Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 17
Allir geta tekið þátt Allir geta tekið þátt í þessu þjóðþrifaátaki án tillits til aldurs eða búetu. Ekki þarf veiðikort til að stunda veiðar á minki með gildru eða hundi. Sé skotvopn notað við veiðarnar þarf viðkomandi vitaskuld að hafa skotvopnaleyfi. Eftirtalin atriði eru þó afar áríðandi: Brýnt er að börn undir 16 ára aldri stundi ekki veiðar á minki nema í fylgd með fullorðnum. Skotveiðifélag Íslands vill þó taka það skýrt fram að minkaveiðar unglinga undir 18 ára aldri eru alfarið á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Þá ber minkaveiðimönnum að virða eignarrétt landeigenda. Minkaveiðar eru því óheimilar á landi í einkaeigu nema með leyfi landeigenda. Verðlaun Hver sá sem veiðir mink og sendir Skotvís mynd eða vottorð fær að launum fallega barmnælu með mynd af minki. Átakinu er skipt í þrjá þætti: a) Veiðar með skotvopni b) Veiðar í gildru c) Veiðar með hundi Nöfn allra þeirra sem veiða mink fara í pott sem dregið verður úr 1. desember 2007 og 1. desember 2008. Flokkarnir sem verðlaun verða veitt fyrir eru þrír og verða þrenn verðlaun veitt í hverjum flokki: Veiðar með skotvopni: 1. Riffill af gerðinni Brno cal. 22LR með sjónauka og tösku 2. Úttekt í versluninni Ellingsen fyrir kr. 20.000 3. Bókin „Íslensk spendýr“ Veiðar í gildru: 1. Farmiði fyrir tvo til Kaupmannahafnar með Flugleiðum 2. Úttekt í versluninni Hlað fyrir kr. 20.000 3. Bókin „Íslensk spendýr“ Veiðar með hundi: 1. Videovél af gerðinni Canon MVX4i 2. Úttekt í versluninni Veiðihornið f. kr. 20.000 3. Bókin „Íslensk spendýr“ Fyrir 14 árum fjárfestum við hjónin í fallegu bjálkahúsi sem við keyptum frá Kanada. Við fengum ágæta lóð undir húsið hjá frænda mínum sem er bóndi á vesturlandi. Þarna dveljum við hvenær sem tækifæri gefst. Við höfum ræktað þarna vísi að skógi, ræktum blóm og matjurtir og veiðum silung. Þetta er sannkallaður unaðsreitur. Útsýnið er stórkostlegt og fuglalífið var gríðarlega fjölbreytt. Ég segi ‘var’ því nú sést þar varla fugl, - raddir vorsins hafa þagnað. Við fórum að verða vör við mink þarna fyrir u.þ.b. 6 árum. Í fyrra var minkalæða með greni nánast undir verkfæraskúrnum okkar. Á örfáum árum má segja að minkurinn sé búinn að útrýma nánast öllu fuglalífi í nágrenni við okkur. Þegar minkaveiðiátak Skotvís var auglýst ákváðum við að taka þátt í því. Skarphéðinn, maðurinn minn, keypti minkagildrur sem við höfum lagt út í ræsi og undir brýr hér í nágrenninu. Mál hafa þróast þannig að það hefur aðallega komið í minn hlut að stunda gildruveiðarnar. Skarphéðinn minn segir að þessar veiðar eigi ekki við sig. Veiðistöngin er víst hans veiðitæki. Í vor veiddi ég þrjá minka og nú í ágúst fékk ég tvo. Ég verð bara að segja það eins og það er; mér finnast þessar veiðar spennandi og ég hef bara gaman af þessu. Svo er það náttúrulega þjóðþrifamál að fækka minkinum. JÓNHEIÐUR SVEINSDÓTTIR Jónheiður Sveinsdóttir tekur þátt í minkaveiðiátaki Skotveiðifélags Íslands Nánari upplýsingar á www.skotvis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.