Morgunblaðið - 20.10.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis-
ráðherra ræðir um stöðu og horfur í
heilbrigðismálum á laugardagsfundi í
Valhöll 20. október klukkan 10:30.
Kaffi og meðlæti í boði.
Fundarstjóri er Drífa Hjartardóttir,
formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna
Landssamband sjálfstæðiskvenna og
Sjálfstæðisflokkurinn standa fyrir fundinum.
Tölum saman
Laugardagsfundur í Valhöll kl. 10:30
Allir velkomnir!
Heilbrigðismál - staða og horfur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
VIÐ setjum tvennt ofar öllu öðru í
áætlunum okkar: Í fyrsta lagi vernd-
un umhverfis og að öllum stífustu
umhverfisreglum verði fylgt. For-
dæmið að þeim sækjum við til Norð-
manna sjálfra. Í öðru lagi er það
vernd þeirra manna sem þarna munu
starfa við erfiðar aðstæður. Þar verð-
ur fylgt öllum ströngustu reglum og
aftur sækjum við þær að verulegu
leyti í hina miklu reynslu Norðmanna
af olíuvinnslu við erfiðar aðstæður,“
sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra þegar hann var inntur álits
á áhyggjum norskra stjórnvalda af
áformum Íslendinga um að hefja olíu-
rannsóknir á Drekasvæði við mörk
efnahagslögsögu Íslands og Noregs.
Norska ríkisútvarpið NRK sagði
nýlega frá því að norska umhverfis-
ráðuneytið hefði áhyggjur af því að
verið væri að undirbúa hugsanlega
olíuvinnslu svo norðarlega og það á
svæði þar sem nú væri engin olíu-
vinnsla. Eins því
að skipulögð
björgunarstarf-
semi yrði ekki fyr-
ir hendi á svæð-
inu.
Össur sagði að
norsku ríkis-
stjórninni hefði
verið gefinn kost-
ur á að gefa álit
sitt á skýrslu um
framkvæmdaáætlun umhverfismats
á þessu svæði.
„Það gerðu þeir á tilsettum tíma en
lýstu engum umhverfisáhyggjum,
enda bjóst ég ekki við því þar sem
Norðmenn sjálfir eru að vinna olíu
við erfiðari aðstæður langt norður í
höfum.“ Össur kvaðst fagna því að
menn hefðu áhyggjur af umhverfinu.
Því gæti stafað hætta af hvers konar
mannlegri starfsemi. Hann sagði
norsk stjórnvöld hafa í umsögn sinni
m.a. lagt áherslu á að hafstraumar á
svæðinu yrðu kannaðir betur.
Rannsaka þarf lífríki betur
„Þær rannsóknir standa nú yfir og
eru kostaðar með sérstakri fjárveit-
ingu ríkisstjórnarinnar sem ég fékk
samþykkta fyrr á árinu,“ sagði Öss-
ur. Niðurstöður munu liggja fyrir eft-
ir haustið. Einnig töldu Norðmenn
þörf á að rannsaka betur lífríki hafs-
botnsins. Össur kvaðst sammála því
og sagði íslensk stjórnvöld hafa lagt
drög að því að niðurstöður þeirra
rannsókna lægju fyrir áður en mögu-
legar boranir gætu hafist.
Össur sagði mikla undirbúnings-
vinnu vegna mögulegrar olíuvinnslu
þegar hafa verið unna, en enn væri
mikið verk óunnið, ekki síst á sviði
stjórnsýslu og löggjafar. Hann
kvaðst hafa ákveðið að ráðast ekki í
útgáfu leyfa fyrr en búið væri að
móta nákvæmlega reglur og kröfur.
Ströngustu reglur munu
gilda á Drekasvæði
Össur
Skarphéðinsson
MEÐBYRINN sem var á hlutabréfa-
og fjármálamörkuðum á fyrri helm-
ingi ársins hefur snúist upp í andbyr á
þriðja fjórðungi ársins. Þetta kemur
meðal annars skýrt fram í nýrri spá
greiningardeildar Kaupþings banka
um afkomu fjárfestinga- og rekstrar-
félaganna Existu og FL Group á
þriðja fjórðungi ársins. Greiningar-
deildin spáir því að verulegt tap verði
af rekstri félaganna eða um 9,6 millj-
arðar hjá Existu og 27 milljarðar hjá
FL Group.
