Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 42

Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag framsóknarkvenna í Reykjavík efnir til ferðar á Þingvöll 27. sept. kl. 16.30. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni. Leiðsögn og sam- eiginl. kvöldverður í Valhöll. Karlar velkomnir. Uppl. í símum: 891-5074 og 698-9247. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan op- in kl. 9-16.30. Verslunarferð í Bónus kl. 10. Bingó kl. 14. Söngstund við píanóið kl. 15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16 og opin smíðastofa kl. 9-16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handvinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, kertaskreytingarnámskeið, félagsvist kl. 13.30 verðlaun og veitingar. Uppl. í síma 535- 2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsfundur verður laugardaginn 22. september kl. 14 í félags- heimilinu Gullsmára 13. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Málm- og silfursmíði kl. 9.30. Yoga kl. 10.50. Hádegis- verður kl. 11.40. Heitt á könnunni til kl. 16. Félags- vist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður. Kl. 9.15 jóga. Kl. 10 ganga. Kl. 10.30 leikfimi. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 14 bingó. Kl. 15.30 hringdansar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleik- fimi í Mýri kl. 12. Félagsvist í Garðabergi kl. 13, opið til kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Haustferð Félags eldri borgara verður farin 26. sept. kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðaklúbbur og umræður kl. 10. Leikfimi í salnum kl. 11. Opið hús, spilað á spil kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11.30. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9-12. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerð- ir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 10.15-11.45 spænska – framh. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30-14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30-15.45 Kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leir- mótun kl. 9, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Skráning á námskeið vetrarins er hafin. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn frá kl. 13. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 10.15 á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Spjall og kaffi. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Á samkomunni verður tónlist, prédikun, umræður og skemmtun. Hægt er að lesa meira um unglinga- starfið á www.kefas.is Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara þriðju- daga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, veitingar og spjall. Vegurinn kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 20. Bengt Wedemalm prédikar, lofgjörð og fyrirbæn. Miðasala í Garðabergi í dag og á mánudag kl. 13- 15. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur eru opnar kl. 9-16.30. Bókband hefst föstud. 5. okt. kl. 10. Prjónakaffi umsj. Ágústa Hjálmtýsd. á eftir er farið í göngu um nágrennið. Frá hádegi er spilasalur op- inn. Kl. 14.20 kóræfing. Uppl. um starfsemi og þjónustu á staðnum, s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðalheiður Þorsteins- dóttir verður við píanóið kl. 14.15-15. Kaffiveitingar kl. 15. Furugerði 1, félagsstarf | Guðsþjónusta kl. 14. Kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kl. 9-12 kaffi, dagblöðin og spjall, almenn handavinna. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 14.45 bókabíllinn. Kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Kl. 9 baðþjónusta, almenn handa- vinna, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 14.45- 15.30 bókabíllinn, kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Kl. 9-14 baðþjónusta. Kl. 9-12 al- menn handavinna. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14.45-15.30 bókabíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 13.30. Bridge kl. 13. Boccia. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyr- ir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Hæðargarður 31 | Allir alltaf velkomir! Kynnisferð fyrir 50 ára+ í World Class kl. 9 árdegis. Frábært tilboð næstu 3 mánuði í styrktarþjálfun; tímabund- ið samvinnuverkefni. Haustdagskrá 2007 liggur frammi. Síminn er 568-3132. 