Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 51

Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 51 Stærsta kvikmyndahús landsins Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Chuck and Larry kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Astrópía kl. 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 Sagan sem mátti ekki segja. eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - B.B., PANAMA.IS Sýnd kl. 4 Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.H., FBL - T.S.K., Blaðið eeee - VJV, TOPP5.IS - T.V., KVIKMYNDIR.IS eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ - T.V., KVIKMYNDIR.IS HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 3:45, 5:45, 8 og 10:20 HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd með íslensku taliVerð aðeins600 kr. Stórskemmtilegt ævintýri í undirdjúpunum fyrir alla fjölskylduna. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÁTTA ungir og efnilegir tónlistar- menn hlutu á þriðjudag styrki úr Menningarsjóði Glitnis. Hæstu styrkina hlutu Bragi Berþórsson óperusöngvari og Jóhann Nardeau trompetleikari og kom ein milljón króna í hlut hvors þeirra. Jóhann er nítján ára og býr í París þar sem hann stundar nám í tromp- etleik. Tónlistin hefur fylgt honum síðan hann man eftir sér, en hann segist aldrei hafa tekið neina afger- andi ákvörðun um að gera hana að aðalstarfi. „Eitt leiðir af öðru. Þegar manni gengur vel í einhverju þá bara heldur maður áfram.“ Hann segir stuðning foreldra og kennara nauðsynlegan til þess að ná árangri í tónlistinni, sérstaklega þegar komið er út í hinn stóra heim. „Þó maður sé á einhvern hátt einstakur heima, þá er maður ekkert einstakur í milljóna samfélagi og það verður líka að búa mann undir það. Ísland er alveg sér á báti að því leyti að það fá allir að njóta sín.“ Hann segist hafa áhuga á allri tónlist, en hlusti mest á klassíska tónlist „Það er samt ekki alltaf bara mitt hljóðfæri, mér finnst mjög gam- an að hlusta á aðra hljóðfæramúsík, ekki bara trompettónlist. Svo hef ég hlustað mikið á söngvara og finnst ég geta lært mikið af þeim. Þegar fólk fer á tónleika með söngvara þá er stemmningin oft svo allt önnur en hjá hljóðfæraleikurum. Það er ákveðið keppikefli hjá mér að ná svipuðum áhrifum á mitt hljóðfæri.“ Hann vill ekki gefa neinar stórar yfirlýsingar um markmið sín í fram- tíðinni. „Draumastarfið mitt er að vinna fyrir mér sem trompetleikari. Hvar það verður veit enginn. Ég veit kannski hverjir draumar mínir eru en svo sér maður bara til.“ „Ólst upp á bakvið sviðið“ „Ég ólst upp á bakvið sviðið, ef svo má segja, því foreldrar mínir eru báðir óperusöngvarar,“ segir Bragi Bergþórsson. Leið hans lá þó ekki beint í tónlistina, heldur tók hann á sig smá krók eftir stúdents- próf og stundaði nám í verkfræði í eitt ár. „Þá var ég búinn að afneita tónlist og söng í fjöldamörg ár. Ég vissi alltaf að mig langaði í músík- ina, en ég vildi bara ekki viðurkenna það, held ég. En ég er samt feginn að hafa farið í verkfræðina og ákveðið að hún var ekki málið. Þannig hef ég aldrei haft neina bak- þanka með það að hafa farið út í tón- list.“ Bragi lauk í sumar námi í óperu- söng frá Guildhall tónlistar- og leik- listarskólanum í London. Hann hef- ur átt annasama daga síðan við að koma sér fyrir á Íslandi, en hann og unnusta hans eiga von á barni í des- ember. „Svo er ég búin að vera á æf- ingum í Íslensku óperunni fyrir Ariadne á Naxos.“ Meðal annarra leikenda í verkinu er Bergþór Pálsson, faðir Braga. „Ég syng hlutverk dansmeistarans, sem er nú ekki stórt, en mjög skemmtilegt. Það vill svo skemmti- lega til að pabbi er í hlutverki tón- listarkennarans, svo við eigum þarna einhverjar senur saman.“ Hugur hans stefnir aftur út fyrir landsteinana. „Ég ætla að vera hérna í um ár og svo stefnum við skötuhjúin á að fara til Þýskalands. En þetta eru plön sem gætu þess vegna breyst fimm sinnum í næstu viku.“ Efnilegt tónlistarfólk stutt til dáða Listafólk Sigrún Hjálmtýsdóttir, fulltrúi stjórnar Menningarsjóðs Glitnis, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Daníel Bjarnason, Inga K. Guðmundsdóttir, móðir Hafdísar Bjarnadóttur, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Bragi Bergþórs- son, Jón Svavar Jósepsson, Soffía Gunnarsdóttir, fulltrúi Evu Þórarinsdóttur, Martial Nardeau og Guðrún Birg- isdóttir, foreldrar Jóhanns Nardeau, og Pétur Þ. Óskarsson. Styrkjum úthlutað til ungra tónlistar- manna úr Menn- ingarsjóði Glitnis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.