Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 33
ALDARMINNING
Mig langar að minn-
ast ömmu minnar og
nöfnu í nokkrum orð-
um, en í dag eru 100 ár
síðan hún fæddist í
Saltvík í Reykjahverfi,
dóttir hjónanna Sigurbjargar Þor-
láksdóttur og Árna Frímanns Krist-
jánssonar. Eina systur átti hún, Þor-
björgu í Hellulandi sem einnig er
látin.
Amma giftist 15. ágúst 1926 afa
mínum Hallgrími Óla Guðmundssyni
frá Grímshúsum, hann var fæddur
29.9. 1897 og dó á besta aldri árið
1954, þau bjuggu í Grímshúsum og
eignuðust 6 börn. Þau eru Eysteinn,
f. 19.3. 1929, d. 1.8. 1990, Sigurbjörg,
f. 10.7. 1931, Guðmundur, f. 26.9.
1938, Jónína Þórey, f. 10.8. 1941, d.
28.3. 1942, Jónína Árný, f. 18.1. 1943,
og Guðrún Helga, f. 29.12. 1944. Það
eru komnir 67 niðjar, barnabörnin
eru 17, barnabarnabörnin eru 35 og
barnabarnabarnabörnin eru 9 og
fleiri á leiðinni.
Amma bjó áfram í Grímshúsum,
eftir að afi dó, með börnum sínum,
Kristjana
Árnadóttir
✝ Kristjana Árna-dóttir fæddist í
Saltvík í Reykja-
hreppi 21. septem-
ber 1907. Hún and-
aðist í Borgar-
spítalanum í
Reykjavík 11. sept-
ember 1987.
sum á barnsaldri. Hún
starfaði mikið í fé-
lagsmálum, var í kven-
félaginu og stjórn
kvenfélagasambands-
ins, hún var í kirkju-
kórnum og organisti i
mörg ár. Ég minnist
hennar þegar ég var í
skóla upp við staði, þá
gerðum við ýmislegt,
spiluðum á spil, hún
sagði mér sögur,
kenndi mér bænir og
sálma sem ég bý enn
að og fleira og fleira.
Ég svaf fyrir ofan hana í rúminu
hennar, það var hlýtt og gott. Ég
þakka fyrir allar þessar stundir og
einnig þegar ég var farin að búa, þá
kom hún oft í heimsókn. Amma var
hlý og góð og alltaf var hún fín í
tauinu.
Við afkomendur ömmu og afa ætl-
um að koma saman og minnast
þeirra í kringum afmælin þeirra.
Hér er eitt af versunum sem
amma kenndi mér,
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Blessuð sé minning ömmu og afa í
Grímshúsum.
Kristjana Helgadóttir (Didda).
Steinsnar í burtu bjuggu sígaunar í
hellum og tregafullur flamenco-takt-
ur var í loftinu – og aldrei fjarri, hlát-
ur okkar.
Kannski var það þetta ævintýra-
lega umhverfi sem fékk mig, fyrst um
sinn, til að taka því sem sjálfsögðum
hlut að kynnast manni eins og Úlfi.
En eftir því sem við urðum betri vinir
og hittumst heima á Íslandi gerði ég
mér ljóst hversu ævintýralegur mað-
ur hann var. Hér var fluggáfaður
maður, með rökvísi heimspekings,
orðheppni skálds og myndheim lista-
manns, án þess að vottaði fyrir þeirri
kaldhæðni sem svo oft einkennir slíka
menn á Íslandi; í stað glotts á vör
mátti alltaf heyra vinalegan hlátur og
vitrænan húmor sem hitti í hjarta-
stað.
Ég var lánsamur að fá að vinna
með Úlfi þegar hann hannaði kápuna
fyrir fyrstu ljóðabók mína, því þar
uppgötvuðum við hversu svipaðan
smekk við höfðum á fagurfræði und-
arlegra hluta, til að mynda á lýrískri
fegurð vísindaskáldskapar og
-mynda. Við vorum báðir mjög hrifnir
af Solaris en, ólíkt öðrum, bara nokk-
uð ánægðir með George Clooney í
nýrri endurgerð myndarinnar. Þessi
sameiginlegu áhugamál okkar –
geimurinn, stjörnurnar, fútúrisminn,
og framsækin list – gátu líka orðið til-
efni til umræðna um andlegri málefni
hjá okkur. Síðar þegar Úlfur veiktist,
í annað sinn og svo aftur í þriðja sinn-
ið, hittumst við á milli þess sem hann
var í Japan eða ég einhversstaðar út í
löndum, og þá ræddum við oft um
meðvitundina, eðli sálarinnar og
hugsanlegan guðdóm; oftar en ekki
með tilvísanir í aldagamla alkemíu,
Jung, Spinoza, Wittgenstein og aðra
spekinga, en á milli allra háfleygra
orða skein í gegn þessi næstum hreini
tónn – og vissa hjá Úlfi, um að með-
vitundin lifi áfram, og að eitthvað
væri til fyrir handan.