80ára afmæli. Páll Krist-insson Njarðvíkur- braut 32, Innri-Njarðvík, verður áttræður, laugardag- inn 22. september. Af því til- efni vonast hann til að sem flestir ættingjar og vinir sjái sér fært að samgleðjast hon- um á þessum tímamótum og þiggja veitingar í Safnaðar- heimilinu Innri-Njarðvík milli kl. 15 og 17. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. dagbók Í dag er föstudagur 21. september, 264. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Daníel sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn." (Daníel 2, 20.) Nú standa yfir svokallaðareTwinning-vikur, en eTw-inning er áætlun ESB umrafrænt skólasamstarf. Umsjónaraðili eTwinning hér á landi er Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins: „Verkefninu eTwinning var hleypt af stokkunum 2005 og er hluti af nýrri menntaáætlun Evrópusambandsins og snýr að leik-, grunn- og framhalds- skólum,“ segir Guðmundur Ingi Mark- ússon, verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrif- stofunni. „Aðgangur að verkefninu er einfaldur og óformlegur, en þátttak- endur skrá sig á vefsíðu verkefnisins þar sem þeir geta komist í samband við kennara í fjölda Evrópulanda og með einföldum hætti skipulagt samstarfs- verkefni milli bekkja og skóla.“ Verkefninu er þannig ætlað að auð- velda tengsl milli skóla í Evrópu, en ekki síður að auka vægi upplýsinga- tækni í námi: „Samskipti fara öll fram rafrænt, og býður eTwinning upp á raf- ræna kennslustofu til að halda utan um framvindu verkefna, skiptast á skjöl- um, myndum, hljóðskrám o.þ.h. Er þannig hægt að nota eTwinning til hverskonar verkefnastarfs og í öllum kennslugreinum,“ segir Guðmundur. Sérstak kynningarátak vegna eTwinning-verkefnisins stendur yfir til 19. október: „Kennarar sem skrá sig í eTwinning á þessu tímabili fara í lukku- pott, og verða nöfn tveggja kennara dregin út og þeir hreppa iPod nano af nýjustu kynslóð í vinning,“ segir Guð- mundur. „Af þeim sem stofna til verk- efnis á tímabilinu verða tveir dregnir úr potti og hljóta boð á árlega hátíð eTw- inning sem haldin er í ársbyrjun. Þar koma saman hundruð kennara víða að úr Evrópu og taka þátt í spennandi fyr- irlestradagskrá og málstofum.“ Um þessar mundir er einnig verið að dreifa handbókinni Learning with eTw- inning til allra skóla á landinu: „Allir skólar fá bókina ókeypis, og einnig allir kennarar sem skrá sig í eTwinning. Fulltrúar landsskrifstofu eTwinning munu svo heimsækja skóla sem þess óska og kynna verkefnið sérstaklega,“ segir Guðmundur. Finna má nánari upplýsingar á www.etwinning.is, eða með tölvupósti á gim@hi.is og í síma 525 5854. Menntun | Verkefnið eTwinning tengir saman skóla um alla Evrópu Tengsl og tækninotkun  Guðmundur Ingi Markússon fæddist í Reykjavík 1969. Hann lauk stúd- entsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1998, BA-gráðu í trúar- bragðafræði frá Árósaháskóla 2002 og cand.mag.-gráðu frá sama skóla 2003. Guðmundur starfaði um langt skeið hjá Bóksölu stúdenta en hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins síðast- liðið ár. Guðmundur er kvæntur Ástu Vigdísi Jónsdóttur bókmenntafræð- ingi og eiga þau þrjú börn. Tónlist Gaukur á stöng | Silfur leikur. Staðarhólskirkja | Söngur við ljóð Stefáns frá Hvítadal verður á morgun laugardag kl. 17. Sig- rún Steingrímsd. kórstjóri stjórnar sönghóp, nemendur grunnskólans flytja ljóð. Ný útsetn. Atla H. Sveinssonar við ljóð Stefáns. Myndlist DaLí gallerí Akureyri| Hlynur Hallsson opnar sýninguna ÞETTA-DAS-THIS kl. 17-19. Sýningin samanstendur af spreyi á vegg, myndbandi, stórri ljósmynd með texta, litakúlum og minni textamyndum sem gestir geta tekið með sér. Gallerí Tukt | Davíð Eldur Baldursson opnar einkasýningu á morgun kl. 16.-18. Sýningin ber yfirskriftina „Ljós Safnarinn“ og gefur hún okk- ur innsýn í afrakstur sumarins hjá Davíð Eldi. Sýningin stendur fram til 6.10. Saltfisksetur Íslands | Ljósmyndasýning Sig- ursteins Baldurssonar stendur yfir. Sigursteinn hefur sérhæft sig í 360° ljósmyndun, myndum sem kallaðar eru Kúlumyndir, hann sýnir m.a. kúlumyndir sem hann tók af norðurljósunum. