Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 21

Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 21 SUÐURNES             Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stórheimili Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra múrar hornstein í vegg þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara í Vogum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vogar | Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra lagði í gær horn- stein að svonefndu stórheimili Bú- manna í Vogum. Verkefnið hefur það markmið að skapa nýjan val- kost fyrir eldra fólk, þar sem boðið verður upp á ýmiss konar þjónustu. Húsnæðissamvinnufélagið Bú- menn byggir íbúðir fyrir fimmtuga og eldri og selur og leigir búsetu- rétt. Búmenn eiga nú á fimmta hundrað íbúðir í þrettán sveitar- félögum. Stjórn Búmanna hefur á undanförnum árum unnið að því að útvíkka starfsemina og koma upp þjónustu við eldri félagsmenn. Að sögn Daníels Hafsteinssonar fram- kvæmdastjóra hefur verið leitað leiða til að sinna fólki sem vill búa í eigin íbúð en hefur þörf fyrir visst öryggi og nánd við þjónustu. Hefur hugmyndin fengið vinnuheitið „heimilisvernd“ í umræðu meðal Búmanna, og húsin verið nefnd „stórheimili“. Stórheimilið í Vogum er það fyrsta sem byggt er samkvæmt þessari hugmyndafræði en Daníel segir að gerðir hafi verið samningar um að skoða hliðstæð verkefni í Grindavík, á Álftanesi og Hvolsvelli. Þjónustumiðstöð fyrir alla Framkvæmdir á vegum Bú- manna hófust í Vogum á árinu 2006 og verður stórheimilið tekið í notk- un undir lok þessa árs. Í húsinu eru 13 litlar íbúðir, 1-2 herbergja, sem tengjast þjónustumiðstöðinni með glergöngum. Væntanlegir íbúar kaupa sér búseturétt og greiða síð- an allan rekstrarkostnað íbúðanna. Sveitarfélagið Vogar kaupir sams- konar afnotarétt af þjónustumið- stöðinni og greiðir rekstrarkostnað við hana. Fram kom við athöfnin í gær að efnt verður til hugmyndasamkeppni um nafn á heimilið. Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur hannaði bygg- inguna. Allir eldri íbúar sveitarfélagsins munu geta sótt þjónustumiðstöðina. Birgir Örn Ólafsson, forseti bæj- arstjórnar, segir að þar verði að- staða til tómstunda- og félagsstarfs og hægt að kaupa heitan mat í há- deginu. Hann segir að stofnað verði ráð notenda þjónustunnar, svonefnt öldungaráð, sem muni vinna að mótun stefnunnar um það hvaða þjónusta verði þarna í framtíðinni. Sex íbúðir afhentar Á lóðinni hafa Búmenn einnig byggt sex íbúðir í parhúsum og hef- ur þeim öllum verið úthlutað. Íbú- arnar taka við lyklavöldunum í dag. Fyrir áttu Búmenn 10 íbúðir í Vog- um þannig að þeir verða með 29 íbúðir í sveitarfélaginu undir lok ársins, þegar framkvæmdum lýkur. Lagður hornsteinn að stórheimili fyrir aldraða Í HNOTSKURN »Stórheimili er samstarfs-verkefni Búmanna og Sveitarfélagsins Voga. »Þar eru 13 litlar íbúðirsem leigðar verða með bú- seturétti ásamt þjónustu- miðstöð sem sveitarfélagið mun reka. » Í gær afhentu Búmenn sexstærri íbúðir á lóðinni. Fé- lagið mun eiga alls 29 íbúðir í Vogum þegar framkvæmdum lýkur. Reykjanesbær | Opnaður hefur verið nytjamarkaðurinn Kompan í Reykjanesbæ. Suðurnesjadeild Rauða krossins rekur markaðinn, samkvæmt samningi við Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði nytjamarkaðinn formlega við athöfn í gær. Forset- inn leggur Rauða krossinum lið síð- ustu tvo daga í átaki til að kynna innanlandsverkefni félagsins. Hann kynnti sér öfluga starfsemi Suður- nesjadeildar og ræddi við sjálf- boðaliða og eftir það var hann með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Grindavík í versluninni Nettó og aðstoðaði þá við að afla nýrra liðs- manna. Hann tekur síðan þátt í lokadegi kynningarátaksins sem er í dag en þá verða þrjár deildir RKÍ á höfuðborgarsvæðinu með opið hús í sjálfboðamiðstöðvum. Hugmyndin að stofnun nytja- markaðar í anda Góða hirðisins í Reykjavík kom upp í stjórn Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja. Aron Jóhannesson umhverfisfulltrúi sagði við athöfnina í gær að mikið af nytjamunum hefði verið fargað á Suðurnesjum, munum sem ættu skilið annað tækifæri í lífinu en bara hjá öðrum eiganda. Rauða- krossdeildin leggur til húsnæðið á Smiðjuvöllum 8 í Keflavík og Sorp- eyðingarstöðin sér um söfnun, mót- töku og flutning nytjamuna frá gámasvæðum fyrirtækisins. Hagn- aður af starfseminni rennur til mannúðarmála. Á Smiðjuvöllum er starfrækt fataflokkunarstöð. Þar úthluta sjálfboðaliðar Rauða krossins föt- um til þeirra sem á þurfa að halda alla föstudaga, frá klukkan 13 til 16.30. