Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 49 Þegar ég var barn að aldrivoru líkamsskiptakvikmynd-ir nokkuð vinsælar og al- geng Hollívúdd-afurð. Slíkar mynd- ir hafa snúið aftur á seinustu árum, nýlegt dæmi unglingaræma þar sem gelgja hleypur í skrokk móður sinni og öfugt. Algengustu líkams- skiptin eru þau að barn fari í skrokk fullorðnum eða stelpa í strák. Óþarft er að taka fram að þetta eru gamanmyndir en þó er í þeim hrollvekjuþráður, nefnilega sá að vera skyndilega kominn í hlutverk annars og þurfa að leysa störf hans og skyldur af hendi líkt og ekkert hafi í skorist. Sem barn fékk ég oft martraðir, skilst að þær fylgi barnæsku jafnt og sætir draumar. Hver kannast ekki við martröðina að vera kominn í skólann en uppgötva sér til skelf- ingar að maður er nakinn? Slíkar martraðir hljóta að tengjast því að upp um mann komist að einhverju leyti, að maður sé berskjaldaður og varnarlaus. Það merkilega við þessa gerð martraðar er þó það (a.m.k. í minni útgáfu af martröð- inni) að þó maður viti sjálfur að maður er nakinn vita það ekki endi- lega aðrir í kringum mann, taka ekki eftir því. Öfug útgáfa af Nýju fötunum keisarans, svo að segja.    Þessi algenga martröð rifjaðistupp fyrir mér og varð að vissu leyti að veruleika um daginn. Til varð eins konar blanda af líkams- skiptihrollvekju og nektarmartröð. Þannig var að vinkona mín hvatti mig til þess að mæta á æfingu hjá virtum kór og reyndum, að prófa að syngja með. Ég kann ekki að syngja eftir nótum og hef enga reynslu af kórsöng, ekki kórvanur eins og það heitir. Engar áhyggjur, sagði vin- konan, það væri nú ekki skilyrði þó svo á heimasíðu kórsins væri það skilyrði fyrir inngöngu. Karlraddir vantaði og því mætti beygja regl- urnar. „Ertu tenór eða bassi?“ var fyrsta spurningin sem ég fékk þeg- ar á æfingarstað var komið. „Ég held að ég sé barítón... og þá nær því að vera bassi“, svaraði ég. Fékk þvínæst tvær bækur í hendur. Opn- aði bækurnar og sá fullt af alls kon- ar nótum, allt rann saman í eitt. Að vísu hef ég örlitla tilfinningu fyrir þeim, lærði til skamms tíma á fiðlu sem barn. Öll sú kunnátta hvarf eins og dögg fyrir sólu á nokkrum árum, merkilegt nokk. Nóturnar í bókunum fóru upp og niður og út og suður. „Þetta reddast“, hugsaði ég með mér og ákvað að stressa mig ekkert yfir þessu. Kórstjórinn mætti á svæðið og heilsaði með ákveðnu handabandi, líkt og allir aðrir höfðu gert, ákaflega almenni- legt og vingjarnlegt fólk í kórnum. „Tenór eða bassi“? var aftur spurt. „Bassi“, svaraði ég dimmri röddu, líkt og ég væri sprenglærður söngvari.    Við tók upphitun og tókst mérnokkuð skammlaust að fylgja mönnum eftir þar, barkakýlið bif- aðist upp og niður og hljóðin virtust nokkuð svipuð þeim og komu út úr öðrum bassahálsum. Bara slaka á kjálkanum og láta hljóðið streyma út eins áreynslulaust og hægt er og „Aaaaaaaaooooooooooooooo- oooo...“ kom út úr munni mér í stríðum straumum. Ekkert mál. Hélt ég. Kórnum var þá skipt í tvennt, karlar héldu til einnar stofu og kon- ur til annarrar. Menn slógu á létta kórstrengi. Nótnabækur voru opn- aðar og nótnasúpan blasti við. Sem betur fer voru bassar mér til beggja hliða og tókst mér að fela nekt mína með því að herma eins vel eftir þeim og hægt var og fletta á sama tíma og þeir. „Ætli við séum ekki hérna,“ hugsaði ég með mér og horfði á flóknar nóturnar, alveg úti að aka. Menn ræddu um verkið inn á milli söngkafla og átti ég ansi erf- itt með að fylgja því eftir um hvað menn voru að tala. Kinkaði bara kolli. Svo virtist sem undirleikur á píanó væri tvöfalt hraðari en söng- urinn á köflum og ég tók eftir því að nokkrir karlanna grettu sig yfir nótunum. Af því dró ég þá ályktun að verkið væri nokkuð snúið og lét enn minna í mér heyrast.    Gamanið kárnaði svo heldur bet-ur þegar bössum var skipt í fyrsta og annan bassa og sá sem ég hafði hermt eftir til þessa fór í ann- an enda stofunnar. Nú heyrði ég í tenórum með vinstra eyra og böss- um með því hægra. Ekki veit ég hvaða hljóð komu út úr mér en þyk- ist nokkuð viss um að ég hafi ekki gert mönnum greiða með þeim ten- ór-bassa hrærigraut. Nú var ég sannarlega nakinn og sjálfsagt tóku allir eftir því. Sveittur á efri vör- inni, hálsinn þurr. En mér tókst í það minnsta að vera á sömu blað- síðu og hinir og fletta á sama tíma. Það er þó eitthvað.    