Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, telur að með nýju samkomulagi um endurbætur á Evrópusambandinu geti aðildarríkin breytt for- gangsröðinni, horfið frá því að einbeita sér að deil- um um innra skipulag „og tekist á við alla þætti þeirrar hnattvæðingar sem nú blasir við okkur“. Sagði Brown að ekki ætti að þurfa að gera breyt- ingar á stjórnskipun ESB næstu 10 árin. Samkomulagið var undirritað í Lissabon í Portúgal skömmu eftir miðnætti á fimmtudags- kvöld þegar búið var að finna lausn á kröfum Ítala og Pólverja. Með nýja samkomulaginu er mark- miðið að laga starf sambandsins að nýjum veru- leika, gera ákvarðanaferlið straumlínulagaðra. Þar sem 27 ríki eiga nú aðild að sambandinu var ljóst að gera yrði breytingar, m.a. á reglum um ákvarðanir og atkvæðavægi aðildarþjóðanna. Sum aðildarríkin og þá ekki síst Pólland mót- mæltu ákaft tillögum sem þau töldu draga úr áhrifum þeirra innan sambandsins. Samningnum er ætlað að taka við af Evrópu- stjórnarskránni sem franskir og hollenskir kjós- endur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum árið 2005. Harðir andstæðingar aukins samruna aðild- arríkjanna í eina ríkisheild fullyrða að með nýja samkomulaginu sé í reynd verið að hundsa vilja kjósenda í umræddum löndum og smygla stjórn- arskrárhugmyndunum gömlu inn í sambandið. Megnið af ákvæðum tillagnanna sem voru felldar sé í nýja samkomulaginu. Nýja samkomulagið verður formlega undirrit- aður 13. desember en síðan verða öll aðildarríkin að staðfesta það formlega áður en það tekur gildi í janúar 2009 ef ekkert kemur upp á. Í samningum, sem er um 250 blaðsíður, kemur m.a. fram að kjör- tímabil forseta ráðherraráðs ESB, valdamestu stofnunarinnar í sambandinu, verður lengt og sama á við um embættistíma æðsta fulltrúa fram- kvæmdastjórnar ESB í utanríkismálum. Frekari kerfisbreytingar óþarfar næstu tíu ár Reuters Kátir Jose Socrates (t.h.), forsætisráðherra Portúgals, ræðir við Gordon Brown. Brown segir að nú geti ESB einbeitt sér að viðfangsefnum hnattvæðingarinnar DONALD Tusk, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks- ins í Póllandi, Borgaravettvangs [PO], reynir hér að heilla verðandi kjósendur. Þingkosningar verða í land- inu á sunnudag og ef marka má kannanir er Tusk sig- urstranglegur, flokkur hans er með 43% stuðning. Lög og réttlæti [PiS], flokkur tvíburanna Lechs og Jar- oslaws Kaczynski, hinna hægrisinnuðu forseta og for- sætisráðherra Póllands, er með aðeins 34%. Margir líta á kosningarnar sem eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu um árangur tvíburanna sem nú hafa stýrt landinu í tvö og hálft ár. Boðað var til kosninga fyrir tímann vegna klofnings í samsteypustjórninni. Reuters „Hvern ætlið þið að kjósa?“ Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is CECILIA Sarkozy, eig- inkona Nicolas Sarkozys, for- seta Frakklands, segir í blaðaviðtali, að hún hafi orðið ástfangin af öðrum manni og búið með honum um skeið en síðan hafi þau hjónin þó reynt hvað þau gátu til að bjarga hjónabandinu. Það hefði ekki tekist og þess vegna hafi þau gert alvöru úr því að skilja. Skilnaðarmál þeirra hjóna er mál málanna í Frakklandi um þessar mundir. Í viðtal- inu við Ceciliu, sem birtist í dagblaðinu L’Est Republ- icain, segir hún, að hún hafi orðið ástfangin af öðrum manni 2005 og búið með hon- um um tíma í New York en síðan hafi hún snúið heim, staðráðin í að gera hvað hún gæti til að bjarga hjónaband- inu. „Við reyndum að byggja allt upp frá grunni, láta fjöl- skylduna hafa forgang, en það gekk ekki,“ segir Cecilia og bætir við: „Maðurinn minn var á kafi í stjórn- málum og hinu opinbera lífi í þessi 20 ár, sem við bjuggum saman. Mér líkaði það aldr- ei.“ Cecilia sagði einnig í við- tali fyrir forsetakosning- arnar, að hún sæi ekki sjálfa sig í hlutverki forsetafrúar. „Ég vil geta gengið um í kú- rekastígvélum og gallabux- um. Hitt á bara ekki við mig.