Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 24

Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Stofan Lýsingin gefur viðarloftinu líf og gömlu hægindastólarnir og standlamparnir hans Gísla falla vel að nútíma naumhyggju. A fi minn, Gísli Halldórs- son arkitekt, byggði húsið fyrir fjölskyldu sína sem flutti hingað inn 1953. Við keyptum húsið síðan af honum í janúar á þessu ári,“ segir Margrét Leifs- dóttir arkitekt hjá Skipulagssviði Reykjavíkurborgar og vísar blaða- manni og ljósmyndara upp veglegan viðarstiga, sem líkt og svo margt annað á þessu skemmtilega heimili á Tómasarhaganum er hluti upprunalegu innréttingarinnar. „Við vorum ekkert á leið að kaupa húsið, enda sá ég aldrei fyrir mér að við gætum flutt hingað með þrjú frekar lítil börn þar sem aðeins tvö svefnherbergi eru á efri hæðinni,“ útskýrir Margrét. Húsið hlaut við- urkenningu frá Fegrunarfélagi Reykjavíkur sem fallegasta hús borgarinnar árið sem það var byggt. Efri hæðin geymir eldhús, borðstofu og stofu sem renna saman í alrými, baðherbergi og svo áðurnefnd svefnherbergi og á þeirri neðri eru síðan tvö herbergi, arinstofa og kló- sett. „Mér fannst þau Svava [5 ára] og Leifur [9 ára] vera of lítil til að vera svona langt frá okkur. Því var upp- runalega hugmyndin að hafa þau öll saman í öðru herberginu á efri hæð- inni til að byrja með og hafa leik- herbergi á þeirri neðri. Svava hafði hins vegar aðrar hugmyndir. Hún sagði einfaldlega: „Ég ætla að sofa í mínu herbergi“ og þannig hefur það verið frá fyrsta degi.“ „Vildi nánast engu breyta“ Virðing fyrir sögu og hefðum set- ur sterkan svip á heimilið, þó að húsið hafi vissulega verið tekið í gegn er fjölskyldan flutti inn. Til að mynda voru gerðar gagngerar breytingar á bæði eldhúsi og baði. Samtvinnun gamla og nýja tímans hefur tekist einkar vel enda ljóst að vandað var til verka er húsið var innréttað í upphafi. Þannig hefur oregon pine-viðarklæðning í háu lofti fengið að halda sér, gamall við- arskápur, sem smíðaður var sér- staklega inn í húsið, hefur nú fengið nýja staðsetningu og gegnheilt parket, sem ætlað var í skipaplanka, er eins og nýtt eftir að hafa verið pússað upp. Standlampar og hæg- indastólar úr búi Gísla sjálfs veita heimilinu þá hlýlegan blæ og falla vel að naumhyggju samtímans. Það var heldur ekki anað út í neitt við endurbæturnar og segir Margrét að hún hafi verið af- skaplega íhaldssöm. „Ég vildi nánast engu breyta. Ég vissi að við yrðum að taka eldhúsið og baðið í gegn, en var annars mjög föst í því að breyta sem minnstu enda ber ég mikla virðingu fyrir afa og þessu húsi. Þorsteinn Stefáns- son, maðurinn minn, sakaði mig um að ég sýndi ekki nógu mikla sköpun- argleði á eigin heimili.“ Hún hlær og segir það óneitanlega fyndið að hafa orðið að sitja undir slíkri gagnrýni. „Við unnum þetta síðan mikið sam- an og lentum þessu vel. Hann tók hlutina nefnilega aðeins lengra en ég hefði leyft mér að hugsa þá.“ Parket úr Slippnum Eins og áður sagði var parketið ætlað í skipsgólf. „Afi fór á sínum tíma niður í Slipp þar sem að hann fékk blauta skipaplanka sem áttu að fara að setja í þilfar á skipi og fór með þá niður í Völund þar sem hann fékk þá sagaða í parket,“ segir Mar- grét. Ekkert hafði verið gert við parketið síðan, en nú lítur það út eins og nýtt eftir að hafa verið slíp- að upp. Sams konar parket var síð- an sett á eldhúsgólfið í framkvæmd- unum nú þar sem að opnað var inn í stofu og borðstofu. „Ómar í Parket og gólf bjargaði mér algjörlega þar,“ segir Margrét og vísar til þess hve vel hafi tekist að finna sömu við- artegund. Voldugir gluggabekkir hafa þá Fjölskyldan Margrét Leifsdóttir og Þorsteinn Stefánsson með börn sín þau Leif, Þórdísi og Svövu. Vinnuaðstaða Skápar úr eldhúsinnréttingu liggja meðfram öllum veggn- um og skapa gott vinnrými fyrir fjölskylduna. Hús með sál og sögu Nýjungar og naum- hyggja setja svip sinn á æði mörg heimili um þessar mundir. Þau eru þó einnig mörg húsin sem eiga sér sögu og ekki eru allir tilbúnir að henda henni á haugana. Anna Sigríður Einars- dóttir heimsótti fjöl- skyldu sem ber virð- ingu fyrir fortíðinni. Ég vildi nánast engu breyta. Ég vissi að við yrð- um að taka eldhúsið og baðið í gegn en var annars mjög föst í því að breyta sem minnstu enda ber ég mikla virðingu fyrir afa og þessu húsi. Ljósmynd/Jón Svavarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.