gat um þriggja ára skeið stundað viðskipti í nafni Barings-bankans breska langt umfram það sem eðlilegt gat talist og gat falið tap af þeim viðskiptum í bókhaldi bankans. Kom þetta fram í máli Leesons á málþingi í gær á veg- um Háskólans í Reykjavík og Ice- bank undir yfirskriftinni „Getur Barings-málið endurtekið sig?“ Sagði hann frá því þegar hann fyrir þrettán árum átti stærstan þátt í því að Barings bankinn fór á hausinn, en Leeson var þá yfirmaður verðbréfa- miðlunar Barings í Singapúr. Leeson segir að ætlun sín hafi aldrei verið að hagnast sjálfur á at- hæfinu en að hann hafi viljað komast hjá því að slök frammistaða sín í verðbréfaviðskiptunum kæmist upp. Hann notaði svokallaðan 88888 reikning til að fela tap hvers mán- aðar með því að losa á útsöluverði stöður sem bankinn átti, þannig að við lok mánaðar var reikningurinn á sléttu, en hið rétta var að bankinn tapaði sífellt meiri peningum. Eftir því sem tapið jókst varð athæfi Lee- sons örvæntingarfyllra og hann tók sífellt meiri áhættu þar til spilaborg- in hrundi til grunna þegar jarð- skjálfti varð í japönsku borginni Kobe og mikið fall varð á mörkuðum. Segir Leeson að hefði innra eftirlit í Barings banka verið betra hefði fyrsta ranga færslan hans verið grip- in og hann hefði aldrei komist jafn- langt og hann gerði í raun. Má sem dæmi nefna að Leeson gegndi, ásamt stöðu yfirmanns verðbréfa- deildarinnar, stöðu uppgjörsaðila og hafði því eftirlit með sjálfum sér. Þá segir hann að vanþekking yf- irmanna sinna á afleiðuviðskiptum hafi gert honum auðveldara að kom- ast upp með svikin. Fyrir athæfið var Leeson dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Singapúr. Morgunblaðið/Frikki Eftirlit Leeson lýsti á fundinum þeirri skoðun sinni að innra og ytra eftirliti í Barings-banka hefði verið ábótavant og hefði það átt þátt í gjaldþrotinu. Vöntun á innra og ytra eftirliti FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is BARÁTTUNNI um norrænu kauphöllina, OMX, virðist hvergi nærri lokið þrátt fyrir að Borse Dubai og Nasdaq hafi í gær til- kynnt um samkomulag sín í milli þess efnis að fyrrnefnda félagið yf- irtaki norrænu kauphöllina OMX og selji Nasdaq síðan félagið. Qat- ar Holding, fjárfestingarfélag rík- isstjórnar arabíska furstadæmisins Qatar, hefur í millitíðinni lýst yfir áhuga á að gera tilboð í OMX og hvatt hluthafa félagsins til þess að hinkra með að taka tilboði Borse Dubai. Getgátur eru upp um að Qatar Holding hafi jafnvel keypt stóran hlut í OMX í gær, þótt það sé ekki enn alveg ljóst. Stór hluthafi í Nasdaq og LSE Samkomulag Borse Dubai og Nasdaq er eins og áður segir þess efnis að fyrrnefnda félagið kaupir OMX af núverandi hluthöfum á genginu 230 sænskar krónur á hlut og selur síðan áfram til Nasdaq, sem greiðir að hluta með hlutafé í sjálfu sér. Mun Borse Dubai eign- ast 19,99% hlut í bandaríska félag- inu en þó aðeins fara með 5% hlut í Nasdaq. Ennfremur fær félag emírsins í Dubai 11,4 milljarða sænskra króna, jafngildi 109,1 milljarðs ís- lenskra króna, í sinn hlut. Þá mun Borse Dubai kaupa 28% hlut í LSE, rekstrarfélagi kauphallarinn- ar í London, af Nasdaq sem jafn- framt verður kjölfestufjárfestir í kauphöllinni í Dubai, dótturfélagi Borse Dubai. Um 8,6% hlutur í Nasdaq verður settur í sjóð sem tengist Borse Dubai en samkvæmt bandarískum lögum má enginn einn aðili eiga meira en 20% í Nas- daq. Minkurinn frá Qatar Ætla hefði mátt að með þessu samkomulagi lyki baráttunni um OMX en svo virðist þó ekki vera. Investor, valdafélag Wallenberg- fjölskyldunnar og stærsti hluthafi OMX, hefur ekki lýst neinni ofsa- kæti með tilboðið enda sá mögu- leiki úr sögunni að félagið fái hlut í Nasdaq fyrir hlutinn í OMX. Þá hefur Qatar Holding brugðið sér í hlutverk minksins í hænsna- kofanum, eins og áður segir, og hleypt öllu í bál og brand. Í gær miðlaði Citigroup samanlagt tæp- lega 13% hlut í OMX á genginu 260 og bendir flest til þess að þar hafi Qatar Holding átt í hlut. Ennfrem- ur tilkynnti félagið að það hefði keypt 20% hlut í LSE í gær. Þess má geta að þegar OMX keypti Kauphöll Íslands í október á síðasta ári fengu eigendur Kaup- hallarinnar samanlagt í sinn hlut 1,7% hlut í OMX. Miðað við yf- irtökugengið 230 er verðmæti þess hlutar 475,5 milljónir sænskra króna, jafngildi um 4,6 milljarða króna, en miðað við gengið 260 er verðmæti hlutarins 537,6 milljónir sænskra króna, jafngildi um 5,2 milljarða íslenskra króna. Hvar endar OMX? Ríkisstjórnin í Qatar hefur hleypt nýju lífi í baráttuna  !"