Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Stundum er pólitík betri en bestu sápu-óperur. Það hefur sannast í borg-armálunum undanfarnar vikur. Þaðvantaði bara eins og eitt ástarævintýri inn í söguþráðinn og þá hefði allt sem einkennir góðar sápuóperur verið til staðar. Leynimakk, svik, gífuryrði. Eins dauði, annars brauð. Einhvern veginn hélt ég að ráðhúsfjörið mynda hafi einhver áhrif í þinghúsinu. Það svakalegasta sem hefur gerst var að Alfreð Þor- steinsson kom í hádegismat og heilsaði bæði Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri Skarphéðinssyni. Samsærisbjöllur hringdu í öllum hornum, en ekkert gerðist. Sjálfstæðismenn hafa verið misupplitsdjarfir frá því að borgardramatíkin byrjaði. Sápuóper- an var kannski meira eins og hryllingsmynd í þeirra augum, og einhverjir vilja finna söku- dólginn. Sumir benda á Vilhjálm, aðrir á Björn Inga og enn aðrir á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Öllu lágværari eru raddirnar sem vilja kalla flokksforystuna til ábyrgðar fyrir að hafa ekki gripið í taumana þegar ljóst var í hvað stefndi. Geir H. Haarde steig loks fram í vikunni og gerði það sem góðir leiðtogar eiga að gera á svona stundum; hvatti flokksmenn til að snúa bökum saman og horfa fram á veginn. Engar hrakspár Ráðhúsdramað hefur styrkt stöðu Samfylk- ingarinnar í ríkisstjórn enn frekar, þó ekki nema bara með því að sá nokkrum óttafræjum í brjóst sumra sjálfstæðismanna. Vinstri stjórn í borginni gerði möguleikann á vinstri stjórn á landsvísu nálægari. En hægri menn geta þó huggað sig við að forsætisráðherra er með þing- rofsvald, og getur beitt því ef í hart stefnir. Stjórnarandstöðuflokkunum hefur þó ekki enn tekist að reka fleyg milli ríkisstjórnarflokk- anna og utan frá séð virðist samstarfið ganga ágætlega. Samfylkingin á mikið undir því að halda trú- verðugleika sínum og því má ætla að forystan myndi hugsa sig tvisvar um áður en hún gerðist þátttakandi í einhverri byltingu. Þess vegna ætla ég ekki að skipa mér í hóp þeirra sem spá samstarfsslitum, a.m.k. ekki á næstunni. Máttlítill minnihluti Alþingi er í raun allt öðruvísi núna en það var á vordögum. Nýir þingmenn koma inn með nýj- ar áherslur en að sama skapi er ásýnd þing- heims önnur. Síðasta vetur stillti stjórnarand- staðan saman strengi sína en núna eru flokkarnir þrír svo ólíkir, og svo langt frá því að geta myndað raunhæfan valkost við núverandi stjórnvöld, að það eru litlar líkur á samhæfðum aðgerðum. Þrátt fyrir að þingmenn stjórnarandstöð- unnar séu flestir vinnusamir og reyni að halda stjórnarflokkunum við efnið þá er minnihlutinn máttlítill, einkum og sér í lagi vegna fámennis. Það er umhugsunarefni hvort ekki þurfi að búa betur að stjórnarandstöðuflokkum á Al- þingi. Sú hugmynd hefur komið fram að for- menn allra flokka fái aðstoðarmenn, líkt og ráð- herrar, og hún er nógu góð til að henni megi hrinda í framkvæmd sem fyrst. Það má líka velta því upp hvort það væri hægt að setja lög um að ef meirihlutinn er mjög öflugur þá megi fjölga starfsmönnum þingflokka stjórnarand- stöðunnar. Rígnegldir við ræðustólinn Annað sem er umhugsunarefni í lýðræðisríki er hversu áberandi karlar hafa verið í ræðustól Alþingis það sem af er þingvetri. Konur eru nú þriðjungur þingmanna sem er talsvert undir meðaltali á Norðurlöndunum en vel yfir meðaltali á