Til marks um þau miklu umskipti
sem hafa orðið skömmum tíma má
nefna að á fyrri helmingi ársins var
Exista rekið með um 71,2 milljarða
króna hagnaði og FL Group með 23,1
milljarðs króna hagnaði.
Tap vegna lækkunar bréfa
Exista mun birta fjórðungsuppgjör
sitt í næstu viku en greiningardeild
Kaupþings banka spáir því að tap fé-
lagsins eftir skatta á þriðja fjórðungi
ársins muni nema 112,3 milljónum
evra eða um 9,6 milljörðum íslenskra
króna og segir að tapið megi rekja til
þess að verð skráðra hlutabréfa hafi
lækkað mikið á fjórðungnum, þ.á m.
bréf Bakkavör Group og norska
tryggingafélagsins Storebrand en
Exista er stór hluthafi í félögunum.
Sem kunnugt er notar Exista hlut-
deildaraðferð á eign sína í Kaupþingi
banka og Sampo, þ.e. reiknar sér ekki
til tekna eða gjalda hækkun eða lækk-
un á gengi bréfa í þeim félögum held-
ur hluta af hagnaði þeirra í takt við
eign sína í þeim en Exista á 20% í
Sampo og 23% í Kaupþingi banka.
Töluverð óvissa í spánni
FL Group reiknar sér til tekna eða
gjalda breytingar á markaðsvirði
hlutabréfa í sinni eigu og færir sem
óinnleystan gengishagnað eða geng-
istap. Sérfræðingar Kaupþings banka
segja verðmæti eignasafns FL Group
hafa minnkað mikið á þriðja fjórðungi
ársins og þeir spá því að tap FL
Group á þriðja fjórðungi ársins muni
nema 27 milljörðum króna. Þeir taka
þó fram að töluverð óvissa sé í spánni
þar sem takmarkaðar upplýsingar
liggi fyrir um hluta af eignasafni FL
Group, fjármögnun þess og hvort FL
Group muni uppfæra óskráðar eignir
sínar.
Úr gríðarmiklum
hagnaði í taprekstur
Greiningardeild Kaupþings spáir FL Group 27 milljarða tapi
Í HNOTSKURN
»Samanlagður hagnaðurExistu og FL Group á fyrri
helmingi ársins nam 94,3 millj-
örðum króna, þar af voru 71,2
milljarðar hjá Existu.
»Kaupþing spáir því að tapþeirra á þriðja fjórðungi
verði 36,6 milljarðar, þar af 27
milljarðar hjá FL Group.
ALDARFJÓRÐUNGUR er nú liðinn frá því að sérsveit
ríkislögreglustjórans, víkingasveitin, var stofnuð. Af
því tilefni heimsóttu Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri og fleiri æfingaaðstöðu sveitarinnar í hinni
gömlu olíustöð Nató í Hvalfirði í gær. Þar voru gest-
unum sýnd ýmis þau tæki sem sveitin beitir í starfi sínu.
Morgunblaðið/Júlíus
Sérsveit ríkislögreglustjóra 25 ára
KAUPTILBOÐ vegna lóða sunnan
Sléttuvegar í Fossvogi voru opnuð í
gær, föstudag, að viðstöddum áhuga-
sömum bjóðendum og bárust sam-
tals 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarrétt á lóð
fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var
kr. 369,6 milljónir króna og hæsta
tilboð í byggingarrétt tvíbýlishúss
var kr. 42,3 milljónir. Hæsta tilboð í
byggingarrétt keðjuhúss nam rúm-
um 34 milljónum á íbúð.
