Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 38

Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Markús Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 13. júlí 1961. Foreldrar hann eru Kristján Þorkelsson frá Hell- issandi og Sigríður Markúsdóttir frá Stykkishólmi. Systkini Markúsar eru Kristján Sig- urður, f. 12.12. 963, Rafn Áskell, f. 3.1. 1970 og Alma Sif, f. 15.3. 1983. Markús ólst upp á Hellissandi. Hann kvæntist Rut Bragadóttur 1980. Þau skildu. Börn þeirra eru Krist- ján Fannar, f. 11.12. 1980 og Svanur Bergsteinn, f. 19.9. 1984. Þeir eru báðir búsettir í Holme- strand. Áður átti Rut soninn Eyjólf Braga Lárusson, hann býr einnig í Holmestrand. Sambýliskona Markúsar frá 2005 er Nina Askerud frá Holmestrand. Markús verður jarðsettur í Botne kirke í Holmestrand í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Það dimmdi snemma daginn þann, sem hún barst mér þessi harmafregn að hann Markús minn hefði orðið bráðkvaddur. Þessi hraustlegi, káti drengur, hvernig mátti það vera að hann væri horfinn okkur svo skyndilega? Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Um það hverjir þessir guðir eru hafa menn vísast ýmsar hugmyndir. En eitt er víst að ef það að fá ríflegan skammt af hæfi- leikum í vöggugjöf þýðir að vera elskaður af guðunum, þá átti það við Markús. Mér fannst hann heillandi þessi strákur, alveg frá því ég fyrst leit hann augum og þá var hann bara fárra klukkustunda gamall. Og ekki ófríkkaði hann með aldrinum. Þessi fallegu augu, sem fljótlega fengu þennan yndislega brúna lit og þetta bjarta bros, sem bræddi huga gömlu frænku jafnt og annarra. Hvern gat grunað að samverustundin, sem við áttum Kjósinni í sælureitnum þeirra Siggu og Stjána, væri sú síðasta. En yndisleg er hún minningin um þenn- an dýrðardag, þegar sólin skein eins og hún gerði svo oft á þessu nýliðna sumri. Flestir í fjölskyldunni okkar komnir saman til þess að skemmta sér og það leiddist engum þann dag. Þar var Markús, nýkominn úr ferða- lagi, hann hafði verið að sýna unn- ustunni sinni landið sitt. Nýr kafli var hafinn í lífi hans og hann horfði til framtíðar geislandi af hamingju. Þeir slógu ekki slöku við stuðpúð- arnir hennar Siggu. Markús með gítarinn, kunni flest lögin og ef ekki, þá þurfti hann bara að heyra þau einu sinni, þá gat hann spilað þau. Krissi, kunnandi alla texta, og ekki skemmdu Rafn og Alma Sif fyrir með sínar fallegu söngraddir. Hann var hvers manns hugljúfi þessi drengur, elskaður sem unnusti, fað- ir, sonur, bróðir og afi. Það er djúpt skarðið sem hann skilur eftir sig. Það verður aldrei fyllt, en minning- arnar eru margar og þær hugga þegar frá líður. Ég og fjölskylda mín sendum hugheilar samúðarkveðjur til allra þeirra sem gráta ástvininn sinn. Ég þakka fyrir að hafa fengið að þekkja Markús. Ólöf. Ferðin er á enda – kallið er komið! Góður drengur hefur verið sóttur heim til annarra starfa á öðrum og æðri sviðum. Dvölin á Hótel Jörð varð ekki löng og brottförin kom öll- um á óvart. Það sannar að enginn veit sinn næturstað. Við Markús vorum bræðrabörn og ólumst upp undir Jökli eins og það er kallað þegar minnst er Hell- issand á Snæfellsnesi. Ég hjá ömmu okkar og afa og hann í næsta húsi. Uppeldisstöð okkar var ævintýra- land æskuminninganna þar sem allt sem stóð til boða var á næsta leiti. Snjóhús voru byggð, skautað var á tjörnum og götum þegar „illa/vel“ áraði. Skíðabrekkur ýmist fyrir aft- an hús eða neðan. Á sumrin var farið berjamó að morgni eitthvað út í buskann og síðan snúið heim að kvöldi berjablár í framan með fulla fötu ýmist af bláberjum eða kræki- berjum. Þá var það heyskapurinn, veiðin og svo jólaboðin þar sem Stjáni faðir hans var alltaf til staðar ef þurfti að skeyta saman gömlu jólaseríurnar. Þessar og eins ótal fleiri minningar koma upp í hugann er litið er til baka yfir farinn veg. Þetta var okkar heimur í landi áhyggjuleysis, ævintýra og frelsis. Allir sem einn og einn fyrir alla. Síð- ar skildu leiðir út í heim og einn fór í austur og annar í vestur. Þótt ára- raðir hafi liðið á milli þess sem við hittumst þá breyttist ekkert. Mark- ús var alltaf sami góði drengurinn. Mildu hlýju augun hans voru spegill sálarinnar þar sem innsýn gafst á stóra og mikla sál góðmennskunnar. Hans ferðalagi hefur nú lokið á áfangastað og ný ævintýri tekin við. Við