Morgunblaðið - 21.09.2007, Side 25

Morgunblaðið - 21.09.2007, Side 25
hef afrekað allt upp í 150 manna veislur. Svo tók maðurinn minn að sér fararstjórn fyrir franska hópa um Ísland í sumar og ég fór með sem kokkur. Það var voða gaman þó uppistaðan í matseldinni hafi í þetta sinn verið íslenskur matur á borð við hangikjöt, saltkjöt og baunir, kjöt- bollur, lummur og síðast en ekki síst plokkfiskur, sem allir elskuðu og dáðu.“ Þegar Daglegt líf falaðist eftir framandi uppskrift til birtingar, bauð Renuka upp á karrífisk með kókosmjólk ásamt grænmetishrís- grjónum, fersku salati og mango chutney. Uppskriftin, sem hér fylgir, er ætluð fyrir sex manns og alltaf skal bera mat fram með bros á vör, segir Renuka. Grænmetishrísgrjón 750 g basmati-hrísgrjón 5 bollar heitt vatn 1 msk. salt 6 msk. ólífuolía 1 kanelstöng 1 tsk. svört piparkorn 5 gulrætur 1 blaðlaukur Þrjár matskeiðar af ólífuolíunni settar í pott ásamt piparkornunum og kanelstönginni og látið malla í ol- íunni í smá stund. Hrísgrjónin skol- uð og þeim bætt út í pottinn ásamt saltinu og vatninu. Hrært vel í með sleif. Látið sjóða í 20 mínútur við mjög vægan hita. Á meðan á suðunni stendur er blaðlaukurinn skorinn smátt og gulræturnar í strimla og þetta steikt í 3 msk af olíu í öðrum potti. Gulrótunum og blaðlauknum er svo blandað vel saman við hrís- grjónin að aflokinni suðunni og látið sjóða saman í lokuðum potti í fimm mínútur. Karrífiskur með kókosmjólk 1 kg lúða (má líka nota lax eða ýsu) 1 dós kókosmjólk 1 msk. salt 1 msk. karrí 1 tsk. túrmerik 1 laukur 1 tsk. karrílauf 1 tsk. tómatpuré 2 hvítlauksgeirar ½ tsk. engifer 3 msk. ólífuolía ½ tsk. svartur mulinn pipar ½ tsk. chiliduft Olía hituð í potti og síðan er lauk- ur, hvítlaukur, engifer, karrílauf, karrí, chiliduft, salt, túrmerik, tóm- atpuré sett út í pottinn og látið malla rólega saman. Því næst er kókos- mjólkinni hellt út í og hrært vel í. Fiskurinn er síðan skorinn í bita og honum blandað varlega saman við ásamt piparnum. Pottinum lokað með loki og látið malla við mjög vægan hita í 20 mínútur. Grænu fersku kóríander stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram með mango chutney. Salatið íslensk salatblöð 4 tómatar 1 rauð paprika 1 rauðlaukur ½ gúrka limesafi salt svartur pipar Grænmetið skorið niður í skál og kryddað með salti, lime-safa og svörtum pipar. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 25 bmvalla.is Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050 Opið mánudaga til föstudaga 8–18 og laugardaga 9–14. Uppspretta af hugmyndum fyrir sælureitinn þinn! Nýja handbókin er komin Handbókin okkar kveikir ótal nýjar hugmyndir. Landslagsarkitekt okkar í Fornalundi aðstoðar þig síðan við að breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit. Hringdu í síma 412 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf. Pantaðu handbókina í síma 800 5050 eða á bmvalla.is ar gu s 0 7 -0 4 7 1 Stella ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Í vetur verður flogið til Tenerife tvisvar í viku, enda skín sólin þar flesta daga ársins. Eyjuna sjálfa þarf vart að kynna: Furuskógar og blómahöf í norðurhlutanum, magnaðar sólarstrendur í suðurhlutanum og frábær hótel þar sem öll fjölskyldan nýtur sín. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi á Tenerife. Vatna- og dýragarðar og frábærir veitingastaðir er aðeins brot af því sem þú upplifir á eyjunni. Komdu til Tenerife og skemmtu þér meira. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu www.uu.is Innifalið: Flug, flugvallaskattar, íslensk fararstjórn og gisting með morgunverði. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. PARQUE DEL SOL Verðdæmi: 49.967,- - á mann m.v. 2 með 2 börn í viku. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 63.103,- Brottför 16. janúar. Fyrsta flokks íbúðahótel, vel staðsett í einungis 300 metra fjarlægð frá strönd. Rúmgóðar íbúðir sem eru byggðar umhverfis glæsilegt sundlauga- svæði. Frábær staður fyrir fjölskylduna þar sem öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.