#$%&' (%)&'*(+&           # $ % & % # # ' ( ) ASKAR Capital stefna að því að fjárfesta fyrir allt 500 milljónir evra, jafngildi um 44 milljarða ís- lenskra króna, í fasteignum í Rúm- eníu á næstu misserum. Frá þessu er greint í Hungary Business Newswire en þar segir jafnframt að fyrsta verkefnið, sem er bygging íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni Búkarest og kosta eigi um 30 millj- arða íslenskra króna, eigi að hefj- ast innan næstu 24 mánaða. Þá seg- ir að Askar Capital sé einnig að skoða fasteignaverkefni í borginni Timisoara og að félagið sé reiðubú- ið að leggja í verkefni í fleiri stórum borgum Rúmeníu. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stjóri Aska Capital, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að þessar upplýsingar væru í öllum meg- indráttum réttar. „Það er rétt, þetta eru gríðarlega miklar fjár- festingar hjá okkur.“ Opna skrifstofu í Búkarest Askar Capital opnuðu raunar ein- mitt skrifstofu í Búkarest í gær en á meðal viðstaddra var Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands. Auk hans voru viðstaddir frammámenn úr rúmensku viðskiptalífi og við- skiptasendinefnd frá Útflutnings- ráði sem er í föruneyti forsetans. Tryggvi segir skrifstofuna í Búk- arest eiga að annast Rúmeníu og nálæg svæði. Rúmenía hafi orðið fyrir valinu því þar hafi Askar sam- starfsaðila og efnahagsþróunin í landinu sé mjög hröð. Askar Capi- tal með stór- fjárfestingar í Rúmeníu              ! ,%%*(-  * +* ,+- - + .,+/ .0+ -1+. .+* * 0-+ , + */+ *1+- +*/ 10+. .+ +- *,* +  0+ *+,* .*/+ +0 11+ .*+ ,+ 0+ -*/1+ **+ +                                          !  "" "#$"$ $"##"% $"&%$" "&"#"& $"& "&$" #"$&"% "&"$## "$&"##" &#"%" #"#$"$ %&""   $"&"&$ "&"#  "&"  ""  $"%$"  $"#$"$    '& &'$$  %'#$ &#'  &' &#'  #' # '$  %' $' ##' '$ $'  &    '$ & '%$  &#'& '&$ $'   #'&$ #'% '$ '& #' '$ $'# ##' '#  #' &%'  ()*  %    &$  &   %          +   "  "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" "#" #"#" #"#" "#" "#" #"#" "#" "#" "#" "#" "#"  "#" %"#" $"#" .)   ) %( ) , - ./" 0  *- ./" 12 ./" (3- ./" -   ./" /"1 4 /5 6  78   - ./"  9  ./" 3  6  ./" :  8( .  ./" ! 4 0  ; ();/""./"  <4 ./" = ./" / +. 0))%( &$./" , / 8./" ,  8>  4>?( 1 0 ( - ./" (@<0 78  8- ./" : ./" AB. ) ./" < 4 * ./" C  * ./" %( (12)3% D  <, 4  4D" 0- ./" 4 )./" E:F4 E:F5 ,1* *2. 0 +/ *+*   E:F6 0F -2..- ,. +/ +,   +GH A I *-2// .2 , +, +   (!1 +,F 2,.1 /2/- + +.   E:F7 E:F /20/ *2-/ +0 +1   NORSKA fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent bæði Kaupþingi banka og Existu bréf með ósk um viðbót- arupplýsingar í tengslum við rann- sókn þess á því hvort Exista og Kaupþing hafi unnið saman að því að byggja upp ráðandi eða nær ráð- andi eignarhlut í Storebrand en ís- lensku félögin eiga til samans um fjórðungshlut. Þetta staðfesti Kjetil Karsrud, talsmaður norska fjár- málaeftirlitsins, í samtali við Morg- unblaðið en hann vildi hins vegar ekki tjá sig um innihald bréfanna eða við hvaða spurningum eftirlitið vildi fá fleiri eða nánari svör. Norska FME vill fleiri svör ● DANSKI epn-fréttavefurinn fullyrðir að 365 Media sé nú að skapa stærsta fyrirtæki sem framleiðir aug- lýsingamyndir í Evrópu. Meiningin sé að slá saman fyrirtækjunum Euro- pean Film Group, Saga Film á Ís- landi, 2AM á Bretlandi og Soft Pillow í Tékklandi. Saman muni þau mynda stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Sagt er að dótturfélög Europ- ean Film Group í Danmörku, Moland Film, BSL, Welcome Postproduction og ClubViral fylgi með í sameining- unni. Stærstir í auglýsingamyndum GOLDMAN Sachs, sem er stærsti fjárfestingarbanki heims, var rekinn með 2,85 milljarða dala (180 millj- arða króna) hagnaði á þriðja árs- fjórðungi á móti um 1,55 milljarða dala hagnaði á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn var heldur meiri en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu spáð. Þrátt fyrir aukinn hagn- að hefur Goldman Sachs ekki farið varhluta af vályndum veðrum á fjár- málamarkaði að undanförnu en út- lánatap vegna ótryggra lána nam tæplega 1,7 milljörðum dala. Tekjur Goldman Sachs jukust á hinn bóginn um 63% á fjórðungnum og námu 12,3 milljörðum dala á móti 10,2 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Goldman Sachs yfir væntingum ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.