Aldrei hélt ég að það myndi reyna á
þá vissu svo skjótt. Bara núna síðasta
sumar vorum við byrjaðir að vinna að
nýrri ljóðabók, í þetta sinn um Unu-
noktíum, dularfullt efni sem uppgötv-
aðist með tilviljunarkenndum hætti af
vísindamönnum, stuttu eftir að við
Úlfur ákváðum að nota það sem inn-
blástur fyrir nýja ljóðakápu.
Úlfur náði að vinna fyrstu uppköst
að þeirri hönnun.
Ég skil ekki margt, hvers vegna
svona fer, hvers vegna sumir eru kall-
aðir til snemma; en ég tek mér til fyr-
irmyndar þessa vissu þína Úlfur, sem
fær mann til að hlæja oftar, og trúi að
héðan í frá svífir þú um í fútúrískum
eðalheimum.
Við Ella sendum innilegar samúð-
arkveðjur til fjölskyldu Úlfs, Sigrún-
ar, Elínar og allra vina.
Valur B. Antonsson.
Elsku Úlli, það er sárt að þurfa að
kveðja þig, það kom mér í opna
skjöldu að heyra að þú værir látinn.
Ég hafði fylgst með þér veikjast og
jafna þig áður. Þú áttir eftir að upp-
lifa svo margt og aðrir að fá að njóta
þín miklu lengur við.
Sjúkdómur þinn var eitthvað sem
við höfðum stundum rætt á köldum
heimspekilegum nótum og analýser-
að. Þú vildir líta á hann sem athygl-
isverða lífsreynslu en ekki eitthvað
sem gæti bugað þig. Ég var hrædd
inn við beinið og þú vafalaust líka en
það var gott að tala svona og gefa
ógninni ekki of mikið vægi. Enda
hafðir þú betur og varðst heilbrigður
á ný, með alla þína útgeislun.
Sjálfsvorkunn var ekki þinn stíll,
þú tókst á við erfiðleikana með reisn.
Enda varstu alltaf einstakur. Við vor-
um sextán ára þegar við kynntumst
og ég tók eftir þessu. Innri styrkur og
óvenjulegt jafnaðargeð var ríkt í þín-
um persónuleika, einhver ró og
þroski, þrátt fyrir alla skemmtilega
vitleysu sem fylgdi þessum aldri.
Þú varst forvitinn og listrænn og
vildir upplifa óvenjulega hluti. Það
var gott að vera nálægt þér og við
skildum hvort annað svo vel, bæði í
fantasíu og alvöru lífsins. Við týndum
okkur stundum í einkaveröld og hug-
myndum sem náðu mislangt í fram-
kvæmd, til dæmis „Comic“blaðið sem
við reyndum að gera saman.
Það er erfitt til þess að hugsa að
eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. Síð-
ast rétt skiptumst við á nokkrum orð-
um á Þorláksmessu. Kaldhæðnislega
sagðir þú við mig, „Nei, á dauða mín-
um átti ég von en ekki þér“ ég heyri
þig segja þetta með brosi í röddinni,
en man eftir ákveðnum tóni sem
truflaði mig. Þú varst á leið í erfiða
meðferð eina ferðina enn. Þetta sam-
tal er núna þrungið merkingu en var
svo ómerkilegt og er í raun óþolandi
að þetta skuli hafa verið okkar
kveðjustund.
Þegar ég sá Kastljósþáttinn með
Boga hugsaði ég með mér, en frá-
bært, og mundi hvað þú varst hress
eftir síðustu meðferð í Svíþjóð. Þann-
ig sá ég þig fyrir mér og ætlaði að
hringja í þig og óska þér til hamingju
með allt og hvetja þig áfram. Þremur
dögum seinna fékk ég að heyra að þú
værir dáinn. Ég skil það varla enn.
Við höfðum ekki hist oft eða talað
reglulega saman undanfarin ár en
það var alltaf eitt og eitt símtal og
þegar ég kom heim um jól eða sumar
náðum við að taka upp þráðinn á ný.
Þá töluðum við saman eins og við
hefðum sést í gær.
Vináttan frá þessum árum sem við
vorum kærustupar og samlokur var
alltaf til staðar, vanrækt og stundum
gleymd en furðu lífseig. Minningar
frá þessu tímabili sækja nú svo sterkt
á mig og hefði ég viljað rifja það upp
með þér. Nú á ég minningarnar ein.
Ég mun aldrei gleyma þér, Úlli, ég
er heppin að hafa átt þig að vini og
kynnst þér svona náið.
