Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 37
þér. Svo sterk kona. Það dáðust all- ir að styrk þínum. Ég vil þakka þér, elsku amma mín fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman í gegnum árin og fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér; Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. (Lina Sandell) Megi þú hvíla í friði hjá hinum englunum. Hittumst aftur þegar tíminn kemur. Þín Sólrún Björk. Elsku besta vinkona mín Erla Sigurgeirsdóttir er látin. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Okkar vinskapur var einstakur alla tíð og erfitt verður að sætta sig við að þú sért farin úr þessu lífi. Ég veit að margir hafa tekið á móti þér hinum megin, þar á meðal litla Sólrún þín og Gerða vinkona þín sem fór yfir móðuna miklu fyrir nokkrum árum. Enginn kemur í þinn stað en ég geymi allar góðu minningarnar um samverustundir okkar. Minningin um skógarferð- irnar okkar, þú með gítarinn og spilaðir og söngst fyrir mig, fram- kallar bros hjá mér þrátt fyrir söknuðinn, við tvær gátum skemmt okkur ótrúlega vel saman og þegar við gátum ekki sést var síminn not- aður og oft voru það löng símtöl. Margar samverustundir koma upp í hugann, bæði í Engihjallanum og fyrir norðan, við tvær eða við fjögur saman og ferðin okkar tveggja saman til London er ógleymanleg. Síðasta stund okkar er mér of- arlega í huga í sólskini og blíðu fyr- ir norðan, ekki datt okkur í hug að það væri í síðasta sinni sem við hitt- umst í þessu lífi. Þú varst einstök kona, alltaf glöð og kát þótt lífið hafi ekki alltaf verið þér dans á rós- um framan af ævinni svo kom Siggi inn í líf þitt og áttuð þið góðar stundir saman. Ég sendi Sigga, börnum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Með þessu fallega ljóði sem lýsir svo vel okkar einstöku vináttu, kveð ég þig, elsku Erla mín. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Þín vinkona Minný. Elsku besta amma mín, þín minning verður ætíð ofarlega í okka huga. Við þökkum þann tíma sem við fengum að vera í faðmi þín- um. Oft fengum við að koma til þín og Sigga og vera um helgi og feng- um aldrei nóg. Þegar ég fór í bæinn kom ég oftast til þín og við vorum meira en nöfnur, amma og barna- barn,við vorum ofboðslega nánar og erfitt að segja það með nokkrum orðum. Elskulega amma mín, ég kveð þig með sárum söknuði, þú varst besta amma í heimi. Blessuð sé minning þín. Þín dótturdóttir Erla Dögg. Elsku amma ég man hvað þú ljómaðir þegar dóttir mín kom í heiminn. Þú varst svo ánægð langamma, stolt ánægð og fannst nafnið sem hún fékk svo fallegt, Viktoría Björt. Þú talaðir mikið um Viktoríu og kallaðir hana oft fimmsumtrínu. Við Helena sjáum um að hún fái að vita allt um þig og hver yndisleg þú varst í alla staði. Ég hefði viljað hafa fleiri tækifæri til að koma oft- ar til þín. Guð taki þig í faðm sinn, elsku amma. Þinn dóttursonur Hafþór Örn. Við systkinin viljum að lokum minnast þín með þessu ljóði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Erla Dögg og Hafþór Örn. Við þessi leiðarlok er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt Erlu að. Samskipti okkar voru alla tíð hlý og góð. Hún var fyrrverandi tengdamóðir og amma dóttur minnar. Hún lagði á það ríka áherslu þegar við Eiríkur skildum að ég hefði ekki skilið við hana, það þótti mér afar vænt um. Hún reyndist alla tíð okkur svo vel, syn- ir mínir voru afskaplega hrifnir af henni. Þeir fundu henni nokkuð merkilegt gælunafn. Þeir kölluðu hana hótel-ömmu, þeim fannst þeir alltaf lenda í veislu þegar þeir komu með okkur Sollu þangað. Þangað vildu þeir endilega fara. Ein af mínum gæfum í lífinu var að kynnast Erlu. Hún kenndi mér margt og var yndisleg kona. Fólkinu hennar sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð styðja ykkur í þessum þungu spor- um. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. Ragnheiður, Steinar og börn. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 37 ar. Okkur varð þá strax ljóst að þó að hann væri dulur og jafnvel feiminn náungi var undir niðri persóna sem okkur langaði til að kynnast betur. Við höfum haldið góðu sambandi í gegn um tíðina og brallað margt saman. Fræg er ferð til Stykkis- hólms á Unglingalandsmót UMFÍ. Sonur okkar var þar að keppa og þau ákváðu að koma með okkur. Við vor- um í fellihýsi en þau í tjaldi og þessa helgi var úrkomumetið í Stykkis- hólmi slegið. Þau urðu að flýja til okkar í fellihýsið og sofa þar með öll börnin og hafði Hjörtur oft á orði eft- ir þessa helgi að hann færi aldrei aft- ur í tjaldútilegu. Við áttum góðar samverustundir á Benidorm þar sem við vorum saman í íbúð í rúma viku. Þó að þröng væri á þingi gekk allt mjög vel og er sú ferð okkur ógleym- anleg. Einnig leikhúsferðirnar, mat- arboðin o.fl. Hjörtur var mikill knattspyrnu- áhugamaður, hann var