Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 25
tekið við af blómakössum sem stóðu við stofugluggana. „Amma var mikil blómakona og því var gert ráð fyrir sérstökum blómakössum undir gluggunum. Við vildum hins vegar frekar hafa þar bekk sem hægt væri að sitja eða liggja á.“ Lýsingin í stofunni hefur sömu- leiðis tekið stakkaskiptum. Raufar milli veggjar og lofts, sem Gísli hafði upphaflega hugsað undir loft- ræstingu, geyma nú ljós sem gera viðarloftið lifandi. Endurbætur þeirra Margrétar og Þorsteins miðast í flestu við að upp- runalega hönnunin njóti sín sem best þó að nútímalegar endurbætur veiti húsinu vissulega líka skemmti- legt yfirbragð. Þannig er eldhús- innréttingin til að mynda hvít, utan rauðra efri skápa sem taka lit sinn frá gömlu innréttingunni. Liturinn er svo endurtekinn í borðstofu- stólunum, dimmrauðum sjöum frá Arne Jacobsen, sem óneitanlega krydda upp á ljóst umhverfið. Fjörugrjót af erfðafestujörð Gísli byggði húsið handa konu sinni og syni og gerði auk þess ráð fyrir íbúð fyrir móður sína á neðri hæðinni. Hún lést þó áður en bygg- ingu hússins var lokið og bjó systir Gísla þess í stað í íbúðinni um langt skeið. „Þetta hús er byggt á tímum fjárhagsráðs og þá var bygging- arefni skammtað. Afi vildi til dæmis hafa það einum metra breiðara, en fékk ekki leyfi fyrir því. Það þótti ekki við hæfi fyrir þriggja manna fjölskyldu, þó að hæðirnar mættu vel vera tvær.“ Það var því til að ná sem bestu útsýni yfir æskuslóðir sínar í Skerjafirðinum sem að Gísli ákvað að lyfta aðalhæð hússins á súlum. Fjörugrjót með sögu prýðir síðan einn útveggjanna sem og arin í for- stofunni á neðri hæðinni. Grjótið er úr fjörunni við Austurkot, erfða- festujörð sem faðir Gísla átti í Skerjafirðinum, og þar sem hann bjó sjálfur um fimmtán ára skeið. Húsið er nú í friðunarferli og ljóst að engu verður breytt að utan. Einnig hefur verið rætt um það hvort þörf sé á að friða líka loftin og stigann, en Margrét segir þó líklega litla þörf á að hefja slíkt ferli á með- an að þau búi í húsinu – ekki standi til að breyta neinu í þeim efnum. „Við erum að vinna í því að endur- nýja gestabaðherbergið og eins er verið að hækka svalahandrið en all- ar aðrar endurbætur verða bara hluti af eðlilegu viðhaldi,“ segir Margrét Og Gísli er að hennar sögn ánægður með að húsið sé enn í fjöl- skyldunni og ekki virðast honum falla endurbæturnar síður vel í geð. annaei@mbl.is Kryddað Rauði litur stólanna og efri skápa í eldhúsinnréttingunni kallast á við litinn sem prýddi gömlu eldhúsinnréttinguna. Opið og bjart Upprunalega parketið er eins og nýtt eftir að hafa verið pússað upp. Það var ætlað í skipsgólf, en Gísli hafði aðrar hugmyndir. Arininn Hlýleg stofa með rætur í fjölskyldusögunni, en grjótið í arninum kemur úr fjörunni við Austurkot í Skerjafirðinum þar sem að Gísli ólst upp. Milli hæða Voldugur stigi gefur húsinu skemmtilegan blæ. Morgunblaðið/Kristinn Í tíð Gísla Þykk tjöld stúkuðu af stofuna er Gísli Halldórsson bjó þar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.