Ég vildi gjarnan geta verið á Ís-
landi núna, fylgt þér til grafar og
minnst þín með fólkinu sem þykir
vænt um þig, ég veit að þú skilur.
Kæra Anna, Guð styrki þig í sorg-
inni og alla fjölskylduna. Sigrún, þú
átt alla mína samúð, missir ykkar er
mikill.
Hvíl í friði, elsku vinur,
Ása Fanney.
Úlfur var alltaf öðruvísi en allir
sem ég þekki. Hann var stærri en all-
ir, á svo margan hátt, þokkafullur í
hreyfingum og jafn fallegur að utan
sem innan. Það skein líka einhvern
veginn af honum hvað hann var vitur
og sterkur. Úlli var alltaf jákvæður
og glaður og jafnvel í miðjum veik-
indunum var hann alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt.
Þegar ég kynntist Úlfi var hann
flottasti strákurinn í Reykjavík. Hann
bar höfuð og herðar yfir alla í bók-
staflegum skilningi. Hann var með
kolsvartan húmor og talaði fallegra
mál en flestir. Það er örugglega ekki
til sú stelpa sem var ekki að minnsta
kosti pínulítið skotin í honum.
Seinna urðum við Úlli svo ná-
grannar í vesturbænum. Hann og
Nico, maðurinn minn urðu góðir vinir
og við héldum ófá matarboð þar sem
við elduðum saman einhverjar krásir
sem oftar en ekki voru tilbúnar í
kringum miðnætti. Með misgóða tón-
list í botni, Carpenters og fleira,
gæddum við okkur svo á útkomunni.
Það var alltaf gaman að bjóða honum
því hann var svo þakklátur og
skemmtilegur félagsskapur. Seinna
kom svo í ljós að hann var sjálfur
listakokkur þegar hann fór að kenna
okkur að elda japanskan mat.
Það er ljúft að minnast Úlfs. Öll
samskipti við hann voru upplífgandi
og þægileg. Þrátt fyrir veikindin var
hann alltaf jákvæður og glaður og var
ekki að flagga því sem leiðinlegt var.
Með honum var alltaf eitthvað
skemmtilegt og spennandi að gerast
og hversdagslegir atburðir urðu
fyndnir og einhvern veginn óvenju-
legir með honum. Meira að segja bar-
átta Magna í Rockstar Supernova
varð skemmtileg þegar hann var
mættur í Magnapartý.
Það var sérstaklega gaman að hitta
Úlf í Japan. Þar var hann í umhverfi
sem hann bar mikla virðingu fyrir.
Hæfileiki hans til að sjá það skrítna
og skemmtilega í öllu fékk sérstak-
lega vel að njóta sín í Japan þar sem
óvenjulegir hlutir eru á hverju strái.
Það er svo skrítið að Úlfur sé far-
inn. Þrátt fyrir að hann væri á leið-
inni í lífshættulega aðgerð bar hann
veikindi sín aldrei utan á sér. Það
hvarflaði aldrei að okkur að Úlli,
þessi lífsglaði maður, gæti dáið. Við
hlökkuðum til að honum færi að
batna svo við gætum hist og drukkið
saman rauðvínið sem við keyptum í
síðustu Frakklandsferð og búið til
tónlistina sem við höfðum talað svo
mikið um að gera.
Sem betur fer tókst að halda
styrktartónleikana á Iðnó áður en
hann dó. Það er ómetanlegt að hann
hafi fengið að fylgjast með þeim á
spítalanum og fengið að finna þennan
mikla stuðning vina sinna og séð að
allir voru að hugsa til hans.
Úlfur var merkilegur maður og
kær öllum þeim sem hann komst í
kynni við. Það er erfitt að hnoða sam-
an nokkrum orðum sem gefa ein-
hverja mynd af Úlfi eða tilfinningum
okkar til hans, en það sem ég er að
reyna að segja er að það er bæði fal-
legt og sárt að hugsa til þess að Úlfur
kunni betur en flestir að vera til.
Elsku Sigrún, Anna, aðrir aðstand-
endur og allir vinir Úlfs. Við Nico
vottum ykkur samúð okkar og send-
um ykkur alla okkar hlýju og styrk.
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir.
Við vinirnir kynntumst Úlfi á spila-
móti Fáfnis í kringum fimmtánda
aldursárið. Þeldökkur, tveggja metra
hár snillingur sem maður komst ekki
hjá að líta upp til og ekki bara hæð-
arinnar vegna. Úlfur hafði einstakt
ímyndunarafl og sérlega öfluga sköp-
unargáfu, góður hlutverkaspilari í
hnotskurn. Sumar persónur Úlfs
voru meira að segja svo heillandi að
þær verðskulda í raun sínar eigin
skáldsögur. Sellóspilandi gúlar, und-
irförlir snákamenn, athyglissjúkir
riddarar og nútímamenn sem fastir
voru í sýndarveruleika hinna spilar-
anna.Við spiluðum sjaldan sömu per-
sónurnar mörg kvöld í röð enda fólst
fjörið fyrst og fremst í að skapa nýja
karaktera, nýjan heim, ný ævintýri.
