Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 31 BORGARYFIRVÖLD hafa sam- þykkt að byggja megi fjölbýli með sex litlum einstaklingsíbúðum á Holtavegi, sunnan við Langholtsskóla. Upp- haflega stóð til að byggja tvö hús á svip- uðum slóðum en frá því var fallið eftir sam- ráð við íbúa. Studdi ég þá breytingu eftir að hafa hlustað á fólkið í dalnum og hélt að full sátt myndi nást um þetta mikilvæga hús. Í skipulagsráði var húsið samþykkt með fimm atkvæð- um Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Samfylkingar gegn einu atkvæði Vinstri-grænna og F-lista sem er með áheyrnarsetu í ráðinu. Var skipulagið samþykkt þrátt fyrir nokkur mótmæli íbúa enda töldu þeir sem að málinu komu að upp- bygging húsnæðis fyrir geðfatlaða væri eitt það mikilvægasta sem við stæðum frammi fyrir. Þá mun bygg- ing á þessum stað, sem skilgreindur er í aðalskipulagi sem íbúðasvæði en ekki grænt svæði, alls ekki rýra Laugardalinn að neinu leyti. Til að ná sátt um þetta mál hefðu allir flokkar þurft að standa saman. Vinstri-græn og F-listi treystu sér ekki til þess, heldur völdu stjórnarandstöðugírinn og bókuðu að húsið myndi ganga á Laug- ardalinn með afgerandi hætti. Ég met það fólk sem berst fyrir grænum svæðum, sú barátta er afar mikilvæg. Við sem erum í pólitík þurfum hins vegar að skoða marga hagsmuni þegar kemur að ákvörðunum og getum ekki leyft okkur að taka ákvarðanir út frá einu sjónarmiði. Við þurfum að vega hvað vegur þyngst og sjá til framtíðar en ekki stjórnast af vinsældaþörf nú- tímans. Þetta er ekki síst mikilvægt nú þegar Reykjavíkurborg var að vistarperluna Laugardal, hvorki op- in leiksvæði né skipulagða reiti. Ég skil hins vegar áhyggjur íbúa af ýmsum þeim hugmyndum sem uppi eru um byggingar í Laugardal og held að það sé full ástæða til að staldra við. En að mínu mati þarf að velja hvað eigi að vernda og hvað ekki. Ég er ekki talsmaður malbiks, risabygginga og bílastæða þótt ég sé talsmaður þessa heimilis og annarra heimila sem veita fólki lágmarkslífs- gæði. Í umræðunni er ég ásökuð um að saka fólk um fordóma gegn geðfötl- uðum. Því fer fjarri. Mér dettur ekki í hug að nokkur sé á móti öðru fólki bara af því að það er með sjúkdóm, frekar en að fólk sé á móti rauð- hærðu fólki með skakkar tennur. Þannig er lífið sem betur fer ekki. Deilan snýst um hvort vegi þyngra verndun lóðar nálægt grænu svæði eða búsetuþörf fólks sem lengi hefur verið án þeirra mannréttinda að eiga heimili, heldur hefur dvalist á stofn- un. Af geði og grænum svæðum Björk Vilhelmsdóttir skrifar um byggingu sambýlis í Laug- ardal »Deilan snýst umhvort vegi þyngra verndun lóðar nálægt grænu svæði eða bú- setuþörf fólks sem lengi hefur verið án þeirra mannréttinda að eiga heimili Höfundur er félagsráðgjafi og borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar. Herdís Þorvaldsdóttir taka við því verkefni frá ríkinu að tryggja 80 geðfötluðum ein- staklingum sem búið hafa á stofn- unum búsetu í heimahúsum. Það verkefni er prófsteinn á það hvernig nærsamfélag sveitarfélaganna mun taka við málefnum fatlaðra frá rík- inu. Ég hef stutt byggingu sambýlis í Laugardal af því að ég tel hagsmuni þeirra sem þurfa heimili á friðsælum stað vega þyngra en það svæði sem fer undir byggingu. Svæðið er auk þess ekki grænt útivistarsvæði held- ur smálóð milli annars sambýlis og skólagarða. Nýtt hús mun á engan hátt rýra skólagarðana, hvað þá úti- Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Eftir mörg ár lét ég draum rætast og ferðaðist til Íslands. Við heill- uðumst af fegurð náttúrunnar og áhugaverðum ferðamannastöðum. Hins vegar erum við niðurbrotin yfir því sem á sér stað í Reykjavík um helgar. Mörg þúsund ungling- ar fara drukkin með óspektir um göturnar, brjóta rúður og eyði- leggja eignir annarra. Laugavegur leit á mánudegi út eins og það hefði farið fram styrj- öld. Af einskærum ótta þorðum við ekki út úr hótelinu okkar á kvöld- in. Þetta er vitaskuld engin auglýs- ing fyrir land ykkar og á meðan þetta ástand breytist ekki komum við heldur ekki aftur, þótt ým- islegt veki áhuga okkar. Er þess ekki nokkur kostur að koma vitinu fyrir þessa óeirða- seggi? Og heldur fólk virkilega að yfirstandandi Íslandsbylgja í Þýskalandi haldist með þessu áframhaldi? Ég er svekktur og sorgmæddur og langar til að koma því skýrt á framfæri með þessum hætti. Undir þessum kring- umstæðum mun ég ekki koma aft- ur til Íslands. Því miður. Engu að síður vil ég skila kveðju til allra skynsamra manna. HEINZ KUBITZ, Waldhufen, Þýskalandi. Niðurbrotnir ferðamenn Frá Heinz Kubitz www.bakki.com bakki@bakki.com Sigtún 2 Selfossi Þröstur Árnason lögg. fasteignasali Brynhildur Tómasdóttir ritari Sigurður Sveinsson hdl.lögg. fasteignasali Sverrir Sigurjónsson sölumaður Þröstur Sigurðsson sölumaður Ásdís Ýr Aradóttir ritari/sölumaður Opið hús helgina 22. og 23. september Sýningarhús frá Hiin húsin á Leirubakka í Landsveit frá kl. 13 til 16 nk. laugardag og sunnudag Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Bakka í síma 482 4000 Sjón er sögu ríkari Topp hús topp gæði -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFABRÉF Með Magimix safapressunni má töfra fram girnilega og heilsusamlega drykki með lágmarks fyrirhöfn. Verð frá kr.: 23.500 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 -www.eirvik.is Aðrir söluaðilar:Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi Villeroy&Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára Fyrir heilsuna Safapressa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.