Skagamaður í húð og hár og fylgdist vel með leikj- um liðsins, einnig var hann harður stuðningsmaður Manchester Unit- ed. Það voru margar heimsóknirnar okkar á milli og var gjarnan stílað inn á að það væri leikur á sama tíma svo Árni og Hjörtur gætu horft sam- an. Við fórum einnig saman á marga leiki og var það mjög gaman vegna þess að Hjörtur hafði mikið vit á fót- bolta enda hafði hann æft með yngri flokkum ÍA í mörg ár. Hans aðal- áhugamál var enski boltinn og fóru hann og Særún nokkrar ferðir út á leiki. Þá var jafnan mikið verslað og þá aðallega United-búningar á alla fjölskylduna og var Viktor Frans ekki hár í loftinu þegar hann var kominn í sín fyrstu United-föt. Hjörtur setti á fót sitt eigið fyr- irtæki sem hann byggði upp frá grunni og stóð sig einstaklega vel í því. Dáðumst við oft að honum fyrir dugnaðinn og ósérhlífnina. Hjörtur var mjög ríkur maður í þeim skilningi að hann átti fimm börn, þrjú fósturbörn og tvö barna- börn. Hann var mjög barngóður og átti auðvelt með að ná til krakkanna. Þegar Viktor Frans fæddist fyrir rúmum fjórum árum munum við vel eftir hvað hann var stoltur og ánægður. Einnig þegar Kristinn, sonur hans, eignaðist sitt fyrsta barn og hann varð afi. Elsku Hjörtur, nú er komið að kveðjustund. Það er svo sárt að kveðja góðan vin en sem betur fer eigum við fjölmargar góðar minning- ar og munu þær lifa með okkur um ókomin ár. Owen og Unnur munu fylgjast vel með Viktori Frans um ókomna tíð og halda minningu þinni á lofti. Elsku Særún, börn og aðrir að- standendur, við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þínir vinir, Árni og Unnur. Ég hitti Hjört Líndal í fyrsta sinn árið 2000 þegar hann hóf störf hjá kjúklingabúinu Móum sem þvotta- maður. Við fyrstu kynni var hann óframfærinn og sjálfsöryggið lítið, en það átti fljótt eftir að breytast okkar á milli. Hjörtur var mikill vinnuþjarkur og að sama skapi vandvirkur sem er sjaldgæfur eiginleiki í sama manni. Eftir að við höfðum stillt saman strengi okkar varðandi vinnuna, ég gerði kröfurnar og hann uppfyllti, gat ég fullkomlega reitt mig á hann. Hjörtur klikkaði ekki og alltaf var hann reiðubúinn til að bjarga þegar eitthvað óvænt kom upp á. Hjörtur var einn hjartahreinasti maður sem ég hef kynnst, ég varð hans trúnaðarvinur með árunum. Hann átti erfiða æsku, hann var skemmdur og við, samfélagið, brugðumst honum, hann fékk ekki þá hjálp sem hann þurfti á þeim tíma. Hann flúði í alkóhólið eins og svo margir aðrir sem ekki ná að vinna úr sársauka sínum. Á þeim tíma sem hann var þurr vann hann mikið, dugnaður er jú dyggð, en hann vann allt of mikið og líkaminn lét undan. Þá komu verkjalyfin og líklega voru það þau sem urðu upphafið að endinum. Það hallaði meir og meir undan, hann sá ekki birtuna og á endanum gat hann ekki meira. Hvíl í friði Hjörtur minn, þú átt skilið hvíld og sálarró sem frá þér var tekin í æsku. Sigurborg Daðadóttir. ✝ Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR HELGA TRYGGVASONAR, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og starfsfólki hjúkrunardeildar 12G Landspítala fyrir frábæra umönnun og einstakan velvilja. Ágústa Erla Andrésdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Erla Halldórsdóttir, Ágúst Ingi Sigurðsson, Eva Leplat Sigurðsson, Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Ása Svanhvít Jóhannesdóttir, Ólafía Ósk Sigurðardóttir ( Lóa), Kári Hrafn Hrafnkelsson, Sigurður Sigurðsson, Hildur Guðmundsdóttir, og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HANS BÄÄRNHIELM, Norrbyn, Hörnefors, Svíðþjóð, andaðist mánudaginn 3. september. Útförin fer fram í dag, 21. september. Fyrir hönd aðstandenda, Pétra Pétursdóttir Bäärnhielm. ✝ Hjartans þakkir sendum við þeim fjölmörgu sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra HILMARS MÁS GÍSLASONAR. Sérstakar þakkir fá vinir hans fyrir austan og sr. Bjarni Karlsson. Guð veri með ykkur öllum. Gísli Sigurgeir Hafsteinsson, Heiður Sverrisdóttir, Ragnheiður Hilmarsdóttir, Steinar Jónsson og systkini hins látna. ✝ JÓN V. MARÍASSON lést á Líknardeild Landspítala, Landakoti, föstudaginn 7. september. Jarðaförin hefur farið fram. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknarsjóð Landakots, Landakotssjóð. Aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR frá Setbergi, lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 19. september. Jarðarförin auglýst síðar. Bragi Gunnlaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, Svölutjörn 44, Njarðvík, áður Smáratún 29, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 19. september. Jarðaförin verður auglýst síðar. Jóhann R. Benediktsson, Benedikt Jóhannsson, María Hákonardóttir, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Frímann Valgarðsson og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.