Kórstjóri tók mig tali að æfingulokinni og komst að því að ég var nakinn. Ég bar mig þó vel í nektinni og þótti stjóranum nokkuð gott að ég hefði sungið með þrátt fyrir að vita ekkert hvað ég væri að gera. Þetta ætti allt eftir að koma, ekki væri ráðist á garðinn þar sem hann væri lægstur þennan vet- urinn. Líkt og í líkamsskiptamynd- unum fékk ævintýrið farsælan endi. Ég fór heim í fötunum, ekki nakinn eins og í martröðinni. Ég komst að því að það er ekkert grín að syngja í kór. Það er erfitt, flókið og heillandi að standa í tónaflóðinu miðju. Nú er bara að „gúggla“ það hvort einhver hafi lært að synda af því að vera hent út í djúpu laugina. Að synda eða sökkva »Ekki veit ég hvaðahljóð komu út úr mér en þykist nokkuð viss um að ég hafi ekki gert mönnum greiða með þeim tenór-bassa hræri- graut. Nú var ég sann- arlega nakinn og sjálf- sagt tóku allir eftir því. AP Fjölmennur kór „Ég komst að því að það er ekkert grín að syngja í kór. Það er erfitt, flókið og heillandi að standa í tónaflóðinu miðju,“ segir Helgi Snær Sigurðsson eftir að hafa mætt á eina kóræfingu. helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson LEIKARAPARIÐ Tom Cruise og Katie Holmes vill eignast aðra dótt- ur. Þau vinna nú að því að eignast annað barn og vilja gjarnan að það verði lítil systir fyrir frumburð þeirra, hina 18 mánaða Suri. Heimild- armaður sem vinnur við nýj- ustu mynd Cruise, Valky- rie, sagði að parið vildi eignast annað barn fyrr en seinna. Katie var spurð að því nýlega hvort hún vildi verða ólétt bráðlega og svaraði hún játandi hiklaust enda hefur Suri verið mikill gleði- gjafi þeirra hjóna. Vilja aðra dóttur Á morgun. kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningarhúsinu Brassbotninn – tónlist eftir Haydn, Wagner, Bruckner og Bítlana. ■ Fö. 28. september kl. 19.30 – uppselt Tónlist eftir Elgar, Jón Leifs og Rakmaninoff Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Óvitar! Aukasýningar í sölu núna! Kortasala í fullum gangi! Fös 21/9 kl. 20 4.kortas. UPPSELT Lau 22/9 kl. 20 5.kortas. UPPSELT Sun 23/9 kl. 16 AUKASÝN UPPSELT Fim 27/9 kl. 20 6.kortas. UPPSELT Fös 28/9 kl. 20 7.kortas. UPPSELT Lau 29/9 kl.16 AUKASÝN UPPSELT Lau 29/9 kl. 20 8.kortas. UPPSELT Sun 30/9 kl. 20 AUKASÝN UPPSELT Fim 4/10 kl. 20 9.kortas. UPPSELT Fös 5/10 kl. 20 10.kortas. UPPSELT Lau 6/10 kl. 20 11.kortas. UPPSELT Sun 7/10 kl. 20 AUKASÝN örfá sæti laus Fim 11/10 kl. 20 AUKASÝN örfá sæti laus Fös 12/10 kl. 20 12.kortas. UPPSELT Fös 19/10 kl. 20 12.kortas. örfá sæti laus Lau 20/10 kl. 20 12.kortas. UPPSELT Næstu sýn: 19., 20., 26., 27. október Sörlaskjól 94 Glæsileg neðri sérhæð ásamt bílskúr Opið hús í dag frá kl. 18 - 20 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Glæsileg 109 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi ásamt 25 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í Vesturbænum. Hæðin er mikið endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í tvær rúmgóðar stofur, 2 herbergi og vandað eldhús. Svalir til suðvesturs. Fallegt útsýni til sjávar. Laus til afh. við kaupsamning. Verð 49,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, föstudag, frá kl. 18 - 20. Verið velkomin. M bl 9 09 81 9 Salurinn AÐAL ST YRK TAR AÐIL I SAL ARINS SÍMI 5 700 400 · www.SalurInn.IS lauGardaG 22. SEPT. Kl. 17 TÍBrÁ: PÍanÓTÓnlEIKar – fyrrI hl. dÉSIrÉ n´KaOua flyTur Öll PÍanÓVErK MaurICE raVEl Miðaverð 2000/1600 kr. SunnudaG 23. SEPT. Kl. 17 TÍBrÁ: PÍanÓTÓnlEIKar – SÍðarI hl. dÉSIrÉ n´KaOua flyTur Öll PÍanÓVErK MaurICE raVEl Miðaverð 2000/1600 kr. ÞrIðjudaG 25. SEPT. Kl. 20 frISEll PrOjEKT Sunna GunnlauGS, rÓBErT ÞÓrhallS, SChOTT MClEMOrE Miðaverð 1500/1200 kr. MIðVIKudaG 26. SEPT. Kl. 20 TÍBrÁ: KlarInETT OG PÍanÓ GuðnI franZSOn OG GEOffrEy dOuGlaS MadGE Miðaverð 2000/1600 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.