Samkvæmt upplýsingum frá
framkvæmdasviði Reykjavíkurborg-
ar verður byggingarréttur á lóðun-
um seldur hæstbjóðanda. Þeir sem
eiga hæsta tilboð í fleiri en eina lóð
eru aðeins bundnir af einu slíku til-
boði og því getur endanleg röð hæst-
bjóðenda breyst við úrvinnslu.
Á næstu dögum verður síðan haft
samband við þá sem eiga hæst tilboð
í hverja lóð og fari svo að sami bjóð-
andi eigi hæsta tilboð í fleiri en eina
lóð skal hann innan þriggja virkra
daga skýra frá því hvort hann vill
falla frá einhverju af tilboðum sínum,
en hann er ekki bundinn nema af
einu tilboði. Ef hæstbjóðandi fellur
frá slíku tilboði verður strax haft
samband við þann sem á næsta til-
boð þar fyrir neðan og svo koll af
kolli.
Skili inn gögnum um
fjárhagsstöðu
Hæstbjóðendur verða síðan að
skila inn gögnum um fjárhagsstöðu
sína og fjármögnun framkvæmda,
eins og nánar segir frá í útboðsskil-
málum.
Ef tveir bjóðendur eiga jafnhá til-
boð í sömu lóð verður skorið úr með
hlutkesti.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ágústi Jónssyni, skrifstofustjóra
framkvæmdasviðs, verður lögð til-
laga fyrir borgarráð um sölu bygg-
ingarréttarins eftir að farið hefur
verið yfir þau gögn sem hæstbjóð-
endur þurfa að skila.
Þess má geta að um þessar mund-
ir er einnig tekið á móti umsóknum
vegna Reynisvatnsáss í Úlfarsárdal,
en frestur til að skila inn umsóknum
þar er til loka októbermánaðar sam-
kvæmt upplýsingum framkvæmda-
sviðs.
1.609 tilboð bárust
í lóðir í Fossvogi
SKRIFSTOFUSTJÓRI fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar
hefur lagt til að borgarráð rifti sölu
byggingarréttar og afturkalli úthlut-
un tveggja lóða við Lambasel. Enn-
fremur að borgarráð beini því til
byggingarfulltrúa að huga að beit-
ingu þvingunarúrræða gagnvart
þremur lóðarhöfum við sömu götu.
Í bréfi skrifstofustjóra kemur fram
að í maí 2005 hafi borgarráð sam-
þykkt að úthluta 30 einbýlishúsalóð-
um við Lambasel. Lóðirnar hafi verið
byggingarhæfar í október sama ár og
samkvæmt úthlutunarskilmálum
skyldu hús vera orðin fokheld innan
tveggja ára.
Framkvæmdir ekki hafnar
Framkvæmdir eru ekki hafnar eða
mjög skammt á veg komnar á fimm
þessara lóða. Sökklar hafa verið tekn-
ir út á þremur þeirra en engar úttekt-
ir hafa farið fram á tveimur lóðanna.
Fram kemur að óheimilt sé að ráð-
stafa lóðunum eða byggingarrétti á
þeim áður en lóðarleigusamningur
hafi verið gerður, en skilyrði lóðar-
leigusamnings sé meðal annars að
fram hafi farið lokaúttekt eða sérstök
stöðuúttekt byggingarfulltrúa. Engu
að síður hafi ein umræddra lóða verið
auglýst til sölu. „Í 11. gr. úthlutunar-
skilmála vegna lóða við Lambasel er
m.a. kveðið svo á, að ef framkvæmda-
frestir samkvæmt almennum úthlut-
unarskilmálum eru ekki virtir geti
borgarráð rift sölu byggingarréttar-
ins og afturkallað úthlutun lóðanna.
Einnig segir í skilmálunum, að ef
framkvæmdir stöðvist og lóðarhafi
sinni ekki tilmælum eða áskorunum
byggingarfulltrúa um að halda þeim
áfram geti skipulagsráð beitt þving-
unarúrræðum VI. kafla skipulags- og
byggingarlaga,“ segir í bréfinu. Málið
var rætt á síðasta fundi borgarráðs en
svo frestað.
Úthlutunarskil-
málar ekki virtir