Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 44

Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER KOMINN TÍMI FYRIR SÝNINGUNA OKKAR Í DAG SÝNUM VIÐ „KJÚKLINGADANSINN“! EF ÞÚ SLEKKUR LJÓSIN ÞÁ SKAL ÉG SJÁ UM AÐ LOSA OKKUR VIÐ ÞETTA Æ, NEI! STUNDUM ER OF MIKIÐ AF HINU GÓÐA VIÐ ERUM STADDIR EFST Í BREKKUNNI ÓGURLEGU! HUNDRUÐIR MANNS HAFA LÁTIÐ LÍFIÐ VIÐ AÐ RENNA SÉR HÉR NIÐUR! LEITIN AÐ BREKKUNNI SEM FÆR ADRENALÍNIÐ Í OKKUR TIL AÐ PUMPA HEFUR KOMIÐ OKKUR Á ÞENNAN STAÐ! ÞAÐ ER TÍMI TIL AÐ FARA Á VIT ÖRLAGANNA! TILBÚINN? NEI VIÐ ERUM Á ÖRÞUNNRI LÍNU MILLI LÍFS OG DAUÐA! EIN VITLAUS BEYGJA OG ÞETTA VERÐUR OKKAR SÍÐASTI DAGUR ÞÚ ERT EKKI AÐ HJÁLPA HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ BÚA Í ÞESSUM HLUTA LANDSINS? ÞAÐ ER FÍNT... EN MAÐUR VERÐUR AÐ VENJAST EINU HVAÐ ER ÞAÐ? ÞAÐ ER SVO MIKIÐ ROK HÉRNA ÞANNIG AÐ ÞÚ ERT BÚINN AÐ VERA GÓÐUR VIÐ BRÉFBERA ALLA VIKUNA? JÁ, ÞAÐ VAR EKKERT MÁL! ÉG ER VISS UM AÐ ÉG GETI VERIÐ GÓÐUR VIÐ BRÉFBERA Í EINA SKITNA VIKU AF HVERJU ER ÞÁ BÚIÐ AÐ LÍMA ÞIG VIÐ STAURINN? MAMMA ER EKKI JAFN VISS OG ÉG HVAÐ GERÐIR ÞÚ Í DAG, KALLI? ÉG DRAP LOKSINS VÉLMENNIÐ OG KOMST Í BORÐ NÚMER ÞRJÚ! ÞAÐ VAR EKKERT SMÁ SVALT! NÚNA ER ÉG MEÐ ÞREFALT MEIRI ORKU, MIKLU STÆRRI GEISLABYSSU OG MÍNA EIGIN GEIMFLAUG! ÉG ÁTTI VIÐ EITTHVAÐ SEM TENGIST EKKI TÖLVULEIKJUM Ó... EKKI NEITT ERU ÞESSAR BYGGINGAR NÓGU HÁAR FYRIR ÞIG? ÉG SKAL LÁTA ÞIG VITA JÁ, ÞETTA ER FÍNT NÚNA ÞARF ÉG BARA AÐ FARA Í BÚNINGINN MINN ÞETTA ER TILVALINN STAÐUR dagbók|velvakandi Staksteinar leiðréttir Í STAKSTEINUM Morgunblaðinu miðvikudaginn 19. september sl. er fjallað um tiltekið atvik varðandi vegabréfaeftirlit í Bandaríkjunum. Í fjórðu málsgrein kemur fram algeng en mjög hvimleið málvilla og hugs- anavilla. Þar segir: „Ljóst er að bandarísk stjórnvöld hafa komið á viðamiklu kerfi til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar komist ekki inn í landið...“ (leturbr. mín). Með öðrum orðum: Bandarísk stjórnvöld vilja endilega að óæski- legir einstaklingar komist inn í land- ið, eftir þessari fullyrðingu að dæma. Með því að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar komist ekki inn í landið, vilja þau stuðla að því að einmitt hinir óæskilegu komist inn. Rétt hefði verið að segja: „Ljóst er að bandarísk stjórnvöld hafa komið á viðamiklu kerfi til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar komist inn í landið...“ Með góðri kveðju, NN. Sínöldrandi Víkverji ÁGÆTU Víkverjar. Yfirleitt eru aðfinnslur ykkar fag, öfund og ólund ráða skrifum. Man konuna úr Vesturbænum. Sú kerling benti lymskulega á margt, en umfram ykkur var hún einnig með hugmyndir um úrbætur. Ég er ánægður með að sumu fólki lánist að auðgast og njóta sinna ávaxta. Heill sé þeim sem eru heið- arlegir. Les yfirleitt Víkverja lítið því sjónarmiðin eru misvísandi. Flest tómt væl útaf smáatriðum sem kerlingar og karlar taka að sér þeg- ar ekkert er annað að gera en að klóra Víkverja. En í dag, 19. september, spyr