heimsvísu, sem er í kringum 17%. Hlutfall kvenna á þingi hefur hins vegar ekki endurspeglast í þátttöku þeirra á þing- fundum, og stundum hafa umræður um heilu málaflokkana farið fram án þess að konur taki til máls. Þegar tæpar þrjár vikur voru liðnar af þing- vetri höfðu karlar haldið 657 ræður en konur aðeins 153. Ræður karla hafa einnig verið tals- vert lengri og þeir hafa verið í ræðustóli í 84% af þingfundartíma en konur aðeins 16%. Þessi mikli munur verður því sannarlega ekki skýrð- ur með því að konur séu helmingi færri en karl- ar á þingi. Þá hlýtur fólk að spyrja sig: Hvað veldur? Klisjukenndasta skýringin væri að konur séu ragari við að taka til máls á þingi. Önnur skýr- ing gæti verið að karlar sjái sig alltaf knúna til að tala og það lengi. Ræðurnar séu á köflum innihaldslitlar og jafnvel stundum fluttar til að koma þeim sjálfum á framfæri, en ekki sjón- armiðunum. Enn ein skýring gæti verið að fólk treysti frekar körlum en konum til þess að tala. Þeir fái því meiri hvatningu og þeim sé frekar teflt fram af þingflokkunum. Þá er líka mögulegt að skýr- inganna sé að leita í þeim málum sem hafa verið rædd, þau séu einfaldlega karllægari. Í um- ræðum um mögulega einkavæðingu Lands- virkjunar tóku t.d. bara karlar til máls en í um- ræðum um stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum var kynjahlutfallið jafnt. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að það sé um blöndu af þessum skýringum að ræða þegar kemur að hlut karla í ræðustól á Alþingi en hafna því um leið að hægt sé að kalla konur einar til ábyrgðar. Hitt er þó víst að lýðræðisins vegna er mikilvægt að leiðrétta þennan mikla mun. Dramatísk sápuópera og fyrirferð karla á þingi ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LÖND sem ekki reyna að koma í veg fyrir ólöglegar fiskveiðar geta lent í viðskiptahindrunum af hálfu Evrópu- sambandsins, verði tillaga þess efnis samþykkt. Samkvæmt henni geta lönd og skip sem ekki geta tilgreint uppruna fiskafurða, sem frá þeim koma, lent á svörtum lista. 850 milljarða velta Tillagan nær aðeins til veiða á hin- um gráu alþjóðlegu fiskimiðum og miðar einnig að því að takmarka veið- ar með botntrolli, þar sem þær geta skaðað viðkvæmt lífríkið. ESB telur að veltan í ólöglegum fiskveiðum um víða veröld sé um 850 milljarðar króna. Með því að loka Evrópusam- bandinu fyrir innflutningi á ólöglega veiddum fiski, er gert ráð fyrir að það muni draga verulega úr sjóræningja- veiðunum. Árlega flytur ESB inn fisk fyrir 1.200 milljarða króna, sem eru um 60% heimsviðskipta með fisk. Joe Borg, framkvæmdastjóri sjáv- arútvegsmála ESB, segir að ólögleg- ar veiðar leiði til ofveiði og dragi úr ábata af fiskveiðum. Með því að loka ESB muni þegar komið í veg fyrir innflutning að verðmæti 85 milljarð- ar króna. Ætlunin er að loka smugum inn í aðildarlöndin og auka eftirlit með því sem kemur inn til ESB frá löndum utan sambandsins. Skip sem heyra til aðildarlands ESB verða að fara eftir ákveðnum reglum um veiðar og upp- lýsingaskyldu. Hins vegar eru ekki skýrar reglur um innflutning sjávar- afurða. Lendi land á svarta listanum leiðir það beint til viðskiptabanns og jafn- framt er hægt að meina skipum frá því að koma til hafnar innan ESB. Umskipun á hafi úti Nú þegar eru til listar yfir lög- brjóta á svæðisbundnum miðum eins og vegna