munum aftur hittast á leiðar- enda. Elsku vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég mun ávallt geyma minningu þína. Guð geymi þig um alla eilífð og gefi þeim styrk er eftir lifa. Ásta frænka og fjölskylda, Virginiu. Elsku hjartans frændi minn, mik- ið er það sárt að rita þessi kveðjuorð til þín. Margar minningar leita á hugann á stundu sem þessari. Það var alltaf gaman að fá þig til mín í sveitina þegar þú varst lítill dreng- ur. Þú komst fyrst til mín bara tveggja ára, jafngamall Margréti minni og þá var oft glatt á hjalla. Ég man þegar ég rak ykkur bæði alls- ber upp úr ískaldri ánni og þið horfðuð á mig með ykkar björtu augum og sögðust bara hafa verið í baði. Það er svo erfitt að horfa á eft- ir þér, elsku drengurinn minn, þar sem þú ert frá okkur tekinn í blóma lífsins. Þú varst alltaf sami fallegi, hlýi frændinn sem lýstir upp til- veruna með hverri heimsókn. Þegar dyrnar opnuðust og ég heyrði þig kalla „Ertu heima frænka“ þá brosti sólin og lífið varð bjartara. Mikið afskaplega gladdi það mig þegar þið Nína heimsóttuð mig í sumar. Ég á eftir að sakna þín sárt, elsku frændi minn. Ég fylgdist alltaf með þér í gegnum hana mömmu þína og var stolt af þér og þínum verkum. Ég veit að Guð og fólkið okkar tekur þér opnum örmum og að minningin um góðan dreng veitir okkur fjölskyldu þinni styrk í sorg- inni. Skært geta leiftrin logað. Liðin og myrkvuð ár birtast í blárri móðu sem bros í gegnum tár. Bak við heilaga harma er himinninn alltaf blár. (Davíð Stefánsson) Elísabet frænka Með fátæklegum orðum kveðjum við hann Markús frænda okkar, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Sviplegt andlát Markúsar er sárara en orð fá lýst og hugur okkar allra er hjá fjölskyldu hans, sem nú á um sárt að binda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (Valdimar Briem) Betubörn. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ég veit ekki hvort þetta er einhver huggun þeim sem eftir sitja og spyrja sig: Af hverju? Af hverju fengum við ekki meiri tíma með hon- um? Af hverju er ungur maður í blóma lífsins tekin frá heittelskaðri unnustu, börnum, foreldrum, systk- inum og öðrum þeim sem að honum stóðu? Við þessu fæst væntanlega ekki neitt svar en við verðum að ylja okkur við minningar um góðan unn- usta, föður, son, bróður, frænda og vin. Við sem ólumst upp á Hellissandi og nutum návista Markúsar vitum að hann var góður drengur, sein- þreyttur til vandræða og duglegur með afbrigðum, vinur vina sinna og góður frændi. Markús var frændi minn, hann var stóri bróðir Krissa vinar míns og var í mörgu fyrirmynd mín á uppvaxtarárunum á Sandi. Hann, Keli frændi og Auðbjörg systir voru jafnaldrar og fylgdust að í gegn um grunnskólann og mér er minnisstætt þegar þau fermdust þá lá beinast við að halda fermingar- veisluna þeirra saman í Röstinni og deildu þau þar athyglinni. Markús frændi minn var músík- alskur og mér er minnisstætt að hann var lunkinn gítarleikari þó að ég hafi aldrei getað skilið hvernig í ósköpunum hann gat spilað á gít- arinn öfugan þar sem hann var örv- hentur en hann var ekki að hafa fyr- ir því að snúa strengjunum við heldur lærði gripin öfug og náði hreint ótrúlegri leikni á þann hátt. Við urðum skipsfélagar á Rifsnes- inu eina vertíð þegar ég óharðnaður unglingurinn steig mín fyrstu sjó- mannsskref og hann þá orðinn vel- sigldur, tók frænda sinn upp á sína arma og kenndi honum ýmis ráð til að létta vistina um borð. Hann var hörkuduglegur sjómaður. Markús flutti með fjölskyldu sinni til Noregs fyrir margt löngu og eftir það urðu samskiptin eins og gengur og gerist minni en alltaf heyrði mað- ur af þeim í gegnum Krissa og Sússu og ekki var annað að heyra en að allt gengi bara ágætlega þó væntanlega hafi skipst á skin og skúrir eins og hjá flestum. Hin síðustu ár hafa „hittingarnir“ orðið fleiri þó aldrei sé svo sem nóg að gert í þeim málum. Við Krissi ræddum það fyrir skömmu að nú væri kominn tími á ættarmót eða „hitting“ þar sem langt er orðið síð- an ættin hittist síðast en því miður verða ættarmótin þín kæri frændi ekki fleiri í þessu jarðlífi en vonandi verður vel tekið á móti þér hinum megin hvað svo sem bíður okkar þar. Elsku Markús frændi minn, ég vildi að við hefðum verið í meira sambandi og ég vildi að ég hefði sagt þér oftar að þú varst mjög góður frændi