Vík- verji. „Einhvern tímann hlýtur þessi þróun að taka enda“. Þar sem Vík- verji er meðaljón eins og ég og fleiri þá vildi ég benda þessum öfundar- kór á að aðfinnslur eru eitt og til- lögur að úrbætum eru annað. Morgunkaffið hjá mér er bragðlít- ið án Moggans. Les forsíðu og bak- síðu og fletti. Stansaði samt við Vík- verja í dag sem var svartsýnin uppmáluð. Hvernig væri að Víkverji fylltist bjartsýni yfir hversu Íslend- ingar hafa komið ár sinni vel fyrir borð og komist á kortið? Hvernig væri að Víkverji færði rök fyrir sín- um aðfinnslum og gæfi fólki von um betri heim? Með mestu vinsemd og virðingu. Helgi Steingrímsson. Fyrirspurn til ritstjórnar Morgunblaðsins EINU sinni var fastur liður í blaðinu þáttur sem hét „Sá næstbesti“. Þetta voru brandarar með góðum húmor. Gaman væri ef þið gætuð sett þennan þátt aftur í blaðið? Það mundi bæta besta blaðið. Óli Þór. Svartur högni í óskilum SVARTUR högni, u.þ.b. 15 ára eða eldri, fannst við Njörvasund í Reykjavík. Upp- lýsingar veitir Kattholt í síma 567-2909. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EINHVERJUM íbúanum í Þingholtunum hlýtur að hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann lagði þetta myndarlega NEI á garðbekk við Bergstaða- stræti. Kötturinn lét sér hins vegar fátt um finnast. Morgunblaðið/G.Rúnar Kötturinn fer sínar eigin leiðir… FRÉTTIR SAMTÖK flugumferðarstjóra á Norðurlöndum héldu árlegan fund sinn í Reykjavík dagana 14. - 16. september sl. Á fundinum komu fram áhyggjur flugumferðarstjóra vegna þess að rekstraraðilar flugumferðarþjón- ustu á Norðurlöndum mæta skorti á flugumferðarstjórum í auknum mæli með yfirvinnu. „Mikil yfirvinna með tilheyrandi álagi og þreytu stefna í hættu flug- öryggi og heilsu flugumferðar- stjóra. Fundarmenn benda á að í stefnu Alþjóðasamtaka flugumferð- arstjóra (IFATCA) er kveðið á um að alla jafna skuli yfirvinnu haldið í lágmarki. Þegar gripið sé til yfir- vinnu beri ávallt að hafa í huga nei- kvæð áhrif sem óhófleg vinna geti haft á frammistöðu starfsmanna. Þá þurfi rétt yfirvöld að setja reglur um vinnutíma flugumferðarstjóra. Með hliðsjón af framansögðu hvetja Samtök flugumferðarstjóra á Norð- urlöndum rekstraraðila í flugum- ferðarþjónustu til að skipuleggja starfsemi sína og mannauðsstjórn- un í samræmi við aukna flugumferð og með það að markmiði að útrýma þörf fyrir yfirvinnu í stjórnun flug- umferðar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Yfirvinna stefnir flugöryggi í hættu Baldur er í ráðuneyti fjármála MEÐ viðtali við Sverri Hauk Gunn- laugsson, sendiherra í Bretlandi, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist mynd af Sverri og nokkrum gestum í móttöku sem sendiráð Íslands í Bretlandi hélt í Dublin í síðustu viku. Þar er Baldur Guðlaugsson sagður ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins en hið rétta er, að sjálfsögðu, að hann er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu. LEIÐRÉTT ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.