“ Þau Cecilia og Nicolas Sarkozy eiga eitt barn sam- an, Louis, 10 ára, en hvort þeirra á síðan tvö börn frá fyrra hjónabandi. Skoðanakannanir í Frakk- landi gefa til kynna, að skiln- aðurinn muni ekki hafa nein- ar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir Sarkozy enda var löngu vitað, að hjóna- bandið var ekki upp á marga fiska. Þegar Cecilia stökk að heiman 2005 var Nicolas sagður vera í tygjum við aðra konu. Hafa þau varla sést saman frá því Nicolas var kjörinn forseti Frakklands í maí og Cecilia kom fyrst fram opinberlega í síðasta mánuði þegar hún var við- stödd útför fyrri eiginmanns síns. Var tímasetningin bara tilviljun? Svo vill til, að skilnaðurinn kemur upp á sama tíma og efnt er til verkfalla til að mótmæla skertum lífeyr- isréttindum nokkurra starfs- stétta. Telja sósíalistar, að hér sé ekki un neina tilviljun að ræða. Tilgangurinn hafi verið að leiða huga almenn- ings frá verkföllunum. Sé þetta rétt til getið hjá sósíalistum, hefur Sarkozy líklega tekist ætlunarverkið að sumu leyti. Í fjölmiðlunum hefur skilnaður þeirra hjóna alveg skyggt á fréttir af verkfallinu, sem starfsmenn járnbrautanna efndu til í fyrradag, og síðan bætist við, að í skoðanakönnun í Le Fig- aro var mikill meirihluti kjós- enda andvígur verkföllunum. Fyrstur til að skilja í embætti Nicolas Sarkozy er fyrsti franski forsetinn, sem skilur í embætti, en á ýmsu hefur gengið í ástalífinu hjá sumum fyrirrennara hans. Sem dæmi má nefna, að einn þeirra, Fé- lix Faure, lést í örmum hjá- konu sinnar 1899 og Francois Mitterrand átti dóttur með hjákonu sinni. Cecilia, fyrrv. forsetafrú í Frakklandi, segir að hjónaband hennar og Sarkozy hafi verið dauðadæmt Kunni aldrei við opinbera lífið Reuters Allt búið Nicolas Sarkozy og Cecilia í eitt af þeim fáu skipt- um, sem þau sáust opinberlega saman á síðasta sumri. Bangkok. AP, AFP. | Lögreglan í Taí- landi handtók í gær kanadískan barnaníðing, sem Alþjóðalögregl- an, Interpol, hafði leitað um hríð. Christopher Paul Neil, 32 ára gamall barnakennari, var handtek- inn í borginni Nakhon Ratchasima, þriðju stærstu borg landsins, en vegna mörg hundruð ábendinga frá fólki víða um lönd tókst að rekja ferðir hans og komast að því, að hann var staddur í Taílandi. Reyndi að dyljast á bak við brenglaða mynd Neil setti um 200 myndir af sér á netið, sem sýndu hann nauðga ung- um drengjum, en brenglaði andlit sitt til að gera það óþekkjanlegt. Tæknimönnum Interpol tókst hins vegar að vinda ofan af brenglun- inni og birtu síðan myndina af hon- um opinberlega. Er það í fyrsta sinn, sem Interpol leitar með þeim hætti til almennings í leit sinni að afbrotamönnum. Vegna þess hve góðan árangur það ber þykir lík- legt, að það verði endurtekið. Neil verður ákærður í Taílandi en talið er, að hann hafi einnig framið glæpi sína í Víetnam og Kambódíu. Barna- níðingur handtekinn Washington. AP. | Einn helsti kosn- ingaráðgjafi Hillary Clinton spáði því í gær, að hún myndi fá mikið fylgi frá konum í Repúbl- ikanaflokknum yrði hún fram- bjóðandi demó- krata í forsetakosningunum að ári. Mark Penn, ráðgjafi Clinton, sagði á fundi með fréttamönnum, að kannanir, sem hann hefði látið gera, sýndu, að hún gæti gert sér vonir um stuðning fjórðungs þeirra kvenna, sem annars eru vanar að kjósa repúblikana. Væri ástæðan fyrst og fremst sú, að nú væri möguleiki á, að kona yrði forseti Bandaríkjanna. Joel Benenson, kosningastjóri Baracks Obama, keppinautar Clint- on í forkosningabaráttu demókrata, vísaði þessari spá Penn á bug og sagði, að kannanir gæfu einnig til kynna, að margar konur í Demó- krataflokknum myndu snúa sér annað, ef Clinton yrði í framboði. Það væri nefnilega alveg ljóst, að mjög skipti í tvö horn um afstöðu fólks til hennar. Talsmenn Rudys Giuliani, sem er hvað líklegastur til að verða fram- bjóðandi repúblikana, gerðu einnig lítið úr yfirlýsingum Penn um vænt- anlegt fylgi við Clinton. Styðja konurnar Clinton? Hillary Clinton Skiptir mjög í tvö horn um afstöðu til hennar ALGENGT er, að réttir á breskum skyndibitastöðum innihaldi „skelfi- lega“ mikið af salti. Var það niður- staða könnunar, sem bresku samtök- in Cash stóðu fyrir, en þau berjast gegn óhóflegri saltneyslu. Cash skoðaði 346 rétti og drykki hjá Burger King, KFC, McDonald’s og Pizza Hut og kom McDonald’s einna best út. Í engum rétti var salt- ið meira en ráðlegur dagskammtur fyrir fullorðna, 6 g. Sumir réttir frá Burger King, KFC og Pizza Hut voru hins vegar mjög saltir. Einn Pizza Hut-rétturinn var t.d. með tvö- faldan dagskammt af salti. Mikil saltneysla á stóran þátt í ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum. Sumir réttir allt of saltir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.