fyrir það eitt að vera alltaf þú sjálfur, ég vildi að ekki hefði komið til þess að þetta yrði síðasta kveðja mín til þín, það veit sá sem allt veit. Kæra Nína, Kristján, Svanur,Ey- jólfur og Rut, missir ykkar er mikill og megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Elsku Stjáni og Sigga, Krissi, Rafn, Alma og fjölskyldur þið sjáið á bak yndislegum dreng og við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi góðar minningar úr lífi hans hjálpa ykkur öllum í gegnum þessar erfiðu stund- ir. Þórarinn Friðgeirsson, Ásdís Hrönn og börn. Markús Kristjánsson ✝ Hans Bäärn-hielm fæddist í Gävle í Svíþjóð 14. október 1941. Hann lést 3. september síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Britta Bäärn- hielm, f. 1918, d. 1996 og Ingemar Bäärnhielm, f. 1918, sem býr nú í hárri elli í Luleå. Fjöl- skyldan bjó fyrst í Gävle en síðan í Karlskrona og síðan í Mora í Dölunum en lengst í Luleå í Norðurbotni, en á þessum stöð- um var fjölskyldufaðirinn lög- við krabbameinsdeild Sjúkrahúss- ins í Umeå og Helenu framhalds- skólakennara. Seinni kona Hans er Pétra Pét- ursdóttir meinatæknir, f. í Stykk- ishólmi 23. september 1943. For- eldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. í Stykkishólmi 1917, d. 1999 og Pétur Sumarliðason, f. í Ólafsvík 1917, d. 1943. Fyrri maður Pétru var Jóhann Guðmundsson læknir, látinn og eignuðust þau þrjú börn, Hafdísi, f. 1968, Guðmund, f. 1971 og Lilju, f. 1974, öll búsett í Umeå. Jóhann og Pétra slitu samvistum 1985. Pétra kynntist Hans árið 1986 og gengu þau í hjónaband árið 2000. Útför Hans verður gerð frá FONUS, Heliga Korsets Kapell, á Sandbacka í Umeå í dag og hefst athöfnin klukkan 11.30. reglustjóri og dómari lengstan hluta starfs- ævi sinnar. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið, auk Hans eru það þeir Klas sem býr í Piteå og á konu og þrjú börn og Peter sem býr á Got- landi og á konu og fjögur börn. Hans gekk í framhalds- skólann í Vindeln og varð síðan félags- fræðingur frá Há- skólanum í Umeå. Fyrri kona Hans var Britt en þau giftu sig 1965 og eignuðust tvö börn, Peter, hjúkrunarfræðing Í dag er til moldar borinn í Umeå í Svíþjóð góður vinur okkar hjóna Hans Bäärnhielm. Kynnin við Hans hófust fljótlega eftir að við settumst að til ársdvalar í Umeå, sumarið 1990, en aðdragandinn að þessum kynnum var sá að fljótlega eftir kom- una þangað höfðum við kynnst þá- verandi vinkonu hans, sem síðar varð eiginkona, Pétru Pétursdóttur sem búið hafði í Umeå um langt skeið. Samfélag Íslendinga í þessu vina- lega bæjarfélagi samanstóð af hópi fólks sem flest hafði staldrað þar við vegna háskólanáms, en aðrir vegna starfa sinna en kjölfestan var fólgin í þeim sem þar höfðu fest rætur og dvalið þar lengi og þar átti Pétra, sinn sess. Kynni okkar af Hans urðu m.ö.o. gegnum Pétru og þróuðust fljótlega í átt að vinskap sem síðan þróaðist í vinasamband. Að vera bæði gestir og gestgjafar, beggja vegna hafsins með þeim hjónum og þeirra fólki er reynsla sem hvorugt okkar hefði viljað vera án. Þegar fréttist af veikindum Hans á síðastliðnum vetri, gerðum við okkur ekki fulla grein fyrir alvarleika máls- ins en fregnin varð þó til þess að flýta heimsókn okkar á Umeåslóðir til Hassa og Pétru eins og þau oftast voru nefnd saman, til litla bæjarins þeirra Norrbyn, við Hörnefors. Þar áttum við með þeim notalegar stund- ir nú í byrjun ágúst, á meðan Hans enn gat glaðst með góðum vinum. Fyrir þær stundir og reyndar allar aðrar erum við þakklát og vottum fjölskyldum þeirra beggja innilega samúð okkar. Blessuð sé minning þessa góða vinar. Þórarinn B. Gunnarsson, Ólafía B. Matthíasdóttir. Hans Bäärnhielm ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, HELGA DAGBJARTSDÓTTIR, Syðstu- Mörk, Rangárþingi Eystra, verður jarðsungin frá Stóra - Dalskirkju laugardaginn 22. september kl. 14.00. Guðjón Ólafsson, Pétur Guðjónsson, Björgvin Guðjónsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS MÖLLER vélstjóra, Heiðarholti 40, Keflavík. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Kristján Möller, Hólmfríður Karlsdóttir, Birgir Möller, Þórstína Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Möller, Sigurður Sigurbjörnsson og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift| Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.