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kompan Ólafur Ragnar Grímsson, Rúnar Helgason, formaður Suður- nesjadeildar, og Sigríður Jóna Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi fagna opnun. Forsetinn opnar nytjamarkað Reykjanesbær | Krabbameinsfélag Suðurnesja og Sunnan 5, sem er stuðningshópur krabbameins- greindra og aðstandenda, verðurmeð opið hús að Smiðjuvöllum 8 í Keflavík, húsi Rauða krossins, næstkomandi þriðjudag kl. 20. Gestur kvöldsins verður Magnea S. Ingimundardóttir sem mun ræða um líf og viðhorf þeirra sem greinast með krabbamein og það líf sem tekur við að lokinni meðferð. Einnig mun hún segja frá eigin upplifun síðastliðin þrjú ár, frá því meðferð lauk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Magnea segir einnig frá Avon- göngunni í New York 2006 og sýna myndir. Ræðir um líf þeirra sem greinast með krabbamein Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Völlurinn | Þjóðkirkjan á í viðræðum við Þróunarfélag Keflavíkurflugvall- ar um kaup á Kapellu ljóssins á fyrr- um varnarliðssvæði á Vallarheiði. Kirkjan vill með þessu tryggja sér starfsaðstöðu á þessu nýja íbúðar- og þjónustusvæði sem og aðstöðu fyrir hugsanlega alþjóðlega Trúar- bragðastofnun. Húsnæði Kapellu ljóssins er um 1.000 fermetrar að stærð og þar eru rúmgóðir salir og skrifstofuaðstaða. Keilir, miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs fékk húsnæðið leigt og er nú með alla sína starfsemi þar. Eftir því sem næst verður komist er gert ráð fyrir því að Keilir muni leigja áfram aðstöðu í Kapellu ljóssins, þótt Þjóðkirkjan kaupi húsnæðið, en Keilir hefur keypt menntaskólann sem verður aðal kennsluhúsnæði hans í framtíðinni. Kostar 155 milljónir kr. Þjóðkirkjan leitaði eftir því við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar að fá kapelluna til afnota, samkvæmt upplýsingum Biskupsstofu. Nú ligg- ur fyrir samþykkt kauptilboð í eign- ina sem biskup mun undirrita með fyrirvara um samþykki kirkjuþings. Kapellunni fylgja tvær til þrjár íbúð- ir í raðhúsi þar skammt frá sem hug- myndin er að nýta fyrir starfsfólk og gesti í framtíðinni. Kaupverð eign- anna er 155 milljónir króna. Tillaga um staðfestingu á þessum kaupum verður lögð fyrir kirkjuþing sem hefst í dag. Þegar hafa um 700 íbúar, aðallega háskólanemar, sest að í háskóla- hverfinu sem nefnt er Vallarheiði og þar er húsnæði fyrir nokkur þúsund manns. Ýmis starfsemi er að byggj- ast upp og er fyrirhuguð, svo sem menntastofnunin Keilir. Fram kem- ur í greinargerð með tillögunni að tilgangur kaupanna á Kapellu ljóss- ins er að tryggja Þjóðkirkjunni starfsaðstöðu á þessu nýja íbúðar- og þjónustusvæði og veita íbúum og öðrum kirkjulega þjónustu þar. Friðarrannsóknir í herstöð Einnig er tilgangurinn að tryggja aðstöðu fyrir Trúarbragðastofnun, einhvers konar rannsóknar- og kennslustofnun, sem biskup Íslands er með hugmyndir um að koma upp í tengslum við alþjóðaháskólann sem áform eru um að koma upp á svæð- inu. Slíkri stofnun mun vera ætlað að einbeita sér að samræðu trúar- bragða, friðarrannsóknum og sam- kirkjulegu starfi. Ef þetta gengur eftir gæti orðið til friðarstofnun í fyrrverandi herstöð. Margir mismunandi hópar innan varnarliðsins höfðu aðstöðu í Kap- ellu ljóssins og hefur Þjóðkirkjan í huga að halda því á lofti og nota að- stöðuna meðal annars til að minna á sátt og skilning milli trúarbragða. Kirkjan kaupir Kap- ellu ljóssins á Vellinum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kapella ljóssins Keilir hefur nú starfsaðstöðu í húsi sem áður hýsti Kap- ellu ljóssins á Keflavíkurflugvelli. Kirkjan er að kaupa húsið. Hugmyndir um Trúarbragðastofnun Í HNOTSKURN »Varnarliðið lét byggjaKapellu ljóssins árið 1985. Þar var aðstaða fyrir mörg og ólík trúarbrögð. »Kirkjulegir munir vorufjarlægðir þegar varnar- liðið fór af landinu og kapellan afhelguð. Keflavíkurflugvöllur | Árni Sigfús- son bæjarstjóri og Runólfur Ágústs- son, framkvæmdastjóri háskólans Keilis, heimsóttu ungt par á háskóla- svæðinu, Kristínu Magnúsdóttur og Gústaf Adolf B. Sigurbjörnsson, og færðu þeim hálfs árs leikskólavist og fleiri gjafir í tilefni þess að nýfædd dóttir þeirri telst þrettánþúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Nýr íbúi fær góðar gjafir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.