Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ASÍ og SA spá auknum
hagvexti í ár og 2008
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
BÆÐI Samtök atvinnulífsins og ASÍ
hafa lagt fram nýjar spár um þróun
efnahagsmála. Hvortveggja samtök-
in spá auknum hagvexti. Spáir ASÍ
því að hagvöxtur verði 2,3% á næsta
og þarnæsta ári. Samtök atvinnulífs-
ins telja í nýrri greinargerð um horf-
ur í efnahagsmálum að líkur séu á að
hagvöxtur á yfirstandandi ári mælist
yfir 5% en ekki 1% eins og fjármála-
ráðuneytið hefur gert ráð fyrir.
„Meginverkefni komandi kjara-
samninga er að í stað almennra
launahækkana verði svigrúmið notað
til þess að koma launahækkunum til
þeirra sem hafa af einhverjum
ástæðum setið eftir í launaþróuninni
undanfarið,“ segir í greinargerð SA.
Hagdeild ASÍ kynnti haustskýrslu
sína á nýafstöðnum ársfundi sam-
bandsins. Í stað hagvaxtar sem
byggist á miklum fjárfestingum og
einkaneyslu muni taka við viðunandi
hagvöxtur sem byggist á útflutningi.
Spáir ASÍ þó áfram mikilli verðbólgu
á næsta ári eða 4,7%. Búast megi við
verðbólguskoti í kjölfar veikingar
krónunnar á seinnihluta næsta árs.
Verðbólga muni síðan hjaðna hratt
og líkur séu á að verðbólgumarkmið
Seðlabankans náist um mitt ár 2009.
Í umfjöllun SA kemur fram að
mikil hækkun á fasteignaverði und-
anfarin ár hafi gert það ómögulegt að
ná 2,5% verðbólgumarkmiði Seðla-
bankans en stefna bankans hafi vald-
ið skaða. „Verðlag ætti að geta verið
tiltölulega stöðugt á næsta og þar-
næsta ári ef vel er á spilum haldið. Ef
kjarasamningar setja ekki strik í
reikninginn má reikna með að verð-
hækkanir án breytinga fasteigna-
verðs verði í kringum 2,5% áfram
eins og reyndin hefur verið síðustu
fjögur árin,“ segir í greinargerð SA.
SA vilja nota svigrúm til að bæta kjör þeirra sem setið hafa eftir
Í HNOTSKURN
»ASÍ spáir því að atvinnu-leysi á næsta ári verði
1,5%.
»SA halda því fram aðvaxtastefna Seðlabankans
sé vanmáttugt tæki til að
vinna gegn verðbólgu.
»ASÍ telur mikla óvissuríkja um gengi krónunnar
á næstu misserum.
»ASÍ spáir að stýrivextirSeðlabanka lækki seint á
árinu 2008.
STÓRIR hópar launafólks hafa ekki
fengið neina kaupmáttaraukningu á
seinustu árum og mátt þola kaup-
máttarrýrnun vegna verðbólgu, skv.
útreikningum hagdeildar ASÍ á
launaþróun. Sundurliðun þessara út-
reikninga eftir starfsgreinum leiðir í
ljós að mismunandi stórir hópar
launþega hafa mátt þola kaupmátt-
arskerðingu.
Fram kemur að á árunum 2004-
2005 nutu 78% verkafólks kaupmátt-
araukningar en 22% urðu fyrir
skerðingu kaupmáttar reglulegra
launa. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir
kaupmáttarskerðingu í þessum hópi
jókst í 28% á árunum 2006-2007. Í
ljós kemur einnig að einungis helm-
ingur iðnaðarmanna fékk kaupmátt-
araukningu á árunum 2006-2007 og á
sama tímabili naut 61% versl-
unarfólks kaupmáttaraukningar en
39% urðu fyrir kaupmáttarskerð-
ingu.
Verulegar breytingar urðu einnig
á kaupmáttarþróun meðal skrifstofu-
fólks á tímabilinu frá 2004. Frá 2004-
2005 fengu 85% skrifstofufólks kaup-
máttaraukningu en 15% máttu þola
rýrnun kaupmáttar launa. Sé aftur á
móti litið til áranna 2006-2007 kemur
í ljós að rétt rúmur helmingur skrif-
stofufólks eða 51% naut þess að
kaupmáttur hans jókst en 49% urðu
fyrir kaupmáttarskerðingu.
