Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 51 Stærsta kvikmyndahús landsins Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Chuck and Larry kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Astrópía kl. 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 Sagan sem mátti ekki segja. eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - B.B., PANAMA.IS Sýnd kl. 4 Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.H., FBL - T.S.K., Blaðið eeee - VJV, TOPP5.IS - T.V., KVIKMYNDIR.IS eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ - T.V., KVIKMYNDIR.IS HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 3:45, 5:45, 8 og 10:20 HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd með íslensku taliVerð aðeins600 kr. Stórskemmtilegt ævintýri í undirdjúpunum fyrir alla fjölskylduna. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÁTTA ungir og efnilegir tónlistar- menn hlutu á þriðjudag styrki úr Menningarsjóði Glitnis. Hæstu styrkina hlutu Bragi Berþórsson óperusöngvari og Jóhann Nardeau trompetleikari og kom ein milljón króna í hlut hvors þeirra. Jóhann er nítján ára og býr í París þar sem hann stundar nám í tromp- etleik. Tónlistin hefur fylgt honum síðan hann man eftir sér, en hann segist aldrei hafa tekið neina afger- andi ákvörðun um að gera hana að aðalstarfi. „Eitt leiðir af öðru. Þegar manni gengur vel í einhverju þá bara heldur maður áfram.“ Hann segir stuðning foreldra og kennara nauðsynlegan til þess að ná árangri í tónlistinni, sérstaklega þegar komið er út í hinn stóra heim. „Þó maður sé á einhvern hátt einstakur heima, þá er maður ekkert einstakur í milljóna samfélagi og það verður líka að búa mann undir það. Ísland er alveg sér á báti að því leyti að það fá allir að njóta sín.“ Hann segist hafa áhuga á allri tónlist, en hlusti mest á klassíska tónlist „Það er samt ekki alltaf bara mitt hljóðfæri, mér finnst mjög gam- an að hlusta á aðra hljóðfæramúsík, ekki bara trompettónlist. Svo hef ég hlustað mikið á söngvara og finnst ég geta lært mikið af þeim. Þegar fólk fer á tónleika með söngvara þá er stemmningin oft svo allt önnur en hjá hljóðfæraleikurum. Það er ákveðið keppikefli hjá mér að ná svipuðum áhrifum á mitt hljóðfæri.“ Hann vill ekki gefa neinar stórar yfirlýsingar um markmið sín í fram- tíðinni. „Draumastarfið mitt er að vinna fyrir mér sem trompetleikari. Hvar það verður veit enginn. Ég veit kannski hverjir draumar mínir eru en svo sér maður bara til.“ „Ólst upp á bakvið sviðið“ „Ég ólst upp á bakvið sviðið, ef svo má segja, því foreldrar mínir eru báðir óperusöngvarar,“ segir Bragi Bergþórsson. Leið hans lá þó ekki beint í tónlistina, heldur tók hann á sig smá krók eftir stúdents- próf og stundaði nám í verkfræði í eitt ár. „Þá var ég búinn að afneita tónlist og söng í fjöldamörg ár. Ég vissi alltaf að mig langaði í músík- ina, en ég vildi bara ekki viðurkenna það, held ég. En ég er samt feginn að hafa farið í verkfræðina og ákveðið að hún var ekki málið. Þannig hef ég aldrei haft neina bak- þanka með það að hafa farið út í tón- list.“ Bragi lauk í sumar námi í óperu- söng frá Guildhall tónlistar- og leik- listarskólanum í London. Hann hef- ur átt annasama daga síðan við að koma sér fyrir á Íslandi, en hann og unnusta hans eiga von á barni í des- ember. „Svo er ég búin að vera á æf- ingum í Íslensku óperunni fyrir Ariadne á Naxos.“ Meðal annarra leikenda í verkinu er Bergþór Pálsson, faðir Braga. „Ég syng hlutverk dansmeistarans, sem er nú ekki stórt, en mjög skemmtilegt. Það vill svo skemmti- lega til að pabbi er í hlutverki tón- listarkennarans, svo við eigum þarna einhverjar senur saman.“ Hugur hans stefnir aftur út fyrir landsteinana. „Ég ætla að vera hérna í um ár og svo stefnum við skötuhjúin á að fara til Þýskalands. En þetta eru plön sem gætu þess vegna breyst fimm sinnum í næstu viku.“ Efnilegt tónlistarfólk stutt til dáða Listafólk Sigrún Hjálmtýsdóttir, fulltrúi stjórnar Menningarsjóðs Glitnis, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Daníel Bjarnason, Inga K. Guðmundsdóttir, móðir Hafdísar Bjarnadóttur, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Bragi Bergþórs- son, Jón Svavar Jósepsson, Soffía Gunnarsdóttir, fulltrúi Evu Þórarinsdóttur, Martial Nardeau og Guðrún Birg- isdóttir, foreldrar Jóhanns Nardeau, og Pétur Þ. Óskarsson. Styrkjum úthlutað til ungra tónlistar- manna úr Menn- ingarsjóði Glitnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.