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Geirmundar Valtýrssonar leikur fyrir dansi föstudag og laug- ardag. Húsið opnar kl. 22 frítt inn til miðnættis. Fréttir og tilkynningar Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd | Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, flytur erindi um stefnu ríkisstjórnarinnar í mál- efnum barna og fjölskyldna kl. 12-13 í Odda stofu 101. Þetta er fyrsta málstofa vetrarins á vegum RBF og Félagsráðgjafarskorar HÍ. Ferð á Þingvöll | Félag framsóknarkvenna í Reykjavík efnir til ferðar á Þingvöll 27. sept. kl. 16.30. Farið verður með rútu frá umferð- armiðstöðinni. Leiðsögn og sameiginl. kvöld- verður í Valhöll. Karlar velkomnir. Uppl. í símum: 891-5074 og 698-9247. HÉR sést fyrirsæta klædd hönnun Stellu McCartney fyrir Adidas-íþróttamerkið á tískuviku í London í vik- unni. Þessi fatnaður er í vor/sumar-línu Adidas fyrir sumarið 2008. Eflaust eiga ekki margar íslenskar stúlkur eftir að klæðast þessu næsta sumar, nema þær skreppi kannski til Spánar. Sumarfatnaður Stellu McCartney Fyrir næsta sumar Reuters FRÉTTIR STJÓRN Torfusamtakanna fagnar þeim hugmyndum sem birtast í verðlaunatillögu í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar, þar sem rík áhersla er lögð á að varðveita og endurbyggja merkar gamlar bygg- ingar á svæðinu umhverfis Lækjar- torg. Einnig fagnar stjórnin þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að verð- launatillagan verði grundvöllur nýs deiliskipulags á svæðinu. Að mati stjórnarinnar setur verð- launatillagan mikilvægt fordæmi um hvernig standa megi að uppbygg- ingu í miðbæ Reykjavíkur í sátt við umhverfið og með virðingu fyrir sögulegum menningararfi. Sú staðreynd að tillagan er af- rakstur samvinnu færustu ráðgjafa á sviði húsverndar og þeirrar teikni- stofu íslenskrar sem mestrar virð- ingar nýtur á alþjóðavettvangi fyrir framsækna hönnun sýnir og sannar að húsagerðararfur fyrri tíðar og nútímaarkitektúr geta vel fléttast saman í sannfærandi heild þegar fagmennska og listrænn metnaður ræður ferðinni í mótun og útfærslu hugmynda. Með samkeppni þessari hefur Reykjavíkurborg stigið jákvætt skref í átt til þess að lífga miðborg- ina. Við óskum borgarstjórn til ham- ingju með ánægjulega niðurstöðu. Yfirlýsingar borgarstjóra og for- manns skipulagsnefndar eru upp- örvandi og vekja vonir um að hug- myndum þessum verði fylgt eftir af fullri einurð og metnaði. Torfusamtökin fagna hug- myndaleit EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Hildi Björgu Hafstein, fyr- ir hönd íbúa við Laugardal: „Íbúar við Laugardal lýsa yfir furðu og sorg yfir ákvörðun skipu- lagsráðs um að leyfa byggingu tveggja hæða íbúðarhúss á grænum reit í Laugardal. Íbúar hafa mót- mælt þessari fækkun grænna svæða í Laugardal með faglegum og vel ígrunduðum rökum. Okkur telst til að undanfarin ár hafi opnum græn- um svæðum í Laugardal fækkað um 10-15%. Ranglega hefur verið haldið fram að það hafi verið hávær minnihluti sem andvígur væri þessari bygg- ingu. Henni mótmæltu t.d. 70% íbúa þeirra fjölbýlishúsa sem standa næst fyrirhuguðu byggingarsvæði. Auk fjölmargra íbúa allt í kringum Laug- ardalinn sendu foreldrafélag og for- eldraráð Langholtsskóla athuga- semdir við þessa áætlun. Því miður var ekki fallist á þau rök og því er þétting byggðar í Laugardal stað- reynd. Í fréttum og umfjöllun um þessa byggingu hefur verið reynt að stilla málum þannig upp að þeir sem ekki vilji þessa byggingu séu á móti geð- fötluðum. Slíkur málatilbúningur, sem lesa má m.a. í yfirlýsingu Bjark- ar Vilhelmsdóttur vegna málsins, er með öllu óþolandi því hvergi hefur komið fram í mótmælum íbúa að ver- ið sé að mótmæla starfsemi hússins. Þvert á móti hefur ítrekað verið bent á að bygging sambýlis og verndun grænna svæði getur vel farið saman. Nú þegar ákveðið hefur verið hvar eigi að byggja sex íbúðir, af 80 íbúð- um fyrir geðfatlaða, sem samkvæmt formanni skipulagsráðs leggja áherslu á að byggja á grænum svæð- um, er forvitnilegt að vita hvar næsta húsnæði eigi að vera og hvaða græna svæði glatast næst. Í bókun meirihlutans í skipulagsráði er sagt að „mikilvægt sé að geðfatlaðir njóti sambýlis við opin og græn svæði“. Það hlýtur því að vera hagsmunamál allra geðfatlaðra í borginni að opnu grænu svæðin séu sem flest og ekki verði gengið enn frekar á þau svæði í Laugardal.“ Furða sig á ákvörðun skipulagsráðs ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.