karfaveiða á Reykjanes- hrygg. Þar er að finna skip frá lönd- um eins og Georgíu, Panama og Togo. Talið er að ólöglegur karfaafli á Hryggnum hafi numið tugþúsundum tonna síðastliðin ár. Algengt er við ólöglegar veiðar að afla skipanna sé skipað um borð í flutningaskip á mið- unum, sem kemur með aflann að landi. Verði slíkt athæfi upplýst er flutningaskipinu meinað að koma til hafnar í þeim löndum, sem hafa tekið höndum saman um að stöðva sjóræn- ingjaveiðarnar. Fiskveiðar Erlend skip á karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Mörg þeirra eru grunuð um ólöglegar veiðar. ESB þrengir að ólög- legum fiskveiðum Í HNOTSKURN »ESB telur að veltan í ólög-legum fiskveiðum um víða veröld sé um 850 milljarðar króna. »Lendi land á svarta listan-um leiðir það beint til við- skiptabanns og jafnframt er hægt meina skipum frá því að koma til hafnar innan ESB. »Talið er að ólöglegurkarfaafli á Hryggnum hafi numið þugþúsundum tonna síðastliðin ár. Getur dregið úr sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg ÚTGERÐ íslenska fiskiskipsins Kap VE hefur verið gert að greiða 135 þúsund norskar krónur, jafnvirði rúmlega 1.500 þúsund íslenskra króna, í sekt og málskostnað fyrir að gefa ekki upp allan afla, sem var um borð í skipinu. Strandgæslan hafi af- skipti af Kap utan við Lofoten í Nor- egi fyrr í vikunni. Norska blaðið Nordlys hefur eftir talsmanni norsku lögreglunnar að síldar- og kolmunnaafli hafi verið meiri en gefið var upp. Þá voru afla- dagbækur ekki færðar með full- nægjandi hætti. Skipstjóra Kap var einnig gert að greiða 15 þúsund norskar krónur í sekt. Það eru tæpar 170 þúsund ís- lenskar krónur. Nordlys segir, að út- gerð skipsins hafi ekki fallist á þessa niðurstöðu og muni málið því koma fyrir rétt í janúar. Gert að greiða 1,5 milljónir Skipið Norska strandgæslan færði Kap VE til hafnar í vikunni. VARÐSKIPIÐ Óðinn verður á næstunni flutt að Bótarbryggju þar sem því hefur verið fundið var- anlegt heimili, ef svo má að orði komast. Bótarbryggja er beint fyrir neðan Kaffivagninn, við hlið Sjó- minjasafnsins í Reykjavík, en til stendur að skipið verði safn um sögu þorskastríðanna. Óðinn er nú við Faxagarð, á sama stað og Ægir og Týr liggja þegar þeir eru ekki að störfum á mið- unum, og ekki er hægt að færa hann að Bótarbryggju fyrr en end- urbótum á henni lýkur, væntanlega í nóvember, að sögn Gísla Gísla- sonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Guðmundur Hallvarðsson, fyrr- verandi alþingismaður og formað- ur Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins, sagði að góður gangur hefði verið á vinnu með lögfræðingum dómsmálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis sem miðast að því að samtökin fái skipið afhent. Rætt hefði verið um að formleg afhend- ing færi fram 1. desember, á full- veldisdag Íslands, að því gefnu að endurbótum á bryggjunni yrði lok- ið. Guðmundur sagði að sjálf- boðaliðar hefðu þegar látið til sín taka við endurbætur á Óðni og einn hefði t.d. skafið upp allar tekk- hurðir í skipinu og fægt koparinn. „Þetta eru líklega um 200 manns í þessum hollvinasamtökum og það stendur einmitt til að boða til fund- ar og skýra frá stöðu mála.“ Morgunblaðið/Sverrir Tæpra 48 ára Óðinn kom nýr til landsins í janúar 1960. Óðinn að Bótarbryggju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.