Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 26
tíska 26 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ EF VINUM ÞÍNUM FINNST EKKI GOTT AÐ KOMA Í HEIMSÓKN TIL ÞÍN EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 07 10 00 2 Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Í heimi tískunnar er nánastallt breytingum undirorpið,tískan þrífst á því. Hún villvera ófyrirsjáanleg skepna, vinaleg samt en koma engu að síður alltaf á óvart, bæði vor og haust. Mörgum finnst erfitt að um- gangast þessa skepnu, sem þeim finnst bara dyntótt í meira lagi og eiga erfitt með að fylgja þessum öru breytingum sem hún vill viðhafa í sínu lífi. Sumir eru einfaldlega jarðbundn- ari, ekki jafnmikið fyrir breytingar og tískan, ekki eins mikil fiðrildi. Það er líka gott og blessað – en tískuskepnan gefur þessum sömu samt líka svigrúm. Það er nefnilega sumt alveg sígilt, hvað sem öllum árstíðabundnum tískustraumum líður – og svona næstum því á milli áratuga. Sem dæmi mætti nefna nokkra liti sem tísku- skepnan hefur aldrei gefið upp á bátinn, sama hversu litaglöð hún annars hefur verið. Þeir eru sí- gildir en hins vegar alltaf svalir. Man einhver eftir ári þar sem svart sást ekki, eða hvítt og rautt? Af þessum þremur litum telst aðeins einn til grunnlitanna en það er rauði liturinn, svartur og hvítur teljast litlausir. Kostur þeirra litlausu er sennilega hlutleysi þeirra, þá er gott að nota með öðrum litum en einnig eru þeir áhrifaríkir einir og sér. Rauði lit- urinn er sá áhrifaríkasti, sá sem klæðist rauðu dregur ósjálfrátt að sér athygli, hvort sem það er peysa, pils, yfirhöfn eða fylgihlutur eins og veski. Við sérstök tilefni slær engin tískusveifla rauða lit- inn út. Sú sem ekki nennir að eltast við tískuskepnuna vor og haust ætti því að fá sér í fataskápinn nokkr- ar sígildar grunnflíkur í þessum litum, í sniðum sem henta hennar líkamsvexti. Þá er hún örugg um að vera alltaf í takt við tískuna og svo að sjálf- sögðu þegar eitthvað í sumar- og vetrartískunni freistar þá er sjálfsagt að kanna hvort það fari við eitthvað af grunnflíkunum og kaupa það ef svo er. Þannig byggir kona upp fataskápinn í samræmi við sinn eigin stíl og vöxt – án þess að láta tísku- skepnuna stjórna sér um of. Sígildir en alltaf svalir Áberandi Rauði liturinn er áberandi og skemmtilegur íveru. Mynstur Samsetn- ingar og mynstur eru endalausar á svarta og hvíta litnum. Fagurrauðir Glæsileg stígvél á fæti, 7.990 kr. GS Skór. Áberandi Falleg, glansandi handtaska, 4.990 kr. Debenhams. Rauð Falleg peysa með fellingum, 8.990 kr. Company.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.