Í samantekt ASÍ um meðallauna-
breytingar 2004-2007 segir m.a.:
„Laun verkamanna og afgreiðslu-
fólks hækkuðu mest, eða um tæp
34%. Sérstök ákvæði kjarasamninga
um hækkun lægstu launa vógu þungt
hjá þeim hópum, sérstaklega áhrif
15.000 kr. taxtaviðaukans sem kom
inn í kjarasamningana árið 2006.“
Kaupmáttur 50%
iðnaðarmanna
rýrnaði 2006-7
FJÖLMARGAR ábendingar hafa að undanförnu
borist Morgunblaðinu vegna framkvæmda við
tvöföldun Reykjanesbrautar, nærri Vogaafleggj-
ara. Hafa lesendur bent á að merkingum sé áfátt
og hafi þetta raunar orsakað slys.
Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerð-
arinnar á suðvestursvæði, kannast við að hafa
fengið kvartanir vegna merkinga á svæðinu. „Við
höfum, í samvinnu við verktakana, verið að vinna
að úrbótum undanfarna daga. Það hafa verið
breytingar á svæðinu þarna og búið að taka í
notkun hluta af nýja kaflanum. Þá var merk-
ingum breytt,“ segir Jónas, sem kannast við að
óhöpp hafi orðið. „Það verður bætt við ljósum og
sett meira af steyptum steinum. Þetta er í ferli
hjá okkur, enda nú kominn vetrartími, svarta-
myrkur, og því aðrar áherslur.“ Vegagerðin held-
ur úti nær stöðugu eftirliti á svæðinu, að sögn
Jónasar.
Aðrar áherslur á vetrartíma
Telja að merkingum sé
áfátt við Vogaafleggjara
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slysahætta Merkingar á beygjum á milli akreinanna þykja misvísandi og ófullnægjandi.
Ráðinn til for-
varnarstarfa
HÉÐINN Unn-
steinsson hefur
verið ráðinn til
að vinna að
mótun for-
varnastefnu í
geðheilbrigð-
ismálum, að því
er kemur fram í
fréttatilkynn-
ingu frá heil-
brigðisráðuneyt-
inu.
Það var Guðlaugur Þór Þórð-
arson heilbrigðisráðherra sem
tók þá ákvörðun að ráða Héðin til
tímabundinna starfa til að vinna
að mótun heilbrigðisstefnu með
sérstaka áherslu á forvarnir í
geðheilbrigðismálum.
Héðinn Unnsteinsson er 37 ára
gamall og hefur hann lokið meist-
aragráðu í alþjóðlegri stefnumót-
un og stefnugreiningu með sér-
stakri áherslu á geðheilbrigðis-
mál frá Háskólanum í Bath á
Englandi. Héðinn hefur und-
anfarin fjögur ár starfað sem sér-
fræðingur í geðheilbrigðismálum
hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni (WHO).
Héðinn
Unnsteinsson
EIGANDI rottweiler-hunds, sem
lögreglan á Suðurnesjum fjarlægði
á miðvikudag vegna meintrar illrar
meðferðar, hefur kært lögreglu
fyrir aðgerðina og segir engan fót
fyrir þeim fullyrðingum að hund-
urinn hafi verið skilinn eftir mat-
arlaus heima. Eigandinn, Bergþór
Rúnar Bragason, segist hafa skilið
eftir fóður á meðan hann brá sér í
burtu en hann er nýfluttur í húsið.
Hins vegar munu aðrir hafa haldið
að hann væri fluttur í burtu sem sé
misskilningur. Bergþór hefur feng-
ið hæstaréttarlögmann til að annast
kæru sína á lögregluna og jafn-
framt hefur hann reynt að finna
hundinn aftur án þess að hafa ár-
angur sem erfiði. „Lögreglan vill
ekki gefa upp hvar hundurinn er,“
segir hann.
Hundurinn er þriggja ára gamall
og með alvarlega gigtveiki að sögn
Bergþórs og af þeim sökum lítur
hann illa út og er horaður. Vegna
sjúkdómsins er hundurinn lystarlít-
ill. Spurður hvort hundurinn hefði
fengið viðeigandi meðferð hjá
dýralækni vegna sjúkdómsins segir
Bergþór að varla sé nokkuð hægt
að gera við sjúkdómnum. Hins veg-
ar mun hundurinn ekki þjást, að
sögn Bergþórs, þrátt fyrir veik-
indin.
Hundurinn
með gigt