Og í því fór Úlfur á kostum, enda
brást það ekki að þegar Úlfur settist í
leikstjórnendastólinn urðu til margar
skrýtnar og skemmtilegar sögur. Við
húktum saman í kjallarakompum
tímunum saman, sveittir og saddir af
pizzum og kóki. Hlutverkaspilið var
okkar útrás fyrir sköpunargleði, næt-
urgalsa og afsökun til að röfla um
heima og geima langt fram undir
morgun. Okkar eigin heimur þar sem
allt mátti og allt gat gerst. Spil með
Úlfi voru bestu spilin.
Þegar Úlfur kom í heimsókn
spurði hann iðulega hvort það væri til
ís í frystinum og ef svo var hvarf ísinn
á mettíma. En það var alltaf í góðu
lagi. Úlfur var stór og þurfti mikinn
ís. Við kveðjum Úlf og allar hans per-
sónur, við kveðjum leikfélaga, við
kveðjum einstakan sköpunarkraft og
frábæran mann. Tvöhundruðog-
fimmtíu punkta karakter.
Aðalsteinn, Gunnlaugur,
Ólafur og Hlynur, spilavinir.
Elsku Úlfur. Æðruleysi, umburð-
arlyndi, áhugi og lífsþorsti; umvafið
kærleika, er það fyrsta sem kemur í
huga minn þegar ég hugsa til þín. Ég
var svo lánsöm að fá að kynnast þér
og upp með mér að þú skyldir biðja
mig að aðstoða þig síðustu dagana
þína hér í þessu lífi. Þar varð ég vitni
að mörgum kraftaverkum. Vinir þínir
héldu tónleika fyrir þig. Það skipti
þig miklu máli og ekki síst gestabókin
sem allir skrifuðu í. Og pabbi þinn
kom til að vera með þér. Stóra óskin
þín um að fá að giftast Sigrúnu rætt-
ist svo fallega. Það var yndislegt að fá
að vera viðstödd og hlusta á þegar
séra Örn spurði hvort þú vildir ganga
að eiga hana. Þú gafst þér langan
tíma og vandaðir hvert orð. Þú sagðir
svo margt fallegt um ást þína á henni.
Og ég grét. Þegar þú varst búinn
kom þögn þar til séra Örn bætti við
„Þú þarft bara að segja já.“ Þá hló ég.
Þetta var fallegt og magnað. Það er
mér svo lifandi fyrir hugskotssjónum
hvað ríkti mikil sátt í augunum þínum
og hvað þú tókst á við örlög þín af
miklu hugrekki og þroska, elsku Úlf-
ur minn. Ég spurði þig einu sinni
hvort það væri eitthvað sem þú ættir
eftir að gera eða segja ef illa færi.
Svarið lýsti þér: „Ég mun aldrei yf-
irgefa ykkur.“ Ég mun aldrei yfirgefa
minningu þína, elsku Úlfur minn, og
bið fyrir þér þar sem þú ert nú og
eyðir hveitibrauðsdögunum.
Elsku Sigrún. Missir þinn og Ilmar
er mikill. Guð blessi ykkur og styrki.
Foreldrum, vinum og öðrum að-
standendum votta ég samúð mína.
Ást og hlýja
Jóhanna (Jóga).
✝
Hjartkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR GUÐMUNDSSON
skipasmíðameistari,
Vesturgötu 30,
síðast til heimilis
að Hrafnistu
í Reykjavík,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum samúð og vinarhug.
Haraldur Örn Haraldsson, Sigurlaug G. Viborg,
Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir, Óskar Örn Arnarson,
Arna Sigurlaug Óskarsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
EDDA ÁSGERÐUR BALDURSDÓTTIR,
Rjúpufelli 46,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
aðfaranótt þriðjudagsins 18. september.
Úrförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 1. október kl. 13.00.
Garðar Árnason,
Guðný Svana Harðardóttir,
Þóra Björk Harðardóttir, Ómar Bjarni Þorsteinsson,
Árný Lilja Garðarsdóttir,
Sigrún Jóna Baldursdóttir,
Helgi Gunnar Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
GÍSLÍNA TORFADÓTTIR,
Silfurtúni 14B,
Garði,
áður Urðarbraut 1,
Blöndósi,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
24. september kl. 14.00.
Ágúst F. Friðgeirsson,
Torfi Gunnþórsson, Fjóla Svavarsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkyni.